Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 10
1 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 10 Fæddur 27. júlí 1890 Iláinn 13. janúar 1982 í dag verður gerð útför Skúla Skúlasonar ritstjóra frá Odda. Hann lést í hárri elli hinn 13. þessa mánaðar í Nesbyen í Noregi, en þar stóð heimili hans frá 1945. Um marga tugi ára var hann með- al þeirra manna, sem flestir Is- lendingar könnuðust við eða þekktu í sjón og raun, og hann mun hafa þekkt fleiri menn hér á landi en flestir aðrir. En fljótt fýkur í slóðir manna og nú munu margir hvorki hafa séð hann eða heyrt né kannast við hann. Samt sem áður starfaði hann að blaða- mennsku og ritstjórn lengur en nokkur annar eða hátt í 70 ár. Skúli var fæddur í Odda á Rang- árvöllum 27. júlí 1890, sonur séra Skúla Skúlasonar og Sigríðar Helgadóttur. Föðurafi hans var Skúli Gíslason, prestur á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð, sem þekkt- astur var fyrir fjölda þjóðsagna er hann færði í letur fyrir Jón Árna- son. Skúli Gíslason var kvæntur Guðrúnu Þorsteinsdóttur Helga- sonar, prests í Reykholti. Um séra Þorstein orti Jónas Hallgrímsson einhver hin fegurstu eftirmæli, sem til eru á íslenska tungu. Móðir Skúla var Sigríður Helgadóttir Hálfdánarsonar lektors við prestaskólann, en kona hans var Þórhildur Tómasdóttir Sæ- mundssonar, eins af Fjölnismönn- unum. Ekki verður ættfærslan rakin lengra að sinni, en fáir munu geta rakið ættir sínar til fleiri presta og prestadætra en þau systkinin frá Odda, sem ólust þar upp fyrir og eftir síðustu alda- mót. En þau systkini Skúla, sem komust á fullorðinsár, voru Helgi augnlæknir, Páll ritstjóri Spegils- ins og Anna Soffía matreiðslu- kennari. Bræðurnir voru allir settir til mennta og Skúli varð stúdent árið 1910 ásamt Helga bróður sínum. Að því búnu lá leið Skúla til Kaup- mannahafnar þar sem hann hóf nám í jarðfræði, en hann hvarf frá því eftir tvö ár og brá á það ráð að vinna í íslensku stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn árið 1912. Sam- tímis því varð hann fréttaritari Morgunblaðsins og ísafoldar, en með því hefst langur blaðamanna- ferill hans. Árið 1918 kemur hann til Reykjavíkur og ræðst sem blaðamaður að Morgunblaðinu. Því starfi gegnir hann næstu 6 ár- in eða fram á árið 1924. Þótt dagblöðin hafi verið miklu minni í sniðum þá en nú voru þau mannfærri. Þá var blaðamennsk- an þrotlaus vinna bæði sýknt og heilagt og oft fram á nætur. Hver blaðamaður varð að gegna mörg- um störfum eftir því sem þau bár- ust upp í hendur, allt frá söfnun frétta, greinaskrifum, lestri próf- arka og umbroti. Vinnudagarnir urðu langir en frídagar fáir. En fyrir þetta kynntust blaðamenn- irnir mörgum hliðum mannlífsins og urðu öðrum fróðari á ýmsum sviðum. Það mun hafa verið 1924, frekar en árið áður, að hingað komu norsk hjón til að skoða landið og hafði Skúli lofað því að ferðast með þeim og fræða þau um land og þjóð. Með hjónunum var norsk stúlka, Nelly Thora Mjölid, dóttir sorenskrifarans í Hallingdal, og Minningarorð: ferðin varð til þess, að þau Nelly og Skúli felldu hug til hvors ann- ars og gengu þau í hjónaband á næsta ári. Nelly, sem var nokkrum árum yngri en Skúli, var kennari að mennt og mikilhæf kona. Skúli fluttist þá til Noregs og bjó þar í ein þrjú ár. Þar hafði hann ofan af fyrir sér með blaðamennsku eins og hér og kynntist mörgum áhrifamönnum þar í landi. En 1928 kemur hann aftur heim og stofnar vikublaðið Fálkann ásamt þeim Vilhjálmi Finsen og Svavari Hjaltested. Hafði hann ritstjórn hans að mestu á hendi fram til 1960. Þó brá hann aftur búi 1936 og settist að í Noregi