Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 27 ótrúlega annt um börnin, barna- börnin og seinna um langömmu- börnin og langalangömmubörnin, fylgdist með okkur öllum og var alltaf reiðubúin ef eitthvert okkar þurfti á henni að halda. Þegar dætur mínar voru litlar og áttu afmæli, þá biðu þær þess með óþreyju að Dóra amma, en það kölluðu þær langömmu sína, og Lára föðuramma þeirra birtust, því þá fyrst byrjaði afmælisfagn- aðurinn svo um munaði. Ekki spillti því að tvö yngstu börn ömmu þeirra, Láru, voru á sama aldri og þær sjálfar og því taldir leikfélagar. Á meðan börnin ærsluðust og léku sér, gripum við fullorðna fólkið gjarnan í spil. Það var gam- an að spila við ömmu. Hún gat átt það til að setja upp slíkan mæðu- svip þegar hún var að skoða spilin sín að meðspilari hennar taldi spilið tapað áður en það hófst. En svo kom dillandi hlátur í kjölfarið og eins líklegt að amma sæti með bestu spilin á hendi. Hún amma hló svo skemmtilega að það var unun að og ekki hægt annað en að taka undir með henni. Kiddi er svo laginn við smíðar að ég held að það hljóti að vera leitun að öðrum eins. Heimili þeirra ömmu á Laugarnesvegi 85 ber þess líka vitni. Þar var gott að koma, hjartahlýja og gestrisni í ríkum mæli og alls staðar blöstu við innrammaðar ljósmyndir af fjölskyldunni, af barnabörnunum barnabarnabörnunum o.s.frv. Því auðvitað hugsuðum við öll til ömmu, þegar verið var að ljós- mynda afkomendur hennar við hin og þessi tækifæri. Amma var gjafmild og stórgjöf- ul. Oft átti Kiddi sinn þátt í að gjafir þeirra voru sérstakar. Ég gleymi t.d. ekki jólunum, þegar dætur mínar fengu þessar fínu kerrur sem hann hafði smíðað. Þvílík lukka. Og við hjónin feng- um haganlega gert kirkjulíkan, með steindu gleri í gluggunum og ljósi innan í. Sú kirkja hefur skartað á heimili mínu um öll jól síðan og á eins ríkan þátt í að skapa þar hátíðar blæ og jóla grenitréð. Það var ekki amalegt að eiga slíkan hagleiksmann að og Kidda, enda fljott hlaupið til hans ef ein- hverjir hlutir þörfnuðust viðgerð- ar, eins og t.d. saumaborðið mitt forðum daga. Og hann brást skjótt við en ekki vildi hann heyra minnst á borgun fyrir. Það voru ekki bara smáhlutir sem hann Kiddi fékkst við, heldur lék hann sér að því að smíða 5 tonna trillu, og þær víst fleiri en eina, í tóm- stundum sínum. Þótt vegir okkar Sæþórs skildu, þá rofnaði ekki sambandið á milli okkar ömmu, hún hélt áfram að vera mín góða amma eftir sem áð- ur. Þegar móðir mín háði langa banalegu á sl. ári, þá leið varla svo dagur að amma hringdi ekki upp á spítala að frétta um líðan hennar, eða heim til mín og mælti þá til mín huggunarorðum og bað mér Guðs blessunar. Henni þótti svo leitt að geta ekki komist til að heimsækja móður mína á spítal- ann, var þá sjálf orðin rúmföst, en þrátt fyrir eigin veikindi hafði hún eftir sem áður umhugsun um Vilhelmína Kristín Magnúsdóttir - Kvedja Stöllu minni, Vilhelmínu Krist- ínu Magnúsdóttur, flyt ég hjart- ans þakkir fyrir vináttu hennar og samverustundir okkar í leikskól- anum Leikfelli, Æsufelli 4. Ég mun sakna Mínu, en ég skil að hún er nú á himnum, hjá Guði og Jesú. Við munum leika okkur saman síðar, veit ég, þótt