Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 Jón Þ. Árnason: Lífrfki og lífshættir LXXI. Spurningin er: Hvers vegna hefjast kraftaverkagarpar sæluhyggjunnar ekki handa þegar í stað og sýna söfnuðum sín- um ágæti hennar í veruleikanum, eða hafa þeir máski gleymt, að „vilji er allt, sem þarfu, eins og drengskaparmaðurinn (!) sagði ? svör við þeim vanda, án þess að gera sér rellu út af smámunum eins og þeim, hvað það í rauninni þ ýðir að vera manneskja og hvers konar veröld hún fæðist, lifir og deyr í. Lausn þeirra er álíka einföld og hún er einfeldn- ingsieg; Höldum áfram á sömu braut og við nú göngum, en bara með meiri hraða. Og eru alsælir í trú sinni — eins og líka fara gerir um al- gleymissálir. Qualtinger, austurríski spé- fuglinn víðkunni, sagði eitt sinn, að „atvinnulýðræðismenn eru kumpánar, sem belgja sig upp í þann vind, er þeir sjálfir hafa leyst." Hér er hnittilega að orði kom- izt og ýkjulítið. Venjulega lætur fólk sér slíkan vindgang um eyru þjóta með kímibrosi á vörum og mætir yfirleitt með skilningi. Það lítur þannig á, að eitthvað verði mennirnir að hafa fyrir stafni og að belgingurinn sé meinlaus, valdi sjaldnast neinu verra en smávægilegum óþæg- indum í bili. Og kalla sig bjartsýnismenn Ef treysta mætti, að ókyrrðin væri aðeins brosleg og gæti aldr- ei dregið viðsjárverðan dilk á eftir sér, mætti láta slag standa. En sú afstaða er of fljótfærnis- leg, og hættuleg. Það hefir reynslan margoft sannað með afdrifaríkum hætti. Alltof oft hefir gleymzt, að lýðsmalar eru afar leiknir í að rotta fjöldanum saman, ölvuðum óskhyggju og hugsunarleysi, til feigðarflans út á vinstrivegi, sem ætíð enda við heljarbrún, en eru á hinn bóginn ófærir um að stöðva skarann áð- ur en hann flykkist út á yztu nöf. Þegar síðan nefndri tegund leiðsögumanna bætist liðsauki úr hópi skólasetufólks, sem heimtar að teljast menntamenn, verður vart hindrað að hættan á að safnið steypist fram af, aukist til muna. Ef þannig fer, að raunverulegir lærdóms- og vís- indamenn gerast samsekir, verð- ur hættan óttaleg. Og það gerist enn, af ýmsum torskiljanlegum ástæðum, afar ónotalega oft og víða, enda þótt skylt sé að þakka, að nokkurt lát hefir á orðið síðan draga tók úr hagvaxtartrúboði eftir að fregn- inni um, að náttúruríkinu væri um megn að verða við öllum „velferðar“-kröfum sífjölgandi manngrúa, laust niður og skelfdi marga greindari menn í flokkum markaðsmanna og marxista. En vissulega hvergi nærri alla. Undanteknir eru allir þeir, sem hafa bitið sig fasta í þá bernsku einfeldni sína, að hægt sé að beygja staðreyndir sköpun- arverksins undir kenningar, isma eða hyggjur. Þeir hópar eru hvorki iðju- né áhrifalausir — þrátt fyrir allt — og kalla sig bjartsýnismenn. „Þótt eldingum rigndi, leit enginn við“ Svonefndir bjartsýnismenn — ýmsir kalla þá bjartsýnisbjálfa — sjá enga ástæðu til að Hta í kringum sig. Þeir hvorki sjá né hæfing, fleira fólk, betri mennt- un, lengri frístundir, meiri menningarjöfnun, meira frjáls- lyndi, ítarlegri vísindarannsókn- ir, víðtækari þekking, föðurlegri ríkishandleiðsla, strangskipu- lagðari atvinnurekstur, meiri slökun í siðgæðisefnum og hærri tekjur. Og — þó að undarlegt kunni að virðast — þrátt fyrir þessa stóru pöntun: Aukið per- sónufrelsi! Flest þetta mun blómgast, segir hann í fullri alvöru, ekki aðeins um næta 500 ára skeið heldur 1000 ár. Reyndar er ekki alveg víst, að allir myndu