Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 bp»—— «»■ 5 KAABEH nsi* 'OJQHHSON *«; nttl H| ,J Mljj Wf i - : II . *ÍU 8ffl« ; *!U! 'iiíj 11if III: HARÐUR AREKSTUR \l>nd Mhl. Júlíus. „É(; KANNAST ekki vid neina óein- ingu innan Kram.sóknarflokk.sins og tek nú lítió mark á því sem Olafur Kagnar (Irímsson segir. Ilann er löngu farinn úr Kramsóknarflokknum og veit ekkert hvað þar gerist“, sagði Stein- grímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins, í tilefni af ummælum Ólafs Kagnars Grímssonar, formanns þingflokks Alþyðubandalagsins, í fjöl- miðlum um að Alþýðuhandalagið hafi gengið frá efnahagsmálapakkanum fyrir sitt leyti, en óeining væri um mál- ið innan Kramsóknarflokksins. í þessu sambandi hefur Ólafur Ragnar sagt, að Tómas Árnason hafi sérskoðanir hvað varðar þessar að- Féll 12—13 m af húsþaki niður í kjallaratröppur 15 AKA piltur féll ofan af húsþaki við llraunteig í Keykjavík, niður í steyptar kjallaratröppur, um 12—13 metra fall, í gærkvöldi. Hann var fluttur á slysa- deild og voru meiðsl hans ekki full- rannsökuð, þegar blaðið fór í prentun í nótt, en að sögn læknis mun hann ekki vera í lífshættu. Slökkviliðið í Keykjavík bjargaði fé- laga piltsins og jafnaldra af sama þaki og notaði til þess körfubifreið. Lögreglan var kölluð að Hraunteig 28 um klukkan ellefu í gaerkvöldi. Höfðu piltarnir tveir klifrað út um baðherbergisglugga á annarri haeð hússins og annar þeirra aetlaði að klifra niður eftir kaðli sem festur var við skorstein á þakinu. Kaðallinn slitnaði með fyrrgreindum afleiðing- um. Að sögn lögreglunnar var piltur- inn saerður á höfði og taldi hún líkur á að um frekari meiðsl væri að ræða, Pilturinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og var verið að rannsaka hann er hlaðið fór í prent- un. Hinn pilturinn varð skelfingu lostinn er félagi hans féll niður af þakinu og kallaði lögreglan slökkvi- liðið Lil aðstoðar til að ná honum niður af þakinu. gerðir og að hann byggi skoðanir sínar á „loftinu í fjárlögunum", eins og Ólafur nefnir það í viðtali í Tím- anum í gær. Tómas Árnason var spurður álits á þessum ummælum. Hann svaraði: „Það er náttúrulega von að Ólafur Ragnar ruglist dálítið á þessum mismunandi flokkum. Hann hefur verið svolítið að stikla á milli þriggja flokka á stuttum tíma, þannig að það er náttúrulega eðlilegt að blessaður maðurinn ruglist og álíti að því sem samþykkt er í þing- flokki Alþýðubandalagsins eigi Framsóknarflokkurinn bara að kyngja þegjandi og hljóðalaust. Hann virðist bara steinhissa á því að það skuli ekki vera gert orðalaust. Þetta er hans hugarburður. Það er algjör eining í Framsóknarflokknum um ákvarðanir í efnahagsmálum", sagði hann í lokin. Borgarstjórn: Hafnaði tilboði um kaup á Lífs- hlaupi Kjarvals MJ(k; harður árekstur varð í Sætúni kl. 16.35 í gær. Þar skullu saman af miklu afli Volvo-bifreið og Mercedes Kenz-sendihifreið. ókumaður Volvo-bifreiðarinnar var á leið austur Sætún og hugðist fara fram úr bifreið, en sá ekki sendibifreiðina, sem á móti kom. Skipti engum togum, að bifreiðirnar skullu saman af miklu afli. Volvo-bifreiðin gjöreyðilagðist og sendibifreiðin stórskemmdist. ókumaður Volvo-bifreiðarinnar skarst mikið í andliti, en slasaðist að öðru leyti ekki alvarlega. Ökumann sendibifreiðarinnar sakaði ekki. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Kannast ekki við óein- ingu innan Framsóknar „Tek nú lítið mark á þvf sem Ólafur Ragnar segir“ TILLAGA að gagntilboði í lista- verkið Lífshlaup Kjarvals hlaut ekki stuðning á fundi borgar stjórnar í gærkveldi, þar sem hún kom til atkvæða. Tillagan var frá Guðrúnu Helgadóttur og hlaut hún 7 atkvæði Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, en fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknar manna sátu hjá. Tillagan var þess efnis að kaup- verð listaverksins yrði greitt á ár- inu 1982, eftir nánara samkomu- lagi við eiganda listaverksins, Athugasemd frá Albert Guðmundssyni ALBERT Guðmundsson, borg- arfulltrúi, hefur beðið Morgun- blaðið að birta eftirfarandi at- hugasemd: „í tilefni forsíðufréttar í Al- þýðublaðinu í gær, þar sem sagt er, að enginn hafi talað við mig l,um fyrirkomulag framboðslista Sjálfstæðis- flokksins vil ég taka fram, að ég og formaður kjörnefndar höfum rætt þessi mál nokkr- um sinnum undanfarið. Að gefnu tilefni leiðréttist þessi frétt hér með.