fundum okkar beri ekki saman í bráð. Ég mun aldrei gleyma Mínu, sem var besta vinkona mín. Ég bið Guð að styrkja foreldra hennar og bróður og veita þeim hjálp í sorg þeirra. Halla Hauksdóttir öðru hvoru þurfti hún að taka sig upp í lengri eða skemmri tíma, hversu sjúk sem hún var, og koma til íslands. Þó foreldrar og allir hér gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera dvölina hér sem auðveldasta, var þetta alltaf átak í hvert sinn. Helga, besta vinkona hennar, reyndist henni svo sannarlega sem slík. Alltaf tók hún eitt barnanna með, það hjálpaði henni líka. Þetta voru erfiðir tímar fyrir þau hjón en samt leyndi sér aldrei hversu mikinn kærleik þau áttu hvort handa öðru og hversu traust böndin voru. Þarna komu hinar sterku hliðar þeirra beggja í ljós. Eyfinn, þessi stórhuga, stolti og góðhjarta mað- ur studdi Sollu eins og hann átti krafta til og þeir voru miklir. Hún svo jákvæð, gefandi, svo kjarkmikil og huguð. Hún háði harða baráttu þessi tvö ár, lífs- löngunin var mikil. Samt var allt undirbúið á þann hátt sem henni einni var lagið ef á annan veg færi. Hún átti þessa sterku lifandi trú á Hinn lifandi Guð, sem brást henni aldrei hvorki í gleði né raunum. En baráttunni lauk að kvöldi 16. janúar. Solla var dáin. Staðreynd- ■in var svo bitur, svo sár. Skarðið svo stórt sem hún skilur eftir. Þessi unga móðir horfin, frá þrem ungum börnum, í blóma lífsins. Sorgin er djúp og mikil. Eyfinn og börnin sjá nú á eftir einstakri konu og móður. Megi algóður Guð blessa ykkur og styrkja í þessum þungu raun- um. Ellen í dag er lögð til hinztu hvílu í Þórshöfn í Færeyjum vinkona mín Sólrún. Leiðir okkar lágu fyrst saman hér á íslandi fyrir 15 árum. Sólrún var af færeysku bergi brot- in en fædd og uppalin á Islandi. Eftir viðburðarík ár, ferðalög okkar erlendis og aukinn þroska urðu tengsl okkar Sólrúnar nánari með hverju árinu sem leið. Árið 1971 varð viðburðaríkt fyrir okkur báðar, vorum ungar og ástfangn- ar, því lyktaði með giftingu henn- ar í ágúst og minnar í september. Eiginmenn okkar áttu góða sam- leið og varð það til þess að tengsl- in urðu enn meiri. Þetta voru spennandi tímar sem við deildum óspart hvor með annarri. Ári seinna eignuðumst við báðar okkar frumburði í júlí. Árið 1974 áttum við báðar annað barnið okkar og hún síðan sitt þriðja ári seinna. Þetta voru bjartir dagar. Eiginmaður Sólrúnar er fæddur og uppalinn í Færeyjum, en þang- að fluttust þau búferlum haustið 1975, þar sem þau í sameiningu komu sér upp yndislegu heimili. Sumarið 1979 kom öll fjölskyld- an til íslands í frí og áttum við ógleymanlegar vikur saman. Og gátum við endurgoldið þá heim- sókn síðastliðið sumar. Hálfu ári seinna féll stór skuggi á líf fjöl- skyldunnar er Sólrún veiktist og voru ófáar ferðir hennar til ís- lands til lækninga en þá reyndi mikið á heimilisföðurinn að halda fjölskyldunni saman með hjálp systra hans og mágkonu. Hún barðist við sjúkdóm sinn eins og hetja til síðasta dags, með dyggilegri aðstoð Eyfins og barn- anna. Elsku Eyfin, Hafsteinn, ég, Guðmundur og Gylfi þökkum ykk- ur allar ógleymanlegar stundir á liðnum árum og biðjum góðan guð að gefa Sólrúnu hvíld og frið og þér