Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 19 fstæðisflokksins: rekstrarhalla Landsvirkjunar og dreifikerfa eins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hagnýting orkulinda er vaxtarbroddur íslensks «t- vinnulífs. Vanræksla á því sviði er því alvarlegri, að vart hefur orðið við alvarlegan landflótta frá íslandi. Margt bendir til að hér sé um að ræða það, sem nefnt hefur verið atgerfisflótti þ.e.a.s. að einkum flytji af landi brott ungt og atorkumikið fólk sem hefur aflað sér góðrar almennrar menntunar og sérþekkingar, sem á því auðveldara með en aðrir að fá störf við sitt hæfi erlendis. Þessari þróun verður að snúa við — ísland þarf auðvitað á öllum vinnufúsum höndum að halda. Mikilvægasta verkefni þjóðarinnar í atvinnumálum á næstu árum er að bæta lífskjörin, veita atvinnu því unga fólki sem kemur inn á vinnumarkaðinn og auka framleiðslu þjóðarbúsins. Ungt sem eldra fólk verður að hafa svigrúm og ráða sér sjálft. - X - Við fylgjumst með því um þessar mundir, að íslensk ópera er að verða að veruleika. Hið opinbera hefur ekki haft hér forustu, fremur dregið úr, ekki af neinum illvilja, það voru bara svo mörg önnur þörf verkefni óleyst. Arfur kaupmannshjóna í Reykjavík, Helgu og Sigurliða Kristjánssonar, sem fengu ekki alltaf fallegt orð í eyra í lifanda lífi lætur drauminn rætast, og þó seldi Silli & Valdi ekkert dýrara en Kron. Og er það ekki forganga og samtök einstaklinga innan íslensku óper- unnar, sem reka smiðshöggið á verkið? Á sviði menningar jafnt og atvinnurekstrar brjóta einstaklingar nýjar leiðir, fjöldanum til andlegrar og efnalegrar uppbyggingar. Ungur athafnamaður fær hugmynd, sem kann að skapa skilyrði fyrir nýja atvinnugrein. En svo er búið að atvinnurekstri hans, að eiginfjármyndun er lítt möguleg og hann getur ekki framkvæmt hugmynd sína á eigin ábyrgð. Hann verður að leita til opinberra sjóða og stofnana, ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Það er undir hælinn lagt, hvor hugmyndin kemst í fram- kvæmd. Hið opinbera hefur ekki hugmyndaflug, afl og áræði einstaklings, sem oft getur gert það ómögulega mögulegt. Við verðum því að skapa einstaklingunum svigrúm. Og við komumst ekki út úr vítahring verðbólg- unnar, leysum ekki vandann, sem okkur er á höndum, nema vinna okkur út úr honum með aukinni verðmæta- sköpun, framleiðsluaukningu. Þess vegna verður ríkið fyrst af öllu að slaka á klónni, ríkið verður að ganga á undan og láta af hendi það, sem það hefur oftekið í sinn hlut. Það var í þeim anda, sem við sjálfstæðismenn lögðum til á Alþingi, þegar efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar voru til meðferðar í febrúarmánuði sl. að söluskattur væri lækkaður um 2% og vörugjald um 6% sem byrjun á því að draga úr ríkisumsvifum og skapa svigrúm fyrir athafnir og verð- mætasköpun einstaklinga. Hér greinir á milli stjórnlyndis og frjálslyndis. Hér greinir á milli sósíalisma og einstaklingsfrelsis. - X - Vestræn ríki eiga við vandamál að glíma og þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort velferðarríkið sé á villigötum. Jónas Haralz bankastjóri spyr þessa í samnefndri bók sinni og jafnvel Geir Gunnarsson þing- maður Alþýðubandalagsins veltir þessu fyrir sér í framsöguræðu sem formaður fjárveitinganefndar, þeg- ar hann bendir á, að útgjöld ríkisins byggist á verð- mætasköpun atvinnulífsins. Velferðarríkið er ekki ávöxtur sósíalisma heldur sér- eignarskipulagsins og frjáls markaðsbúskapar, en hins vegar getur velferðarríki á villigötum