Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 Landnýtingaraætlun: Ofbeit og afrakstur sauðfjár - til umræðu f Sameinuðu þingi 1‘ingmenn úr öllum þingflokkum hafa flutt tillögu til þingsályktunar um landnýtingarátrtlun. Davíð Aðal- steins.son (F) mælti fyrir þessari til- lögu í Sameinuðu þingi sl. fimmtu- dag, en aðrir flutningsmenn eru: Jón Helgason (F), Sverrir Hermannsson (S), Helgi Seljan (Abl.) og Karl Steinar Guðnason (A). Tillagan gerir ráð fyrir því að hafinn verði undir búningur landnýtingaráætlunar, er taki til landhúnaðar og annarra þátta, svo sem ferðamála, útivistar og náttúruverndar. Drög skulu liggja fyrir í árslok 1983. Við gerð þeirra verði lögð áherzla á sem hagkvæm- asta nýtingu og varðveizlu land- gæða. • Davíð Aðalsteinsson (F) sagði vaxandi skilning á því, að veru- legar hættur fylgdu því að merg- sjúga auðlindir lands og sjávar, sem séu hornsteinar búsetu í land- inu. Meðal þessara auðlinda sé gróðurmoldin. Með landgræðslu- áætlun 1974 hafi verið stigið stórt skref til að stöðva gróðureyðingu og uppblástur. Nú sé unnið að endurskoðun landgræðsluáætlun- ar. Einn veigamesti þáttur landnýt- ingar er nýting úthagabeitar, bæði í heimahögum og á afréttum. Sem bezt samræmi þarf að vera á milli búfjárfjölda og tiltæks haglendis. Ræðumaður fjallaði og um svæða- skipulag, byggðamál, markaðsþörf fyrir búvörur, kvótakerfi (sem hvorki tæki tillit tij landnytja né byggðasjónarmiða), skógrækt (en hægt sé að samræma sauðrækt og ræktun nytjaskóga), náttúru- vernd, umhverfismál og útivist, sem allt komi inn í þessa mynd. Veiferð okkar í nútíð og framtíð velti m.a. á því, að auðlindir séu hyggilega nýttar. Landnýtingar- áætlun sé liður í þeirri viðleitni. Bændur eigi að hafa sem frjáls- astar hendur í sínum atvinnu- rekstri, en viss skipulagning sé þó nauðsynleg. • Sighvalur Björgvinsson (A) taldi þessa tillögu hyggilega. Að mati gróðursérfræðinga væri um veru- lega ofbeit sauðfjár að ræða hér- lendis, líklega sem næmi 400 þús- und fjár. Sami sauðfjárstofn væri hér og í Grænlandi. Meðalfall- þungi dilka þar væri um 22 kg en aðeins 14 kg hér á landi. Hver ær gæfi af sér 1,6 lömb í Grænlandi en 1,3 lömb hér. Ástæðan til þessa mismunandi afrakstrar sama sauðfjárstofns væri sú, að um ofbeit, rányrkju, væri að ræða hér á landi. Fækka mætti bústofni um þá tölu, sem ofbeitinni næmi, án þess að heildarafurðir rýrnuðu að ráði, þ.e., bændur gætu búið að jafn mikilli kjötframleiðslu með minni tilkostnaði. Þá sagði Sig- hvatur að kal í túnum mætti að verulegum hluta rekja til þess, að sauðfé væri beitt á þau á haustum. Að lokinni ræðu Sighvats, sem að hluta til fjallaði og um eignar- rétt á landi (tillögu Alþýðuflokks um þjóðareign á landinu), var um- ræðu frestað, en mælendaskrá var ekki tæmd. Ástæður frestunar vóru fundir í þingflokkum síðdegis í gær en stjórnarliðar þinga nú sem ákafast um efnahagsmála- aðgerðir. Sá orðrómur var á kreiki að „efnahagsmálapakkinn", sem nú er þingað um hvað í eigi að vera, kunni að verða lagður fram í Sam- einuðu þingi nk. þriðjudag. Þar til að „pakki" þessi verður opnaður er búizt við hægviðri í þingsölum. SVIPMYNDINJakob Jónsson, yfirþingvörður, hvíslar einum hafnfírzkum að Matthíasi Bjarnasyni, fyrrv. sjávarútvegsráðherra. í bakgrunni sést í stafn dómkirkjunnar út um þinghússgluggann. Upplýsinga- og tölvubylting: Valkostir í stefnumótun I)avíð Adalstein.s.son (F) mælti sl. fimmtudag í Sam- einudu þingi fyrir tillögu til