Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 38

Morgunblaðið - 13.12.1981, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ,. SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Faðir okkar og bróðir, GUÐMUNDUR H. JÓHANNSSON, Kambsvegi 34, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 15. desember Bjarni Ómar Guömundsson, Jóhann Sfeinar Guðmundsson, Kristin Jóhannsdótfir, Gyóa Jóhannsdóttir, Anna Siguróardóttir. t Systir okkar, MATTHILDUR HANNESDÓTTIR, fyrrverandi Ijósmóðir, lést 5. desember sl. á Elliheimilinu Grund. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. desember kl. 13.30. Ingibjörg Hannesdóttir, Kristjana V. Hannesdóttir, Guöbjörg Hannesdóttir, Þorsteinn Hannesson. t Otför móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSBJARGAR BECK, fer fram frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 16. desember kl. 13.30. Guörún Beck, Þórólfur Beck, Magnús Tryggvason og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, TYRFINGUR AGNARSSON, Bræöraborgarstíg 22, verður jarösunginn mánudaginn 14. desember kl. 13.30, frá Há- teigskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Árný Anna Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Systir okkar, INGIBJÖRG (DÍDÍ) INGVARSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 14. desember kl. 16.30. Jón Ingvarsson, Ingveldur Ingvarsdóttir, Ástrióur Ingvarsdóttir, Fríöa Ingvarsdóttir, Magnea Ingvarsdóttir, Sigríöur Ingvarsdóttír. + Hjartans þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför dóttur okkar, systur og dótturdóttur, JÓNÍNU EMILSDÓTTUR. Sigríður H. Arndal, Emil Emilsson, Sveínbjörn Rúnar Emílsson, Guölaug M. Arndal. + Þakka auösýnda samúö og vinar hug viö andlát og útför HANS WIUM VILHJÁLMSSONAR. Fyrir hönd vandamanna, Eygló Guömundsdóttir. + Við þökkum af alhug vináttu og samúö vegna andláts móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU VIGDÍSAR SÆMUNDSDÓTTUR, Barónsstíg 21. Starfsfólki Hjúkrunardeildar Heilsuverndarstöövar Reykjavíkur færum viö innilegar þakkir fyrir einstaka umönnun í veikindurn hennar. Sigríöur Th. Erlendsdóttir.Hjalti Geir Kristjánsson, Guðríöur Ó. Erlendsdóttir.Gísli Guðmundsson, Guörún Erlendsdóttir, Örn Clausen, og barnabörn. Minning Sr. Friðrik A. Frið riksson prófastur „Exceunt omnes“ Horfinn er af sjónarsviðinu einn af elstu kennimönnum kirkj- unnar. Séra Friðrik Aðalsteinn Friðriksson, fyrrv. sóknarprestur og prófastur á Húsavík andaðist 16. nóvember, áttatíu og fimm ára gamall og hann var jarðsunginn 28. nóv. sl. — Um langan aldur setti séra Friðrik svip á samtíð sína og samfélag. Nú er hann horfinn. Exceunt omnes. — Þ.e. allir hverfa af sviði lífsins. — En minningin lifir. Við, sem þekktum séra Friðrik A. Friðriksson og störfuðum með honum í kirkjunni munum lengi minnast hans með þökk og virðingu. Ungur að árum sá ég séra Frið- rik fyrst, er hann fór sjóleiðis frá Húsavík til Reykjavíkur og kom við á Isafirði, þar sem ég var að alast upp. Eg man enn hve fyrir- mannlegur hann var og lífsglaður, en um leið alþýðlegur og svipmik- ill. Þannig kom séra Friðrik A. Friðriksson mér ætíð fyrir sjónir. Við séra Friðrik áttum mikið og gott samstarf í meira en þrjá áta- tugi eftir að ég gerðist prestur á Akureyri. Einum voru það æsku- lýðsmál kirkjunnar, sem okkur voru sameiginleg hugðarefni. Hann lét sig ekki vanta á fundi, mót og ráðstefnur, þar sem æsku- lýðsmál voru oft á dagskrá. Hann var ætíð langelstur af þátttakend- um, en það var engin hindrun í umræðum og félagslífi. Hann var svo ungur í anda og skildi svo vel þörfina á verkefnunum. Og ætíð var séra Friðrik til uppörfunar með sínum skemmtilegu tilsvör- um, hann átti jafnan til gaman- yrði á vör og kom það sér einkar vel, þegar fundir vildu stundum dragast á