Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 15 DAGSKRÁIN UM ÁRAMÓT Hljódvarp á nýársdag kl. 16.20: „Nú er kátt með álfum öllumu - þáttur í umsjá Jónínu H. Jóns- dóttur og Sigríðar Eyþórsdóttur Á dagskrá hljódvarps á nýársdag kl. 16.20 er þáttur er nefnist „Nú er kátt með álfum öllum“. Stjórnendur eru Jónína H. Jónsdóttir og Sigríður Eyþórsdóttir. Tvö börn, Lind Einarsdóttir og Helgi Hjörvar, flytja áramóta- hugleiðingar sínar og Lind velur til flutnings lag sem Manuela Wiesier leikur á flautu, Vísu án orða, eftir Guðmund Árnason af plötunni Mannspil, sem kom út fyrir skömmu. Sigríður Eyþórs- dóttir les Þulu frá Týli eftir Jó- hannes úr Kötlum. Helga Ás- björnsdóttir (Lilla-Hegga) les bréf, sem Þórbergur Þórðarson skrifaði henni árið 1961, og Krist- ín Lilliendahl syngur lagið Komdu kisa mín, uppáhaldslag Þórbergs, sem þau Lilla-Hegga sungu oft saman. Fluttur verður stuttur leikþáttur, „Huldufólk á gaml- árskvöld", eftir Jónas Guðmunds- son rithöfund. Sögumaður: Knút- ur R. Magnússon. Ásta litla: Jón- ína H. Jónsdóttir. Vala gamla: Sigríður Eyþórsdóttir. Ennfremur verða leikin álfalög. Standandi á myndinni eru þau Jónína H. Jónsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir, Knútur R. Magnússon og Þorbjörn Sigurðsson tæknimaður, en fyrir framan þau situr Helga Ásbjörnsdóttir, öðru nafni Lilla-Hegga. Sigurður Markan Á nýárskvöldvöku hljóðvarps, sem hefst kl. 20.40 er m.a. einsöngur: Systkinin Markan, María, Elísabet, Einar og Sigurður syngja nokkur lög milli atriða, — sem Baldur Pálmason kynnir. Á myndinni hér fyrir ofan eru þau systkinin í hópi fjölskyldu og vina. Fremst (f.v.) Einar Waage bassaleik- ari, sonur Elísabetar, Stefanía Stef- ánsdóttir, stjúpmóðir þeirra systkina, Einar Magnússon, faðir þeirra, María Markan, Elísabet. Aftar: Einar Mark- an, Helma kona Einars, Ingibjörg Kaldal, Kristjana, föðursystir þeirra, Kristín Waage og Helga Weishappel, dætur Elísabetar, Ingunn og Hansína, vinkonur, Helga, elsta systirin. Aftast: Fritz Weishappel, Gunnar Pétursson og Markús Einarsson, elsti bróðirinn. Kl. 22.30 í kvöld, gamlárskvöld, hefst í sjónvarpinu Aramótaskaup ’81. Höfundar þess eru leikararnir Gísli Rúnar Jónsson, sem jafnframt er leikstjóri, Randver Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson, en auk þeirra koma svo ýmsir aðrir mætir menn fram, svo sem Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, sem er með þeim félögum hér á myndinni. Að venju er litið á atburði liðins árs frá pínulítið öðru sjónarborni en venjulega. Á dagskrá sjónvarps kl. 21.30 í kvöld, gamlárskvöld, er Jólaheimsókn í fjölleikahús. Frá jólasýningu í fjölleikahúsi Billy Smarts. Á myndinni er kynnirinn Keat Harris, að ræða við ungan trúð. Betisi Kjarnason (iunnar Kyjólfsson Árni Tryftjvason Ciísli AlfreAsson HljóÖvarp á laugardag kl. 11.20: „Frænka Frankensteins“ - nýr framhaldsflokkur fyrir börn og unglinga Frjálst útvarp um áramót Á dagskrá hljóðvarps kl. 00.10 er Frjálst útvarp um áramót — áramóta- skaup Kíkisútvarpsins. — Við tökum þessa tilraun mjög alvarlega, sagði Jónas Jónasson, for- sjármaður FU. — Það fer eftir von- um að það verður sitt af hverju sem gerist í frjálsu útvarpi. Fyrir utan aðalleikendurna tvo, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur og Aðalstein Berg- dal, er fólk tekið traustataki hér inn- anhúss og hent inn í þetta. Höfundar efnisins, sem eru blaðamaður og inn- anhússmaður hér, vilja ekki láta sín 'getið-í-sambtmdi við frjálst útvarp: " Laugardaginn 2. janúar kl. 11.20 hefst nýr framhaldsflokkur í þremur þáttum fyrir börn og unglinga, „Frænka Franken- steins”. Höfundur er Allan Rune Petterson, en Guðni Kolbcinsson þýddi. Leikstjóri er Gísli Alfreðs- son. í helstu hlutvcrkum eru Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Arni Tryggvason. Tæknimaður er Guð- laugur Guðjónsson. Fyrsti þáttur nefnist „Gangi þér vel, Frankie sæll!“ Þar segir frá því er Hanna Frankenstein kemur til kastala ættarinnar einhvers staðar í Transylvaníu. I för nteð henni er Frans, ritari hennar, sem varla getur talist hugprýðin uppmáluð. Þegar Hanna sér að kastalinn er kom- inn í niðurníðslu, ákveður hún að „flikka" dálítið upp á hann og fá til þess aðstoð hjá vægast sagt undarlegri mannveru, ef mann skyldi kalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.