Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 + Móðursystir okkar, MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Árnagerði í Fáskrúðsfirði, andaöist i Landspitalanum 20. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Systrabörn hinnar látnu. Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT JODÍS PÁLSDÓTTIR, lést aö elliheimilinu Grund 20. janúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir mín og amma, SESSELJA JÓNSDÓTTIR, Dalsmynni, Norðurárdal, er lést 16. janúar sl., veröur jarösungin frá Hvammskirkju, laugar- daginn 23. januar kl. 14.00. Geir Jónsson, Málfriður Kristjánsdóttir. + Bróöir okkar, SÆVAR BENÓNÝSSON, sem lést aö sjúkrahúsi Vestmannaeyja 15. janúar, veröur jarö- sunginn frá Landakirkju, laugardaginn 23. janúar kl. 2. Fyrir hönd systkina, Sjöfn Benónýsdóttir. + Sonur minn og faðir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON, Mjósundi 1, Hafnarfirði, sem lést 14. þ.m., verður jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnar- firöi föstudaginn 22. janúar, kl. 15.00. Guðbjörg Þorsteinsdóttir og synir hins látna. + Eiginmaöur minn og sonur, GYLFI ZÓPHANÍASSON, Fagradal, Stokkseyri, veröur jarösunginn frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 23. janúar kl.14.00. Helga Magnúsdóttir, Sigríður Karlsdóttír. + Utför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og lang- ömmu, SIGRÍDAR PÁLSDÓTTUR, Traðarstig 6, Bolungarvík, fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Jóhann Pálsson, Guðmundur Jóhannsson, Páll Jóhannsson, Ragna Finnbogadóttir, Steinar Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Arnfríður Aradóttir, Haukur Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, tengdamóöir, amma og langamma, GUDBJORG JÓNSDÓTTIR, Eystri-Loftstöðum, Vesturvallagötu 7, veröur jarösungin frá Selfosskirkju, laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ferðir veröa frá Umferðarmiöstööinni kl. 12.00. Einar Guðmundsson, Haraldur Einarsson, Guðmundur Einarsson, Hanna Ragnarsdóttir, Jón Þorbjörn Einarsson, Gyða Áskelsdóttir, Sigríöur Eínarsdóttir, Stefán T. Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Halldóra Sigríður Þórðardóttir Minning Fædd 23. október 1892 Dáin 12. janúar 1982 Long þá sjúkdóm.sleiðin verdur, Iffíð hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt ofi sárt hvert sporið er. Ilann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, — Drottinn vakir dajja og nætur yfír þér. I>egar ævirödull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræóstu eigi, hel er fortjald hinum mejjin birtan er. Ilöndin sem þig hingað leiddi. liimins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga off nætur yfír þér. (Sálmur) Ein af þeim mætustu konum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Hún lést á Borgarspítalanum aðfara- nótt 12. janúar og fer jarðarför hennar fram frá Dómkirkjunni kl. 3 í dag. Þegar ég frétti lát einhvers sem mér er kær þá setur mig hljóða, hugur minn verður fullur saknað- ar og minningarnar streyma fram. Það eiga víst fáir því láni að fagna að eignast nýja ömmu eftir að hafa verið ömmulausir frá bernsku. En það skeði hjá mér þegar ég var nýorðin 16 ára. Þá flutti ég á heimili unnusta míns sem er dóttursonur Halldóru og það leið ekki á löngu þar til fjöl- skylda hans var orðin mín líka. Ég veit aðeins óljóst um æviferil ömmu áður en ég kynntist henni en ég get þó rakið hann í megin- dráttum. Hún var dóttir hjónanna Steinunnar Sigurðardóttur og Þórðar Sigurðssonar, búfræðings. Fædd á Hvítárósi í Borgarfirði en fluttist þaðan með foreldrum sín- um og yngri systur til Reykjavík- ur þegar hún var 7 ára gömul. Lifið hennar ömmu minnar var enginn dans á rósum, þar skiptust á skin og skúrir eins og hjá flest- um öðrum. Hún trúloftaðist mjög ung pilti sem hét Kristinn og eign- uðust þau soninn Óskar. Fannst henni sem gæfan blasti við sér björt og fögur, en sú gleði varð skammvinn því soninn missti hún ársgamlan og unnustinn dó skömmu síðar. Það er óvægin lífsreynsla fyrir unga stúlku að missa sinn lífsförunaut á besta aldri og barnið sitt líka og hefði margur bugast af minna tilefni. Varfalaust hefur ömmu liðið mjög illa lengi á eftir en borið harm sinn í hljóði eins og hennar var háttur. Hún var um tvítugt þegar hún giftist Birni Benediktssyni, ekkju- manni með sjö börn. Þau elstu voru orðin nokkuð stálpuð og gátu hjálpað til á heimilinu en erfitt hlýtur það að hafa verið fyrir svo unga konu að taka við stóru heim- ili og ganga mörgum börnum í móðurstað. Og fljótlega bættust fleiri við sem þurftu á umhyggju og kær- leika hennar að halda því þeim Birni varð fimm barna auðið. Elst var Lára, sem seinna var tengda- móðir mín, næst fæddist þeim Fjóla og þá barði sorgin