Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 Heimsviðburðir ðrio T „Díana, hættu að stela senunni," sagöi Karl prins ekki alls fyrir löngu við sína ektafrú, en af meðlimum konungsfjölskyldunnar á hún nú langmestum vinsœldum að fagna. „Trú felur það í sér að maður lítur á allt böl eins og hvert annað áfall, sem örlögm hafa buið manni til aö standa það af sér," sagöi Anwar Sadat forseti Egyptalands í sjalfsævisögu sinni, sem út kom nokkru áöur en hann var myrtur. Síversnandi ástand í Póllandi. Verkföll á verkföll ofan. Biðraðir lengri en nokkru sinni, létlaust þóf stjórnvalda og Samstööu, spurt aftur og enn hvort og hvenær Sovétstjórnin láti til skarar skríða. Og svo — á nöprum og köldum desembermorgni — var pólsk alþýða komin undir járnhælinn eina ferðina enn. Herlög í gildi. Samband viö landið rofið. Þúsundir borgara teknar höndum. Óvíst hve margir hafa látið lífið af völdum herstiórnarinnar. Útgöngubann. Hungurvofan hím- ir í skugga skriðdrekanna. Næringarskortur gerir vart viö sig. Alræöi kommúnismans lætur ekki að sór hæða, en aö þessu sinni er hernum att á foraðið en ekki kommúnistaflokknum, eins og venja hefur verið þegar Sovétstjórn hefur talið ástaeðu til að taka í taumana. Skothríð. Kúlnaregn. Þrír leiötogar riöa til falls. Reagan. Páfinn. Sadat. Einn liggur í valnum. Hinir sleppa naumlega. En á eftir er leiðtogum þjóðanna Ijósara en áður sú hætta sem þeim stafar stöðugt af morðóðu fólki sem hvarvetna kann að liggja í leyni. Þetta tvennt — atburöirnir í Póllandi og þrjú banatilræöi — er það sem hæst ber í heimsfréttunum á því herrans ári 1981. En þaö er fleira en ógnaratburöir sem dregur aö sér athygli fjöldans. Þaö fór t.d. ekki hjá því aö brúökaup brezka ríkisarfans og aðalsmærinnar Diönu — og í kjölfar þess tilkynning um væntanlega fjölgun í fjölskyldunni — vekti almenna eftirtekt og ánægju flestra. Velheppnaðar tilraunaferðir bandarísku geimferjunnar Kólumbíu og frábærar Ijósmyndir úr ferö Voyagers II til Satúrnusar gerðu lukku og sama er aö segja um þann táknræna atburö er Guernica Picassos kom loks til Spánar. Evropsk samtök um einhliöa afvopnun og yfirlýsingu um kjarnorkuleysi tiltekinna svæða í Evrópu létu aö sér kveða, einkum framan af, en ástandið í Póllandi, fréttir um fjárframlög Sovétmanna tii starfseminnar og áþreifanleg sönnun um hernaöarumsvif þeirra, þegar sovézkan kafbát meö kjarnorkubúnaö innanborös rak á fjörur Svía, drógu úr þrótti af- vopnunarsinna eftir því sem á leið í könnun meðal yfirmanna AP-fróttastofunnar um víða veröld, þar sem spurt var um mat þeirra á þvi hver væri mikilvægasta fréttin i ár, var morðið á Sadat efst á blaði en í öðru sæti var Pólland. Þessi rööun var rökstudd með því aö fráfall Sadats væri annað og meira en fráfall mikils stjórnmálaleiötoga — það kynnl aö hafa úrslitaþýöingu fyrir ástandiö í Miöausturlöndum. Póllandsmáliö kom rétt i kjölfariö, en siöan varö röðin þessi: Árásin á Reagan, árásin á Jóhannes Pál páfa II., kjör Mitterrands Frakklandsforseta, öryggismál Vestur-Evrópu, samdráttur í vestrænum iðnríkjum, ástandiö í Miö-Austurlöndum (og ekki síst árás ísraelsmanna á íraska kjarnorkuverið, frelsun bandarísku gíslanna í sendiráðinu í Teher- an og feröir bandarísku geimferjunnar. Rússneska innrásarliöið hélt áfram hernaði sínum gegn afgönsku þjóð- inni. Nútíma hertækni var áfram beitt gegn nær vopnlausri og matarlausri þjóð. Gereyðing heilla þorpa og hryðjuverk var daglegt brauð. Tugir þúsunda Afgana flýöu