telja a.m.k. suma þessara bálka sér- legt tilhlökkunarefni, ef að veru- leika yrðu. Skítt og skrall með það anzar spámaðurinn og hnykkir á: „Heimurinn A. D. 2500 mun ekki verða undir stjórn grimmra einræðisherra, sem arðræna og kúga þegna sína, eins og Orwell og Wells óttuðust, heldur mun hann verða undir stjórn góðgjarnra og hámennt- aðra embættismanna, sérhæfð- um hver á sínu sviði." Auðsætt er, að flestir hinna líknsömu verða kvenmenn sam- kvæmt líkindareglum Beck- withs. Hann slær föstu, að árið 2100 verði 30—40% allra, sem löggjöf annast, af hinu ljúfa kyni, og að í Bretlandi, Banda- • ríkjunum og Rússlandi verði æstu handhafar framkvæmda- valdins úr hópi kvenna þegar ár- ið 2000. Þótt ég hafi talið eðli- legu hlutverki kvenna betur gengt á öðrum sviðum en að fylla pappírskörfur og kljást við fyrir- greiðslubetlara, fæ ég ekki í fljótu bragði séð, að spásögn aðir muni hafa náð geysivin- sældum, svo mjög, að Banda- ríkjamenn munu eiga fullt í fangi með að verja heimsmet sitt fyrir Evrópubúum árið 2060. Vinnutími verður 3—4 klst. á dag í 200 daga á ári, og tekjur hinna ríku verða ekki hærri en tvöföld laun verkamanns á lægsta þrepi. Frjálslyndingurinn Beckwith hefir engar áhyggjur af áhrifum kjarnorkustyrjaldar. Þau myndu bara flýta þróuninni. Árið 2200 hefir heimsstjórn tekið öll völd, og mun hún að ákaflega miklu leyti láta leiðast af skoðana- könnunum. íbúatala jarðar verð- ur komin yfir 8.600.000.000, þar af 600.000.000 Bandaríkjamenn, og fara vaxandi. Árið 2500 verð- ur hún komin í 11.000.000.000 (1.200.000.000 í Bandaríkjunum). Óþarft er með öllu að taka fram, að Burnham Beckwith hef- ur ekki verið talinn neinn hálf- bjáni. Hann hefir verið tekinn mjög alvarlega svo sem umræð- ur og ritdómar um verk hans sanna. Gjarnan má og geta þess, að hann á marga sína líka, ef ekki fremri í frjálslyndi og vinstrimennsku. Nafntoguðust mun vera draumaverksmiðja dr. Herman Kahn við „The Hudson Institute, Inc.“ í New York, sem gaman gæti verið að kynnast við tækifæri. Og ekki hafa íslendingar held- ur verið alveg lausir við svipuð fyrirbæri. Einnig hér stríplast menn, sem annars hefðu ekki þurft að vera til alls ónýtir, ef þeir hefðu ekki orðið fyrir þeirri sáru raun, að heilinn steig þeim til höfuðs, og tel ég ekkert Hann er feiminn — eða kannski hræddur — við framtíðina. Draum- ar um draumaheim Vinstriveg- ir liggja að heljarbrún heyra — virðast m.a.s. ekki skiija eða skynja — knýjandi ákall tímans og þarfir fyrir nýj- ar siðgæðisreglur, nýja lífssýn, ný stjórnmálaviðhorf, nýja efna- hagsmálaskipan, nýjar hugsjón- ir eða jafnvel ný trúarbrögð. Þeir hafna kröfum veraldar á vonarvöl með þeim „rökum" að hingað til hafi allar heimsenda- spár orðið sér til skammar, og „þetta reddast alls saman ein- hvern veginn." Hins vegar lítur raunsýnisfólk svo á, að réttmæti krafnanna, sem alveg eins mætti telja kröf- ur um endurreisn vanræktra lífshátta og afturhvarf að forn- um dyggðum, hvíli í meginatrið- um á þeirri forsendu, að ríkjandi ástand sé óviðunandi og augljós- ar horfur ógnvænlegar, og þær eigi því rétt á sér allt eins fyrir því, að við getum ekki vitað með óyggjandi vissu, hvort fullnæg- ing þeirra hlyti að verða mann- eskjunni, eins og hún nú einu sinni er í raun og veru, til menn- ingar- og sæmdarauka. Hvað svo sem því líður gellur við úr öllum áttum, að ekki sé seinna vænna að hefjast handa um að forða mannkyninu