leitt til sósíal- isma, og sósíalismi til þeirrar kúgunar, sem þjóðir Austur-Evrópu stynja nú undir. Ástæðan er í fæstum orðum sú, að sósíalismanum er um megn að samraéma framleiðslu og þarfir almenn- ings, afleiðingin verður óánægja, sem bæla verður niður með einræðisstjórn og hervaldi. Framleiðslan í sósíal- istaríkjunum lýtur ekki lögmálum markaðarins, í verk- smiðjunum er ekki farið eftir óskum neytendanna, held- ur skipunum að ofan. Framleiðslan verður þess vegna í ósamræmi við þarfir neytendanna, sumar vörur skortir því alveg, af öðrum kann að vera meira til en nauðsyn- legt er. Til viðbótar þessu kemur síðan, að framleiðend- urnir, hvort sem þeir eru bændur á búum sínum eða verkstjórar í verksmiðjum, eru sviptir öflugasta hvat- anum, sem enn hefur fundist til að auka framleiðsluna, en hún er sjálfsbjargarhvötin. Það er engin tilviljun, að á þeim reitum, sem bændur í sósíalískum ríkjum fá að yrkja sjálfir, er uppskeran miklu meiri en á samyrkju- búunum. Það er engin tilviljun, að Rússland, sem var kornforðabúr fyrir rússnesku byltinguna, verður nú að flytja inn korn frá Bandaríkjunum og Argentínu. Það er engin tilviljun, að í Póllandi hefur fólk ekki nægilegan mat. Sósíalisminn drepur athafnaþrána, lamar sjálfs- bjargarhvötina og gerir einstaklingsfrelsið að engu. Pólland er á barmi efnahagslegs gjaldþrots. Margir telja efnahag Sovétríkjanna líkt komið. Við skulum láta liggja á milli hluta hvort alþýðu- bandalagsmenn hér eru einlægir, þegar þeir fordæma aðferðir sósíalistaforingjanna í austri. Okkur nægir að ásaka þá fyrir að taka ekki dómi reynslunnar, fyrir að kenna sig við og berjast fyrir stefnu, sem er gjaldþrota og getur hvorki efnt loforð sín um allsnægtir eða ein- staklingsfrelsi. Okkur nægir að benda á, að þeir játast undir þjóðskipulag, sem leiðir óhjákvæmilega til lög- regluríkis, þótt þeir taki nú þátt í því að fordæma það, sem er að gerast í Póllandi. - X - Viðburðirnir í Póllandi leiða einnig hugann að öðru. Þótt stórveldið í austri sé nú svo svipt öllu siðferðilegu aðdráttarafli og þótt hagkerfi þess geti alls ekki skilað nauðsynlegum ávöxtum, þá stendur það þó á einu sviði jafnfætis eða framar vestrænum ríkjum. Það er á sviði hernaðarins. Einn munurinn á hinu frjálsa hagkerfi og á hagkerfi sósíalismans er einmitt sá, að framleiðslan fer eftir óskum fólksins í hinu frjálsa hagkerfi, en eftir óskum ríkisins eins í sósíalisku hagkerfi. Af þessu leið- ir, að valdhafarnir í sósíalistaríkjunum geta einhliða lagt áherslu á framleiðslu hernaðargagna og stórfelldan vígbúnað, eins og þeir hafa gert á undanförnum árum. Þeir þurfa ekki að sækja fé sitt og umboð til kjósenda. En stjórnmálamenn á Vesturlöndum verða að treysta því, að almenningur viti af hættunni úr austri og skilji það, að vesturlandaþjóðirnar verða að vera svo sterkar, að alræðisherrarnir áræði ekki að ráðast á þær. Miklu varðar því, að enginn trúnaðarbrestur verði á sambandi stjórnmálamanna og almennings í varnarmálum. Al- menningur verður sjálfur að samþykkja auknar skatt- byrðar vegna varnarviðbúnaðar í vestrænum löndum. Á síðasta ári létu ýmsar hreyfingar undir merkjum friðarins mjög að sér kveða. Öll erum við sammála um, að frið beri að tryggja. En spurningin er að sjálfsögðu, með hvaða hætti? Við getum auðvitað öðlast frið með því að gefast upp undir kjörorðinu: „Betra að vera rauð- ur en dauður". En við sjáum það fyrir austan járntjald, til hvers það leiðir. Það, sem við eigum að gera, er að vera svo sterkir af