Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 25 veiddu og sýnir það vel öðlings- lund hans. I dag er Sigurður kvaddur hinstu kveðju. Hann var mikil- haefur samræmingaraðili í mikl- um umsvifum þeirra bræðra. Ljúfmennska hans, fjölhæfni og ósérhlífni til allra starfa naut sín til fulls í þessu samstarfi. Mér er hann og minnisstæður vegna nær- færni hans og skilnings á dýrum. Sérstaklega minnist ég sem ungl- ingur samstarfs hans við Kiddu systur sína um sauðburðinn, þá er vaka varð yfir ánum. Sigurður var lífsglaður maður að eðlisfari og hvellur hlátur hans var innilegur og skar sig oft úr í góðra vina hópi. Gæfuna reyna menn að smíða sér hver með sín- um hætti eftir því sem lífið býður þeim og þeir fá sjálfir um ráðið. Sigurður fyllti út í sinn lífsramma með einstökum mannkostum og manngæsku, sem fáir munu eftir honum leika. Nú þegar Sigurður frændi minn er allur sakna ég vinar í stað. Hann skilaði miklu og góðu dags- verki sem kunnugir kunna að meta. Skarðið sem hann skilur eftir sig í fjölskyldunni er vand- fyllt, en illa þekki ég yngra fólkið á bænum, ef það heldur ekki merkinu uppi með forystu Ög- mundar, sem nú er einn eftir þeirra bræðra. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Þórðardótt- ur frá Tannastöðum í Ölfusi árið 1949. Þau eignuðust 6 börn: Þórð, Hannes, Jens, Árúnu Kristínu, Margréti og dreng er þau misstu skömmu eftir fæðingu. Ég og fjölskylda mín sendum þeim og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Hannes Þ. Sigurðsson SAGA HtJSAVÍKUR 1. BINDI veldur öll systkini sín. Ég veit minnst um þau kjör sem fjölskyld- an bjó við, en þau hafa sennilega verið síst verri en almennt gerðist á þeim tíma. Svo kom vorið 1914. Þá drukknaði Teitur ásamt tveim- ur nánast uppkomnum börnum sínum, þeim Þórunni og Jóni á Borgarfirði. Svona slys hafa að sjálfsögðu ekki aðeins mikil áhrif á afkomuna, heldur líka á alla hugsun og allt líf þeirra sem eftir stóðu. Inga lýsti þessum degi oft fyrir mér. En þau sem eftir stóðu létu ekki bugast enda var Oddný mikil dugnaðarkona. Maður Ing- veldar varð Jónas Kristjánsson síðar kaupmaður í Borgarnesi. Jónas féll frá árið 1964. Þau bjuggu alla tíð í Borgarnesi og eignuðust tvö börn, Teit og Krist- ínu og nú eru bæði komin barna- og barnabarnabörn. Ég kynntist Ingu ungur, svo ungur að ég man ekki annað en áð ég hafi þekkt hana, enda afasystir mín og við bjuggum lengi í sama húsi. Þvi er ekki að neita að oft kom upp misskilningur alls konar milli okkar krakkanna og hennar, þar sem helsta leiksvæði okkar var jafnframt gróðurreitur henn- ar. Okkur gekk fremur illa að skilja þennan áhuga á trjám og blómum. En slíkt breytist og ég er alveg viss um að ef ég einhvern tíma eignast gróðurreit, sem ég hef ræktað, munu krakkaleikir líka valda mér áhyggjum. Eftir að þessum leikjum lauk urðu sam- skiptin önnur. Stundum var spil- að, Inga hafði gaman af slíku og ég líka eða bara spjallað yfir kaffibolla. Inga var nokkur ár bú- in að vera elst þeirra sem fæddir eru í Borgarnesi og búið hafa þar alla tíð. Hún var hafsjór af fróð- leik um Borgarnes og Borgnesinga fyrri ára, enda bilaði minnið aldr- ei. Mér þykir verst að hafa ekki meðtekið meira af þessum fróð- leik. Þetta er mitt umhverfi og þess vegna jafnframt mín fortíð. Inga varð mér æ sterkari brú til þessarar fortíðar og ég var ansi oft farinn að leita gagngert til hennar eftir upplýsingum og fróð- leik. Ég sakna þessa og einnig þess að hún er ekki þarna lengur í næsta húsi, en auðvitað er söknuð- ur nánustu aðstandenda mun meiri. Ég flyt þeim mínar bestu samúðarkveðjur og þakka Ingu að lokum allar góðar stundir og ára- tuga langa hlýju í minn garð og mínnar fjölskyldu. Trausti Jónsson. Myndarammar úr tré Stærðir Verð 9xl3sm 29.50 18x24 sm 42.00 24x30sm 59.50 Sendum ípóstkröfu. Pöntunarsími 13135 EYMUNDSSON Aðalhöfundur og safnari Karl Krístjánsson Bókin er í köflum. Fyrsti kaflinn er mikil ritgerö eftir Sæmund Rögnvaldsson og heitir Húsavík fyrri tíma, með undirfyrir- sögninni: Verslun, brennisteinsnám og kirkja. Er hér fjallaö rækilega um efni sem lítio hafa veriö rannsökuö fyrr. Yfirleitt er mikil persónusaga í bókinni, svo sem þættir af sveitarstjómar- og bæj- arstjórnarmönnum, læknum, prestum, sýslumönnum og bæjarstjórum. Alllangir þættir eru um Kaupfélag Þingeyinga og um Fundafélag Húsvíkinga, merkilegt fé- lag, sem átti á sínum tíma drjúgan hlut aö framfaramálum kauptúnsins. Bokin er prýdd miklum fjölda mynda af fólki, mannvirkjum og staöháttum. Almenna Bókafélagið, Austurstræti 18, sími 25544. Skemmuvegi 36, Kópavogi, sími 73055. Austurstræti 18 Kroppinbakur PAUL FÉVAl Þræll arabahöföingjans Eins og venjulega sendir Sögusafnið frá sér fyrir jólin vinsælar skáldsögur. Þessar bækur eru komnar á mark- aðinn: Kamelíufrúin eftir Alexander Dumas í þýðingu Karls ís- felds. Heimsfræg ástarsaga. Kroppinbakur eftir Poul Féval. Bók sem alltaf er spurt um. Ást og drenglyndi eftir Hermann Lienhart. Hugljúf ástar- saga. Præll arabahöfdingjans eftir Albert M. Treynor. Þetta er ein af þeim gömlu sögum sem alltaf er spurt um og hefur verið ófáanleg árum saman. Glettni örlaganna eftir Marjoríe Curtis í þýðingu Elín- borgar Kristmundsdóttur. Viðburðarík og spennandi nútímasaga. Ævintýri Sherlock Holmes eftir A. Conan Doyle í heild- útgáfu. 4. bindið er komið og fjallar um afrek þessa fræga leynilögreglukappa. Sögusafn heimilanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.