Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna Um langt árabil hefur Morgun- blaðið haft þann ágæta sið, að leita til forystumanna ýmissa fé- lagasamtaka atvinnulífsins með ósk um, að þeir rituðu nokkrar hugleiðingar í blaðið í tilefni ára- móta. I þessum pistlum hafa menn rifjað upp atburði þess árs, sem er að renna sitt skeið, og jafnframt leitast við að skyggnast inn í framtíðina og segja fyrir um, hvað nýtt ár beri í skauti sér. Sem for- seti Landssambands iðnaðar- manna hef ég þannig alloft átt þess kost að koma á framfæri hugleiðingum um ástand og horf- ur í iðnaði á síðum Morgunblaðs- ins, og vil ég ekki láta hjá líða að færa ritstjórn blaðsins þakkir vegna þessa. Á hinn bóginn verð ég að játa, að mér reynist sífellt örðugra að rita þann hluta þess- ara pistla minna, þar sem fjalla skal um hið óorðna. Sú hefð virð- ist vera að skapast, að margvísleg- um stjórnvaldsaðgerðum, ekki síst ákvörðunum um aðgerðir í efna- hagsmálum, er slegið á frest og þær látnar bíða áramóta. Meðan æðstu stjórnvöld hugsa efnið í áramótaboðskap sinn, er landslýð haldið í óvissu. Rétt eins og bless- uð börnin bíða full tilhlökkunar eftir því að fá að opna jólapakka sína, bíða þegnarnir í ofvæni eftir innihaldi áramótaböggla ríkis- stjórnarinnar. Að ræða horfur í innlendum iðnaði á næsta ári af einhverju viti er þess vegna ekki unnt, þær ráðast að verulegu leyti af þeim úrræðum, er ríkisstjórnin hyggst grípa til vegna þess marg- víslega vanda, sem nú er við að etja á flestum sviðum þjóðlífs okkar. Ekki fer hjá því, að eftirvænting mín varðandi boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sé mjög bland- in kvíða. Síðasti áramótaboðskap- ur hennar var enginn gleðiboð- skapur fyrir þá, sem vinna að mál- efnum iðnaðarins. Er óhætt að segja, að flestar greinar iðnaðar hafi átt við gífurlega erfiðleika að etja á árinu. Er það síst ofmælt, þótt ég staðhæfi, að það ár, sem nú kveður, hafi verið sumum iðngreinum eitthvað það allra erf- iðasta, sem þær hafa orðið að þrauka lengi. í setningarræðu minni á 39. Iðnþingi íslendinga, sem háldið var í upphafi nóvem- bermánaðar sl., leitaðist ég við að skýra vandamál iðnaðarins og ástæðurnar fyrir þeim. I því efni var mér mjög tíðrætt um stefnu stjórnvalda í verðlags- og geng- ismálum, og ætla ég ekki að endurtaka þau orð mín hér. Ég hef þó orðið var við, að ýmsum fannst ég óvæginn í orðum við þetta tækifæri og óþarflega þunghöggur í garð ríkisstjórnarinnar. Vel má það vera. Ég vil hins vegar benda á, að á undruiförnum vikum hafa æ fleiri teklð í sama streng og ég gerði í Iðnþingsræðu minni. Fæ ég ekki betur séð en að í þeim hópi séu m.a. menn, sem hingað til hafa verið taldir meðal dyggustu stuðn- ingsmanna þessarar ríkisstjórnar. Landssamband iðnaðarmanna hefur jafnan leitast við að berjast fyrir hagsmunamálum iðnaðarins á málefnalegan hátt, og hef ég reynt að hvika ekki frá þeirri starfsaðferð. Ég tel því eðlilegra, að málefnaleg gagnrýni sé skoðuð frá þeim sjónarhóli, að vinur sé sá, sem til vamms segir, í stað þess að afgreiða ábendingar svo, að um sé að tefla pólitískt skítkast eða í besta falli sígildan atvinnurek- endabarlóm í næsta stöðluðu formi. Ég vil því enn einu sinni í fullri vinsemd benda á, að iðnað- urinn er reiðubúinn að taka á sig einhverjar byrðar vegna raun- hæfra aðgerða til að kveða niður verðbólgu og koma efnahagsmál- um þjóðarinnar í eðlilegt horf. Þær efnahagsaðgerðir, sem gripið hefur verið til að undanförnu, hafa á hinn bóginn