frá yf- irvofandi vítisógnum. Bjartsýn- ismenn einir hafa gefið tæmandi Tign og fegurð hundaþúfunnar Til þess að einhverjir eigi ofurlítið auðveldara með að gera sér hugmyndir um skarpskyggni og snilli sæluríkisspámanna, tel ég rétt að vekja athygli á verð- ugum og mikilsvirtum forvíg- ismanni úr þeirra hópi. Eða það var hann a.m.k. fyrir 10—15 ár- um og mér er ekki kunnugt um, að hann hafi tekið sinnaskiptum síðan eða orðið fyrir gengisfalli í söfnuði sínum. Hér á ég við einn helzta fram- rýni bandarískra „velferðar" sinna, Burnham Beckwith að nafni, og gríp fáeinar perlur úr hinu athyglisverða ritverki hans, „The Next 500 Years“ (Exposi- tion University Book, Jericho, New York 1967), er að megin- máli gengur út á að útlista, hvernig og hvers vegna efni- legustu afkvæmi „velferðar" og hagvaxtar hljóti aö dafna og vaxa endalaust. Beckwith færir yfir 30 megin- bálka til bókar, sem hann væntir að eiga muni leiftrandi framtíð fyrir sér. Þeir helztu eru: Aukin iðnvæðing, fleirir risaborgir, vaxandi kvenvæðing, meiri sér- „Velferð“ veldur veikindum Beckwiths um kvenræði þótt rættist, þyrfti endilega að tákna tilfinnanlegri hnignun kyn- stofnsins frá því stigi, sem hún er á nú víðast hvar á Vesturlönd- um. Persónulega kysi ég t.d. snöggt um heldur að vera þegn ríkis undir forystu frískra og tápmikilla kvenna heldur en þeirra karlkerlinga, sem nú baða hvað ákafast út öllum öngum bæði innan landa sinna og utan (s.s. Willy Brandt, Gunnar Thoroddsen, Olof Palme, Þórar- inn Þórarinsson o.fl.), og nú mega heita sprellandi gæða- merki lýðræðisheimsins. Ekkert er alger- lega gallalaust Aðeins einn verulegur hnökri óprýðir veröld hins spaka fram- rýnis. Fjölbreytni í vöruúrvali verður stöðugt fátæklegri og minni. Og ennfremur mun ekk- ert ríki hafa lögleitt fjölkvæni — eða fjölveri — árið 2100 þrátt fyrir slaknandi siðgæðiskröfur og sívaxandi frjálslyndi og blómstrandi klámiðnrekstur, að spá Beckwiths. Hins vegar treystir hann því, að hjónaskiln- áhorfsmál að af þeim sökum finnst mér að Ólafur R. Gríms- son eigi skilyrðislausa heimt- ingu á forgangssamúð þjóðar- innar. Ekki get ég skilizt við boðskap Beckwiths án þess að láta í ljós vonbrigði út af því, hversu lítinn gaum hann gefur heilsufari framtíðarfólksins. Kannski er það vegna þess, að hann, eins og aðrir „velferðar“-trúaðir telja að góð heilsa til sálar og líkama leiði sjálfkrafa af góðri seðla- veltu. Líka gæti verið að með honum hafi leynzt áleitinn grun- ur. Mergurinn málsins er nefni- lega sá, að „velferðarríkið" hlýt- ur að vera afspyrnulega heilsu- spillandi hreysi. Það sanna allar áreiðanlegustu heilbrigðis- skýrslur, sem sýna ótvírætt, að sjúkdómar hrjá verkalýðinn óþyrmilegast, þar sem „velferð" hefur staðið lengst og rætur hennar verið seigastar, eins og bezt sést af eftirfarandi skrá yf- ir fjarvistir vinnusala frá störf- um vegna veikinda til jafnaðar á mann árið 1980 (Heimild: „Inst- itut der Deutschen Wirtschaft"): J»pan, 4,3 dagar Kandaríkin, 7,8 dagar, VesturÞýzkaland, 17,2 dagar, Frakkland, 18,5 dagar, ftalía, 23,6 dagar, Holland, 26,7 dagar Hvíðþjóð 30,7 dagar. Engin sérstök ástæða er til að rengja þessar tölur, láta sér t.d. detta í hug, að verkalýðurinn steli ser peningum með því að ljúga upp á sig veikindi. Sei-sei, nei; peningum stela bara gráðugir kaupmenn. Það segir verkalýðshreyfingin að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.