Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Siguröur Hannesson Minningarorð Sigurður Hannesson móður- bróðir minn lést snögglega, föstu- daginn 11. desember, 65 ára að aldri. Hann var næst yngstur þeirra Sandvíkur-systkina, en þau voru 12 er upp komust, 6 bræður og 6 systur. Hann var 7 árum eldri en sá er þessar minningar ritar. Öll sumur frá því ég fyrst man, var ég í Sandvík, en auk þess á öllum stórhátíðum, þegar frí gafst frá skóla. Við ólumst því upp sam- an. Þótt aldursmunur væri ekki meiri en 7 ár hefði hann þó í flest- um tilvikum nægt til þess að ég hefði ekki átt samleið með honum og Ögmundi sem var tveimur ár- um yngri. En alltaf fékk ég að vera með, hvort sem var í starfi eða í leik og alltaf ef farið var af bæ, var ekkert sjálfsagðara en ég fengi að vera með. Réði þar góð- vild þeirra beggja Sigurðar og Ögmundar. Þetta er þó aðeins lítið dæmi um lunderni Sigga, alls ekki einstakt, því ég naut engra sér- réttinda. Afstaða hans til um- hverfis og samferðafólks var í þessum anda. Tillitssemin, hið dýrasta djásn meðal dyggða, var sérkenni þessa manns. Hann er því öllum harmdauði, ekki síst okkur sem best þekku hann. Ég var áheyrandi að því er þeir bræð- ur ræddu um hvar þeir ættu að hasla sér völl er þeir stóðu á krossgötum. Var Siggi þess mjög hvetjandi að þeir tækju höndum saman og byggðu nýtt hús á jörð- inni, hús fyrir þá fjóra bræðurna, tvær yngstu systurnar sem þá voru enn heima, aldraða móður og fósturmóður, en Sandvíkurbörnin tólf áttu í raun tvær mæður. Hús þetta varð að veruleika. Hefur verið fjórbýli í Stóru-Sandvík nú í rúm 30 ár. Við hin mörgu sem eig- um Stóru-Sandvík sem kjölfestu í ólgu lífsins eigum Sigga mikið að þakka. Þessar línur eiga að lýsa þakklæti mínu fyri það og margt fleira í samskiptum okkar svo langt sem ég man. Snerpa hans og dugnaður voru rómuð, hvort sem hann vann til sjós eða lands. Hann var einn þeirra fræknu unglinga sem lögðu stund á íþrótt og nám í Haukadal á dögum Sigurðar Greipssonar, enda lipur og snarpur. Man ég enn hversu ég hreifst af þeirri mennt sem hann flutti heim með sér frá Haukadal. Þótt Siggi hafi nú horf- ið svo óvænt, situr síst á okkur að sýta. Hann eignaðist fimm mann- vænleg börn, sem bera merkið áfram. Eigninkonu hans Hólm- fríði, börnum og barnabörnum votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar, með þökk fyrir samfylgd- ina. Hannes Finnbogason. Nú er skammt stórra högga í milli í Stóru-Sandvíkurfjölskyld- unni. Fyrst Jóhann, þá Magnús og nú síðast Sigurður, hinn 11. des- ember sl., langt fyrir aldur fram. Fyrst man ég eftir Sigurði frænda mínum, þá er ég kom á bæinn sem sumardvalarstrákur úr Reykjavík uppburðalítill, snoð- klipptur með alpahúfu. Þá bjó amma mín enn og vann Sigurður að búi hennar. Þá stóð gamli bær- inn í Stóru-Sandvík með sinni baðstofu og tveim kvistum. í kvistunum bjuggu amma og elsti bróðirinn Ari Páll, sem þá bjó að hálfu á móti móður sinni. Á þeirri tíð höfðu ungir menn eins og Sig- urður ekki sérherbergi, því hús- næðið á mannmörgu heimili var ekki stórt. Ég tók við af frænda mínum Hannesi Finnbogasyni að sofa fyrir ofan ömmu mína og Sig- urður átti sitt rúm einnig í kvist- inum hennar ömmu. Við frænd- urnir vorum herbergisfélagar í fjögur sumur. Ég hændist snemma að Sigurði frænda mínum trúlega vegna þess hve barngóður hann var. Áður en sumardvalarbörn fóru að geta tek- ið til hendinni sáu þau daglangt ekki til vinnandi manna, oft ekki fyrr en á kvöldin, en þau voru fljót að líða, því jafnan var snemma gangið til náða. Snáði eins og ég gat ekki alltaf sofnað strax og hélt ömmu sinni oft upp á snakki. Ekki truflaði þetta Sigurð frænda minn frá svefni, jafnvel ekki einu sinni þótt amma yrði stundum að grípa til Dýraverndarans og lesa svolítið fyrir mig áður en snáðinn gæfi sig. Lykillinn að mínum svefni var þá oft að vita og finna að nú var Sig- urður sofnað'ur. Sandvíkurbræður voru einstak- (Dsúer_ hrærivél frá U.S.A. Verð kr. 2.940.- / Innifaliö í verði: Hakkavél, mixari, hnoðari, 2 skálar og þeytari. Hafnarfjörður: Ljós og raftækl Akranes: Þóröur H)álmarsson Borgarnes: K.f. Borgfirötnga Palreksfj. Raft. Jónasar Þórs ísatjörður: Straumur h.f. Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson Blónduós: K.f. Húnvetninga Sauðárkrókur: Hegri sf. Siglufjöröur: Gestur Fanndal Ólafsfjörður: Raftæk|avinnustofan sf. Akureyri: Akurvík Húsavík: Grímur og Arnl Vopnafjörður: K.f. Vopnfiröinga Egilsstaðir: KH B. Seyðisfjörður: Stálbúöin Eskifjörður: Pöntunarfel. Eskfirðinga Neskaupsstaöur: Ke. Lundberg Hofn: K.A.S.K. Þykkvibær: Fr. Fnðriksson Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavík. Stapafell hf ^ sn Vorumarkaðurinn h. A — Sími 86117 lega samhentir menn enda oftast nefndir tveir eða fleiri í sömu and- ránni. Kunnur er dugnaður þeirra við að ráðast í byggingu íbúðar- húss þess er nú stendur á jörðinni og tekið var í notkun um 1950. Þar bjuggu þeir fjórir, Ari Páll, Jó- hann, Sigurður og Ögmundur með fjölskyldum sínum myndarlegu fé- lagsbúi, juku stöðugt við gæði jarðarinnar og stunduðu auk þess iðnað, útgerð og það sem nú er nefnt hlunnindabúskapur. Sam- vinna þeirra um öll störf og fram- kvæmdir er til féllu var alla tíð með slíkum ágætum að betri fyrir- mynd í sambýli þekki ég ekki. Jóhann var sá þeirra bræðra er mest kunni á veiðiskap. Hann var foringi þeirra við laxveiðar. Hann kenndi mér að fara með stöng. Því minnist ég hans hér, að við áttum margar ánægjustundir saman oft í boði Sigurðar við laxveiðar í Ölf- usá. Sjaldan brást það, að fyrir lok veiðitímans komu þeir Sigurður og Ögmundur að vitja okkar og fylgjast með hvernig gengið hefði. Sigurður vildi að sínir menn Minning: Ingveldur Teits- dóttir Borgarnesi Fædd 7. maí 1901 Dáin 12. desember 1981 „Legg ég nú Iwoi lif og önd, Ijnfi Jesn, í þína hönd, sidast þegar ég Nofna fer sitji (iuds englar yfir mér." Ilallgrímur IVlursson Það var ætíð tilhlökkunarefni okkar barnabarnanna í Kópavogi að fara til ömmu í Borgarnesi, lít- ið ævintýri í hvert sinn. Borgarnes hefur sinn sérstaka svip, þar sem margt er að skoða fyrir börn af höfuðborgarsvæðinu. Amma og afi, meðan hann lifði, tóku litlum gestum opnum örmum. Slíkar stundir geymast í minningunni. Þótt gestirnir ungu yxu úr grasi og langömmubörnin bættust við, breyttist viðhorf ömmu ekki. Þangað var alltaf gott að koma. Samverustundirnar voru því mið- ur færri en skyldi vegna fjarlægð- arinnar, en aldrei leið þó mjög langt milli heimsókna. Amma var flestum öðrum fróð- ari um sögu Borgarness og íbúa. Þar bjó hún alla sína tíð og sá kauptúnið breytast og vaxa. Gott var til hennar að leita fyrir þá, sem vildu fræðast um flest, sem við kom staðnum. Áttatíu ár eru langur tími í mannsævi og amma hafði skilað vel sínu ævistarfi. Síðustu misser- in var líkaminn eðlilega tekinn að gefa sig, en andinn var samur og jafn til hinstu stundar. Ævikvöld ömmu var gott enda naut hún um- önnunar Kristínar frænku og Braga. Bæði pabbi og Lilla frænka voru hjá henni síðustu stundirnar og víst er að Jónas afi hefur tekið vel á móti ömmu handan tíma og rúms. Blessuð sé minning hennar. Svstkinin Holtagerði 5. Ingveldur var dóttir hjónanna Teits Jónssonar og Oddnýjar Jónsdóttur. Nokkru áður en hún fæddist fluttust foreldrar hennar í Borgarnes frá Ferjubakka. Teitur byggði þá hús sem enn stendur á Miðnesi í Borgarnesi. Börn Teits og Oddnýjar urðu 6 og lifði Ing- + Systir okkar HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, Olduslóð 28, Hafnarfirdi, andaöist í St. Jósepsspítala 17. desember sl. Systkinin. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, AXEL FRIÐRIKSSON, Akurgerði 7, Reykjavík. andaoist í Landspítalanum, föstudaginn 18. desember. Jenný Áamundadóttir, Lára Axelsdóttir, Guömundur Kr. Þórðarson, Ómar Axelsson. Ingi Friðrik Axelsson, Irmgard Axelsson, og barnabörn t Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö við andlát og útför KRISTÍNAR ÞORKELSDÓTTUR frá Kolastööum. Sérstakar þakkir til aldraöra í Borgarnesi. Guö gefi ykkur gleöileg jól Sigurður Guðmundssson, Oddný Bergsdóttir, Bergur Sigurðsson, Þorkell Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Ásgeir Sigurðsson, Ragnheiöur Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jón Jónasson, Jónína Eggertsdóttir, Þorbjörg Guömundsdóttir, Ingigerður Benediktsdóttir, Eygló Benediktsdóttir, Erla Bjarnadóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.