Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 Brimskafl hvolfir sér yfir Pelagus á strandstað í Eyjum í gær, í þann mund sem síðustu björgunarmenn eru að fara í land, en ólögin fylltu allt þilfarið og settu hvalbakinn í kaf. I trollinu hægra mcgin við hvalbakinn festust Islendingarnir sem fórust. Um tíu til fímmtán metrar voru á milli skipsins og hamranna og var þar samfelld ólgandi kvika. í miðjum hamrinum eru björgunarsveitarmenn að koma skipbrotsmönnum upp og á brún er verið að bera einn í börum. Ljósmynd Mbl. Hagnar Axelsson. „Hrikaleg lífsreynsla, bardagi sem tapaðist á svo skelfilegan hátt“ „FYKST sá ég kreppta hönd á einum skipverja í glugganum á neta- geymslunni undir hvalbaknum, síðan sá ég fótinn á honum og þar sem sjór fossaði þarna taldi ég öruggt að hann væri látinn, en þá kom andlit hans skyndilega á gluggann og þá sá ég að einhverjir voru ennþá með lífsmarki um borð í togaranum," sagði (iuðmundur Olafs- son slökkviliðsmaður í Vestmannaeyjum í samtali við Mbl. í gær kvöldi, en hann fór fyrstur björgunarmanna á fallaskiptunum um kl. !)..'(() í gærmorgun, um borð í belgíska togarann Pelagus á strandstað í Kyjum eftir að fyrr um nóttina hafði tekizt að bjarga fjórum skipverj- um af hvalbak. Ekki var viðlit vegna foráttu brims að fara fyrr um borð í togarann, en þegar Ijóst var að menn voru þar enn á lífi var skipulögð björgunaraðgerð. Festingar fyrir líftaug gerðar klárar á Guð- mundi Olafssyni, áður en hann fór fyrstur björgun- armanna um borð til að kanna hvort þar væru menn á lífi. I.jósmvnd Mbl. Sijrurjíoir Jónasson liannes Óskarsson, sveitarfor- ingi Hjálparsveitar skáta, Pálmar Magnússon sjálfboðaliði og Krist- ián K. Víkingsson læknir fóru þá út í skipið Guðmundi til aðstoðar, en talið var að mennirnir væru slasaðir. Hafði Kristján óskað eft- ir [>ví að fara um borð, en björgun- armenn fóru fram á það við annan lækni á staðnum, Guðfinn Sigur- finnsson, að hann væri til taks á bjargbrún og sinnti mönnum sem í land kæmu, en Guðfinnur hafði ákveðið ætlað út í togarann með Kristjáni lækni. „Þremenningarnir héldu sig í netageymslu inn undir hvalbakn- um og virtust þeir vera orðnir mjög máttfarnir af kulda,“ sagði Guðmundur, „við komum til þeirra bandi og strax og sá fyrsti hafði bundið sig, gátum við dregið hann upp á hvalbakinn, en brimið fór nú skyndilega mjög vaxandi. Við náðum næsta manni án telj- andi erfiðleika, en allt hvarf þó í brimlöðrið með stuttu millibili. Við komum handinu einnig til þriðja mannsins, unglings, sem var skelfingu lostinn, eins og fé- lagar hans reyndar einnig. Það tók langan tíma fyrir hann að binda sig, en verst gekk að fá mennina til að koma út úr netageymslunni sem þó var hálffull af sjó. Þegar við vorum að draga síðasta mann- inn upp á hvalbakinn reið feikilegt ólag yfir og hnútar hans héldu ekki, því hann losnaði úr bandinu og flaut með kvikunni eftir þilfar- inu. Hann barst skjótt aftur fram undir hvalbakinn og þá náði Hannes taki á hönd hans úr stig- anum upp á hvalbakinn. í sömu andrá reið enn einn brotsjórinn yfir, Hannes missti takið á drengnum og brotið hrifsaði hann sjálfan niður á þilfarið þar sem hann festist í trolli stjórn- borðsmegin, en skipið hallaði í stjór. Kristján læknir fór þá strax niður til þess að hjálpa honum, en enn ein bylgjan færði allt í kaf og þegar fjaraði út lágu þeir báðir fastir í trollinu, en belgíski piltur- inn flaut aftur eftir skipinu og skolaði skjótt fyrir borð. Björgunarmenn, sem höfðu ver- ið á hvalbaknum, höfðu orðið að fara í land vegna kulda og aðrir komið í þeirra stað, Guðmundur Ríkarðsson í Hjálparsveitinni, Rafn Pálsson í Slökkviliðinu og síðastur kom Sigurður Sigur- bergsson úr Björgunarfélaginu. Hann kom bandi til Hannesar og einnig komum við hnífi til hans til þess að skera sig lausan úr troll- inu, en Kristján var þá fastur og meðvitundarlaus í sjónum aftar á þilfarinu og ekki rnögulegt að ná til hans. Um síðir tókst Hannesi að binda bandið utan um sig og byrjuðum við þá þegar að reyna að draga hann upp, en ekki var viðlit að fara niður á þilfarið vegna brotsjóa sem riðu nú stanzlaust yfir með flóðinu. Við vorum hálfn- aðir að draga Hannes upp þegar hann losnaði úr bandinu er sjór reið yfir og skolaði honum aftur í trollið, en eftir það gátum við ekk- ert gert til bjargar þótt við værum aðeins í fárra metra fjarlægð, því hann skorðaðist aftur og missti meðvitund. Það eina, sem við höfð- um hugsað um, var að bjarga fé- lögum okkar áður en yfir lyki, en það gekk ekki og ekkert annað að gera en fara í land aftur. Þetta var hrikaleg lífsreynsla, bardagi sem tapaðist á svo skelfilegan hátt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.