fyrst og fremst komið niður á iðnaðinum, einum atvinnuvega. Með öðrum orðum, lítið sem ekkert tillit hefur verið tekið til hagsmuna iðnaðarins í þeirri efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið hér á landi síðustu misseri. Mál er að linni. Ég leyfi mér því að vænta þess, að úr ára- mótaböggli ríkisstjórnarinnar velti nokkur glaðningur, ætlaður iðnaði þessa lands. Bregðist það, er borin sú von, að iðnaðurinn, umfram aðrar atvinnugreinar, taki á móti því vinnuafli, sem út á vinnumarkaðinn flykkist á næst- unni. Atvinnuleysið gæti hins veg- ar í mjög náinni framtíð bæst við þá óáran, sem nú þegar er við að etja hér á landi. Landssamband iðnaðarmanna hefur löngum bent á, að iðnaður- inn búi við lakari starfsskilyrði en aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðar- innar. Þá er og ljóst, að stjórnvöld hafa gert upp á milli iðngreina, og hafa umbætur í aðstöðumálum stundum oltið á því, hvort iðn- greinin teldist samkeppnisiðnaður eð'a ekki. Hagsmunir greina, sem ekki hafa fallið undir þrönga skilgreiningu þessa hugtaks, hafa setið á hakanum. Hefur þetta af- skiptaleysi einkum komið niður á byggingar- og þjónustuiðnaði og verktakastarfsemi margs konar. Hefur Landssambandið lagt áherslu á, að stjórnvöld beiti sér fyrir úrbótum í aðbúnaði alls iðn- aðar, enda er ljóst, að án uppbygg- ingar og viðhalds mannvirkja, framleiðslu og viðhalds atvinnu- og samgöngutækja geti engir at- vinnuvegir landsmanna þrifist. Mér er bæði ljúft og skylt að geta þess að sú víðtæka iðnþróunar- stefna sem Landssambandið hefur prédikað, hefur átt auknum skiln- ingi að mæta meðal opinberra að- ila. Ein gleðilegustu merki þess eru þær breytingar á tollskrárlög- um, sem Alþingi samþykkti rétt fyrir jól. Lög þessi taka til þess, að heimilt skuli að leggja jöfnunar- álag á tollverð innfluttra mann- virkja og mannvirkjahluta, og skal jöfnunarálagið miðað við hlutdeild uppsafnaðra aðflutn- ingsgjalda í verksmiðjuverði eða byggingarkostnaði sambærilegra mannvirkja eða mannvirkjahluta, sem framleitt er hér á landi. Ég túlka samþykkt þessara laga sem viðurkenningu á því, að með frí- verslunarsamningunum hafi í raun allur iðnaður hér á landi lent í stóraukinni erlendri samkeppni, en ekki aðeins hluti iðnaðarins. Héðan í frá verði því tekið á vanda iðnaðarins með það í huga. Ég vil þakka öllum þeim, sem lögðu hönd á plóg við að tryggja framgang þessa lagafrumvarps. Landssamband iðnaðarmanna — samtök atvinnurekenda í lög- giltum iðngreinum — var stofnað árið 1932, og verður því 50 ára á næsta ári. Landssambandið hefur jafnan kappkostað að efla íslensk- an iðnað og gæta félagslegra, fag- legra og efnahagslegra hagsmuna þeirra, sem stunda rekstur á sviði hinna löggiltu iðngreina. Er bar- átta þessi bæði orðin löng og ströng. Ekki er þó séð fyrir enda þeirrar hríðar. Þrátt fyrir háan aldur mun Landssambandið ekki láta deigan síga, öðru nær. Fyrir- hugað er, að minnast þessara merku tímamóta í sögu Lands- sambandsins á margvíslegan hátt, jafnframt því sem leitast verður við að kynna sem allra flestum stefnumið Landssambandsins í hinum ýmsu málaflokkum og vinna þeim brautargengi. I því starfi verður eflaust mjög stuðst við ítarlega stefnuskrá Lands- sambandsins, sem samþykkt var á síðasta Iðnþingi íslendinga. Ég óska félögum Landssam- bands iðnaðarmanna — samtök- um atvinnurekenda í loggiltum iðngreinum — sem og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla og hag- sældar á nýju