Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 Andreas Papandreu og stjórn hafa nú setið að völd- um í Grikklandi í rétt þrjá mánuði og vert að velta fyrir sér, hvernig á málum hefur verið haldið. Ekki hvað sízt með tilliti til þess kosn- ingaslagorðs sem PASOK hafði á stefnu sinni — breyt- ing — og fól í sér breytingar á nánast öllum sviðum. I»að er kunnara en frá þurfi að segja, að þetta féll í góðan jarðveg, meðal annars vegna dugleysis stjórnar Ný- demókrata undir forystu Georges Kallis og raunar for vera hans Karamanlis líka. Karamanlis flaut þó býsna lángt á því, hve mikillar lýð- hylli hann persónulega naut meðal landa sinna. GRIKKLAND: því landi, hvað þetta varðar. Þarna er átt við Portúgal eftir byltinguna 1974 og gafst svo illa, að Portúgalar eru enn að súpa seyðið af þeirri ringulreið og óstjórn sem af því leiddi þegar átti að faera alla stjórnun og skipulagningu til starfsmanna og yfirmenn og sérfræðingar voru látnir víkja nánast á einu bretti. Áform Papandreu um þjóðnýt- ingu iðnfyrirtækja — aðallega hinna stærri — eru ekki lengur eins afdráttarlaus og fyrir kosn- ingarnar. Hann ætlar að sinni ekki að ganga lengra en setja á stofn ráðgjafahópa til að fylgjast með rekstri, og þeir beiti sér fyrir auknum afköstum og er ekki van- þorf á. Sömuleiðis munu slíkir ráðgjafahópar ugglaust líta til með því að ekki verði vikið út af mörkuðum vegi Papandreu. í ýmsu hefur forsætisráðherr- ann sýnt að hann er harla einráð- Breytingar Papandreus hófsamari og hægari en margir bjuggust við Fréttaskýrendur segja, að út- línur hófsamrar byltingar Pap- andreu séu smátt og smátt að koma í Ijós. Það vakti almenna gremju nú á dögunum þegar stjórnin ákvað að skipasmíðastöð í eigu ríkisins á eynni Spyros gerði Sovétstjórninni tilboð um að taka að sér eftir nokkurt hlé viðgerðir á birgða- og flutn- ingaskipum, sem fylgja sovézkum herskipum. Bandaríska stjórnin mótmælti og forsvarsmenn Atl- antshafsbandalagsins mótmæltu, en þau mótmæli voru látin sem vindur um eyru þjóta og yfir- menn Neorion skipasmíðastöð- varinnar hafa staðfest að þeir hafi fengið grænt ljós á að gera þetta tilboð til Sovétmanna um það bil mánuði eftir að Pap- andreu tók við. Að öðru leyti hefur Papandreu talsvert beitt sér í efnahagsmál- um og skýrði fyrir nokkru efna- hagsstefnu stjórnar sinnar í tveimur sjónvarpsviðtölum í Aþenu. Hann boðaði þar umtals- verðar launahækkanir til opin- berra starfsmanna og láglauna- hópa og hét því að laun þessara starfsstétta skyldu endurskoðuð með reglulegu millibili með hliðsjón af hækkun framfærslu- kostnaðar. Hann kunngerði enn- fremur allviðamiklar breytingar á rekstri opinberra fyrirtækja. Þar skal lagt niður forstjóraveld- ið og stjórnunin færð á hendur starfsmannanna sjálfra. Búizt er við að þessar hugmyndir mæti andspyrnu í þinginu, þegar frum- varp þessa efnis verður lagt fyrir. Þó svo að breytingar Papandreu í þessu atriði séu hófsamari en gert var í öðru Miðjarðarhafs- landi er ekki ólíklegt að bent verði á þá reynslu sem fékkst í ur og kemur svo sem ekki á óvart. Hann lét á dögunum aðstoðarut- anríkisráðherra sinn fara vegna þess að ráðherrann hafði látið orð falla sem Papandreu hugnað- ist ekki. I þessum fyrrgreindu sjón- varpsviðtölum tilkynnti Pap- andreu að sérstök gjaldeyriseft- irlitsnefnd verði aflögð og eftir- litið falið þjóðbanka Grikídands. Nýr bankastjori, sem Papandreu þekkir, hefur tekið við stjórn þar og verður eftirlitið í höndum bankastjórnarinnar. Þetta gæti verið til bóta vegna þess að síð- ustu ár hefur gætt vaxandi spill- ingar í gjaldeyrismálum sem og fleiri málum. Stjórnarandstaða Nýdemó- krata hefur verið heldur mátt- vana og gagnrýni á störf stjórn- arinnar aðallega komið frá kommúnistum. Þeir bera Pap- andreu þeim sökum að hann sé að teyma stuðningsmenn sína af vegi sósíalisma og sætta sig við skilmála hins kapítalíska þjóðfé- lags. Með breytingum á forystu Nýdemókrataflokksins fyrir nokkru má þó vænta harðdrægn- ari gagnrýni: Georges Rallis var látinn víkja sem formaður flokks- ins og var raunar viðbúið eftir þá