Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Eiríkur Bjamason Hveragerði - Minning Fæddur 7. desember 1909 Dáinn 11. desember 1981 í dag fer fram frá Hveragerð- iskirkju útför Eiríks Bjarnasonar, hótelstjóra í Hveragerði, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu föstudaginn 11. desember, nýlega orðin 72ja ára að aldri. Hann verð- ur jarðsettur að Torfastöðum í Biskupstungum. Eiríkur á Bóli, eins og hann var jafnan nefndur, var fæddur að Bóli í Biskupstungum 7. des. 1909. Foreldrar hans voru hjónin María Eiríksdóttir frá Miklaholti í sömu sveit og Bjarni Guðmundsson á Bóli. Móðir Eiríks var ættuð af Skeiðum, var af hinni kunnu Fjallsætt. Ófeigur ríki mun hafa verið langafi hennar. I föðurætt var Eiríkur náskyldur þeim Galta- fellssystkinum. Bjarni, faðir hans, og þau Einar myndhöggvari, Bjarni bíóstjóri, Jakob og Guðný, voru bræðrabörn. Foreldrar Eiríks bjuggu allan sinn búskap að Bóli, frá 1901 til 1952, og eignuðust tvö börn, Eirík og Sigriði, sem giftist Sigurði Greipssyni, hinum kunna íþrótta- leiðtoga í Haukadal og er hún lát- in fyrir nokkrum árum. í foreldrahúsum kynntist Eirík- ur snemma söng og hljóðfæraleik. Faðir hans keypti skömmu eftir aldamótin lítið orgel á Eyrar- bakka og reiddi það heim á hesti og spilaði oft á það. Snemma kom í ljós, að Eiríkur hafði óvenju næmt eyra fyrir músík, og 9 ára eignaðist hann fyrstu harmónikk- una. Honum fannst þetta himnesk gjöf, sleppti henni aldrei og náði fljótt lögum á hana. Tíu ára fékk hann fyrst að fara á vetrarsam- komur í sveitinni. Þá hafði hann þegar náð þeirri leikni að geta spilað á orgel fyrir dansi. Þegar Eiríkur var 12 ára, kom upp berklafaraldur í sveitinni. Hann veiktist og barðist árum saman við þennan mannskæða sjúkdóm og var oft langt leiddur. Hann lá langar legur bæði á Eyr- arbakka, Landakoti og á Vífiis- stöðum, þar sem hann var í 2 ár. En svo fór þó að lokum, að hann hjarnaði við og náði þeirri heilsu, að hann var útskrifaður 1925 en var mjög máttfarinn. Skömmu síðar veiktist hann af slæmum kíghósta og lá í honum meiri part vetrar. Og upp úr honum fékk hann í augun og tók að missa sjón- ina. Var hann síðan næstu 10 árin stöðugt undir læknishendi í Reykjavík, unz sjónin var alveg farin. Meðan Eiríkur var undir lækn- ishendi og sjónin var sífellt að dvína, fór hann að vinna við körfu- og burstagerð Blindravina- félagsins við Skólavörðustíg. Nú virtist framtíðin ráðin. Sjónin var að fjara út. Æskudraumarnir brostnir. Og hann aðeins liðlega tvítugur að aldri. En Eiríkur lét ekki bugast. Hann hafði ríka þrá til þess að standa á eigin fótum og vera ekki öðrum til byrði. Fljótlega hætti hann störfum við burstagerðina og þótti mörgum mikið óráð. En hann hafði í huga, að þarna gæti harmonikkan orðið sér til bjargar, að hún gæti gert honum kleift að komast af án hjálpar foreldra sinna. Þá réðist hann í það stórvirki með hjálp góðs vinar að kaupa for- láta harmonikku og náði fljótlega tökum á henni. Það varð upphafið að því, að hann fór að spila á al- mennum dansleikjum. Að þremur árum liðnum gat hann keypt harmonikku af fullkominni stærð, af Hohner-gerð, eins og þær ger- ast enn í dag. Þá fór hann að spila á böllum um allt Suðurland, suður með sjó og í Reykjavík. Barst hróður hans víða, og varð hann brátt kunnasti harmonikuleikari landsins. Og eru ótalin þau lög, sem hann samdi um dagana og urðu landfleyg. Vorið 1930 komu hingað til lands frægustu harmonikkuleik- arar Evrópu á þeim tíma, þeir Geilin og Borgström, og héldu marga hljómleika. Eiríkur varð yfir sig hrifinn. Og þetta varð til þess, að hann tók saman við æsku- vin sinn, Einar Sigvaldason, og fóru að