Morgunblaðið - 22.01.1982, Page 14

Morgunblaðið - 22.01.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 r r Al*-símamvnd EITT AR I EMBÆTTI Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, bendir með þumalfingrinum upp á við eftir að hann hafði flutt ræðu á fundi 220 embættismanna stjórnarinnar í Washington sl. miðvikudag. Þá var eitt ár liðið frá því að hann sór forsetaeiðinn. í ræðunni sagði Reagan, að á þessu eina ári hefði verið lagður „grundvöllur að efnahagslegri sókn og þjóðlegri endurreisn“. Reagan til hægri handar er George Bush, varaforseti, en á hina er Haig, utanríkisráðherra. Fyrstu refsiaðgerðir EBE: Matvælaaðstoð við Pólland hætt Sfra-ssborg, 21. janúar, AP. STTJÓRNARNKFND Efnahagsbandalags Kvrópu hefur ákveðið að hætta við matvælaaðstoð við Pólverja að upphæð rúmlega 236 milljónir dollara, að því er Gaston Thorn, forseti bandalagsins, skýrði frá í dag. Reagan fellst á skatta- hækkun Wa.shington, 21. janúar. Al*. RONALD Regan Bandaríkjaforseti lagði í dag blessun sína yfir fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1983, en þar er gert ráð fyrir auknum álögum á tób- ak, áfengi og fleiri munaðarvörur. Þrátt fyrir þessar hækkanir er gert ráð fyrir meiri halla á fjár- lögunum en áður hefur þekkzt í Bandaríkjunum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að alríkisstjórn- in taki að sér rekstur sjúkratrygg- ingakerfisins Medicaid, en það IryKKÍ'' 22,5 milljónum fátæklinga heilbrigðisþjónustu. ' Eftir skattalækkanir í fyrra hefur Reagan verið tregur til að fallast á aukna skattheimtu, en talið er að hann hafi fallizt á að gera ráð fyrir framangreindum hækkunum þegar við blasti að ella næði hallinn á fjárlögunum 100 milljörðum dala. Eins gerir frum- varpið ráð fyrir 75 milljarða halla. Þúsundir fangelsaðir á Indlandi Nýju I)elhí. 21. janúar. Al*. ÞÍISUNDIR stjórnarandstæð- inga og verkfallssinna eru enn í haldi í Indlandi þótt tveir dagar séu frá því sólarhringsverkfalli sem lamaði verksmiðjur og aðra starfsemi víða um landið. Ljóst er að a.m.k. 16 hafa fallið í átökum sem lögregla og stjórnarsinnar hafa átt í við verkfallssinna. Einna verst er ástandið í Vestur-Bengal, þar sem marxistar ráða. Talsmaður stjórnarinnar sagði að ekki væri vitað hversu margir stjórnarandstæðingar og verkfallssinnar hefðu verið fangelsaðir, en byrjað var á fangelsunum áður en verkfall- ið skall á á þriðjudag. Af hálfu stjórnarandstæðinga er því haldið fram að yfir 50 þúsund manns hafi verið fangelsaðir vegna verkfallanna. Von er á framkvæmdastjóra alþjóðasambands verkalýðsfé- laga til Nýju Delhí í næstu viku, og hyggjast aðstandend- ur verkfallsins kvarta við hann yfir „aðför stjórnar Indiru Gandhi að verkalýðshreyfing- unni og takmörkun á athafna- frelsi indverskra stéttarfé- laga.