ári. Asmundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands Islands Þessa dagana stendur yfir sjó- mannaverkfall. Frumkvæði stjórnvalda þarf að koma til ef lausn á að nást og það frumkvæði verður að koma án tafar. Fiski- mönnum verður að tryggja kjara- bætur. Fiskverðsákvörðun og almennar efnahagsaðgerðir eru býsna ná- tengdar í augum almerinings og líklega ekki síður í augum stjórn- málamanna. Nú þegar verðbólgan er enn á ný komin yfir 50%, er ætlast til aðgerða. Landsmenn verða því enn á ný vitni að spurn- ingakeppni stjórnmálamanna: Hvað vilt þú gera til að draga úr verðbólgunni? Stjórnarandstaðan spyr stjórnarflokkana og þeir spyrja hver annan. Jafnvel gestir fá sömu spurninguna. Þannig var spurningin m.a. lögð fyrir mig á svokölluðum samráðsfundi snemma á árinu. Ég svaraði þeim sem spurði því til, að það eitt væri að mínu mati víst, að sá sem treysti sér til þess að gefa einfalt svar við spurningunni vissi annað hvort ekkert um efnahagsmál, eða hann væri að gera grín að spyrj- anda. Ef eitt einfalt svar væri til, væri hér ekki verðbólga. Stjórn- völd verða að horfast í augu við þá staðreynd að Ali Baba leysir ekki málið, enda ár og dagur síðan hann sást síðast á síðum Morgun- blaðsins. Verðbólguvandinn verð- ur ekki leystur nema skipulega sé unnið á öllum sviðum efnahags- mála og hann verður ekki leystur í einu vetfangi. Ef ég á að gefa eitt ráð, er það: Hættið að örvinglast yfir því hvort ársfjórðungsleg verðbólga er stiginu hærri eða lægri og snúið ykkur að því að stjórna betur, ná fram meiri hag- kvæmni, auknum afköstum og bættri nýtingu. Hagræðing í al- mennum iðnaði og átak í uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar eru þar grundvallaratriði; skynsamleg stefna í verðlagsmálum, þar sem áhersla er lögð á upplýsingamiðl- un og ekki síst öflun upplýsinga um verðlag á sambærilegum vör- um erlendis, fremur en vélrænan kostnaðarreikning og umboðs- launaleiki. Þá er mikilvægt að samræma fjárfestingarstefnuna og taka tillit til framleiðsluþarfar og þeirrar afkastagetu sem fyrir er. Stöðuga stækkun togaraflotans verður að stöðva. Þannig má áfram telja. Hvernig sem á málum er tekið, verður að hafa hugfast að verð- bólguvandinn verður ekki leystur á kostnað launafólks. Þvert á móti hlýtur grundvallarforsendan að vera að tryggja trausta atvinnu og vaxandi kaupgetu, því ef ekki tekst að ná þeim árangri, bíðum við lægri hlut í samkeppni við nágrannaþjóðirnar um íslenskt vinnuafl. Fyrir stuttu var gerður skamm- tímasamningur á vettvangi ASÍ. Valið var einfalt: þ.e. 1. að þæfa málin mánuðum saman, 2. að fara í verkfall um mánaðamót nóvem- ber/desember, 3. að gera skamm; tímasamning. Viðræðunefnd ASÍ var öll sammála um að skamm- tímasamningur væri ótvírætt besti kosturinn, og 72ja manna samninganefndin samþykkti hann samhljóða. Verkfall í desember er dýrkeypt, og þóf hefði veikt stöðu Verkalýðssamtakanna. Moldviðri miklu hefur verið þyrlað upp og málið afflutt, ekki síst hér í Morg- unblaðinu. Eftir á að líta leikur ekki vafi á, að ákvörðunin var rétt. Skammtímasamningur var besti kosturinn í stöðunni. Nú ríður á að tíminn verði notaður. Viðræður verði teknar upp eigi síðar en 15. mars og samningar takist fyrir 15. maí. Það er mikið bil milli samn- ingsaðila og því kann að koma til átaka í maí, jafnveL harðra átaka. Samtaka og samhuga hreyfing er forsenda árangurs í þeirri kjara- deilu sem framundan er. Nýlega hafa herlög verið sett í Póllandi. Pólsk stjórnvöld snúa pólska hernum gegn eigin þjóð. I