fram til 1940, er hann kom til landsins með Petsamoförunum sumarið 1940. Gestapo leit hann illu auga, hafði hann í strangri yfirheyrslu og mun hafa ætlað sér að klófesta hann síðar, en þá var hann kom- inn undan til Svíþjóðar. Eftir stríð settist hann að í Nor- egi en kom hingað og dvaldi hér flest sumur meðan heilsa og orka leyfðu. Gamlir lesendur Morgun- blaðsins muna efalaust eftir fréttapistlum hans frá Noregi á þessum árum, en jafnframt skrif- aði hann í norsk blöð um málefni Islands. Munu fáir hafa unnið meira að gagnkvæmri kynningu Islendinga og Norðmanna á þess- um árum en Skúli. Þau hjónin, Nelly og Skúli, eign- uðust þrjú börn, Ingibjörgu, sem gift er Karli Eiríkssyni, flugmanni og forstjóra hér í borg, Guðrúnu Þórhildi, gift Knut Berg, og búa þau í Osló, og soninn Harald, sem býr í Hallingdal og er kvæntur norskri konu. Þau hjónin Nelly og Skúli náðu bæði háum aldri, en ellin fór að sækja að þeim fyrir nokkrum ár- um. Þau héldu samt heimili í Nesbyen eins lengi og stætt var, en Nelly lést fyrir einum tveim árum og var það Skúla mikill missir. Skúli var heilsugóður alla ævi en sjón hans tók að daprast fyrir einum tíu árum og svo fór að hann var alblindur fimm síðustu æviár- in. Eftir að kona hans gat ekki séð um hann lengur dvaldi hann á elli- heimili í Nesbyen þar sem hann fékk hægt andlát fyrir röskri viku, eins og hann lengi hafði óskað sér. Þetta er í fáum orðum lífshiaup Skúla, en margt er ósagt. Ég þekkti hann af orðspori frá því ég bar út Morgunblaðið í nokkur sumur um 1920, en kynni okkar hófust ekki fyrr en ég gekk í Ferðafélag íslands skömmu eftir heimkomu mína frá námi 1932. Þau hafa því staðið í hálfa öld, og þótt löngum væri vík á milli vina var hún brúuð með bréfaskriftum. Skúli hafði sérstakt lag á að skrifa löng og skemmtileg bréf, en bréf- in, sem á milli okkar fóru, skipta mörgum tugum. Við Skúli áttum kost á því að ferðast víða um land í mörg sumur, ýmist gangandi, á hestbaki eða með bílum. Betri ferðafélaga verður ekki á kosið, traustan, óþreytandi og óvílinn. Lét hann sér engar torfærur fyrir brjósti brenna. Þekking hans á staðháttum, landslagi og jarð- fræði var mikil og góð. Ferðalög voru yndi hans og lífsnautn. Skúli Skúlason var einn af hvatamönnunum að stofnun Ferðafélags íslands og átti sæti í stjórn þess þangað til hann flutti til Noregs. Langaði hann mjög til að koma á fimmtugsafmæli fé- lagsins 1978, en þá var ellin og sjónleysið farið að þrúga hann svo að ekki varð úr þeirri ferð, sem ráðgerð hafði verið í mörgum bréfum. Skúla hlotnuðust margar veg- semdir á langri ævi, bæði af Nor- egs hálfu og Islands og var hann vel að þeim kominn. Hann hafði unnið þjóðnýtt starf í þágu beggja þjóðanna um hálfrar aldar skeið og tengt ýmis bönd á milli þeirra. Um Skúla var sagt, að hann hefði verið prúður riddari á brös- óttum vettvangi blaðamennskunn- ar. Þar fór hann aldrei með ópum eða illum látum því að kurteisi og drengskapur voru honum í blóð borin. Greinar hans voru skýrar, lausar við óþarfa mælgi og aldrei á neinn hallað. Málefnin stýrðu penna hans og honum var létt um að skrifa bæði skýrt og rétt, sem er aðal hvers er við ritstörf fæst. Hákon Bjarnason Skúli Skúlason er látinn. Hann andaðist að Nesbyen í Hallingdal 13. þ.m. en þar átti hann búsetu mikinn hluta ævi sinnar, og þar verður útför hans gerð í dag. Með Skúla Skúlasyni er hniginn svipmikill fulltrúi þeirrar kyn- slóðar á íslandi sem oft er kennd við aldamót. Skúli er fæddur í Odda á Rang- árvöllum 27. júlí 1890. Foreldrar hans voru Skúli Skúlason prófast- ur þar og kona hans Sigríður Helgadóttir. Hann