aftur að dyrum, því hana misstu þau árs- gamla. Síðar fæddust Þórður, Martín og Hólmfríður. Björn var lærður skósmiður en ekki veit ég hversu lengi hann stundaði þá atvinnugrein. Hann var nokkur ár á sjó en gerðist síð- ar starfsmaður hjá bænum og vann þar uns hann hætti störfum sökum aldurs. Hann var einn af stofnendum málfundafélagsins Óðins. Þegar þarna var komið sögu voru allir fuglarnir löngu flognir úr hreiðrinu nema lítil telpa, sem er dóttir Hólmfríðar og ber nafn ömmu sinnar. Með hana fluttu þau hjón til Hafnar í Hornafirði og settust að hjá eldri dótturinni Láru og manni hennar, Skarp- héðni Þorkelssyni lækni. Mun það hafa verið árið 1945 sem þau fluttu þangað búferlum. Rétt fyrir jólin þetta sama ár þurfti Björn að bregða sér til Reykjavíkur, ein- hverra erindagjörða, en lenti í skipsskaða á leiðinni og drukknaði á aðfaranótt Þorláksmessu. Það Sólrún María Poulsen Minning Fædd 1. október 1949 Dáin 16. janúar 1982 Kvedja frá mágkonu. Það var seint í mars 1974. Hún stóð þarna í dyrunum svo bros- mild, hamingjusöm og breið um sig miðja. Svo lifandi — já, full af lífi. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hana og hún bauð mig velkomna í fjölskylduna með breiðu brosi og þessum einstaka dillandi hlátri. Síðan þetta átti sér stað eru liðin tæp átta ár. Ar, sem mér standa nú svo ljós- lifandi fyrir hugskotsjónum, eins og þessi góði marsdagur. Eg þakka góðum Guði fyrir að fá að hafa lifað hluta þessara ára með henni. Solla var af færeysku bergi brotin en fædd í Reykjavík 1. okt. 1949. Fjórða í röðinni af sjö börn- um þeirra ágætishjóna, Ingibjarg- ar og Gríms Eysturoy. Hún ólst upp í stórum systkinahóp og á mjög gestkvæmu heimili. 1971 giftist Solla eftirlifandi eiginmanni sínum Eyfinn Poulsen. Mér er óhætt að segja að hjóna- band þeirra hafi verið með ein- dæmum gott og hamingjusamt. Mlnningarathöfn um GUÐRÍDI FINNBOGADÓTTUR frá Bíldsfelli fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 23. janúar kl. 10.30. f.h. Jarösett veröur í heimagrafreit. Sætaferö frá Fossvogskirkju aö athöfn lokinni. Blóm afþökkuö, en bent á líknarstofnanir. Aöstandendur. + Innilegar þakkir til allra er sýndu samúö og vinarhug viö andlát og útför ÁSGEIRS JÓHANNSSONAR, Mánavegi 5, Selfossí. Guöleif Magnúsdóttir, Hilmar Ásgeirsson, Aöalheióur Bóasdóttir, Gunnar Ásgeirsson, Magnhildur Grímsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir, Bragi Bjarnason, Birgir Asgeirsson, Karen Arnadóttir, Margrét Asgeirsdóttir, Arngrimur Baldursson og barnabörn. hafa verið dapurleg jól hjá ömmu minni. Yngri dóttir hennar Hólmfríður kom skömmu seinna frá Banda- ríkjunum að sækja litlu dótturina, sem var þá á sjötta aldursári, og fór amma utan með þeim mæðg- um og dvaldist hjá þeim í Amer- íku næsta árið. Á sextíu ára afmælisdegi sínum giftist amma eftirlifandi eigin- manni sínum, Kristjáni Jónssyni bílasmið, miklum mannkosta- manni sem stóð við hlið hennar í blíðu og stríðu þau tæpl. þrjátíu ár sem hún átti eftir ólifuð og er hon- um mikill missir af henni eftir langt og gæfusamt hjónaband. Amma var búin að vera gift Kidda í tvö ár þegar ég kom inn í fjölskylduna. Hún hlýtur að hafa verið falleg sem ung stúlka, því hún var enn ljómandi lagleg kona með eitt það fallegasta hár sem ég hef séð, rauðbrúnt og hnausþykkt. Hún tók mér fljótlega eins og ég væri eitt af barnabörnum hennar og bað mig að kalla sig ömmu og sem eiskuleg amma mun hún ávallt lifa í minningu minni. Hún var dul kona og fátöluð um eigin hagi en samt félagslynd og hrókur alls fagnaðar í öllum veisl- um og samkomum innan fjöl- skyldunnar. Við litum til hennar sem ættmóður sem lifði og hrærð- ist fyrir okkur öll, henni var svo Það var sama við hvað var átt, alls staðar voru þau samhent. Þau eignuðust fyrsta heimili í Reykjavík 1971. Eftir að ég kynnt- ist þeim var alltaf jafn gott að sækja þau heim. Þó hún væri með börnin þrjú, öll sitt á hvoru árinu, var alltaf tími til að sinna gestun- um. Enda var hún vel greind og fróð kona sem gaman var að skrafa við. 1972 eignuðust þau sitt fyrsta barn Ruth, 1974 kom svo Elísab- eth Súsanna og Grímur ári seinna. Alit góð og mannvænleg börn, enda mamman óþreytandi í að leiðbeina og kenna. Um haustið 1975 var svo ákveðið að flytja til Færeyja. Þau reistu sér þar fallegt og gott heimili, höfðu allt til alls, góða fjölskyldu, áttu heilbrigð börn, hvort annað og hamingjan leyndi sér ekki. Líf- ið blasti við þeim. En snöggt skip- ast veður í lofti. Hvað átti sér stað er ekki gott að segja. Solla gekk ekki heil til skógar. Baráttan var hafin — barátta upp á líf og dauða. Það sem gerði það enn erf- iðara, var það, að læknishjálpina varð að sækja til íslands. Alltaf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.