Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 31 Skrifar Omar Torfason undir samning hjá Lokaren í Belgíu? KnatLspyrnumaðurinn sterki úr Víking, Omar Torfason, sem jafn- framt er landsliðsmaður í knatt spyrnu, hefur að undanfornu dvalið við æfingar hjá belgíska liðinu Lok- eren. Ómari hefur líkað mjög vel ytra og stundað æfingar af kappi. Svo vel hefur Ómar staðið sig að honum var boðið að leika æfinga- leiki ytra og stóð sig þá svo vel að forráðamenn Lokeren fóru alvar- lega að gefa honum gaum. Það varð svo úr að teknar voru upp Víkingar leika í Keflavík í kvöld kl. 20.00 fer fram einn leikur í bikarkeppni HSÍ. íslands- mcistarar Víkings leika gegn liði ÍBK í íþróttahúsinu í Keflavík. viðræður við Ómar um hvort hann vildi leika með Lokeren á yfir- standandi keppnistímabiii. Ómar óskaði eftir tilboði frá Lokeren og fékk það og er nú að íhgua málin mjög gaumgæfilega. í kvöld verða svo viðræður á milli hans og for- ráðamanna Lokeren þar sem hugsanlegt er að einhverjir samn- ingar takist. Ef Ómari líst vel á það tilboð sem hann fær mun hann hugsanlega ganga frá svip- uðum samningi og þeir Sævar Jónsson, Ragnar Margeirsson og Lárus Guðmundsson gerðu á dög- unum við belgísk lið. Það er að segja semja aðeins fram á vorið. Sjá siðan til hver staðan yrði þá. En víst má telja að standi íslensku knattspyrnumennirnir sig vel með liðunum úti, þá verði þeim boðnir samningar áfram. — ÞR. Agúst Hauksson þjálfar í Færeyjum ÁGIIST Hauksson, fyrrum leikmað- ur með Fram og Þrótti, hefur nú ákveðið að gerast þjálfari og leik- maður með Sandavogs ítróttafélagi í Færeyjum. SÍF vann sig upp í aðra deild á síðasta ári og hyggur nú á stóra hluti að sögn forráðamanna fé- lagsins, en íslenzkir þjálfarar hafa verið hjá því síðan 1978. Ágúst hefur að undanförnu staðið í samningaviðræðum við færeyska liðið svo og Snæfellinga, en í gær tók hann endanlega ákvörðun um að fara til Færeyja og gekk hann þá frá féiagaskipt- um. Að sögn Ágústs hefur hann mikinn áhuga á því að kynnast Færeyingum og færeyskri knatt- spyrnu og því varð það ofan á hjá honum að bregða sér utan. Ágúst hefur leikið með íslenska A-landsliðinu og er margreyndur unglingalandsliðsmaður. Þá var hann einn af lykilmönnum Fram á síðasta keppnistímabili og missir Fram því mikill, ekki síst þegar athugað er, að fleiri eru farnir en Ágúst, t.d. Pétur Ormslev og Guð- mundur Steinsson. Svíar í austur- þýskri kennslustund Svo virðist sem íslendingar séu eina Norðurlandaþjóðin um þessar mundir scm er þess megnug að veita hinu sterka austurþýska handknatt- leikslandsliði einhverja keppni sem heitið getur. Kftir að hafa rótburstað Dani tvívegis, en unnið ísland tví- vegis naumlega, héldu þeir austur þýsku til Nvíþjóðar til landsleikja- haids. Fregnir hafa borist af fyrri landsleik þjóðanna og fengu Svíar Afmælismót JSI Keppnin verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 14. Sunnudaginn 31. janúar verður svo seinni hluti mótsins, og vérður þá keppt í opnum flokki karla, kvennaflokki og flokkum unglinga 15—17 ára. Afmælismót Júdósambands ís- lands hcfst nk. sunnudag, 24. janú- ar. Verður þá kcppt í öllum þyngdar flokkum karla, þ.e. 7 flokkum. Þyngarflokkaskiptingin er sem hér segir: 60 kg, 65 kg, 71 kg, 78 kg, 86 kg, 95 kg og +95 kg Armann sigraði í GÆRKVÖLDl fór fram einn leik- ur í 3. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Ármann sigraði lið ÍBK í Laugardalshöllinni með 24 mörkum gegn 21. Fyrri hálfleikur var mjög jafn þó svo að leikmenn Ármanns ættu frekar frumkvæðið í leiknum. I síðari hálfleik náði Ármann svo fjögurra marka forskoti og vann nokkuð sanngjarnan sigur í leikn- um. Markahæstir í liði Ármanns voru þeir Einar Einarsson með 6 mörk, Bragi Sigurðsson 5 og Björn Jóhannsson 5. Markahæstir í liði ÍBK voru )>eir Björgvin Bjarnason og Jón Ólsen með fimm mörk hvor. Sigurður Björgvinsson og Snorri Jóhannsson skoruðu fjögur mörk. Staðan í 3. deild er núna þessi: Ármann — ÍBK 24—21. ^ Nú bendir allt til þess að Ómar Torfason skrifi undir samning sem atvinnumaður í knattspyrnu hjá Lokeren í Belgíu. 2. deild: §tórleikur í Asgarði í kvöld Ármann 12 9 1 2 294:218 19 Akranes 12 8 1 3 354:242 17 Þór A. 10 8 1 1 269:216 17 Grótta 10 7 1 2 262:195 15 Keflavík 10 6 0 4 245:189 12 Reynir S. 10 3 1 6 235:257 7 Selfoss 8 2 1 5 147:186 5 Dalvík 10 2 0 8 226:265 4 Ögri 11 209 196:338 4 Skallagr. 