Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982
19
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli:
Yfírvinna greidd en
bónusgreiðslum hætt
Launagreiðslufyrirkomu-
lagi því er verið hefur við lýði
í Fríhöfninni á Keflavíkur
flugvelli í eitt ár, hefur nú
verið breytt. Fá starfsmenn
nú yfirvinnu og vaktaálag
greitt eins og aðrir launþeg-
ar, en fyrra kerfi, bónuskerfi,
Borgarráði
þótti ljósritun-
arvél of dýr
Á fundi borgarráðs fyrr í vik-
unni var (elld tillaga um að
kaupa Ijósritunarvél fyrir Félags-
málastofnun Rcykjavíkur.
Þótti meirihluta borgarráðs
ljósritunarvél sú, sem kaupa
átti, vera of dýr, en hún átti að
kosta 124 þúsund krónur, eða
12,4 milljónir gamalla króna.
Sigurjón Pétursson forseti
borgarstjórnar var sá eini er
studdi tillöguna um kaupin.
Ljósritunarvél var keypt á
síðasta ári til Félagsmála-
stofnunar, sem að mati starfs-
fólks þar er ekki nægilega full-
komin. Var því ætlunin að
koma henni fyrir í einu af úti-
búum stofnunarinnar, en
kaupa nýja í staðinn.
var þannig upp byggt að
starfsmenn voru á föstum
launum, en yfirvinna og
vaktaálag var greitt í sam-
ræmi við hagnað og veltu
fyrirtækisins.
Guðmundur Karl Jónsson lög-
fræðingur, framkvæmdastjóri
Fríhafnarinnar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að ástæð-
ur þess að ákveðið var að hverfa
aftur að fyrra fyrirkomulagi,
væru margar. Svona samningur
hefði ekki áður verið gerður innan
ríkiskerfisins, og hefði því ýmsar
hliðar sem ekki hefðu reynst vel er
frá leið. Þungt hefði til dæmis
vegið að uppgjör er á sex mánaða
fresti, og voru menn því að fá
greidda í júlí yfirvinnu er þeir
unnu í janúar og svo framvegis.
„Slíkt virkar ekki hvetjandi,"
sagði Guðmundur, „og sú ástæða
og fleiri urðu til þess að ákveðið
var að hverfa til fyrra fyrirkomu-
lags.“
Guðmundur sagðist þó telja að
reynslufyrirkomulagið hefði gefist
vel á ýmsa lund. Til dæmis hefði
komið vel í ljós hver væri raun-
veruleg starfsmannaþörf. Fyrir
breytinguna hefðu starfsmenn á
lager og í verslun verið 37 og
stundum 38, en nú væru þeir 26,
fastráðnir starfsmenn, og yrði
þeim ekki fjölgað.
Sjálfstæðishúsið á Akureyri:
Tjónið metið á
4 milljónir kr.
TJÓNIÐ í Sjálfstæðishúsinu á Akur
eyri, sem varð við bruna þar rétt fyrir
jólin, er mctið á 4 milljónir króna að
sögn Gunnars Kagnars stjórnarfor
manns Akurs. Knn er óvíst um fram-
tíð hússins, en Gunnar sagði, að
ákvörðun yrði tekin um það núna um
helgina. Hugmyndir eru uppi um að
Prófkjör Alþýðu-
flokksins í Rvík:
Tólf bjóða
sig fram
PROFKJÖR Alþýðuflokksins í
Reykjavík, fyrir borgarstjórnar
kosningarnar í maí nk., fer fram
13. og 14. febrúar nk. Tólf manns
hafa boðið sig fram í prófkjörinu,
af þeim sjö í 1.—6. sæti.
Eftirtaldir verða á próf-
kjörslistanum og hafa boðið sig
fram í tilgreind sæti; 1.—6.
sæti: Bjarni P. Magnússon,
Bragi Jósepsson, Marías
Sveinsson, Sigurður E. Guð-
mundsson, Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir, Skjöldur Þorgrímsson
og Snorri Guðmundsson. 2.—6.
sæti: Grétar G. Nikulásson,
3.—6. sæti: Guðríður Þor-
steinsdóttir og Jón Hjálmars-
son, 4.-6. sæti: Guðmundur
Haraldsson og 5.-6. sæti Ásta
Benediktsdóttir.
Framhaldsskólinn í Neskaupstað.
Neskaupstaður:
Fjárveitingu til Fram-
haldsskólans mótmælt
koma á fót skemmtistað í Alþýðuhús-
inu á Akureyri.
