Morgunblaðið - 22.01.1982, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982
IMf
Forfeður vorir, þeir er landið námu, þekktu lítt til þess sem nú eru
nefndar tryggingar. Þó er þess að geta, að þeir nutu margvíslegrar
verndar af ætt sinni og skylduliði, og var sú vernd um sumt skyld
því, sem nútímamenn njóta við almennar tryggingar. Ættin verndaði
eftir fongum líf og heiður ættmanna. Ef kona var spjölluð eða maður
veginn úr ættinni, var ýmist tekin fyrir það hefnd eða fjárbætur.
Bætur voru goldnar og teknar eftir Tóstum reglum og guldu þeir
mest og tóku sem skyldastir voru. llm þessa ættarvernd og ættar
skyldur eru ýmsir meginþættir elstu laga okkar, þjóðveldislaganna,
svo sem Baugatal um bætur, Arfaþáttur, Ómagabálkur og Festaþátt*
ur. Til þessarar fornu ættarskyldu á það rót sína að rekja að talað er
um, að ættingjar séu skyldir að frændsemi. Hins vegar verður ekki
séð, að ættinni væri skylt að taka þátt í því og bæta, ef menn urðu
fyrir fjárhagslegum áfollum. Af fornsögunum má þó ráða, að þótt
hefur það manndómsvottur, að reynast þá „fédrengur góður“, ef
skyldmenni og vinir urðu fyrir þvíliku.
til húsa I Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. (Neðsta myndin á öftustu síðu í
bókiani.)
Ofangreinda lýsingu á sam-
skiptum forfeðra vorra hvað varð-
ar gagnkvæma aðstoð, ef eitthvað
bjátaði á, er að finna í upphafi
afmælisrits Brunabótafélags ís-
lands, er það náði tuttugu og fimm
ára aldri árið 1942. 1. janúar sl.
varð hið sama félag 65 ára, en
þeirra tímamóta verður minnst nú
um helgina með sérstökum afmæi-
isfundi fulltrúaráðs félagsins og
kvöldverðarboði, sem á þriðja
hundrað gestir sitja, bæði inn-
lendir og erlendir.
Frá tímum forfeðra vorra, sem
getið er hér í upphafi, og fram til
stofnunar fyrstu tryggingarfélaga
hérlendis, sem líkja má við trygg-
ingafélög eins og við þekkjum þau
í dag, er saga, sem ekki verður hér
rakin. Mörg athyglisverð laga-
ákvæði, allt frá 12. öld, er þó þar
að finna sem sanna að menn hafa
talið það sjálfsagöan hlut að
hlaupa undir bagga með nágrann-
anum, þegar hann varð fyrir fjár-
hagslegu tjóni og eiga í mót von á
svipaðri meðhjálp ef á þyrfti að
halda. Almennar tryggingar
byggja einmitt á svipaðri hug-
mynd.
Til sögunnar hérlendis koma
tryggingafélög eins og við þekkj-
um þau ekki fyrr en með tilkomu
sjóvátryggingafélaga um miðja
nítjándu öld. Þilskip þess tíma
voru dýr í innkaupum, þau voru
yfirleitt rekin með miklum hagn-
aði en menn gátu setið uppi slypp-
ir og snauðir, ef skipin týndust í
hafi. Fyrsta sjóvátryggingafélagið
var stofnað á ísafirði 1854 en líf-
dagar þess stuttir, aðeins nokkur
ár. Eina félagið sem stofnað var á
þessum árum og enn er á lífi er
Bátaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyja, en það var stofnað árið 1862.
Mikið var rætt, ritað og karpað
um vátryggingamálefni — og bar
þar hvað mest brunatrygging húsa
— á fjórða tug 19. aldar og stóð
Á rætur að rekja til
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
svo allt fram yfir aldamót. Árið
1874 var sett löggjöf um bruna-
tryggingar húsa í Reykjavík, en
Reykvíkingar höfðu þá þegar gert
tryggingasamning við Dani. Það
var þó ekki fyrr en árið 1907, að
Alþingi samþykkti lög um Bruna-
bótafélag Islands, sem „taka
skyldi að sér brunaábyrgð á öllum
húsum í kaupstöðum utan Reykja-
víkur og kauptúnum með 300 íbúa
eða fleiri". I umræðum og tillögu-
flutningi um málið sýndist sitt
hverjum. Af lestri þingtíðinda frá
árinu 1907 má ráða, að sjálfstæð-
isbarátta okkar fléttast mjög inn í
umræðuna — barátta sjálfræðis
gegn lögskipuðu erlendu forræði.