sjálfum okkur, að aðrir láti okkur í friði. Við hljótum því að hafna einhliða afvopnun. En jafnframt hljótum við að stefna að gagnkvæmri afvopn- un, sem kunnáttumenn í alþjóðamálum segja því miður, að friðarhreyfingarnar svonefndu tefji, því að Kreml- verjar bíði átekta og vilji ekki semja við Vesturveldin, fyrr en þeir sjái, hverju þessar hreyfingar fá áorkað á Vesturlöndum. Þessir hörðu samningamenn ætla ekki að láta yfirburða hernaðarstöðu af hendi ef þeir þurfa þess ekki. Þeir ætla ekki að afvopnast til þess að Vest- urlönd afvopnist líka, ef Vesturlönd afvopnast hvort sem er. Það væri hörmulegt, ef allir þeir menn, sem í góðri trú styðja friðarhreyfingarnar, koma í veg fyrir gagnkvæma afvopnun, sem vissulega er bráðnauðsyn- leg. En það væri ekki í fyrsta skipti í mannkynssögunni, að menn í góðri trú, sem brjóta ekki til mergjar afleið- ingar gerða sinna, gera illt verra. Enginn þarf að velkjast í vafa um viðhorf Sjálfstæð- isflokksins í öryggis- og varnarmálum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að tryggar og öruggar varnir íslands og þátttaka þess í varnarbanda- lagi vestrænna þjóða sé nauðsyniegur hornsteinn ís- lenska lýðveldisins. Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokk- urinn lagt áherslu á, að viðræður fari fram milli banda- laganna tveggja, Atlantshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins og höfuðaflanna í þessum tveimur banda- lögum, Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna um gagnkvæman samdrátt í vígbúnaði og afvopnun. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga trú á einhliða aðgerð- um í þessum efnum. Þær eru þvert á móti miklu líklegri til þess að vekja þær vonir hjá gagnaðilanum að hann geti í krafti vopnaðra yfirburða neitt aflsmunar og þröngvað þjóðfélagsgerð sinni upp á þær þjóðir sem ekkert vilja hafa með hana að gera. - X - Við viljum varðveita lýðræðið, skoðanafrelsi og málfrelsi og réttinn til að kjósa okkur stjórnendur í frjálsum kosningum. Á næsta ári 23. maí fara fram sveitarstjórnarkosningar. Athyglin beinist að borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkur- inn mun berjast fyrir því að endurheimta meirihluta í borgarstjórn úr höndum vinstri manna og heitir á stuðning allra borgarbúa. Reynslan af stjórn vinstri flokkanna hefur leitt í ljós sundrungu þeirra, stefnu- leysi og seinlæti í ákvarðanatöku. Kommúnistar hafa í borgarstjórn eins og í ríkisstjórn ráðið ferðinni. Afleið- ingin hefur m.a. orðið sívaxandi skattaálögur, aðgerða- leysi í skipulags- og húsnæðismálum, svo að oddviti Alþýðubandalagsins boðar leigunám og húsnæðis- skömmtun að austrænni fyrirmynd. Sjálfstæðismenn geta sameinaðir unnið sigur í borgarstjórnarkosningun- um. Þar má enginn víkjast undan eða láta sinn hlut eftir liggja. Sjálfstæðismenn hljóta að leggja áherzlu á aukin áhrif kvenna í stjórn borgarinnar í samræmi við kjörorðið; Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd, eins og forystumenn sjálfstæðiskvenna hafa bent á. Sjálfstæð- ismenn hafa valið ungan og glæsilegan mann, Davíð Oddsson, til þess að skipa fyrsta sæti framboðslistans og með honum verður úrval frambjóðenda, sem borgar- búar geta treyst og fylkt sér um, svo að nýtt framfara- skeið hefjist í höfuðborg landsins og kommúnistar fái sanngjörn málagjöld fyrir svikin kosningaloforð bæði í borgarstjórn og ríkisstjórn. - X - Það tíðkast nú gjarnan, að helga hvert ár ákveðnum mikilvægum málaþætti með það fyrir augum að vekja á honum sérstaka athygli og