æfa saman harmonikku- leik og tóku þá sér til fyrirmynd- ar. Og veturinn 1932 höfðu þeir náð þeirri leikni, að þeir auglýstu harmonikku-dúett í Nýja Bíói og kölluðu sig Harmonikkuleikarana Eirík og Einar. Gerðu þeir mikla lukku og fóru hljómleikaferðir víða um land. Eftir að leiðir þeirra Einars skildu, fór ungur frændi Eiríks, Jón Kjartansson, sonar- sonur Jakobs frá Galtafelli, að spila með Eiríki á dansleikjum. Arið 1936 varð mikið hamingju- ár í lífi Eiríks. Hann dvaldist þá í Haukadal hjá Sigríði systur sinni, er unnið var að sandirbúningi kon- ungsveizlunnar til heiðurs Krist- jáni 10. og Alexandrinu drottn- ingu. Ung og glæsileg stúlka, starfaði við framreiðslu í kon- ungsveizlunni, Sigríður Björns- dóttir, frá Þingeyri við Dýrafjörð. Þau Eiríkur felldu hugi saman, og varð hún upp frá því tryggur lífs- förunautur hans og samverka- ERBÓKÁRSINS Óllum ágóða af sölu hettnar verður varið til byggingor hjúkrunardeildar Hrafnisiu í Hafnarfirði. AFTANSKIN er rituð í lak vinmtdags, þegar lifandi minningar liðintta ára leiftra i aftanskini tevikvöldsins. AFTANSKIN er ún<al frásagna 24 þjáð- kumtra manna sem allir eiga það sameiginlegt að vera komnir á átt- rceðisaldur. AFTANSKIN erfagur bók með leik andi léttum frásögnum af lifi ng starfi Islendinga á þessari öld. Með þvi að gefa vinttm okkar AFTANSKIN efhtm við hag aldr aðra um leið og við búum í haginn fyrir eigin framtíð. VKKAK FRAJWLAG TILALDRAÐRA. ÞEIRRA FRAMLAG TILYKKAR. n9g f<lt9erðira reyne'u/ aad»*k,i Utgefandi: Sjómannadagsráð. maður, svo að á betra varð ekki kosið. Árið 1939 stofnuðu þau Eiríkur og Sigríður Nýja Ferðabíóið og gerðust með því brautryðjendur kvikmyndasýninga austanfjalls. Ferðuðust þau á næstu árum vítt um Suðurland og sýndu kvik- myndir. Sá Sigríður um stjórn sýningarvélanna og hafði rekstur- inn þess á hendi alla tið. Vorið 1947 fluttust þau til Hveragerðis og keyptu samkomu- húsið, sem var sameign Ölfus- hrepps og hins nýstofnaða Hvera- gerðishrepps. Síðan hafa þau rek- ið þar gisti- veitinga- og sam- komuhús til þessa dags, í liðlega aldarþriðjung, alla tið af miklum dugnaði. Fram að þeim tíma hafði á ýmsu gengið með reksturinn, en þau komu hótelrekstrinum í fastar skorður, brydduðu upp á ýmsum nýungum, komu upp nudd- og leirböðum fyrir dvalargesti yfir sumartímann, og byggðu við hót- elið um 1960 og fjölguðu gistiher- bergjum. Ég sá Eirík á Bóli fyrst á barna- balli í Tryggvaskála 1938 þar sem hann lek á harmonikkuna. Við krakkarnir sátum dolfallin fyrir framan hann yfir þessari miklu leikni og að geta þetta blindur. Næstu árin voru þær ófáar bíó- myndirnar sem þau sýndu okkur í Nýja Ferðabíóinu í Tryggvaskála. Næst bar fundum okkar Eiríks saman, þegar ég fluttist til Hvera- gerðis 1966. Tókst strax með okkur mikil og einlæg vinátta, sem fór vaxandi með árunum. Það var alltaf skemmtilegt að tala við hann. Þótt blindur væri kunni hann skil á ótrúlega mörgu og gat talað um ólíklegustu málefni. Eiríkur var mjög félagslyndur maður, hafði mjög gaman af að hitta fólk, enda þekkti hann marga. Mér er kunnugt um að margir komu til hans með vanda- mál sín, trúðu honum fyrir þeim eins og góðum sálusorgara. Og ekkert var honum fjær en vol og víl. Hann hughreysti menn og reyndi að telja í þá kjark. Oft bar ég undir hann erfið viðfangsefni og ávallt fór ég af hans fundi létt- ari í huga. Eiríkur var einlægur sjálfstæð- ismaður og lagði flokknum alla tíð það lið sem hann mátti. Og fáir voru áhugasamari við kosningar. Reyndust þá ráð hans oft vel, hann hafði ótrúlegt Iag á að sætta ólíkustu sjónarmið. Eiríkur var með hærri mönnum á vöxt, sterklega byggður, tein- réttur og bar sig