Með samþykkt laganna árið
1907 töldu menn að björninn væri
unninn, en mörg torfæran átti eft-
ir að verða á veginum. Á erlendri
grund fékkst enginn til að endur-
tryggja og þar sem slík endur-
trygging var lögboðin varð lög-
gjöfin til lítils og lá málið í þagn-
argildi næstu árin.
Árið 1915 verða allfjörugar um-
ræður um Brunabótafélagið á Al-
þingi. I seinni tíma heimildum
segir m.a. að framsögumaður
minnihlutans hafi „talað sig dauð-
an“, með löngum ræðum um þá
áhættu sem því gæti fylgt að
stofna innlent brunabótafélag,
sem ekki ætti vísa endurtryggingu
erlendis. Frumvarp sem fól í sér
nokkrar breytingar frá lögum árs-
ins 1907 er samþykkt eftir miklar
Forstjóri, aðstoðarforstjórar og stjórn Brunabótafélagsins. Forstjórarnir, sem eru standandi á myndinni, eru, talið frá
vinstri: Hilmar Pálsson, aðstoðarforstjóri, Ingi R. Helgason, forstjóri og Þórður H. Jónsson, aðstoðarforstjóri. Lengst
til vinstri er Magnús H. Magnússon, þá Stefán Reykjalín, formaður framkvæmdastjórnar, Friðjón Þórðarson og
lengst til hægri Björgvin Bjarnason, fyrsti varamaður í stjórn.
umræður og árið 1916 var Sveini
Björnssyni, sem síðar var fyrsti
forseti lýðveldisins, falið að
„hleypa félaginu af stokkunum og
stjórna því fyrstu árin“, eins og
hann orðar það sjálfur í endur-
minningum sínum. Þar segir hann
einnig frá viðskiptum sínum við
dönsku tryggingafélögin en þau
bundust samtökum gegn félaginu
íslenska, enda töldu þau sig missa
spón úr aski sínum með tilkomu
þess og hvernig hann næði að lok-.
um hagstæðum endurtrygginga-
samningum við norskt félag —
Storebrand — sem hefur verið
traustur viðskiptaaðili Bruna-
bótafélagsins allar götur síðan.
Starfsfólk aðalskrifstofu félagsins að Laugavegi 103.
Ljósm. Mbl Kristján Einarsson.
1. janúar 1917 tók Brunabótafé-
lag Islands til starfa samkvæmt
opinberum skýrslum. Skrifstofa
var opnuð í Austurstræti 7, á
iögmannsskrifstofu Sveins
Björnssonar, enda samið um það í
upphafi, að hann mætti gegna
fyrri störfum jafnhliða forstjóra-
starfi BÍ. Fjárráð félagsins voru
ekki mikil fyrst í stað, en lands-
sjóður stóð undir stofnkostnaði.
Félagið hafði umsjón með hinum
„eina sameiginlega brunabóta-
sjóði fyrir sveitahíbýli" og fyrst í
stað tók það eingöngu húsatrygg-
ingar utan Reykjavíkur. Félaginu
var þröngur stakkur skorinn hvað
varðar aðrar tryggingar, en á
næstu áratugum tóku gildi laga-
ákvæði sem breyttu miklu um
starfssvið þess.
Með lagasetningu árið 1932 fær-
ist BÍ verulega í aukana. Sú skip-
an mála helst að mestu óbreytt
fram til ársins 1955, en þá eru
breytingar gerðar að lögum fé-
lagsins á ný, sem enn þann dag í
dag móta starfsemi þess. Þá eru
tekin upp ákvæði um kjör full-
trúaráðs og framkvæmdastjórnar,
en fulltrúaráðið samanstendur af
kjörnum fulltrúum bæjarstjórna
og sýslna landsins. Fulltrúaráðið
kýs síðan þriggja manna fram-
kvæmdastjórn úr sínum röðum.
Þá var og í lögum tekinn af einka-
réttur félagsins á tryggingum
húseigna utan Reykjavíkur. í dag
tryggir BÍ samt sem áður um það
bil 90% af öllum fasteignum utan
Reykjavíkur en óneitanlega hefur
barátta félagsins við að halda
þessum áður löggskipuðu trygg-
ingum verið hörð. Síðast en ekki
sízt má nefna að lagabreytingin
árið 1955 fól í sér að BÍ var heim-