Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 Skipulagningin nú óvenju slæm - segir Bogdan Kowalczik þjálfari Víkings í MORGUNBLAÐINU í gær var hafin umræila um nidurrödun leikja á yrirstandandi íslandsmóti í hand- knattleik, landsliösmál og fleira. Var leítað til nokkurra þjálfara I. deild- arlida og verður máli þessu fram haldið hér í dag með því aó gefa hinum snjalla og virta þjálfara Vík- ings, Bogdan Kowalczik, orðið: Skipulagsmál í ólestri „Frá því ég kom til íslands hef- ur mér orðið ljóst, að mikið vantar á að skipulagsmál handknattleiks- íþróttarinnar séu í lagi. Þá á ég við skipulagningu mótahaidsins. Yfirstandandi íslandsmót er óvenjulega slæmt hvað þetta varð- ar því þegar lóng hlé koma í mótið þá dofnar áhugi leikmanna pg áhorfenda. Illa skipulagt Is- landsmót er þó ekki það versta sem getur gerst, enn verra er ef ekki er hægt að tala um neina skipulagningu og sífellt er verið að. færa leiki fram og til baka þannig að aldrei er hægt að ganga frá neinu sem vísu, hvorki hléum á mótinu eða leiktímabilum. — Ef mótahald á að vera skipu- lagt, þarf skipuleg vinnubrögð og áður en mótið hefst þarf leikja- niðurröðun að liggja fyrir. Þegar það er á hreinu, þarf að gera allt til þess að fylgja þeirri niðurröð- un, því jafnvcl slæm skipulagning er betri en engin. Fjölga þarf leikjum Ég tel að rétt sé að halda sig við 8 liða deild, en það er hins vegar mín skoðun, að fjölga beri leikj- um. Hef ég tvær hugmyndir í þeim efnum. í fyrsta lagi að hafa sama fyrirkomulag og nú er, en fjölga umferðum úr tveimur í þrjár. Þá yrði leikið heima og heiman í tveimur fyrstu eins og gert er, en þriðja umferðin færi síðan fram á hlutlausum völlum eins og til dæmis á Akranesi, Selfossi, Varmá og víðar. í öðru lagi að hafa sama fyrir- komulag og nú er, þ.e.a.s. tvær umferðir, en að þeim loknum fari fram aukakeppni fjögurra efstu liðanna um sigur í deildinni og aukakeppni fjögurra neðstu lið- anna um fallið í 2. deild. Þessi lokaumferð færi þannig fram, að hún myndi standa yfir þrjár helg- ar, frá föstudegi til sunnudags og myndu liðin leika einn leik á dag. Sama er hvor leiðin yrði valin, þær miða báðar að þvi að fjölga leikjum í deildinni, sem er nauð- synlegt. Þá þarf jafnframt að leika þéttar en gert er.“ Landslidið getur náð langt Og Bogdan heldur áfram: „Þrátt fyrir það sem ég hef bent á hér að framan, er nauðsynlegt að gefa landsliðinu nægan tíma til síns undirbúnings. Það væri ótrúlegt ef Island væri eina landið í veröld- inni þar sem ekki mætti takast að samræma þarfir deildarliða og landsliðs. Því hlýtur það að vera mögulegt þrátt fyrir hugsanlega fjölgun leikja. íslenska landsliðið í dag er það besta sem ég hef séð síðan ég kom hingað til iands. Leikmenn þess eru ungir og mjög góðir. Því er nú möguleiki með réttum vinnubrögðum að ná langt. Island á möguleika með þessum kjarna að skipa sér á bekk með átta bestu liðum heims. Það má segja að í dag séu sex þjóðir áber- andi bestar, en skammt undan koma aðrar sex og í þeim hópi myndi ég segja að Island sé. — Tökum sem dæmi Spánverja og Svisslendinga, þjóðir sem komnar eru í hóp átta bestu þjóða. Þau hafa náð þessum árangri með því að vinna skipulega að upp- byggingu íþróttarinnar og lagt henni til nauðsynlegt fjármagn. Mitt álit er, að ef íslandi tækist að tileinka sér 75 prósent af vinnu- brögðum þessara þjóða þá væri góður möguleiki á því að komast í umræddan átta þjóða hóp, J)ví engin spurning er um það, að ís- land á lang