Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 5 Bókmenntaverð- laun Norðurlanda- ráðs tilkynnt í dag Atvinnumálafundir: Njarðvík - Akranes - Vestmannaeyjar SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til almennra funda um atvinnumál á eftirtöldum stödum í dag og á morgun: í dag kemur saman í Stokkhólmi dómnefnd bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs og ákveður hver verðlaunin hlýtur að þessu sinni. Forseti Norðurlandar áðs mun síðan 1. mars af- henda verðlaunin i Helsingf- ors. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru að upp- hæð 75.000 danskar krónur eða ríflega 92.000 krónur ís- lenskar. Það eru tveir höfundar frá ís- landi sem tilnefndir hafa verið til Bókmenntaverðlauna Norður- Land hætt að rísa við Kröflu LAND er nú hætt að rísa á Kröflu- svæðinu, en land þar er þegar orðið hærra, en það var þegar síðasta gos hófst. Eysteinn Tryggvason jarð- fræðingur sagði í samtali við Morg- unblaðið, að fyrir síðasta gos hefði land ekki risið síðustu 4—5 mánuð- ina. „Vegna vetrarhams getum við ekki fullyrt hvort einhver hreyf- ing er á landinu eða ekki, en eitt er víst að ef það er, þá er það mjög lítið. Þær upplýsingar sem við höfum, segja okkur ekkert um það hvenær gos verður. Það getur orð- ið á morgun og það getur orðið eftir einhverja mánuði," sagði Eysteinn. Jónas Jónasson rithöfundur. Opið hús í Valhöll: Jónas Jón- asson les úr bók sinni OPIÐ hús verður í Valhöll í kvöld á vegum Heimdallar, þar sem meðal annars verður til skemmtunar, að Jónas Jónasson, útvarpsmaður og rithöfundur, mun lesa úr nýútkom- inni bók sinni, Einbjörn Hansson. Öllum er velkomið að líta við í Valhöll á opnum húsum Heimdall- ar, en yngri Heimdallarfélagar eru sérstaklega hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Ýmislegt fleira verður á dagskrá í „opna húsinu" í Valhöll í kvöld, en undanfarið hefur stór hópur ungs fólks komið og gert sér ýmislegt til skemmtunar, hlustað á tónlist, rabbað saman og þar fram eftir götunum. (Frétt frá HeinxUlli.) landaráðs, þeir Hannes Péturs- son fyrir ljóðabókina „Heim- kynni við sjó“, og Guðbergur Bergsson fyrir skáldsöguna „Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans“. Aðrir sem tilnefndir hafa verið eru frá Danmörku Bente Clod og Henrik Stangerup, frá Finnlandi Claes Andersson og Pentti Saarikoski, frá Noregi Stein Mehren og Herbjerg Wassmo og frá Svíþjóð Svend Deblanc og Per Odensten. Þetta verður í 21. sinnið sem bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs verða veitt. í dóm- nefnd sitja af íslands hálfu Njörður P. Njarðvík dósent og Ólafur Jóhann Sigurðsson og Snorri Hjartarson hafa hlotið bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Ólafur Jóhann 1976 en Snorri í fyrra. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri útvarpsins en varamaður er Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Tveir Islendingar hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norðurland- aráðs frá því þau voru fyrst veitt 1962 en það eru þeir Ólafur Jó- hann Sigurðsson árið 1976 fyrir ljóðabækurnar „Að Laufferjum" og „Að Brunnum", og síðan árið 1981 Snorri Hjartarson fyrir ljóðabókina „Haustmyrkrið yfir mér“. Njarðvík: Fundur í dag, föstudag, í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 8.30. Ræðumenn Guðmundur Karlsson, alþingismaður, og Ragnhildur Helgadóttir, varaþingmaður. Vestmannaeyjar: Fundur í Samkomuhúsinu á morgun, laugardag, kl. 16 (4). Frummælendur Matthías Bjarnason, fyrrv. sjávarút- vegsráðherra, og Ólafur G. Einarsson, formaour þing- flokks sjálfstæðijmanna. Akranes: Fundur á morgun, laugar- dag, í Sjálfstæðishúsinu, kl. 14.30 (hálf þrjú). Ræðumenn Guðmundur Karlsson, alþing- ismaður, og Óðinn Sigþórs- son, bóndi. Fundirnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Litur er ekki lengur lúxus kipholt 7 — Símar 20080 og 26800 UMBOÐSMENN: Skagaradíó. Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., Isafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Arnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.