Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982
Pltrgw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Ákvörðun
um Helguvík
Utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, tók á sig rö{?g síðastliðinn
mánudag og tók um það ákvörðun, að eldsneytisgeymakerfi varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli skyldi endurnýja með smíði nýrrar
olíustöðvar í Helguvík. Ráðherrann hafði umboð Alþingis til þessarar
ákvörðunar samkvæmt þingsályktunartillögu, sem meira að segja
kommúnistar samþykktu. Að vísu var það von kommúnista, að hinir
nýju eldsneytisgeymar yrðu ekki reistir á þeim stað, sem eftir ítrekað-
ar rannsóknir hefur reynst hagkvæmastur, í Helguvík.
Utanríkisráðherra lagði fyrir nokkru fram í ríkisstjórninni drög að
bréfi því, sem afhent var bandaríska sendiherranum um þetta mál á
mánudaginn. Hins vegar lét forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen,
undir höfuð leggjást að taka bréfið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar,
fylgdi hann í því efni þeirri starfsvenju sinni við fundarstjórn í ríkis-
stjórninni, að draga í lengstu lög að taka þar fyrir mál, sem óþægileg
eru fyrir kommúnista. Raunar var forsætisráðherra sömu skoðunar og
kommúnistar að því leyti, að hann vefengdi forræði utanríkisráðherra
í þessu máli. Þolinmæði Ólafs Jóhannessonar brást og hann tók af
skarið á mánudaginn, eins og áður sagði.
Fróðlegt er að sjá viðbrögð kommúnista, eftir að utanríkisráðherra
hefur tekið ákvörðun sína. A forsíðu Þjóðviljans er enn haldið í þá von,
að kommúnistum takist þrátt fyrir allt að stöðva þessar framkvæmd-
ir. Utanríkisráðherra hafi aðeins tekið ákvörðun um að leyfa hönnun
framkvæmdanna, smíði olíustöðvarinnar geti ekki hafist nema með
samþykki skipulagsyfirvalda. Æðsti maður skipulagsmála er enginn
annar en sjálfur formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, fé-
lagsmálaráðherra, hann skirrist ekki við að nota vald sitt í skipu-
lagsmálum til að koma illu til leiðar, telji hann sér það pólitískt
hagkvæmt, eins og til dæmis árásir hans á báejarstjórnina í Garðabæ
sýna. Svavar Gestsson segir hér í blaðinu í gær, að skipulagsyfirvöld
hafi aldrei samþykkt, að í Helguvík verði oliuaðstaða. Með þeirri
yfirlýsingu gefur Svavar Gestsson til kynna á hvaða forsendum hann
ætlar að veitast að utanríkisráðherra í þessu máli.
Utanríkisráðherra hlýtur að sjá til þess, að tilraunir kommúnista til
að grafa undan þeirri ákvörðun, sem hann hefur tekið með stjórn-
skipulega réttum hætti og með fullu umboði frá Alþingi, takist ekki.
En hvort ætlar forsætisráðherra að skipa sér við hlið kommúnista eða
utanríkisráðherra í þessu máli? Helguvíkurmálið er náskylt flugstöðv-
armálinu, sem kommúnistum líðst að spilla fyrir eins og þeim er
frekast kostur. Framgangur þessara mála færir bæði innlendum og
erlendum aðilum staðfestingu á því, hvort má sín meira í ríkisstjórn
Islands heilbrigð skynsemi og vilji til að efna loforð eða neikvæð
afstaða kommúnista, sem tekur ekki mið af íslenskum hagsmunum.
Afstaða Hrafnkels
Hrafnkell Jónsson, sem kjörinn var í bæjarstjórn Eskifjarðar 1978
á lista Alþýðubandalagsins, hefur sagt skilið við kommúnista og
gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hrafnkell segir, að eftir 6 ára
starf í Alþýðubandalaginu og allgóð kynni af innviðum flokksins geti
hann ekki sætt sig við hugsjónirnar, sem kommúnistar berjist fyrir.
Finnst honum nóg um viðleitni alþýðubandalagsmanna og annarra til
að brjóta niður ábyrgð einstaklinga á eigin gjörðum og miða allt í þess
stað við ábyrgðarlausa múgsál, sem afsalar sér rétti til að taka sjálf-
stæðar ákvarðanir og standa eða falla með þeim. Er það skoðun
Hrafnkels Jónssonar, að með því að efla starf Sjálfstæðisflokksins sé
von til þess, að snúið verði af þessari óheillabraut.
Ekki er að efa, að fleiri eru sömu skoðunar og Hrafnkell Jónsson að
þessu leyti. Hins vegar er rétt að minnast þess, að ekki hefur hann
verið í friði fyrir flokksbroddum Alþýðubandalagsins í tilefni hinna
pólitísku sinnaskipta. Bæði Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttorms-
son hafa með aðdróttunum um Hrafnkel gripið til orðbragðs, sem
íslendingar hefðu mátt ætla, að aðeins væri brúkað af valdamönnum í
kommúnistaríkjum. Svavar taldi Hrafnkel vera „ruglaðan" og Hjör-
leifur ræddi um, að menn væru „sárir í sálinni", þegar afstöðu Hrafn-
kels til stóriðju bar á góma. Þessar persónulegu svívirðingar lét
Hrafnkell Jónsson sem vind um eyru þjóta, enda ekki frekar að marka
þær en önnur orð þessara ráðherra. Og mættu fleiri hafa það hugfast,
sem vilja losa sig undan því fargi, er Hrafnkell Jónsson hefur nú
varpað af herðum sér.
Boðskortið og Tíminn
Eins og á var bent hér í forystugrein á miðvikudag hafa ráðherrar
framsóknar boðið allri þjóðinni til hrikalegrar pólitískrar veislu,
sem minnir aðeins á það, þegar Neró keisari greip til fiðlunnar forð-
um. Af leiðara Tímans í gær má ráða, að ritstjórum þess blaðs hafi
ekki borist boðskort í veisluna. Hvað veldur?
Þannig riðu ólöein sífellt yfir skipið, en á hvalbaknum héngu björgunarsveitarmenn bundnir eins og sjá má.
í trollinu, sem hangir á stjórnborðshliðinni, festist læknirinn, en á hvalbaknum eru björgunarsveitarmenn að reyna
ná hjálparsveitarforingjanum.
Skipbrotsmönnum komið snörum handtökum upp hamarinn.
I.jósim ndir Mor^unhlaðið: Sigurgfir Jónas.*.
Þannig var ástandið á strandstað nær allan tín
sem björgun fór fram, ekkcrt lát á boðaföllum.