og börnunum styrk um ókomna framtíð. Samúðarkveðjur til foreldra Sólrúnar og tengda- móður, systkina og tengdafólks. Helga líðan annarra og kærleika til að miðla af. Martín, sonur hennar, hefur átt heimili hjá ömmu og Kidda alla þeirra búskapartíð. Hann reyndist mömmu sinni ákaflega vel í veik- indum hennar, hugsaði um hana og heimilið þegar Kiddi var í vinn- unni og heimsótti hana daglega eftir að hún var lögð inn á spítala. Misritun í FRÉTT í Mbl. 21. jan. sl. um 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingar- innar á íslandi, er setning sem hljóðar svo: „Þá eru og á þessu ári stofnfundir Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem haldin var 20. feb. 1902.“ Þetta hefur misritast því í stað þess á að standa: „Þá eru og á þessu ári 80 ár liðin frá stofn- fundi Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, sem haldinn var 20. feb. 1902. 2 Það gerðu líka Kiddi, Lára dóttir hennar og fleiri. Hún amma var ekki mikið í sviðsljósinu. . Saga mannkynsins geymir ýmsar frásagnir af afrek- um kvenna fyrr og síðar. Flestar hetjur hversdagsins hafa þó unnið afrek sín í kyrrþey og þau ekki skráð á spjöld sögunnar. Ein af þessum hetjum var amma. Hún hefur nú öðlast hvíld eftir langan og athafnasaman vinnu- dag. Hinsta kveðjustundin er runnin upp, jafn sár og ávallt, en við vitum að hún er í góðum hönd- um og hlýjar hugsanir okkar munu alltaf fylgja ömmu. Missir ástvina hennar er mikil en við geymum minninguna um hana í hjörtum okkar. Þökk sé ömmu minni fyrir allt. Guð geymi hennar góðu sál. Ranný + Faöir oklrar, MAGNÚS JÓHANNSSON, fyrrverandi bóndi, Uppsölum, Eiöaþmghá, andaöist aö morgni 21. janúar í sjúkrahúsinu Egilsstöðum. Jónas Magnússon og systkini. r Einstakt tækifæri Eigum til afgreiöslu með stuttum fyrirvara þessa Dodge fjórhjóladrifs- bíla á ótrúlega hagstæöu verði. DODGE RAMCHARGER ’82 Helsti búnaöur: # Vél — 8 cyl. 318 cub. e Skipting 4ra gíra, bein- skipting. e Lltur: Ijósbrúnn, einlitur. e Framsæti, bekkur, áklæöi vinyl. e Dekk — p235/75r 15x1, venjuleg. e Hámarks kæling fyrir vél. e Alternator 60 amp. Heavy duty fjaörir framan. Heavy duty fjaörir aftan. Geymir — 70 amp. Drif 321. Hraöamælir km, meö teljara. Olíuþrýstimælir. Hitamælir. Vindlingakveikjari. AM — útvarp. Þrepstuöari aö aftan. Heavy duty balansstöng framan. Fullt verð á Ramcharger 337.055.- kr. 70.314.- kr. afsláttur 266.741.- kr. tilboðsverð Miöað viö gengi þann 15.01. '82. DODGE W-250 CREW-CAB Framhjóladrifsbíll Helsti búnaöur: # Afturhásing — spicer 60. e Vél — 8 cyl. 318 cub e Drif 410. e Skipting — 4ra gíra, e Alternator — 60 amp. beinskipt. e Geymir — 70 amp. # Lítur, Ijósbrúnn, einlitur. e Kílómetramælir meö telj- e Skúffa — 6V4 fet. ara. e Sæti fyrir 6 m. áklæöi, e Olíuþrýstimælir. vinyl. e Hitamælir. e Dekk — 9.50x16.5. # AM — útvarp e Felgur 8 bolta. e Þrepstuöari aö aftan. e Framhásing 4500 — e Varadekksfesting undir spicer 60. skúffu. Heavy duty fjaörir framan og aftan. Fullt verö á Crew-Cab 278.261.- kr. 60.118.- kr. afsláttur 218.143.- tilboðsverð Miöaö viö gengi 15.01. '82. O Wfökull hf. Ármúla 36. Símar 84366 — 84491

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.