vel. Hann var reglumaður, fór ávallt snemma á fætur og iðkaði líkamsæfingar á hverjúm morgni. Þrátt fyrir hans þungbæru fötlun, bugaðist hann aldrei og vildi aldrei láta líta á sig sem fatlaðan mann. í samræmi við það hef ég fyrir satt að hann hafi hafnað örorkubótum þangað til hann komst á aldur lífeyris- þega. Að leiðarlokum þakka ég Eiríki trausta vináttu og margar ánægjulegar samverustundir og votta eiginkonu hans, Helgu dótt- ur hans og öðru nákomnu skyldu- liði samúð mína við fráfall hans. Hvergerðingar sakna hans og finna sig fátækari að honum látn- um. Hafsteinn Kristinsson Eiríkur Bjarnason, veitinga- maður í Hveragerði, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili Fjóla Matthíasson Minningarorð Fædd 15. febrúar 1915 Dáin 10. desember 1981 Þegar vinur minn Sverrir Matthíasson í Keflavík hringdi til mín að kvöldi 10. desember og flutti mér þau sorgartíðindi að Fjóla eiginkona hans hefði látist þá um hádegisbilið, varð mér hverft við, því að daginn áður hafði ég talað við hana í síma og var hún þá glöð og hress í tali eins og hennar var vani. En aðfaranótt fimmtudagsins 10. desember veiktist hún hastarlega og var flutt í skyndi á Landspítalann, þar sem hún andaðist skömmu síðar. Að vísu hafði hún ekki gengið heil til skógar síðastliðið ár og var ný- lega komin heim eftir að hafa ver- ið í nákvæmri rannsókn á Landa- kotsspítala. En vinir og vanda- menn gerðu sér þó vonir um, að hún mundi ná sér aftur, enda hafði hún alla ævi verið heilsu- hraust til þessa. En þegar kallið kemur, verðum við öll að hlýða og því er hún í dag kvödd af syrgj- andi ættingjum og vinum. Frú Fjóla Matthíasson fæddist í Hafnarfirði 15. febrúar 1915. For- eldrar hennar voru frú Sólborg Sigurðardóttir af Kollsvíkurætt og Snæbjörn Bjarnason trésmíða- meistari. Hún ólst upp í Hafnar- firði við gott atlæti og lauk fulln- aðarprófi við barnaskólann þar. Síðar fluttist hún með móður sinni og stjúpföður til Siglufjarð- ar og bjó þar á unglingsárunum. Árið 1933 fluttist Fjóla til Vest- mannaeyja og réðst til starfa við verslun, sem Sverrir Matthíasson rak þar í bæ. Tveimur árum síðar sigldi Fjóla til Kaupmannahafnar, þar sem hún stundaði nám í barnagæslu og starfaði í tvö ár við Holmens Sogns Bornepleje þar í borg. Um þessar mundir var Sverrir Matthí- asson, sem Fjóla hafði starfað hjá áður, við nám í íþróttakennara- skólanum „Statens Gymnastik Institut" í Kaupmannahöfn og felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband 2. desember 1939. Tengdaforeldrar Fjólu, Matthías Þórðarson ritstjóri frá Móum á Kjalarnesi og frú Sigríður Guð- mundsdóttir frá Lambhúsum á Akranesi, voru þá búsett í Kaup- mannahöfn svo og nokkur barna þeirra og hefur Karítas mágkona hennar sagt mér að þeim hafi öll- um þótt einstaklega vænt um Fjólu sakir mannkosta hennar. Ungu hjónin hófu búskap sinn í Hróarskeldu þar sem Sverrir rak niðursuðuverksmiðju, Roskilde Solakfabrik. — Heimsstríðið hafði skollið á nokkru áður en Fjóla og Sverrir giftust og tímar því mjög viðsjálir. Varð Sverrir að hætta við verksmiðjureksturinn og fengu ungu hjónin þá störf í Hamborg, fyrst hjá Howaldwerke, en síðar unnu þau bæði skrifstofustörf hjá blaðaútgáfufyrirtækinu Frank & Scheibe. Þarna varð fólk að búa við stranga matarskömmtun og stöðugar loftárásir, en Fjóla heit- in lét aldrei neinn bilbug á sér finna og sýndi bæði dug og kjark í gegnum allar þrengingarnar. Seint á árinu 1942 fluttu Fjóla og Sverrir aftur til Kaupmanna- hafnar og þar fæddist þeim sonur, Þór, þann 3. september 1944. Þegar stríðinu lauk 1945 flutt- ust þau hjónin ásamt syninum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.