Gunnar Ragnars sagði í gær, að
ekki væri unnt að segja neitt um
framtíð Sjálfstæðishússins á þessu
stigi. Fundur væri boðaður nú um
helgina og yrði þar væntanlega tek-
in ákvörðun um hvað gert yrði við
húsið. í Akureyrarblaðinu Degi, 19.
janúar sl., er sagt að Sigurður Sig-
urðsson framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðishússins jog Júníus Björg-
vinsson sem rekur matsölupa í Hót-
el Varðborg hafi í hyggju að taka
Alþýðuhúsið á leigu og setja þar
upp skemmtistað. I viðtali við Dag
segir Sigurður, að hugmynd þeirra
sé að reka staðinn a.m.k. fyrst í stað
með árshátíðir og þorrablót í huga,
þ.e. ekki sem opinn skemmtistað.
Hótel Varðborg mun annast mat-
reiðsluna. „Allinn", eins og Alþýðu-
húsið er nefnt meðal Akureyringa,
tekur 150—180 manns að sögn Sig-
urðar.
H/KJARSTJORN Neskaupstaðar,
skólanefndarmenn og starfsfólk
Framhaldsskólans í Neskaupstað
hefur sent menntamálaráðherra, fjár
málaráðhcrra og þingmönnum Aust-
urlands ályktun, þar sem lýst er yfir
mikilli óánægju með þær fjárveit-
ingar, sem ætlaðar eru til Fram-
haldsskólans í Ncskaupstað á fjárlög-
um þessa árs. í ályktuninni segir, að
áætlað fjármagn dugi hvergi til að
taka í notkun það skólahús, sem stað-
ið hefur fokhelt frá 1980, en skólinn
starfi nú í bráðabirgðahúsnæði víða
um bæinn.
Framhaldsskólinn í Neskaupstað
var stofnaður á sl. ári. Skólanum er
ætlað að vera kjarnaskóli iðn- og
tæknimenntunar á Austurlandi og
starfar m.a. samkvæmt lögum um
iðnfræðslu sem segja að iðnskóli
skuli vera í hverju kjördæmi lands-
ins. Skólinn mun einnig sinna námi
tengdu sjávarútvegi, en náms-
brautum á því sviði hefur enn ekki
verið sinnt sem skyldi í íslenskum
framhaldsskólum. Mikilvægt er að
skólum við sjávarsíðuna sé gert
kleift að bæta þar um, enda til van-
sæmdar að aðalatvinnuvegi þjóðar-
innar skuli svo illa sinnt innan
skólakerfisins. Framhaldsskólinn í
Neskaupstað býður einnig upp á
nám á styttri bóknámsbrautum,
m.a. heilsugæslubraut í tengslum
við Fjórðungssjúkrahús Austur-
lands í Neskaupstað.
Austurland þarfnast menntaðs
fólks, ekki síst á sviði iðnaðar og
sjávarútvegs. I því sambandi má
nefna þá orku- og iðnaðaruppbygg-
ingu sem er í undirbúningi í fjórð-
ungnum. Með markvissara skipu-
lagi sjávarútvegs krefst sá at-
vinnuvegur einnig sérmenntaðs
fóiks í ríkari mæli en fyrr.
Fundurinn fagnar myndarlegum
fjárframlögum til Menntaskólans á
Egilsstöðum, en honum og Fram-
haldsskólanum í Neskaupstað er
ætlað að vera kjarnaskólar fram-
haidsnáms á Austurlandi. Þessir
tveir skólar, ásamt öðrum skólum
með framhaldsnám í fjórðungnum,
hafa með sér nána samvinnu og
verkaskiptingu.
Fundurinn bendir á að það getur
orðið afdrifaríkt austfirsku at-
vinnulífi ef þeirri stofnun, sem
annast á verkmenntun í fjórðungn-
um, er ekki gert kleift að gegna
hlutverki sínu. Því beinir fundur-
inn því til menntamálaráðherra,
fjármálaráðherra og þingmanna
Austurlands að þeir leiti leiða til
þess að viðbótarfjárveiting fáist til
Framhaldsskólans í Neskaupstað
svo hægt verði að bæta starfsað-
stöðu nemenda og kennara á næsta
skólaári, segir í ályktuninni.
400 beiðnir um leit að
horfnu fólki í Póllandi
0'
INNLENT
RAUÐA krossinum hafa borist um
400 beiðnir um ad hafa upp á horfnu
fólki í Póllandi. Tekist hefur að
greiða úr 90 þessara mála. Alþjóða-
ráð Rauða krossins hefur boðað til
fundar í Genf mánudaginn 18. janú-
ar um alþjóðlegt Rauða krossstarf í
Póllandi.