gera átak til úrbóta. Þannig var 1980 ár trésins, 1981 ár fatlaðra og alþingi hefur nú ályktað fyrir þinghlé að tillögu Péturs Sigurðssonar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, að 1982 skuli vera ár aldraðra. Aukin velmegun, verðmætasköpun og hagvöxtur er forsenda þess að sinna margvíslegum verkefnum í þágu borgaranna, sem ekki var unnt að sinna áður. í hverju þjóðfélagi er stór hópur fólks, sem á við að stríða and- lega eða líkamlega fötlun að einhverju leyti. Mikill þorri þessa fólks er þó, með lítilsháttar aðstoð og fyrirhyggju, fær um að taka þátt í flestum störfum þjóðfélagsins sjálfum sér til ánægju og lífsfyllingar og þjóðfélaginu til gagns. Ár fatlaðra hefur minnt okkur rækilega á þessa staðreynd. Ástæða er til að fagna vaxandi skiln- ingi á málefnum fatlaðra og úrbótum sem auðvelda þeim að taka eðlilegan þátt í störfum þjóðfélagsins. Næsta ár, 1982, verður ár aldraðra. Ekki er að efa að á sviði málefna aldraðra, hvort sem það er varðandi íbúðir, dvalarheimili, hjúkrunarheimili eða annað, bíða fjöimörg verkefni. Það er ótvíræð skylda þeirra, sem hverju sinni eru á besta aldri að sjá svo um að aldrað fólk njóti öryggis á ævikvöld. Gott samband allra ald- ursflokka er hverju þjóðfélagi styrkur. Æskan getur margt lært af þeim sem eldri eru, bæði af því sem vel hefur gengið og af því sem miður hefur farið. Því miður er það hins vegar svo að oft reynist erfitt að koma reynslu og lærdómi milli kynslóðanna og svo virðist sem hver kynslóð þurfi að fá að gera sín eigin mistök, reka sig sjálf á, en jafnframt að vinna sína eigin sigra. Góður aðbúnaður aldraðra er gæðamerki hvers samfé- lags og á grundvelli efnahagslegra framfara og þjóðar- auðs geta Islendingar auðveldlega sýnt eldri kynslóð- inni fulla virðingu og þakklæti. - X - Á liðnu ári kom út ritið Ólafur Thors, ævi og störf, eftir Matthías Johannessen. Hér er um merkt verk að ræða, sem á eftir að blása Sjálfstæðismönnum í brjóst bjartsýni og baráttuhug eins og foringinn forðum. Við lestur þessa rits rifjuðust upp fyrir mér ýmis samskipti við Ólaf Thors. Ég var eitt sinn á skólaárun- um þingfréttaritari Morgunblaðsins um nokkurra mán- aða skeið. Eitt sinn sem oftar hélt Ólafur athyglisverða ræðu og sendi síðan boð til mín að hitta sig í þing- flokksherberginu. Þegar við vorum sestir hvor and- spænis öðrum sagði Ólafur kankvís á svip: „Jæja, Geir. Nú er spurningin, hvernig eigum við að hafa það? Eig- um við að segja frá þessu, eins og það var eða eins og við vildum að það hefði verið?" Auðvitað var ekki annað sagt í þingfréttinni, en það sem gerðist. Ólafur Thors var raunsær stjórnmálamaður. Hann gerði sér öðrum mönnum betur grein fyrir málefna- og vígstöðu á hverj- um tíma og blekkti ekki sjálfan sig eða samherja sína í þeim efnum, en missti heldur aldrei sjónar á, hvað betur mætti fara og markmiðinu sem keppt var að. Bókin um Ólaf Thors færir landsmönnum öllum heim sanninn um þá kjölfestu og frumkvæðisafl, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið þjóðinni í rúma fimm ára- tugi og leggur um leið þá skyldu á herðar Sjálfstæðis- manna að vera trúir því hlutverki í framtíðinni. Um leið og ég þakka Sjálfstæðismönnum samstarfið á liðnu ári og sérstaklega það traust og þann trúnað, sem mér hefur verið sýndur, þá læt ég í ljós þá ósk og von, að við megum sameiginlega vinna hugsjónum Sjálfstæðisstefnunnar brautargengi á nýju ári. Landsmönnum öllum óska ég friðar og farsældar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.