þingsályktunar um athugun á stöðu og þróunarhorfum í upplýsinga- og tölvumálum og á hvern hátt sé hægt að stjórna þeirri þróun. Tillagan gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin skipi nefnd er kanni almenna stöðu þessara mála og þróunarhorfur — og bendi á valkosti varðandi stefnumótun og opinbera ákvarðanatöku á fyrrgreindu sviði. Nefndin geri tillögur um með hvaða hætti íslenzkt þjóð- félag geti bezt numið og hag- nýtt sér hina nýju tækni til al- hliða framfara, svo sem varð- andi atvinnumál, félagsmál, fræðslumál, almennar upplýs- ingar o.fl. Framsögumaður taldi nauð- synlegt að kanna þessi mál til hlítar, bæði með hliðsjón af reynslu annarra og eigin þörf- um, í þeim tilgangi að nýta kosti tölvubyltingarinnar sem mest og bezt, en ekki síður til Davíð Aðalsteinsson þess að slæva ókosti, en þessi þróun hafi einnig skuggahliðar, sem kunni að fylgja röskun og viss vandi. Vilmyndur Gylfason (A) taldi tillöguna þarfa og tímabæra, en skilgreina mætti betur tilgang könnunarinnar, í hvaða farveg eigi að beina rannsókn og vænt- anlegum ákvarðanatökum. Ennfremur þurfi að tryggja að samtök launafólks eigi aðild að þessari könnun, en það eigi mikla hagsmuni bundna því, hvern veg tölvubyltingin verði útfærð í íslensku þjóðfélagi. Fyrirspurn: Mannrétt- indabrot í Tyrklandi Vilmundur Gylfason (A) hefur borið fram svohljóðandi fyrir- spurn til utanríkisráðherra um afstöðu ríkisstjórnarinnar: „Hefur íslenzka ríkisstjórnin beitt áhrifum sínum innan Atlantshafsbandalagsins til þess að mótmæia einræðis- stjórn og mannréttindabrotum í öðru bandalagsríki, Tyrk- landi?" Barnaleikrit í Alþýðuleikhúsinu: „Súrmjólk með sultua Gunnar Rafn og Margrét í hlutverkum sínum sem hundurinn og stelpan í „Súrmjólk með sultu“. (Ljó»m. Kmiií..) „ÆVINTÝRI í alvöru" er und- irtitill verksins sem frumsýnt veróur í Alþýduleikhúsinu á laugardag kl. 3. Verkið er eftir Bertil Ahrlmark og fleiri leik- ara sem mynduðu barnaleik- hús í Gautaborg í byrjun síð- asta áratugar. Síðan þá hefur þetta verk yerið sýnt mjög víða og m.a. á alþjóðlegri sýn- ingu barnaleikhúsa í Berlín ár ið 1979. Verkið nefnist á ís- lensku „Súrmjólk með sultu“ og er einkum ætlað yngstu leikhúsgestunum, börnum á forskólaaldri og í fyrstu bekkj- um grunnskóla. Það er hinn svokallaði „Pældíðí“-hópur leikara úr Alþýðuleikhúsinu sem stendur að þessari sýningu og er ætlunin að sýna hana í skólum. Er leikmyndin því lítil og verkið ekki nema u.þ.b. 45 mínútur í flutningi. Þegar Mbl. ræddi við leik- hópinn í þessari viku kom fram að hugmyndin er að bjóða upp á meira leikhús eftir sjálfa sýninguna og bjóða þá áhorfendum upp á svið og kynna þeim ýmis undur leikhússins. I stuttu máli fjallar verkið um afbrýðisemi gagnvart yngra systkini. Engin mór- ölsk predikun er sett fram í verkinu og áhersla lögð á stutt atriði. „Pældíðí“-hóp- urinn hefur að undanförnu sýnt verkið „Sterkari en Súpermann" við góðar und- irtektir. Það er Jórunn Sigurðar- dóttir sem hefur þýtt „Súr- mjólk með sultu", en leik- stjóri er Thomas Ahrens og leikmynd og búningar eftir Grétar Reynisson. Leikend- ur eru fimm: Sigfús Már Pétursson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jórunn Sigurð- ardóttir og Gunnar Rafn Guðmundsson. Frá æfíngu. Jórunn Sigurðardóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sigfús Már Pétursson og Margrét Olafsdóttir í hlutverkum sínum. (i.jð>nn. Kmilia)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.