átti til merkra ætta að telja. Margir forfeðra hans voru þjóðkunnir fyrir gáfur og aðra mannkosti. Má þar nefna séra Skúla Gíslason sagnaritara á Breiðabólstað, sem var afi Skúla í föðurætt. Skúli tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1910 og lagði síðan stund á nám í nátt- úrufræði við háskólann í Kaup- mannahöfn í nokkur ár. Hann var skrifari við íslensku stjórnardeildina í Kaupmanna- höfn 1912—14. Á Hafnarárum Skúla hóf Morgunblaðið göngu sína í Reykjavík, og gerðist hann þá fyrsti fréttaritari blaðsins í Kaupmannahöfn og með því hófst hans m’erki og langi ferill í blaða- mennsku. Hann var fastráðinn blaðamað- ur við Morgunblaðið 1918—1923. Forstöðumaður fréttastofu, sem Blaðamannafélagið kom á fót 1924, var hann í eitt ár. Hann var fréttaritari Politiken 1915—1924 og The Times 1929—40. Skúli fluttist til Noregs 1. des. 1924 og dvaldist þar til ársloka 1927. Starfaði þar að blaða- mennsku, einkum við Dagbladet í Osló og Bergens Tidende. Hann fluttist þá aftur til ís- lands með fjölskyldu sinni og dvaldist þar í nokkur ár. Hann stofnaði vikublaðið Fálkann í mars 1928 og var ritstjóri hans til haustsins 1960. Skúli fluttist aftur til Noregs með fjölskyldu sína 1936. Á stríðs- árunum 1940—1945 dvaldist hann á Islandi og tók þá mikinn þátt í félagsmálum íslenskra blaða- manna og var formaður Blaða- mannafélags íslands um skeið. í mörg ár birtust reglulega í Morgunblaðinu fróðleg og skemmtileg fréttabréf frá Skúla Skúlasyni. Hann var lengi frétta- maður Ríkisútvarpsins og las þar oft fréttapistla frá Noregi. Fjöldi greina og ritgerða um íslenskt efni hafa birst eftir Skúla í norskum, dönskum og sænskum blöðum og tímaritum. Hann hefur einnig þýtt bækur á íslensku úr erlendum málum. Skúli var unnandi íslenskrar náttúru. Hann ferðaðist mikið um ísland. Hann var áhugamikill fé- lagsmaður í Ferðafélagi Islands og í stjórn þess í mörg ár. Skúli var gæddur þeim kostum sem prýða flesta góða blaðamenn, enda var hann alla tíð einn af önd- vegismönnum stéttar sinnar á Is- landi. Hann var fjölfróður og fjöl- hæfur, menntun hans var fáguð og sterk og stóð djúpum rótum í lund hans og persónuleika. Hún náði til hjartans. Dómgreindin var glögg, hugsun- in skýr og minnið frábært. Við- horf hans voru mörkuð af frjáls- lyndisstefnu 19. aldar. Hann var viðsýnn maður, líberalisti í orðs- Skúli Skúlason ritstjóri Nýiega var á ferð hér á landi danski rithöfundurinn og útvarps- maðurinn Vagn Steen, til að vinna að gerð útvarpsþáttar fyrir danska útvarpið, þar sem Vigdís Finnbogadóttir er dagskrárstjóri eina kvöldstund. Vagn Steen er nú fastráðinn starfsmaður við danska útvarpið og gerir þætti um menningarmál. Hann var upp- haflega málvísindamaður og fyrsta Ijóðabók hans, „Digte?,“ kom út árið 1964, en þá var hann 36 ára að aldri. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda bóka, Ijóðabækur, barnabækur og greinasafn um iHÍkmenntir svo nokkuð sé nefnt. Hann hefur starfað sem háskóla- kennari í norrænum fræðum við háskóla á Norðurlöndum og verið prófessor í nútímaljóðlist við háskóla í Illinois og Indiana í Banda- ríkjunum. Blm. Morgunblaðsins ræddi við Vagn Steen á dögunum og spurði hann fyrst um Ijóðlist þá sem hann iðkaði í upphafi ferils síns. búið að skrifa þau“ er bara Bók með gati „Ég bjó til svonefnd „konkret“-ljóð og nálgaðist Ijóðlistina með mjög meðvitaðri og ákveðinni afstöðu til málsins sem tjáningarforms og í svipuðum anda og myndlistarmenn nálgast tjáninguna í gjörningum og nýlist ýmis konar. Líkt og til dæmis Dieter Roth. Þetta hefur stundum verið kennt við „Fluxus“-stefnu í myndlist. Áhugi