“ Þorvald Guðmundsson, en í tilboði Þorvalds til borgarinnar var gert ráð fyrir því að kaupverðið yrði greitt þann 1. febrúar, samtals 140 þúsund. Þá var í tillögunni ákvæði um að seljandi legði fram álit við- urkennds sérfræðings um varan- leika viðgerðarinnar. Þá var einn- ig ákvæði um að borgin hefði kauprétt á súðarveggnum, en sá hluti myndverksins var ekki inni í tilboði Þorvalds. Þegar þessi tillaga hlaut ekki stuðning var borin upp tillaga um að borgin héldi áfram viðræðum við Þorvald Guðmundsson um kaup á Lífshlaupinu og var þeirri tillögu vísað til borgarráðs. Byggingarleyf- isgjald hækk- ar um 55,55% BYGGINGARNEFND Reykjavík- urborgar samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu, að byggingarleyfis- gjald skuli hækka úr 1,35 krónum í 2,10 krónur, eða 55,55% á hvern rúmmetra og að minnsta gjald verði 210 krónur. Þessi hækkun er samkvæmt ákvæðum í byggingarreglugerð borgarinnar frá 1979. Varðskip bjarg- ar 33 tonna bát Á TÍUNDA tímanum í fyrrakvöld barst hjálparbeiðni frá llafsúlunni RE 77, þar sem hún var stödd 12—13 sjómílur frá Horni. Varðskip kom bátnum til hjálpar um nóttina og dró hann til ísafjarðar. Hafsúlan, sem er 33 tonna eik- arbátur, var á leið frá Hofsósi til Reykjavíkur, er vélin bilaði. Hún stöðvaðist þó ekki og gat áhöfnin haldið sjó þar til varðskip kom þeim til hjálpar kl. 2 um nóttina. Varðskipið dró Hafsúluna til hafn- ar á ísafirði og var báturinn kom- inn í örugga höfn þar á hádegi í gær. Mikill sjór var á þessum slóð- um í fyrrakvöld og fyrrinótt og um 9 vindstig af norðaustri. Útvarpsþáttur til umræðu utan dagskrár í borgarstjórn: Ótrúlega margt missagt, mörgu röngu haldið fram segir Davíð Oddsson Nota varð körfubíl frá slökkviliðinu til að ná öðrum drengnum ofan af þakinu. d.josm. Mhi. júiíuh) „í ÞESSU viðtali er ótrúlega margt missagt og mörgu röngu er þar hald- ið fram, og það af manni sem segist vilja iáta staðreyndirnar tala,“ sagði Davíð Oddsson oddviti borgarstjórn- arflokks Sjálfstæðisflokksins í ræðu utan dagskrár á fundi borgarstjórn- ar í gærkveldi, en hann gerði að um- talsefni viðtal sem haft var við Sig- urjón Pétursson forseta borgar stjórnar í útvarpinu fyrir nokkru og flutt var í þættinum „Á vettvangi". Davíð kvaðst hafa búist við því að stjórnarandstöðunni í borgar- stjórn yrði gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi, en fyrst ekki væri útlit fyrir það, þá tæki hann málið upp í borgarstjórn. Sagði Davíð að forseti borgar- stjórnar hefði verið óvenju full- yrðingasamur í viðtalinu og væri margt sem fram hefði komið rangt. Varðandi ummæli Sigurjóns um vanda Hitaveitu Reykjavíkur, sagði Davíð að hið rétta væri að núverandi meirihluti hefði verið með eindæmum dáðlaus og slapp- ur í að halda fram málstað Hita- veitunnar, en í viðtalinu hefði Sig- urjón skellt skuldinni á fyrri meirihluta. Slíkt væri ósmekklegt. Varðandi svar Sigurjóns, við spurningu um Strætisvagnana, þar sem hann sagði aö til stæði að kaupa 40 vagna og þess vegna væri staða SVR bág, sagði Davíð að þeir vagnar hefðu ekki verið keyptir og ekki hefði verið veitt krónu til þeirra kaupa. Varðandi Ikarus-vagnana sagði Davíð að dregist hefði mánuðum saman að leysa þá út vegna fjárskorts, en á það hefði Sigurjón ekki minnst. Varðandi orð Sigurjóns um að „virkt einræði" hefði ríkt í borg- inni á valdaárum Sjálfstæðis- flokksins, sagði Davíð þau orð með eindæmum ósmekkleg. Hins vegar væri hlálegt að Sigurjón hefði sagt þessi orð, vegna þess að hann væri talsmaður þeirra hugsjóna sem leiða af sér harðræði og kúg- un. Ekki væri meira lýðræði þegar þrír flokkar færu með völdin, og hver þeirra reyndi að koma höggi' á hinn, en þegar við völd væri samhentur hópur sem fljótur væri að taka ákvarðanir. Varðandi þau orð Sigurjóns, að Reykjavik væri í þriðja neðsta sæti sveitarfélaga varðandi skattheimtu, sagði Davíð að for- sendur Sigurjóns væru alrangar og villandi, enda væri niðurstaða hans fjarri sanni. Ekki þýddi að bera saman skattaprósentuna án þess að bera saman skattagrunn- inn. Til dæmis væri mjög mikill munur á fasteignamati í Reykja- vík og úti á landi, þrefalt hærra en í þeim sveitarfélögum sem Sigur- jón bæri sig saman við. Varðandi byggingu Ieiguíbúða sagði Davíð að engin leiguíbúð hefði verið byggð, en af orðum Sigurjóns hefði mátt ráða að um 40 íbúðir væru í byggingu. Engar íbúðir væru í byggingu, en hins vegar væri verið að teikna þær, þær væru til á pappírnum! Þá nefndi Davíð Borgarleikhús, en Sigurjón sagði í viðtalinu að dánargjöf hefði verið forsenda byggingarinnar. Það væri alrangt hjá honum, Borgarleikhús hefði komið til miklu fyrr, það hefði þegar verið í byggingu þegar gjöf- in kom til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.