besta áhugamanna- landslið í heimi." „Leika þarf minnst 30 leiki á keppnistímabilinu" - segir Boris þjáifari Valsmanna Á ÍÞROTTASÍÐU Morgunblaðsins í gærdag var spjallað við nokkra I. deildarþjálfara í handknattleik og þeir spurðir álits á niðurröðun ís- landsmótsins í handknattleik. Hér á landi eru tveir erlendir þjálfarar starfandi í 1. deild, Sovétmaðurinn Boris Akbaksev og I’ólverjinn Bogd- an Kowalczyk. Mbl. spjallaði við þá félaga og innti þá álits um þessi mál en báðir eru þeir viðurkenndir hæfi- leikamenn i þjálfun. Þjálfari Valsmanna, Boris, hafði þetta um málið að segja. — ís- landsmótið er mjög illa skipulagt. Það er alltof langt á milli leikja í mótinu og það skapar leiðindi, bæði fyrir þjálfara og leikmenn liðanna. Ég er að öllu leyti sammála því sem íslensku þjálfararnir sögðu í Morg- unblaðinu í gærdag. En verst finnst mér hvað það er erfitt að halda leik- mönnum í góðri þjálfun með svona fyrirkomulagi. Raunar er ekki hægt að ná fram fullri getu hjá leik- mönnum þegar þeir fá ekki fleiri leiki. Að mínu mati er alltof mikið einblínt á landsliðið á kostnað fé- lagsliðanna. DAGANa janúar nk. verður haldin í anddyri Laugaraaio.,*. ar sýning er ber nafnið „ÍJtivera og íþróttir". Að sýningunni stendur Skíðasamband Islands og er hún leið til kynningar á skíðabúnaði og skíðaíþróttinni og einnig til fjáröfl- unar. Dagskrá verður sem hér segir: Föstudagur 22. janúar: Kl. 16.00 Sýningin opnuð fyrir boðsgesti. Sveinn Björnsson forseti ISI opnar sýninguna. Kl. 17.00 Opnað fyrir almenning. Kl. 20.00 Isalp-sýning á klifur- búnaði. Engin samvinna — En furðulegast af þessu öllu saman er sú staðreynd að alls eng- in samvinna er á milli landsliðs- þjálfara og félagsþjálfaranna. Landsliðsþjálfarinn hefur til dæmis aldrei spurt mig um eitt eða neitt varðandi leikmenn Vals. Hvort þeir æfðu vel, eða hvort hægt væri að samræma að ein- hverju leyti æfingar þannig að þær yrðu landsliðinu að gagni. Þá á ég aðallega við þrekæfingar og skotæfingar o.fl. í þeim dúr. Ekki leikkerfi. Mér finnst vinnubrögð varðandi landsliðið vera frekar furðuleg. Landsleikir hér heima blekkja — Þá er það skoðun mín að allir þeir landsleikir, sem leiknir eru hér heima í Laugardalshöllinni, blekki. Þeir gefa alls ekki rétta mynd af styrkleika landsliðsins. Enda hefur það oftast komið á Kl. 20.45 Tískusýning. Kl. 22.00 Lokað. Laugardagur 23. januai. Kl. 10.00 Opnað Kl. 14.00 Isalp-sýning á klifur- búnaði. Kl. 15.00 Viðhald á skíðum (sýni- kennsla). Kl. 16.00 Tískusýning. Kl. 18.00 ísalp-sýning á klifur- búnaði. Kl. 20.45 Tískusýning. KI. 21.00 Viðhald á skíðum (sýni- kennsla). Kl. 22.00 Lokað. daginn að þegar íslenska landslið- ið í handknattleik tekur þátt í stórmótum eða keppnum erlendis þá fer oftast allt úr skorðum. Samanber B-keppnina í Frakk- landi á síðasta ári. Það á að leggja miklu meiri áherslu á að leika er- lendis. Æfingalega séð gefur það svo mikið meira. Þar kemur inní ferðalög, meira álag, annað um- hverfi og fleira sem leikmenn þurfa að venjast. Oft og iðulega er því haldið fram að íslenska landsliðið geti leikið vel í fyrstu tveimur leikjun- um í mótum úti, en síðan fari að ganga illa. Skýringin gæti m.a. verið að hér eru leiknir alltof fáir leikir bæði í meistaraflokki og yngri flokkunum. Það þarf fleiri leiki og leika þéttar. Leika minnst 30 leiki á keppnistímabilinu Hér þurfa 1. deildarfélögin að leika minnst 30 leiki á keppnis- tímabilinu. Mér dettur í hug að það mætti fjölga í 1. deild. Hafa 