enn land sitt undan innrásarliöinu. — Á.R. Átökin í Afganistan — Frelsissveitir Afgana hertaka stríösvagn rússn- eska innrásarliðsins. „Pólitík er eins og afskorið blóm — visnar áður en varir," sagði jafnaöarmannaleiðtoginn Fran- cois Mitterrand rétt áöur en hann sigraði Giscard d'Estaing í for- setakosningunum. YwlLPmm Þaö telst til tíðinda þegar nýr forseti kemur í Hvíta húsið eins og gerðist í ársbyrjun. Ágústeplin hans afa Bókmenntir Jenna Jensdóttir Thöger Birkeland: Hús handa okkur öllum Teikningar: Palle Bregnhöi lslcn.sk þýðing: Sigurður Helgason Vaka, Reykjavík, 1981. Það er ástæða til að fagna hverri bók, sem kemur út á ís- lensku eftir Thöger Birkeland. Hann er fæddur 1922 í Kalund- borg í Danmörku. Lauk kennara- prófi 1943 og hefur síðan stundað kennslustörf í Kaupmannahöfn auk margvíslegra ritstarfa ann- arra en barnabókaritunar. 1961 hlaut Birkeland dönsku barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína „Naar hanen galer". Samhliða góðum hæfileikum gjörþekkir Birkeland aðalpersón- ur sínar — börnin — og um- hverfi þeirra frá kennslustarfi sínu. Honum tekst að sjá atburði og manneskjur með augum barna — og lýsa því frá þeirra sjónarhorni á þann hátt að eftirtektarvert er. Birkeland hefur sent frá sér fjölmargar barna- og unglinga- bækur frá því „Drengen frá Sten- borgen" kom út 1958 og vakti mikla athygli. I byrjun áttunda áratugsins sótti Birkeland æ meir efni sitt eingöngu í vandamál líðandi stundar. Gleggst dæmi um það eru bækurnar um „Lasse Peder- sen" sem eru í senn átakanleg lýsing á erfiðleikum og einmana- kennd sveitadrengs er flytur til stórborgarinnar — og rótleysi og örvæntingu hinna fullorðnu. Hús handa öllum er skrifuð í léttum, spaugsömum tón eins og sumar — en ekki allar — bækur Birkelands. Sagan er um drenginn Mikka- el, sem segir söguna, litlu systur- ina Katinku (gælunafn Skjalda), foreldrar þeirra og nokkur ná- komin skyldmenni. Báðir afar þeirra og önnur amman eru á lífi og koma þau mikið við sögu. Einnig Lassi frændi, sem ferðast um og selur ýmsa hluti, svo sem reiknivélar, búðarkassa o.fl. Kona Lassa, María og sonur þeirra Ulrik, síðhærður táningur með mikið skegg. Þetta er nú stór-fjölskyldan hans Mikkaels. í afmæli afa Jóa kom Ulrik með þá hugmynd ?ð gaman væri að allt frændfólkið byggi undir sama þaki. Fráleit hugmynd í byrjun en verður samt að veru- leika. Systkinin Mikkael og Skjalda gera sitt til að komast úr blokk- inni. Ýmsar uppákomur verða fyrir þeirra tilstilli, sem valda sambúðarerfiðleikum og koma foreldrunum til að hugleiða mál- ið um sameiginlegt hús með frændfólkinu. Það er Lassi sem finnur ákjós- anlegt hús með stórum garði — allt er þar í niðurníðslu og nú þarf að taka til hendinni. Reyndar kemur í ljós að stór- fjölskylda á líka sín sambúðar- vandamál. En öllum finnst gam- an að lifa og afi Jói lætur eftir sér að fremja prakkarastrik, sem hann kunni í bernsku. Allir hafa nóg að gera í húsinu og enginn lætur sér Ieiðast, þótt áhugamálin séu sannarlega ólík. Lítill nágranni, Þorkell, eykur á yndi barnanna — mikill og hugkvæmur prakkari. Bókin er skemmtileg og sífellt er eitthvað að gerast sem heldur lesanda sleitulaust við efnið. Sigurður Helgason bókavörður þýðir bókina. Myndir eru, að mínu mati, ekki til þess kjörnar að falla vel að efni. Útgáfa Vöku er vönduð — og gaman að þessi unga útgáfa skuli velja sögu eftir Thöger Birke- land, sem sína fyrstu barnabók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.