Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 í BRór ER TILVALIN GJÖF HUOMPLATA MEÐ LÖGUM ARNÞÓRS OG GÍSLA HELGASONA í útsetningum Helga E. Kristj DREIFING FÁLKINN Nýja Philips maxim er ekki aðeins hrærivél heldur einnig grænmetiskvörn, hakkavél og blandari Philips maxim er frábær hönnun. Með fáeinum handtökum breytir þú hrærivél- inni í grænmetishvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir fylgihlutir, sem allir eru innifaldir í verðinu. Philips maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoðari, lítil skál, grænmetishvörn, hakkavél, blandari og sleikja. PhlliPS 2,.226krónur!r aöeins heimilistæki hf Það er leit að ódýrari hrærivél! Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. Um fangelsanir Eftir Sigurð H. Friðjónsson Undirritaður las með nokkurri furðu athugasemdir um fangelsi í dálkum Velvakanda fimmtu- dagsmorguninn 10. des. Einhver einstaklingur, sem nefnir sig „Hugsi“, kemst að þeirri merki- legu niðurstöðu, að fangelsi séu ekki aðeins „mannskemmandi", heldur líka með öllu óþörf. Þeir sem þar sitja eru einkum sak- lausir fróðleikshafnendur, sem hafa það helzt sér til saka unnið að reyna að hlaupa sér til frelsis undan kerfinu, en því miður „hrasað". Þótt þessi ágæti pistilskrifili nefni sig Hugsi, er hann því mið- ur ekki að sama skapi hugsandi. Við lestur skrifa þessara læðist að sá grunur, að maður þessi hafi ekki aðeins hlaupið á brott frá þeim kerfisskóla, sem hann leitast við að níða í skrifum sín- um, heldur hafi hann einnig tek- ið til fótanna úr lífsins skóla. Við eðlilegar aðstæður hefði undir- ritaður að líkindum fiokkað þessi skrif undir venjulegan lág- reistan hégóma, sem ekki tæki að elta ólar við. í huga undirrit- aðs eru slík skrif hins vegar sér- staklega smekklaus og fráleit í kjölfar þess svívirðilega glæps, sem fyrir skemmstu var framinn hér í borg og eflaust margir og þar á meðal undirritaður hafa hreint ekki jafnað sig á ennþá. Það eru til þeir glæpir, sem eru þess eðlis að afsakanir og flatn- eskja um „hrösun" getur ekki talizt tækt innlegg. Hryllilegar misþyrmingar og morðárás á hjálparvana 15 ára gamalt stúlkubarn er í huga undirritaðs í þeim flokki. Þeir menn sem slík fólskuverk vinna fella með verknaði sínum dóm yfir sjálfum sér, sem ekki verður áfrýjað, slíkir menn hafa sagt sig úr lög- um við mannlegt samfélag. Víðsýni er dásamlegt hugtak enda oft hampað. Stór hugtök eru hins vegar vandmeðfarin og láta ósjaldan lit í meðförum þeirra, er þau taka sér gáleysis- lega í munn. Það er ágætt og lofsvert að freista þess að setja sig í spor brotamanna í þeirri von að eitthvað komi í ijós, sem unnt væri að laga og að gerlegt reynist að hjálpa og betra þá ógæfumenn sem í brotum lenda. Það er hins vegar jafnmikilvægt að missa ekki gersamlega fót- anna og ímynda sér, að slík lofs- verð viðleitni sé endanleg lausn vandans. Löng reynsla í mörgum löndum sýnir ótvírætt að því fer víðs fjarri að svo sé. Sá maður, sem svífur á vængjum óskhyggj- unnar einnar til draumalanda sæmandi sjálfan sig riddara- krossum fyrir víðsýni á fluginu er líklegur til þess að uppgötva fyrr en síðar að hann er fremur fáliðaður á flugi sínu. Skynsamir menn kjósa veruleikann eins og hann er, þótt kaldranalegur kunni hann að vera á stundum, fram yfir slíkar draumsýnir. Sérhvert þjóðfélag hlýtur að snúast til varnar gegn þeim inn- anmeinum, er að rótum þess naga. Glæpir og ofbeldi eru eitt slíkt mein. Það væri ósköp in- dælt, ef unnt væri með viturlegri útdeilingu einhverra mannbæt- andi aðgerða að breyta vand- ræðafólki í nýta og dugandi þjóðfélagsþegna. Ótrúlegar breytingar af þessari tegund gerast reyndar stöku sinnum. Tíðni slíkra lækninga er hins vegar því miður allt of lág til þess að tákna nokkra þjóðfé- lagslega lausn. Meðan svo er verður að gera þá skýlausu kröfu, að réttur venjulegra borgara á vernd fyrir sig og sín börn gegn ofbeldi misindismanna hafi for gang yfir draumsýnir um hugsan- lega lækningu slíkra einstaklinga. Sérhvert það þjóðfélag, sem ekki hefur dug eða vilja til að bregð- ast af festu við þessari grund- vallarkröfu almennra borgara um persónulegt öryggi, er líklegt til að uppskera umbun síns um- burðarlyndis í formi vaxandi ofbeldis. Reykjavík, 11. desember 1981, Sigurður H. Friðjónsson. Ólafsvík: Hátíðarsamkoma í kirkjunni - 150 manna kór söng Ólafsrlk, 8. desember. HINN 22. nóvember sl. var haldinn í Olafsvíkurkirkju hátíðarsamkoma á vegum Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmis í tilefni 1000 ára kristniboðs á íslandi. Dagskráin hófst með ávarpi sem séra Ingiberg J. Hannesson prófast- ur á Hvoli flutti. Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri lék orgelverk og kirkjukórar af Snæfellsnesi og úr Borgarfjarðarprófastsdæmi sungu, bæði sameiginlega og svo frá hvoru prófastsdæmi fyrir sig. Söngstjórar voru þessir: María Eðvaldsdóttir, Kay Wips, Ólafur Einarsson, Sigurð- ur Guðmundsson, Bjarni Guðráðs- son og Haukur Guðlaugsson. Friðjón Þórðarson kirkjumálaráðherra flutti ávarp og Sigríður Þórðardóttir las Sólhjartarljóð (981 til 1981) eftir Matthías Johannessen ritstjóra. Séra Jón Þorsteinsson í Grundar- firði hélt hugleiðingu og eftir að kór- arnir höfðu á ný fyllt kirkjuna sönghljómum bar séra Guðmundur Karl Ágústsson í Ólafsvík fram lokaorð. Þegar allt söngfólkið myndaði einn kór, sungu um 150 manns, það var fagur söngur og athyglisvert að sjá að fólk úr ýmsum starfstéttum sá um söngstjórnina. Að hátíðar- samkomunni lokinni var kaffisam- sæti í safnaðarheimilinu, en að því búnu hélt fólkið til Borgarness, en þar var hátíðarsamkoma um kvöld- ið. Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.