Að loknum fundinum um Pól-
land verður haldinn fundur um
Kampútseu en þar hefur Alþjóða-
samband Rauða krossfélaga tekist
á hendur að halda uppi heilsu-
gæzlu þar til heilbrigðisyfirvöld
og Rauði kross landsins eru fær
um að annast þau mál sjálf. Jón
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Rauða kross íslands, situr fundina
af hálfu íslenzka Rauða krossins.
*
Islendingar 231.608 1. desember sL:
Landsmönnum fjölg-
aðá um 2.823, eða 1,23%
Fann einhver
gullhring?
í frétt Mbl. á þriðjudaginn um
týndan hring misritaðist heimil-
isfang eiganda hringsins. Heimil-
isfangið er Básendi 4 og síminn
86207. Ef einhver hefur fundið
gullhring í Skipholti með áletrun-
inni ORJ er hann beðinn að
hringja í ofangreint númer eða
skila honum að Básenda 4.
sember sl. voru íslend-
samkvæmt bráðabirgða-
Íslands. Hafði þeim
írá I. desembcr árið
3%. Á höfuðborgar
i 122.806 manns 1.
afði fjölgað um 1.941
áður, eða um 1,61%.
I*Reykjavík voru samtals 84.469
manns 1. desember sl. og hafði fjölg-
að um 1.020 frá sama tíma árið á
undan, eða um 1,22%. í öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu
voru samtals 38.337 manns og hafði
fjölgað um 921 frá sama tíma árið á
undan, eða um 2,46%.
Á Suðurnesjum, Kjalarnesi og í
Kjós bjuggu 14.093 manns 1. des-
ember sl. og hafði fjölgað um 359 frá
árinu á undan, eða um 2,61%, sem er
mesta fjölgun milli ára á einu svæði.
Á Vesturlandi bjuggu 14.093
manns 1. desember sl. og hafði fjölg-
að um 122 á árinu á undan, eða um
0,82%. Á Vestfjörðum bjuggu 10.518
manns 1. desember sl. og hafði fjölg-
að um 72 frá árinu á undan, eða um
0,69%.
Á Norðurlandi vestra bjuggu sam-
tals 10.713 manns 1. desember sl. og
hafði fjölgað um 56 frá árinu á und-
an, eða um 0,53%. Á Norðurlandi
eystra bjuggu samtals 25.890 manns
iri,
1. desember sl. og hafðSkfjölgað um
190 frá árinu á undan, eð^uriý),74%.
Á Austurlandi Aiuggu samtals
12.940 manns 1. ^æsmiber sl. p>g
hafði fjölgað um 41Trá*rræári, eða
um 0,32%. Á Suðurlandi bjuggu
samtals 19.656 manns 1. desembergl.
og hafði fjölgað urOl
eða um 0,14%.
Samkvæmt tölum hagl’tölunnar er
Kópavogur annað stærsfa bæjarfé-
lag landsins á eftir Reykjavík, en 1.
desember sl. bjuggu í Kópavogi
13.977 manns. Á Akureyri bjuggu 1.
desember sl. 13.594 manns og í Hafn-
arfirði bjuggu samtals 12.281 maður
1. desember sl.
rfJgS fl
f^yrni ;
^sTmunna
Tónleikar
á Akranesi
LAIJGARDAGINN 23. janúar
halda Unnur Jónsdóttir söng-
kona og Jónína Gísladóttir pí-
anóleikari tónleika í Tónlistar
skólanum á Akranesi, og hefj-
ast þeir kl. 15.00. Á efnis-
skránni eru m.a. verk eftir
Áma Thorsteinsson, Sigvalda
Kaldalóns, Brahms, Dupare,
Rarhmaninoff og Rossini.
Unnur Jónsdóttir er fædd í
Reykjavík. Hún stundaði
nám við Söngskólann í
Reykjavík og i London. Hún
er nú söngkona við Tónlist-
arskólann á Akranesi.
Jónína Gísladóttir er fædd*
í Reykavík. Hún stundaði
nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík og er núna píanó-
kennari og undirleikari við
JNýja Tónlistarskólann
ööngskólann í Reykjavík.
Þær Unnur og Jónína
héldu tójileika í Norræna
húsinu 10. janúar sl. fyrir
fullu húsi.
Aðgöngumiðar að tónleik-
unum, laugardaginn 23. janú-
ar, verða seldir við inngang-
inn.