útreið sem flokkurinn fékk í kosningunum. Mitsotakis utan- ríkisráðherra í stjórn Rallis og keppinautur hans um forsætis- ráðherrastarfann á sínum tíma, var nánast einróma kjörinn eftir- maður hans og er því almennt fagnað af fylgismönnum Ný- demókrata. Georges Rallis þótti taka kosningasigrinum í október GEORGES RALLIS greiðir atkvsði í kosningunum í haust. Þá þóttust fylgismenn ný- demókrata vissir um sigur, en reyndin varð önnur. illa og þegar hann varð síðan að hætta sem formaður flokksins kom hann fram í sjónvarpi og var beizkur og bar sig illa. Þeir eru fáir sem álíta að hann eigi aftur- kvæmt á hinn hreyfanlega gríska stjórnmálavettvang á ný. Þegar rætt er um störf Pap- andreu-stjórnarinnar skal heldur ekki gleymt að drepa á utanrík- ismálin. Papandreu hefur verið fjarska loðinn í þeim. Að vísu hafa miklar en eðlilegar breytingar verið gerðar á skipun- um sendiherra vítt um veröld en naumast meiri en við stjórnar- skipti. Sumir hafa áhyggjur af yfirlýsingum Papandreu varð- andi Atlantshafsbandalagið. Ef hafðar eru í huga yfirlýsingar hans fyrir kosningar er þó ekki ástæða til að búast við að neitt stórbrotið né skyndilegt eigi sér stað. Papandreu er að vísu búinn að tjá sig nokkuð og setja fram eins konar hótanir og bandamenn Grikkja í NATO eru dálítið á báð- um áttum, hvernig orð hans skuli túlkuð. En innan Grikklands verður Papandreu að fara gæti- lega, miðað við kosningaslagorð- in, þar verður hann að gæta sín að styggja ekki um of kommún- ista og vinstrimenn innan síns eigin flokks. En Papandreu er enginn græningi þótt hann sé sérsinna og skapheitur og and- snúinn Bandaríkjunum sérstak- lega. Hann skilur án efa flestum betilr mikilvægi þess, að Grikkir brjóti ekki baki sér þær brýr sem samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins felur í sér. Það gæti haft tvenns konar afleiðingar: að Bandaríkjamenn og önnur Atl- antshafsbandalagsríki færu að gera sér dátt við Tyrki meira en nú — og finnst þó Grikkjum nóg um — og einnig væri þá vísast að Kýpurdeilan myndi komast í end- anlega sjálfheldu. Kýpurmálið er Grikkjum og Tyrkjum örðugt við- ureignar, en beinlínis sálræn pressa á Grikki, langtum þung- bærari og alvarlegri en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir 4,4% minni fram leiðsla af mjólk Sauðfé er 6% færra en fyrir ári Á TÍMABILINU 1. janúar til 30. nóvember 1981 var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 95,7 millj- ónir Itr. sem var rúmlega 4 millj. Itr. minna en sömu mánuði árið 1980, munurinn var 4,4%. Gera má ráð fyrir að heildar- innvigtun á árinu hafi verið um 100 milljón ltr. Hlutfallslega minnkaði mjólkin mest hjá Mjólk- ursamlaginu í Borgarnesi á þessu tímabili eða um 11,4%. Verulegur samdráttur varð einnig í Búðar- dal, Hvammstanga og Neskaup- stað. Mjólkurbú Flóamanna tók á móti 34,8 millj. ltr., en það var 4,3% minna en á sama tíma árið áður. Mjólkursamlag KEA á Ak- ureyri tók á móti 19,7 milljónum lítra, samdráttur þar var 1,9%. Hjá tveim mjólkursamlögum varð nokkur aukning á innveginni mjólk í ár miðað við í fyrra, það var á Vopnafirði og Þórshöfn. Smávegis samdráttur var í sölu nýmjólkur eða um rúmt 1%. Seldir voru rúmlega 41 millj. ltr. þessa 11 mánuði. Aukning varð í sölu á rjóma um 3,3%. Verulegur samdráttur varð enn í sölu á und- anrennu eða um 11,8%. Af létt- mjólk voru seldir 511 þúsund ltr. þessar fyrstu vikur sem hún var á markaðinum. í NÝLEGU fréttabréfi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins er greint frá búfjáreign landsmanna. Þar kemur fram að í ársbyrjun 1981 hafi nautgripir verið 59.933 talsins, þar af 33.577 mjólkurkýr, 827.927 sauðkindur, 52.346 hross, 1553 svín, 310.724 alifuglar, 8.760 minkar og 839 refir. Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti virðist mjólkurkúm hafa fækkað um 2% á síðasta ári, kvígum og geldneytum fækkað um 7%, kálfum fjölgað um 5%, ásettum ám fækkað um 4% og lömbum um 17%. Samkvæmt þessu bráðabirgðayfirliti er sauðfé því um 6% færra nú en var um áramótin 1980—’81.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.