“ Er hér um að ræða fyrstu efna- hagslegu refsiaðgerðir Efna- hagsbandalagsins gegn Póllandi. Bandalagið samþykkti í haust að standa undir 15% alls kostnaðar við matvælaaðstoð við Póllands, en nú hefur verið fallið frá þessu. Af þessum sökum sparast EBE talsverð útgjöld og munu hjálpar- stofnanir eins og Rauði krossinn, Öryggisráðið: Sameinudu þjódunum, 21. janúar. Al*. JORDANIR og Sýrlendingar kröfð- ust þess í dag, að Allsherjarþingið yrði kallað saman til skyndifundar til að ræða innlimun Gólanhæðanna í ísrael, en í gær, miðvikudag, beittu Caritas o.fl. samtök, njóta þess í auknum styrkveitingum. Thorn sagði þingi EBE að það væri stöðugt örðugara að fylgjast með því hvort matvælaaðstoðin til Póllands kæmi þeim til nota er hefðu hvað mesta þörfina fyrir að- stoð. Af þessum sökum hefði verið hætt við aðstoðina, en Pólverjar gætu þó áfram keypt landbúnað- Bandaríkjamenn neitunarvaldi í Ör yggisráðinu til að koma í veg fyrir samþykkt tillögu um refsiaðgerðir gegn ísracl. Sum Arabaríkjanna, einkum þau hcrskárri, hafa brugðist mjög ókvæða við niðurstöðunni í Ör bandsins, enn hann hafði spáð því að verkfall núwnundi skaða kolaiðnaðinn og verða til þess að fjölmargir menn misstu vinnuna. Hinn nýi forseti sam- bandsins, Arthur Scargill, þyk- ir herskár mjög og hvatti hann óspart til þess að kolaverka- menn greiddu atkvæði með því að fara í verkfall. Þegar niður- staða atkvæðagreiðslunnar var birt í dag sakaði hann Gormley um „skemmdarstarfsemi". arvörur af ríkjum EBE á venju- legu verði. „Það er mikil nauðsyn að óbreyttir borgarar í Póllandi fái matvælaaðstoð, og því er nauð- synlegt að styðja við Rauða kross- inn og Caritas. Þessi samtök tryggja það bezt að aðstoðin berist til þeirra sem hennar þurfa, en fari ekki í hendur hins opinbera," sagði Thorn. Thorn sagði að stjórnarnefndin væri með frekari aðgerðir á prjón- um er snertu Pólland. yggisráðinu og vilja nú gera hvort tveggja í senn, endurheimta Gólan- hæðir með vopnavaldi og banna olíu- sölu til Bandaríkjanna. Sendiherra Jórdaníu hjá SÞ, Hazem Nuseibeh, sagði eftir at- kvæðagreiðsluna, að hann myndi fara fram á það við Öryggisráðið, að Allsherjarþingið yrði kallað saman til að ræða innlimun Gól- anhæða, en það hefur hins vegar ekki vald til að beita aðildarríki refsiaðgerðum. Fullvíst er þó tal- ið, að það ávíti ísraela harðlega. Sendiherra Sýrlands, Dia-Allah el-Fattal, sakaði Bandaríkjamenn um að misbeita neitunarvaldinu og sagði að í raun skipti það ekki máli. „Mik^j meirihluti þjóðanna er með okkor,“ sagði hann. tEny^r líkur eru á að Arabaríkin komi sérjiaman um olíusölubann á Bandarikin og er haft eftir heim- ildurp í Beirut og Damaskus, að samarabískar aðgerðir, sem máli kynnu að skipta, séu einnig mjög ósennilegar. Aftur á móti er talið víst, að mjög hart verði nú lagt að þeim ríkjum, sem hlynnt eru Bandaríkjunum, og þau hvött til að draga úr vinskapnum. 100 óbreytt- ir falla í Guatemala (■uatemala-borK, 21. janúar. Al*. SJÓNARVOTTAR hafa skýrt frá því að yfir eitthundrað manns hafi látið lífið þegar stjórnarhermenn hröktu vinstrisinnaða skæruliða frá borg- inni Jacoaitique í Guatemala. Vitnin, sem ekki vildu að nöfn þeirra yrðu nefnd, sögðu stjórnarherinn hafa beitt stórskotavopnum og loft- hernaði. „Við sáum þyrlur skjóta á borg- ina og okkur var tjáð að yfir 100 óbreyttir hefðu fallið,“ sögðu vitn- in. Embættismenn neituðu að