langinn, og þörf var á innskotum af því tæi. Þó duldist engum, sem þekkti séra Friðrik, að hann var mikill alvörumaður, tilfinningaríkur og næmur. Þá var séra Friðrik óvenjulegur hæfi- leikamaður. Það var eins og hann gæti allt. Hann var góður söng- maður og söngstjóri, hagmæltur og tónsmiður. Hann var mælskur og ræður hans báru vott um sterka trú og mikið innsæi í manniegar tilfinningar og viðhorf. Hann var andans maður, gripinn af augnablikinu og innblásinn af helgri þrá til að láta gott af sér leiða í orði og verki. Eitt af því, sem ég mun ætíð verða séra Friðriki þakklátur fyrir, er þegar hann skrifaði, eða réttara sagt teiknaði upp nótna- og söngbókina: Unga kirkjan. Séra Friðrik handskrifaði allar nótur og texta í þeirri bók, og það er svo vel og nákvæmlega gert, að ómögulegt er að halda annað en að þar sé um prentaðar nótur að ræða. Séra Friðrik lét ekki á sér standa er hann var kallaður til starfa. Eitt sinn kom til Akureyr- ar erlendur fræðimaður til að halda fyrirlestur á ensku um guð- fræðilegt efni. Svipast var um eft- ir einhverjum til að þýða fyrirlest- urinn um leið og hann yrði fluttur, en enginn treysti sér til þess að vinna það verk, enda hér um ekk- ert áhlaupaverk að ræða. Loks var leitað til Húsavíkur, til séra Frið- riks, og hann beðinn um þetta. Og séra Friðrik kom og þýddi prýði- lega fyrirlesturinn jafnóðum og hann var fluttur í Akureyrar- kirkju af hinum enska fræði- manni. Séra Friðrik átti mikinn þátt í félagssamtökum presta á Norður- landi. Hann var ágætuiu fundar- maður og oft fundarstjóri. Er eitthvert mál var komið í hnút, var séra Friðrik vísastur til að leysa hann með sínum hnyttilegu tilsvörum. Séra Friðrik var gerður að heiðursfélaga Prestafélags hins forna Hólastiftis í virðingar- og þakkarskyni fyrir gagnmerk störf í þágu félagsins. Séra Friðrik var í senn ættjarð- arvinur, sem unni landi og þjóð, og heimsborgari. Hann var um skeið prestur Vestur-íslendinga og hann gerði víðreist um sína daga. Honum var ekkert óviðkomandi sem til heilla horfði fyrir Húsvík- inga og fyrir land og þjóð. Frú Gertrud Friðriksson var manni sínum samhent í lífi og starfi. Hún studdi hann með ráð og dáð í kirkju sem utan, í félags- og menningarmálum. Um eitt skeið var hún organisti í Húsavík- urkirkju. Man ég það enn, er ég tók þátt í kirkjudegi á Húsavík og gisti á heimili þeirra, hvernig frú Gertrud brá sér út úr eldhúsinu frá því að matreiða hádegisverð og inn að skrifborðinu til þess að skrifa nótur, sem hún ætlaði að nota við orgelleik í messunni eftir hádegið. Þá verður þess lengi minnst, er þau hjónin voru á Hálsi í Fnjóska- dal og séra Friðrik var prestur þar, eftir að hann hafði hætt prests- og prófaststörfum á Húsa- vík fyrir aldurs sakir. Þar lögðu þau hjónin drjúgan skerf til kirkju- og menningarmála byggð- arlagsins og mörg varð samveru- stund sóknarbarna og kirkju- kórsins á heimili þeirra, við sálmasöng og hljóðfæraleik. Síðast hitti ég séra Friðrik á kristniboðshátíðinni á Akureyri, 28. júní sl., þar sem um 500 manna kirkjukór af öllu Norðurlandi söng. Sú trúarhátíð verður okkur öllum, sem þar voru, ógleymanleg. Kraftur andans kom þar yfir líkt og flóðbylgja og söngurinn greip alla, svo voldugur samhljómur og fjölmennur kór hafði ei áður heyrst á Norðurlandi. Eigi kom mér til hugar að þar væri ég að hitta séra Friðrik í hinsta sinn. En það fer vel á því að minningin um þennan merkisbera kristni og kirkju sé bundinn þessari miklu kristniboðshátíð. Hann var þar jafn hress í anda og glaður og allt- af áður. — Og nú er hann allur. Svona er lífið og sviðið er autt. Séra Friðrik er farinn, og það kennir saknaðar. Við hjónin send- um frú Gertrud, syni þeirra og dætrum og tengdabörnum einlæga samúðarkveðju og þökkum liðnar samverustundir. — Guð blessi