Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 29 Rödd úr Snæfjallahreppi Hæjum, 10. janúar 1982. Árferdi og veðurfar Árið 1981 endaði eins og það byrjaði, með norðanátt og snjó- komu, og svo hefur veðurfar síð- asta vetrar lengstum verið. Fé ekki úr húsi farið í 120 daga, en á fullri innistöðu í 150 daga. Vorið hörkukalt og gróðurlaust framí júní. Féð var allt að heita mátti í húsum inni á fullri gjöf, og kýr fyrst látnar út um miðjan júní. Stórkalin tún og gróðurlaus fram- yfir mánaðamót júní—júlí, spretta sein og lítil svo sláttur var víðast ekki hafinn fyrr en um mánaðamót júlí—ágúst, ágúst all- ur óþurrkasamur, en 5. september snjóaði í fjöll ogofaní byggð á ísa- firði, en 8. september var slyddu- bylur allan daginn rétt um 1 gráðu hiti, og allar kýr á básum bundnar vegna óveðurs, var svo til 12. sept. að upp rofaði, og hitinn fór í 15 stig, en stóð stutt ylurinn sá. 19. september gerði stórrok og byl. 20. sept. norðanrok og slydda, smalað fé hér á bæjum og rekið í hús. Fjárskaðar miklir á flestum bæj- um hér í sveit, þar sem fé fennti, fórst í skurðum og hrakti framaf brúnum og hrapaði til ólífis. Október kaldur og veðrasamur og 16. okt. fór frostið í 10 stig um nóttina en venjulega 3—5 stig á daginn. En síðan má heita að vet- ur hafi hér ríkt að mestu leyti. Þetta er ekki fögur lýsing á veð- urfari ársins 1981 en er þó hvergi um of sagt. Heyskapur gekk með afbrigðum seint og illa, víða lítill og lélegur að gæðum, og á stöku stað náðist ekki inn fyrr en seint og síðar meir, og dæmi til að ekki næðist að slá allt, þó ekki í stórum stíl væri, og var þó ekki þar um að kenna slóðaskap neinum, svo sem hörkumenn þar búa. Fjárheimtur í janúar Rétt uppúr áramótum heimtist nokkuð af fé hjá bændum í Naut- eyrarhreppi, en rétt fyrir áramót- in heimtir Benedikt í Hafnardal eina á heima hjá sér, en aðra vet- urgamla gimbur með lambi norð- ur í Staðardal, ásamt að með þeim var vg. gimbur frá Rauðamýri. Annan og þriðja janúar heimta þeir Jón bóndi á Laugabóli og Kristján bóndi á Kirkjubóli sínar þrjár kindurnar hver, þar var hjá Jóni vg. gimbur með lambi. En nú, 10. jan., kemur heim að húsum til Benedikts í Hafnardal ær með 2 lömbum, en sú kom heim um svip- að leyti í fyrra, og mun þar um ráðið hafa það eðlislæga lögmál, að ekki er gott einsamall að búa, þótt með börnum sínum væri, og því leitað sinna átthaga til frekari venslunar sinna fyrri maka. Allt var fé þetta vel útlits og í góðum holdum, enda þar um slóðir runn- ið, sem best kann að bjarga sér. Kafmagns- og hitunarmál Rétt uppúr jólum þornaði svo vatnsforði Blævardalsár-virkjun- ar, að stoppa varð þar vélar allar, og einnig í Botnsvirkjun minnkaði rennsli nokkuð, svo mikið sem all- ar varaaflsstöðvar í Reykjanesi varð að botnkeyra um tíma svo rafmagn nægði, en nú hefur svo aukist vatnið aftur við nokkra frostlinun, að vatnsaflið dugar þessa stundina, þar til næsti frostakafli skellur yfir, en Mýrar- árvirkjun dugar aðeins fyrir 2 bæi, Æðey og Mýri. Olíustyrk höfum við ekki fengið hér í sveit í hálft annað ár, og þykir það sumum skrítin ráðstöf- un, þar sem bæir hér sumir veit ég fara með allt að 8000 lítra af gas- olíu til upphitunar húsa sinna á ári. Má þar til nefna, að rafmagn hefur enganveginn verið fyrir í bréfi Jens í Kalda- lóni er ófógur lýsing á veðurfari ársins 1981. — Sagt frá fjárheimtum í janúar, óverdskulduð- um rangindum í orku- málum og rætt um hina heilögu vísitöluskrúfu. hendi tl þess að öllum nægi til upphitunar, sem og hitt, að eng- anveginn er á treystandi það línu- kerfi sem fyrir er, að þau veður standi sem fyrir koma, enda í 4 sólarhringa algerlega rafmagns- laust hér í sveit á sl. hausti er staurar brotnuðu vegna ísingar. Hefði þá einhverjum kalt orðið án upphitunar í rosaveðri og hörku- kulda, þótt af miklum dug væri fljótt viðbrugðið til viðgerðar, og rösklega að unnið eftir þeim föng- um sem fyrir voru. Hérum dæma sumir iðnaðarráðuneytið, en aðrir Orkubú Vestfjarða, en hvort ráðu- neytið situr þar við stýrið og Orkubúið við seglósíurnar, hef ég ekki með neinni vissu komist að, en hitt er víst, að svo hefur þessu sparnaðarfleyi siglt verið sl. hálft annað ár, að engan hlut í þeim olíustyrk við fengið höfum, en sem við þó eftir góðra