Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 / Texti: Árni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson Skipbrotsmenn af Pelagus í samtali við Morgunblaðið: Stórkostlegt að sjá menn koma til hjálpar „VIÐ vorum um þrjár mflur suð- austur af VVstmannaeyjum, þeg- ar dráttartaugin slitnaði og skip- stjórinn á Amandine reyndi árangurslaust að koma taug aft- ur yfir til okkar í þessu mikla hrimróti," sagði Brys Gustaaf, skipstjóri á Pelagus, í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann lá á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja ásamt 5 skips- mönnum sínum sem björguðust af Pelagus, en tveir fórust, 17 og 20 ára gamlir sjómenn. „I»egar Ijóst var að Amandine kæmi ekki aftur taug til okkar, kallaði ég í Vestmannaeyjaradíó og bað um hjálparskip, en það gekk ekki áður en skip okkar strandaði. Ég vil senda mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til allra, sem eiga um sárt að binda eftir þetta hörmu- Roland Billiaerd stýrimaður og Brys Kyjum en skipstjórinn var kalinn á fóti lega slys við björgun okkar, fjöl- skyldna þessara manna og vina. Það var erfitt að sjá á eftir tveim- ur af skipsmönnum mínum i hafið, og að heyra síðan að björgunar- menn hefðu farizt var ekki síður skelfilegt. Við sendum einnig okkar innilegustu þakkir til allra, sem komu okkur til hjálpar og sýndu fádæma dirfsku og hörku við björgun, því þar settu margir sig í iífsháska. Þetta var ótrúleg röð af óhöpp- um, fyrst vélarbilunin, síðan manntjón, þegar við settum gúmmíbátinn á flot skömmu áður en við lentum upp í hömrunum. Gúmmíbátnum hvolfdi með þeim tveimur sem voru komnir um borð, annan tók strax út, en hinum náðum við, tvítugum strák, sem hékk lengi utan á gúmmíbátnum og þegar bátinn bar skyndilega upp að togaranum náði ég taki á stráknum og gat komið honum um borð og í skjól. Við sáum hinn fé- Gustaaf skipstjóri á sjúkrahúsinu í Einn belgísku sjómannanna dreginn í land áður en brim ýfðist skyndilega á strandstað. Þessa mynd tók Sigurgeir um nóttina þegar fyrstu þremur mönnunum var bjargað og sýnir hún vel hver suðupottur hafið er á strandstað og þannig var það í allan gærdag einnig. laga okkar fljóta frá skipinu. Hann var tvítugur. Eftir strandið komum við okkur fyrst fyrir fram undir hvalbak og þar sat ég lengi og hélt í báðar hendur yngstu skipverjanna, sem eftir voru um borð, 17 ára og 20 ára. Þeir voru skelfingu lostnir og spurðu mig í sífellu, hvort þeim yrði bjargað. Ég reyndi að hug- hreysta þá og segja að svo yrði og bað þá að vera rólega, en þegar við ákváðum síðan að fara upp á hvalbakinn vegna þess hve sjór gekk inn undir hann þá neituðu þrír að fara og meðal þeirra voru þessir ungu menn. Þeir voru frá- vita af hræðslu og við fórum því upp og bundum okkur þar til þess að haldast við, en svo var af mér dregið vegna kulda á fótum að ég gat ekki gengið, heldur vó ég mig upp hvalbakinn á handafli og þar hékk ég á höndunum ásamt skips- mönnum mínum. Eftir að við fór- um upp á hvalbakinn heyrðum við aldrei neitt frá mönnunum undir hvalbaknum, en á honum héngum við í tvær klukkustundir í sífelld- um brotum, sem gengu yfir skipið, áður en björgunarmenn náðu okkur í land.“ Við ræddum einnig við aðra skipverja á Pelagus. Þeir voru sæmilega málhressir og óðum að jafna sig vegna góðrar hjúkrunar starfsfólks Sjúkrahúss Vest- mannaeyja. Og strax og þeir komu í land höfðu Hjálparsveitarmenn sett þá í þurr föt og teppi. Þremenningarnir, sem höfðust við í netageymslunni undir hval- baknum í nær sex klukkustundir áður en björgun þeirra hófst, sögðust hafa staðið upp undir höku í sjó mest allan timann, enda voru þeir svo kaldir og hrjáðir að þeir sögðust hafa verið orðnir sljó- ir og hugsunarlausir. Meðal þre- menninganna var elzti skipverj- inn, 51 árs gamali, en hann fing- urbrotnaði í einu ólaginu. Hann kvaðst hafa lent í skipstapa áður við ísland, fyrir 26 árum þegar skip hans, Vanderweyden, fórst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.