minn beindist að þvi að gera orðsins list kafn „konkr- et“ eða hlutræna og áþreifanlega og málaralist, dans, arkitektrúr og músík. Ljóð geta verið svo mismun- andi. Sum hafa einkum myndræn áhrif, önnur fyrst og fremst hljóð- ræn. Sum eru beinlinis ætluð til upp- lesturs og þá sem eins konar leiklist. Það var í þessum anda sem ég bjó m.a. til litla bók sem var með gati í gegn. Svo las ég upp úr henni fyrir fólk. Las það sem ég sá í gegnum gatið. Fólkið, umhverfið og svo framvegis. Við, sem fengumst við þetta, höfðum það eiginlega að markmiði að hvetja aðra til skrifta, að vera í nánu of? örvandi sambandi við áheyrendur. I framhaldi af þessu hef ég nú komið á fót hópi skálda, sem ég kalla „Digter-scenen" eða „Skáldasviðið". Við höfum ferðast um og lesið upp, m.a. í skólum og svo höfum við umræður á eftir. Við ætl- um að koma hingað á þessu ári.“ Fá lesendur til að upplifa „Síðustu Ijóðabækur mínar eru hefðbundnari. Sú nýjasta heitir „52 Aar“ og hefur að geyma skrif um það að vera fimmtíu og tveggja ára. Ljóðin hafa vissulega tengsl við eig- in reynslu mína. En þessi ljóð eru allt öðru vísi en „konkret“-ljóðin, sem ekki eru skrifuð til að lýsa upp- lifunum heldur til að skapa upplifun hjá lesandanum. Það er mikill mun- ur á því að tjá sig samkvæmt hinni bókmenntalegu hefð og á þann hátt sem iðkendur „konkret“-ljóðlistar gera, þ.e. að leitast við að fá lesendur til að upplifa sjálfa og helst hvetja þá sjálfa til skrifta, fremur en að vera aðeins viðtakendur. Núna er ég bara „konkret“-skáld á eftirlaunum. Ég umla bara persónu- legar meiningar mínar og hugsanir. Kn það er mér mikið gleðiefni að lesendur mínir hafa fylgt mér eftir. Ljóðabókin „52 Aar“ er uppseld núna. Fyrir nokkrum árum sendi ég frá mér smásagnasafn sem heitir „Da Kunsten kom til Grenaa“ og nú er ég að vinna að stórri skáldsögu sem byggir á sönnum atburðum í Dan- mörku á síðustu öld og er nánast eins konar framhald af smásögun- um. Sagan gerist á svipuðum tíma og skáldsagan „Yfirvaldið" eftir Þor- geir Þorgeirsson, en hana hef ég les- ið, og í nokkuð hliðstæðu umhverfi. Þó eru sögupersónur mínar brjálaðri af trú en persónurnar í Yfirvaldinu. Aðalpersóna skáldsögunnar stingur til dæmis úr sér augað í samræmi við þau orð biblíunnar að ef augað sjái einhvern ósóma sé það ráð að losa sig við það. Samanber afliman- irnar í nafni laganna í múhameðsk- um sið. Þessi saga gerist á þeim tíma í Danmörku, þegar hinir ólærðu lásu Biblíuna og höfðu hana nánast sem byltingarrit þar til þeir voru stöð- vaðir af öðrum trúarsöfnuðum sem voru á móti ímyndunarafli. Um er að ræða hópa fólks af sama toga og það fólk sem furstarnir í Þýskalandi létu drepa vegna Biblíulestrar á fyrri hluta nítjándu aldar. „Indre Miss- ionen" var á ýmsan hátt arftaki þessara hópa. Þeir voru barðir niður vegna þess að þeir voru hreinlyndir og ógnuðu valdakerfinu. Þetta eru hinir verulega kúguðu, sem hafa Biblíuna að vopni og sálm- ana sem mótmælasöngva. Þeir hljóta alltaf að tapa. Rétt eins og fólkið í Póllandi, Áfganistan og El Salvador." Ekki úrelt „Þótt ég búi ekki til „konkret“-Ijóð lengur, stend ég við allt sem ég hef gert í þá veru og nálgast oft við- fangsefni mín á hliðstæðan hátt. Rætt við danska skáldið Vagn Steen Ljóð eru jú sálrænar byggingar sem maður á ekki að þurfa að afneita. „Konkret“-ljóð eru ekki úrelt, það er bara búið að skrifa þau. Að undanförnu hafa bókmenntir í Grænlandi og Samalandi vakið sér- staka athygli mína. Þessar þjóðir hafa komið sér upp bókmenntum við mjög erfið skilyrði. Þetta er í báðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.