manna lögum og reglum töldum okkur tilkall til eiga, og óverðskulduðum rangind- um beittir með afnámi hans, hver svo sem þar við stjórn stendur. Hvert horfir á nýju ári Hvert horfa mun á nýju ári, mun ég ekki gera mikil skil hér. Ég vil þó segja það, að enginn get- ur ætlast til þess að okkar ágæta ríkisstjórn geri neitt af viti meðan hin heilaga vísitöluskrúfa svo laust dansar í höfðum vissra manna, að í engu má í stefnu breyta, því á slíka vitlausa sneldu getur engin ríkisstjórn þann toga spunnið, að ekki sá bláþráðóttur verði, að engan þann þunga þoli, sem heilbrigt líf og raunhæf skynsemi þarf í að hanga. En fisk- verð og kjarabætur byggðar á gengisfellingum æ ofaní æ er engu betri en flautafroða, sem jetin er til að ropa henni á eftir. Gleðilegt ár. Jens í Kaldalóni Leiklistarráð: ÓSKAFLÍKUR Lýsir þungum áhyggjum vegna minnkandi leikins efnis í sjónvarpi MORÍJUNBLAÐINII hefur borist eft- irfarandi ályktun frá Leiklistarráði, þar sem gagnrýnt er hve hlutur inn- jends leikins efnis í sjónvarpi sé rýr. Ályktunin var samþykkt á fundi ráðs- ins hinn 12. desember síóastliðinn: „Leiklistarráð hefur þungar áhyggjur af því, hvernig hlutur inn- lends leikins efnis í dagskrá íslenska sjónvarpsins hefur dregist saman á undanförnum árum. Það er yfirlýst stefna sjónvarpsins að vera ein af helstu leiklistarstofnunum þjóðar- innar, en fjárskortur og úreltur tækjakostur virðast helstu ástæður þess, að ekki er unnt að leggja rækt við framleiðslu innlends efnis, þann- ig að framlag sjónvarpsins á sviði leiklistar er nær eingöngu í því fólg- ið, að sýna erlent efni með íslenskum skýringatextum. Þá leyfir Leiklistarráð sér að benda íslenskum stjórnvöldum á það, að á sama tíma og vegur ís- lenskrar leiklistar fer sífellt vax- andi, fleira og fleira ungt fólk menntast til starfa í listgreininni og almenningur sýnir hug sinn með aukinni leikhússókn, fer hlutur inn- lendrar leiklistar í sjónvarpi hnign- andi, vegna ósæmilegs fjársveltis Ríkisútvarpsins. Leiklistarráð gagn- rýnir það sinnuleysi, sem virðist ríkja um þetta vandamál Ríkisút- varpsins og telur að frekari töf á úrlausn þess kunni að h»f^ -J för mej sér alya^j-ga,. afleiðingar fyrir ís- lenska menningu.“ Sama Hag Var eftirfarandi ályktun einnig samþykkt í Leiklistarráði, þar sem gagnrýnt er m.a. hve lítið þekk- ing og reynsla leiklistarfólks af sjón- varpsefni er nýtt: „Á fyrstu starfsárum sjónvarpsins var reynsla leiklistarfólks nýtt talsvert við gerð leikins dagskrár- efnis og virtist svo sem fast starfslið sjónvarpsins og lausráðið leikhús- fólk ætlaði að verða samstíga við öfl- un nauðsynlegrar kunnáttu til að vinna stærri og stærri listræn afrek í þessum nýja miðli. En sjónvarpið bar ekki gæfu til að hagnýta sér þá þekkingu, sem leiklistarfólk var að afla sér í starfi við stofnunina, held- ur leitaði sífellt fanga hjá nýju og reynsluminna fólki. Til dæmis um þessa skammsýni, má nefna, að um langt skeið hefur ekki verið sóst eftir starfskröftum þeirra leikstjóra, sem flestum verkefnum stjórnuðu á fyrstu árum sjónvarpsins, enda þótt flestir þeirra séu enn í hópi fremstu listamanna íslensks leikhúss. Ekki hefur tekist betur til við að þjálfa og nýta áfram kunnáttu höfunda að semja verk fyrir þennan miðil, því að skýrslur sýna að einungis einn rithöfundur hefur samið fleiri en 3 leikrit fyrir sjónvarpið, þó að alls hafi verið flutt 87 leikin verk frá upphafi og fram til síðustu áramóta. Vegna þessa og samdráttar í framleiðslu leikins efnis, hafa tengsl sjónvarpsins við íslenskt leiklistar- fólk því nær rofnað. Leiklistarráð telur nauðsynlegt að forráðamenn sjónvarpsins gefi betur gaum að þessu, ef ytri skilyrði til að hefja aftur fyrir alvöru gerð innlends leiklistarefnis kynnu að batna. Leiklistarráð beinir einni" v • -- - ., — r peim tdmælurn SJonvarpsins, að stöku sinnum verði leitað samstarfs við ís- lenskar leiklistarstofnanir um gerð dagskrárefnis, ekki síst nú, þegar fjárhagur stofnunarinnar er svo þröngur sem raun ber vitni. Sá metnaður að stunda einungis sjálfstæða listsköpun, virðist óraunhæfur við núverandi aðstæður og hlýtur að draga mjög úr fram- leiðslumagninu." sem maður tengist tryggðaböndum Ennþá á óbreyttu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.