við- urkenna að óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í árásinni á Jaco- aitique, en sögðu 35 uppreisnar- menn hafa fallið. Þar væri allt með kyrrum kjörum eftir árásina í gær. Formælendur hersins viður- kenndu að skæruliðar væru fjöl- mennir og sterkir fyrir á svæðinu umhverfis Jacoaitique. Af hálfu hersins var því haldið fram að leiðtogi eins skæruliða- hópsins af fjórum, er reyna að klekkja á stjórninni, hefði fallið er árás var gerð á felustað hans í vesturhluta Guatemala-borgar. Mikið magn vopna og áróðursrita fannst í húsinu. Auk foringjans féllu tveir skæruliðar. Foringinn hét Edgard Francisco Palma Lau og gekk undir viðurnefninu „for- ingi Pascual". Jardsprengjur sprungu vegna snjóþyngslanna Munchen, 21. janúar. Al*. SNJÓÞYNGSLIN í Mið-Kvrópu hafa ma.a. orðið þess valdandi að um 1.500 jarðsprengjur, sem AusturÞjóðverjar hafa komið fyrir á landamærum V-I»ýska- lands, hafa sprungið í desember og janúar, að sögn vesturþýzku landama-ralögreglunnar. Talsmaður lögreglunnar sagði að stundum hefði engu verið líkara en yfir stæði stór- skotaiiösbardagi. Þungi snævarins hefur verkað á kveikikerfi jarð- sprengjanna, rétt eins og þrammað væri á þeim. Lítið var um flótta vestur yfir járntjaldið um áramótin, að sögn lögreglunnar, bæði vegna veðráttunnar og eins vegna þess að búnaður Aust- ur-Þjóðverja á landamærun- um er orðinn það fullkominn að líkurnar fyrir því að menn sleppi lifandi yfir minnka stöðugt. Heitum vökva neytt ofan í fastandi prest Lundúnum, 21. janúar. Al*. „MJÖG heitum" vökva var neytt ofan í kaþólskan prest, að nafni Gleb Yak- unin, þegar hann tók að fasta í Perm- fagnabúðunum í ÍJralTjöllum, að því er segir í fregn frá rómvjrslukaþólskum samtökum sem eru í longslumuvið sov- ézka andófsmenn i dag. Sén^akunin er nú kominn með magasár eftir þessa meðferð, en hann var'á sínum tíma « handtekinn fyrir „andsovézkan áróður og niðurrifsstarfsemi". Presturinn hóf föstuna hinn 16. september sl. til að mótmæla því að biblía hans var gerð upptæk, auk bænabókar og fleiri trúarrita. Areið- anlegar fregnir eru af því að hann hafi hætt föstunni í þessum mánuði, en þá hafði fæðu verið neytt ofan í hann um nokkurra vikna skeið. Kolaverkamenn höfnuðu verk- falli og þáðu 9,3% ihækkun Lundúnum, 21. janúar. Al*. LANDSSA.MBAND kolaverkamanna í Bretlandi hefur tekið -tilboði um 9,3% launahækkun, þannig að ekki kemur til verkfallsins sem hefur verið yfirvofandi. Efnt var til allsherjarat- kvæðagreiðslu um sáttatillög- una og fóru leikar svo að 55% vildu að gengið yrði að 9,3% hækkuninni, en 45% voru því mótfallnir. Samtök kolaverka- mannanna höfðu krafizt 15% hækkunar. Hefði komið til verkfalls er viðbúið að Thatcher-stjórnin hefði riðað til falls, en árið 1974 féll stjórn Ihaldsflokksins undir forystu Edward Heaths eftir mánaðar- verkfall kolaverkamanna. Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar er talin sigur fyrir hinn hófsama Joe Gormley, sem í vor lætur af starfi forseta sam- Arabar mjög óánægðir með afstöðu Bandaríkjamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.