minningu séra Friðriks A. Frið- rikssonar. Pétur Sigurgeirsson + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa og bróöur, JÓNS EINARS BJARNASONAR, Hringbraut 85, Keflavík. Kristín Þóröardóttir, Birkir Jónsson, Sigríöur Jónsdóttir, Elías Jónsson, Björg Jónsdóttir, Þórður Jónsson, Gréta Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Ásmundur Jónsson, Einar Jónsson, Borgar Jónsson, Erla Helgadóttir, Hilmar Sölvason, Erla Finarsdóttir, Guðmundur Snæbjörnsson, Bryndís Sveinsdóttir, Fanney Kristinsdóttir, Bára Andersdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Húsavík við Skjálfanda, árið 1933. Þorpið vinalega og fallega var á þeim tíma í skugga heims- kreppu, eins og raunar allt landið. Líf fólksins og tilvera öll var ekki margbrotin. Aðalatriðið var að þreyja þorrann. En þá birti óvænt yfir bænum. Ung prestshjón komu til staðarins alla leið frá Islendingabyggð í Vesturheimi. Þar voru á ferð sr. Friðrik A. Friðriksson, einlægur og hugdjarfur framfaramaður með vorblæ í fasi, og kona hans, frú Gertrud. Mikilhæf og vel menntuð dönsk kona. Hin fallega Húsavíkurkirkja heillaði sr. Friðrik, því hlaut það fólk, sem hafði byggt og búið við svo fallegt guðshús að vera gott fólk. Prestsfjölskyldan nýja kom og settist að í gamla lágreista prestsetrinu, sem var á engan hátt í samræmi við kröfur fólks á þeim tíma, hvað þá nú. En þetta var nú fólk sem hafði annað við tímann að gera en að kvarta og gera kröf- ur til annarra. Ekki leið langur tími þar til endurreistur var karlakór, og kirkjukórinn virkjaður til stærri átaka en einungis til kirkjusöngs. A þeim vettvang unnu prests- hjónin stórvirki. Sr. Friðrik kom með mikið af nýjum, fallegum lög- um, samdi og þýddi texta eftir þörfum. Söngurinn fór að hljóma um alla byggð og lyfti fólki upp úr deyfð og drunga. Félagslífið fékk á sig ljúfan blæ söngs og gleði. Sr. Friðrik bar með sér frelsi og trúmennsku í starfi, hvort sem voru prestsverk eða kennsla. En við unglingafræðslu voru hjónin mikilvirk, bæði í skólum staðarins og einnig á heimili sínu, þar eink- um við tungumálakennslu og hljóðfæraleik, sem frú Gertrud kenndi. Það gefur auga leið hvílík- ur fengur er af slíku hæfileika- fólki á litlum stað, enda héldu þau ekki að sér höndum, heldur voru virkir þátttakendur í öllum hefð- bundnum félögum þeirra tíma, svo sem Slysavarnarfélaginu, kvenfé- laginu og unglingastúkustarfi o.fl. Einnig stofnaði frú Gertrud skátafélag og vann þar mikið fyrir unga fólkið. Við, sem áttum því láni að fagna að vera í söngflokki hjá þessum elskulegu hjónum og fengum að njóta hæfileika þeirra, í gleði og söng á yndislega heimilinu þeirra, sem alltaf var til reiðu fyrir æf- ingar, eigum þeim mikið að þakka. Sr. Friðrik og frú Gertrud eign- uðust fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Þau eru öll hæfileika- og mannkostafólk og tóku ætíð virk- an þátt í störfum foreldra sinna. Guðsþjónustur sr. Friðriks voru hátíðlegar, og góðar predikanir hans. Móðir mín, Þórdís Ásgeirs- dóttir var mikil trúkona og sótti ætíð messu og oft sagði hún, þetta var mikil og góð ræða hjá blessuð- um prestinum. Þá var ég barn að aldri en fór alltaf í kirkju með móður minni og þó ég skildi ekki ræðuna, þá var flutningurinn svo lifandi að það var upplifun að horfa á manninn. En þegar kom að tækifærisræðum sr. Friðriks, hvort sem var í heimahúsum, eða í almennum mannfagnaði, þá geisl- aði af honum sú hugarsnilli og græskulaus glettni, að allir við- staddir urðu sem einn hugur, sem í hrifningu meðtók hvert orð, og samspil gefanda og þiggjenda var slíkt, að ennþá eftir tugi ára skynja ég hughrifin frá þessum stundum. Það var mikil og einlæg vinátta milli foreldra minna og prests- hjónanna. Því varð ég snemma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.