7 0 0 7 100:222 0 — þr. STÓRLEIKUR er í 2. deild fs- landsmótsins í handknattleik í kvöld, nánast úrslitaleikur fyrir bæði liðin sem hlut að eiga. Leikur inn fer fram í Ásgarði í Garðabæ og eigast við annars vegar Stjarnan, efsta lið deildarinnar, og ÍR hins vegar, sem er í þriðja sætinu en hef- ur lcikið færri leiki og tapað færri stigum en Stjarnan. Ohætt er að segja að fátt geti komið í veg fyrir að það lið sem sigrar í kvöld komist í 1. deildina og því má búast við baráttu- og taugaspennuleik. Viðureignin hefst klukkan 20.00, en við látum stöðuna í dcildinni fylgja hér með til að undirstrika mikilvægi leiksins. Stjarnan Þór V. ÍR Haukar Týr V. Afturelding Breiðablik Fylkir 9 612 195:187 13 9 51 3 182:178 11 7 502 132:122 10 8 4 1 3 178:159 9 9 4 0 5 203:210 8 8 23 3 167:173 7 7 1 24 127:135 4 9 1 2 6 176:206 4 Erlendar knattspyrnufréttir Merkilegt atvik átti sér stað í Sev- ille, þar sem fjórir grímuklæddir bófar snöruðust út úr bifreið sinni og lögðu hendur á 16 ára stúlku. Drösluðu þeir henni inn í bíl sinn og spurðu hastarlega: „Ert þú ekki dóttir hans Diarte (miðherji Real Betis)?“ Frávita af hræðslu gat hnát- an stunið því upp að hún væri ekki annað en húshjálp knattspyrnugoðs- ins og voru þeir grímuklæddu þá fljótir að henda henni út aftur og aka burt. Diarte átti að leika bikar leik með liði sínu að kvöldi þessa sama dags og hann var ekki seinn á sér að hringja í lögregluna þegar heim kom. Varla hafa verið atvinnu- bófar á ferðinni, því að vísu á Diarte dóttur eina, en hún er ekki 16 ára, heldur 4 ára!! — O — Ótrúlegar fréttir frá /imbabwe, þar sem knattspyrnusamband lands- ins dæmdi nýverið 30 knattspyrnu- menn, þar af 14 landsliðsmenn, í lífstíðarbann eftir fjölda uppþota gegn dómurunum. Margir um- ræddra afbrotamanna unnu það einnig að sök, að neita að yfirgefa leikvöllinn eftir að hafa fengið að skoða rauð spjöld ... — O — Danski landsliðsmaðurin kunni, Henning Jcnsen, á merkilegan og nánast óviðjafnanlegan feril að baki. Síðustu sjö keppnistímabilin hefur hinn 32 ára gamli Jensen hreppt 6 mcistaratitla. Það er í sjálfu sér kannski ekki einsdæmi, en merki- legra er málið þegar tekið er með í reikninginn.að Jensen hefur unnið afrek sín í fjórum þjóðlöndum, fyrst í VesturÞýskalandi með Borussia Mönchengladbach, síðan á Spáni með Real Madrid, þá í Hollandi Ijótan skell. Lokatölurnar urðu 24—17 fyrir Þjóðverja, eða 7 marka sigur. Staðan í hálfleik var 15—10 fyrir þýska liðið sem hafði allan tím- an mikla yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna. Giinther Dreibrodt var í miklu stuði í leikn- um, skoraði 11 mörk, hins vegar var Ilo Andcrson markhæstur Svía með 6 mörk. • Hinar undarlegustu stellingar gota oft komið upp á knattspyrnu- vellinum eins og þessi mynd sýnir best. með Ajax og loks í Danmörku með Hvidövre. — O — Suður-Ameríkumenn geta verið óborganlegir í hjátrú sinni og hind- urvitnum. Einhverju sinni áttu Vasco Da Gama og Botafogo að eig- ast við, en Botafogo hafði ekki tekist að sigra Vasco í ein fimm ár og voru aðstandendur Botafogo í engum vafa um að það stafaði af svarta- galdri. Það var því ákveðið í leyni, að breyta um búning að þessu sinni, skipta úr óbreyttum KR-búningi yfir f alhvítan búning. Áhrifin létu ekki á sér standa, Rotafogo sigraði 3—1. Daginn eftir var stungið upp á því á stjórnarfundi Botafogo, að breyta búningi félagsins.hafa hann fram- vegis alhvítan. Þetta mætti hins veg- ar andstöðu og einn fundarmanna sagði þá m.a. eftirfarandi: „Nei, við skulum heldur geyma hvíta búning- inn og nota hann aðeins gegn Vasco, því hann vinnur gegn svarta galdrin- um eins og fram kom í gær. Töfra- maðurinn hjá Vasco gróf í jörðu dúkku, klædda í svart-hvítröndótta búninginn, og það er skýringin á óförum okkar gegn V'asco síðustu 5 árin.“ Er ræðumaðurinn hafði lokið máli sínu var málið tekið af dagskrá, það þurfti ekki að ræða það nán- ar... - O - Veslings Eamon O’Keefe, útherji Everton. Hann lék vináttulandsleik með frlandi gegn Wales í febrúar á síðasta ári og hélt að ferill sinn sem landsliðsmanns væri loks að hefjast. En aldeilis ekki, því fljótlega kom í Ijós, að hann hafði áður leikið áhugamannalandsleik með Englandi gegn Hollandi árið 1978. Þar með var hann orðinn ólöglegur með írska liðinu. En var hann þá löglegur kandídat í enska landsliðið? Nei, því hann var kominn með írskt vega- bréf!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.