10 lið sem leika myndu saman. Ná þannig út 18 leikjum. Láta síðan fimm efstu liðin berjast um titil- inn en fimm neðstu um fallsætin. Þá fengju liðin 26 leiki. Síðan kæmu leikir í bikarkeppninni. Það mætti til dæmis leika tvo leiki um helgi, bæði laugardag og sunnu- dag. Mikill efniviður hér á landi Hér á ianui :.r fífur‘egur efni- viður í góða handknattleiksmeu" en félögin þurfa að sinna þessum ungu mönnum betur en gert er og skapa þeim fleiri verkefni. Ungu strákarnir verða að fá fleiri leiki. Stærsti gallinn á íslenskum leik- mönnum er sá að þeir eru ekki nægilega agaðir. Of mikið er um einstaklingsframtak. - ÞR. Sýningin „Útivera og íþróttir“ hefst í dag • Það væri ótrúlegt ef ísland væri eina landið í veröldinni þar sem ekki mætti takast að samræma þarf ir deildarliða og landsliðsins, segir Bogdan. Hilpert lét ekki sjá sig! Kkkert varð úr því að þýski knatt- spyrnuþjálfarinn Klaus Hilpert kæmi til landsins í gær til viðræðna við Valsmenn, en eins og greint hef- ur verið frá, hefur liðið verið að reyna að fá Hilpert til þess að þjálfa meistaraflokksliðið í sumar. Mun Hilpert ekki hafa haft undir höndum þau gögn sem Valsmenn óskuðu eftir að með yrðu í fór hans til íslands. Óvíst er hvenær og hvort Hilpert er væntanlegur. — gg■ „Stærsta vandamál okkar er húsnæðisleysið“ - segir formaður mótanefndar „ÉG SKIL mjög vel gagnrýni 1. deildarþjálfaranna í handknattleik. Ilún er réttmæt og á fyllilega við rök að styðjast. En við í mótanefnd verð- um að gera öllum til hæfis og það eru mörg Ijón í veginum," sagði formaður mótanefndar HSÍ, Jón Ér lendsson, er Mbl. spjallaði við hann í gærdag um mótafyrirkomulag HSf. „Stærsta vandamál okkar er húsnæðisleysi. Það vantar í það minnsta tvö keppnishús í hand- knattleik til viðbótar á Reykjavík- ursvæðið. Það er tómt mál að tala um að fara að fjölga leikjum 1 1. deild nema að fá húsnæði undir leikina. Ég er sammála því að það þarf að afmarka tímabil félagslið- anna og landsliðsins betur en gert er. En það er erfitt í framkvæmd, það spila svo margir þættir þar inní. Við erum háðir erlendum samskiptum varðandi landsleiki. Hingað þýðir ekkert annað en að koma með toppþjóðir ef aðsókn á að fást og þær koma ekki nema þegar þeim hentar best. Nú, níu helgar getum við ekki leikið í 1. deild vegna þess að þá eru mót yngri flokkanna. Já, það er að mörgu að hyggja og margar hliðar á þessu máli, sagði formaður mótanefndar HSÍ. — ÞR. Úrvalsdeildin: Toppur mætir botni Einn leikur fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld, segir mótabók þeirra KKÍ-manna. Leikurinn er suður í Njarðvík og mætast þar UMFN og ÍS, eða efsta liðið og það neðsta. Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma, eða klukkan 20.09: (,hæU er *ð sefiJa heimaliðið miklum mun sigiiiÍ,!!!|[lei!ra, en aldrei verður þó neitt fullyrt fyrr en upp er staðið. Lítum á stöðuna í deildinni eins og hún er í dag: UMFN 12 10 2 1030:923 20 Fram 12 9 2 1017:923 18 Valur 12 7 5 978:942 14 KR 12 6 6 933:1003 12 ÍR 12 3 9 923:1026 6 ÍS 12 1 II 941:1065 2 Firmakeppni Eins og undanfarin ár gengst Knattspyrnufélagið Þróttur fyrir i'ír^keppni í innanhússknattspyrnu og fer keppnin fraul ! Vogaskóla og hefst nú.7 aðra helgi í febrúar. Nán- ari dagsetning veröur íkVíðin þegar þáttaka kemur í Ijós. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðjóns Oddssonar í Litn- um, Síðumúla 15, fyrir 2. febrúar. ÞátUökugjald er kr. 500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.