Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 1
16. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 ______________________Prentsmiðja Morgunblaðsins. Harmleikur á strandstad við Vestmannaeyjar Á myndinni til vinstri er Kristján K. Víkingsson, læknir, að setjast í björgunarstólinn sem flutti hann út í Pelagus þar sem hann lét liTið, en á myndinni til hægri eru margar hendur björgunarmanna að taka á móti belgískum skipbrotsmanni, sem Kristján, Hannes og fleiri björgunarmenn höfðu komið frá borði. i.j>»myndir mw. síyrurp-ír jóna.sM>n Islendingar og Belgar fórust Tveir tveir Skelfingu lostnir og án þess að eiga nokkra möguleika á að veita hjálp fylgdust tugir björgunarsveitamanna með baráttu læknis og sveitarforingja hjálparsveitar skáta upp á líf og dauða, um borð í belgíska togaranum Pelagus á strandstað í Eyjum skömmu fyrir hádegi í gær eftir að þeir höfðu freistað þess að bjarga síðasta skipverjanum frá borði, 17 ára gömlum pilti. Festust björgunarmennirnir í veiðarfærum skipsins og fórust þar, en belgíska sjómannin- um skolaði fyrir borð og drukknaði hann. Atburðurinn átti sér stað steinsnar frá landi, í aðeins um það bil 20—30 metra fjarlægð frá 12—15 metra háum hamravegg, sem drynjandi austanbrim barði í sífellu og var brimið slíkt að það svipti togaranum til eins og fis væri á klöppunum. Voru björgunarmenn staðsettir á brún hamarsins og lá taug með björgunarstól þaðan og út í skipið. Björgunarmennirnir sem fórust, Kristján K. Víkingsson, 32 ára læknir og Hannes Óskarsson, 23 ára sveitarforingi hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum, höfðu verið um stund ásamt fleiri björg- unarmönnum um borð í belgíska togaranum Pelagus í foráttu brimi á strandstað sunnan við Presta- bót, á nýja hrauninu í Vestmanna- eyjum í gær, en togarinn strand- aði þar undir 12—15 metra háum hömrum um kl. 4 í fyrrinótt. Ein- um manni átti eftir að bjarga frá borði, 17 ára gömlum pilti, sem hafði hírst í netageymslu skipsins á strandstað í rótar brimi um það bil 6 klst., ásamt tveimur skipsfé- lögum sínum og voru mennirnir í sjó upp að höku mest allan tím- ann. Þegar björgunarmenn voru að draga piltinn að hvalbaknum þar sem björgunarstóll var, losn- aði línan sem hann hafði bundið um sig og brotsjór þeytti honum um þilfarið. Hannes, sem hafði verið í stiga á hvalbak til þess að hjálpa mönnunum upp, náði að teygja sig í piltinn og ná taki á hönd hans, en þegar hann var að toga piltinn upp, reið eitt brotið enn yfir og hreif þá báða niður aftur. Pilturinn barst aftur eftir þilfarinu ósjálfbjarga, en Hannes festist í trolli, framan til á þilfar- inu, bundinn í líftaug. Hlaut hann höfuðhögg og snaraðist Kristján læknir honum til hjálpar, einnig bundinn í líftaug. Hvert ólagið á fætur öðru gekk yfir skipið og skipti engum togum að Kristján festist einnig í trollinu á þilfarinu, sem var nær stöðugt á kafi í freyðhvítum brimgarðinum. Fór- ust þeir þar og einnig pilturinn sem þeir voru að reyna að bjarga. Alls var 6 mönnum bjargað af strandstað belgíska togarans, en auk 17 ára piltsins, Gilberts Stevelinek, fórst einnig tvítugur skipverji, Patrick Maes, þegar áhöfnin reyndi skömmu fyrir strandið að sjósetja gúmmíbjörg- unarbát. Kristján K. Víkingsson lætur eftir sig konu og tvö börn og Hannes Óskarsson lætur eftir sig unnustu. Kristinn Sigurðsson hjá Björg- unarfélagi Vestmannaeyja kvaðst hafa látið ræsa út björgunarfé- lagsmenn, hjálparsveit skáta og slökkviliðið í Vestmannaeyjum laust fyrir kl. 4 í fyrrinótt, þegar Hannes Oskarsson, sveitarforingi hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyj- um. sem fórst við björgunina í Vest- mannaeyjum í gær. Ijóst var að togarinn Pelagus hafði strandað skammt austan við Prestabót, á nýja hrauninu aust- ast í Heimaey, í aftaka brimi. Björgunarmenn voru komnir á strandstað eftir skamma stund og tókst fljótlega að skjóta línu um borð í skipið. Var björgunarstóll síðan settur upp og fjórir menn, sem voru bundnir á hvalbaknum dregnir í land, en stöðugt gekk þá yfir skipið og var mjög af skip- brotsmönnum dregið. Taldi skip- stjórinn þá, að þrír menn, sem höfðu strax eftir strandið farið í netageymsluna undir hvalbakn- um, væru látnir, en ekkert heyrð- ist frá þeim. Eftir að fjórmenning- unum á hvalbak hafði verið bjarg- að í land um kl. 5 urðu björgun- armenn að bíða átekta vegna veð- urs og á háfjöru um kl. 9.30 í gærmorgun var ákveðð að freista þess að fara um borð í skipið til að kanna hvort einhverjir væru þar á lífi. Fór einn björgunarmanna, Guðmundur Ólafsson, út í skipið í björgunarstól og varð hann þá var við menn á lífi undir hvalbaknum. Fór þá lið björgunarmanna um borð og tókst að bjarga tveimur eins og fyrr getur en tveir björg- unarmanna auk eins skipverja létu lífið í þeirri tilraun. Sjá nánar frásagnir, vidtöl og myndir á baksídu, í miðopnu og á bls. 12 og 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.