skjóli nálægðar við sovéska stór- veldið beita pólsk stjórnvöld al- menning ofbeldi og kúgun. íslend- ingar mótmæla þessu gerræði ein- huga og hafa áréttað mótmæli sín með því að efla þá fjársöfnun sem Alþýðusamband íslands, Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Kaþólska kirkjan á íslandi gangast fyrir um þessar mundir. Þegar hefur safn- ast meira fé en í nokkurri fyrri söfnun Hjálparstofnunar kirkj- unnar eða Rauða krossins, og enn stendur söfnunin yfir. Ég heiti á alla til þátttöku eftir efnum og ástæðum. Sýnum samstoðu í verki. Kremlverjar óttast völd pólska hersins Monkvu, 30. deHember. AP. KREMLVERJAR óttast að her sfjórnin í Póilandi, sem segist hafa tekið völdin til bráðabirgða, kunni að koma því til leiðar að kommún- istaflokkurinn verði undirgefinn pólska hernum. Þar með yrði Moskvukommúnisma hafnað og Pólland yrði fyrsta austantjalds- landið þar sem kommúnistar réðu ekki ríkisstjórninni. „I vissum skilningi var þetta valdarán," sagði sovézkur heim- ildarmaður, sem hefur reynzt áreiðanlegur í útskýringum á sovézkum þankagangi. Hann seg- ir að Kremlverjar séu sammála því að setning herlaga hafi verið eina lausnin á ástandinu í Pól- landi. En vestrænir fulltrúar segja Kremlverja óttast að Jaruz- elski hershöfðingi hafi ekki að- eins stöðvað starfsemi Samstöðu, heldur kommúnistaflokksins einnig, þrátt fyrir „forystuhlut- verk" hans í þjoðfélaginu, lögum samkvæmt. Meiriháttar hreinsun er einnig sögð hafin í flokknum. Nokkrir flokksmenn, að minnsta kosti fjórir héraðsstjórar og 77 borgar- stjórar hafa verið reknir og kerfi hersins en ekki flokksins er notað til að stjórna landinu. „Sovézkir leiðtogar hljóta að spyrja: er Jar- uzelski tryggari hernum en flokknum?" sagði vestrænn stjórnarerindreki. Þrátt fyrir staðhæfingar Ron- ald Reagans forseta um að Kremlverjar hafi staðið á bak við setningu herlaga telja sovézkir og austur-evrópskir heimildarmenn í Moskvu að þetta hafi verið að miklu leyti pólsk ákvörðun. Einn þessara heimildarmanna telur að með aðgerðunum hafi Jaruzelski viljað gera Samstöðu áhrifalausa, höfða til pólskrar þjóðernis- hyggju, forðast sovézka innrás og afla stuðnings almennings með því að draga úr völdum kommún- ista. Diplómatar telja grein í Pravda í dag sýna að spenna ríki rnilli pólskra herforingja og kommúnista, en þar sagði að endurreisn og efling pólska flokksins væri „meðal þeirra verkefna sem verður að leysa af hendi". Heimildirnar í Moskvu herma Kremlverjar vilji hreinsun óvirkra og spilltra manna úr flokknum og fækka flokks- mönnum, sem eru þrjár milljónir, um helming. Bjórþambarar í bjarndýrsleik í London London, 30. desember. Al'. LÖGREGLULIÐ Lundúna hætti í dag mjög umfangsmikilli leit að „stór hættulegum öskrandi birni" sem vað- ið hefur um götur Lundúna að nætur þeli og valdið mikilli skelfingu hjá vegfarendum. í ljós kom að maður nokkur sem sat að sumbli ásamt þremur vinum sínum fékk þá stórsnjöllu hugmynd að leigja sér bjarnarfeld og skemmta sér og samborgurum sín- um um hátíðirnar. Bjarndýrsbún- ingurinn var hins vegar svo sann- færandi og maðurinn svo hress af bjórdrykkju að af þessum „gam- anmálum" þeirra félaganna varð hið mesta mál. Blaðið Sun sló upp á forsíðu að leit stæði yfir um ger- valla höfuðborgina að stórhættu- legum skógarbirni. Seint og um síð- ir sáu mennirnir fram á að fullmik- ill alvörukeimur var kominn í grín- ið og hringdu þeir til Sun og sögðu allt af létta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.