Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 13 Mjög var af skiphrotsmönnum dregið eftir 6 klukkustunda dvöl í netageymslunni, nærri fullri af sjó, og stanzlausum veltingi í urðinni. við Suðurland, en 18 manna áhöfn var bjargað. Pelagus var í eigu bróður skip- stjórans og skiptust þeir á að stjórna skipinu. Skipstjórinn hef- ur áður misst skip, fyrir 12 árum við Skotland, en þá bjargaðist öll áhöfnin. Skipsfélagarnir sögðust oft hafa efazt um að þeim yrði bjargað, en það hefði verið stórkostlegt að sjá menn koma til hjálpar. Meiri and- stæðu hefði varla verið hægt að fá eftir að þeir þurftu að horfa á eft- ir skipsfélaga sínum í hafið. Skipverjarnir, sem björguðust, heita: Brýs Gustaaf skipstjóri, 41 árs, Roland Billiaerd, 41 árs, Dani- el Rouzee, 27 ára, vélstjóri, Marcel Anseeuw, 51 árs, Redgy Calcoen, 26 ára, og Gulpen Bart, 17 ára, en þeir sem fórust hétu Patrick Maes, 20 ára, og Gilbert Stevelinck, 17 ára. limm skipbrotsmannanna frá vinstri: Redgy ('alcoen, 26 ára, Gulpen Hart, 17 ára, Mareel Anseeuw, 51 árs, en þetta er í annað sinn sem hann kemst af í skipstapa við ísland, Daniel Kouzee vélstjóri og Billiaert Roland stýrimaður, sem sýndi mikið þrek í baráttu skipverjanna fyrir lífi sínu. lj«*myndir Mbl. s,r j„na,s„„ Hallveig og Helga með tvo krakkanna í götunni, lamaðan strák og stelpu sem í aðra röndina gæti hugsað sér að bruna um í svona farartæki, sem strákurinn segir að sé kappakstursbíll af gerðinni Rolls Royce. „Krakkarnir í götunni“ Brúðuleikþættir um fatlaða sýndir í grunnskólum í framhaldi af ári fatlaðra eru hafnar í grunnskólunum í Reykjavík sýningar á brúðuleikþáttum um fotl- uð börn og samskipti þeirra við þá sem ekki búa við fötlun. Þættirnir eru bandarískir, eftir Barböru Aiello sálfræðing, sem mikið hefur starfað með Tötluðum börnum, en Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen flytja þættina og hafa þýtt þá og staðfært. Þættirnir eru nefndir „Krakk- arnir í götunni", en þar koma fram fötluð börn og ófötluð sem hittast á förnum vegi. Ófötluðu börnin þurfa margs að spyrja um líf og hætti hinna fötluðu, en í þáttunum er niðurstaðan yfirleitt sú að raun- verulega sé það ekki svo margt eða mikilvægt sem skilji þau að — það sé fleira sem sameini, ekki sízt ef umgengnin er eðlileg og án for- dóma, en slík umgengni krefst að sjálfsögðu upplýsingar og fræðslu. „Krakkarnir í götunni" hafa náð miklum vinsældum í Bandaríkjun- um og hefur verið farið með hana víða. Það er Alfa-nefndin íslenzka sem stendur að sýningunum hér en ætlunin er að sýna þættina í öllum grunnskólum í Reykjavík og víðar á landinu. Þær Hallveig og Helga létu vel af undirtektunum þegar við litum inn á sýningu hjá þeim í Melaskóla ný- lega. „Það er greinilegt að krakk- arnir taka við þessu með opnum huga,“ sagði Hallveig. „Það er eft- irtektarvert hvað spurningarnar eru margvíslegar og yngri börnin spyrja t.d. allt öðru vísi en þau eldri." „Við teljum ekki ástæðu til að sýna þetta fyrir yngri börn en átta ára — það er hæpið að sex og sjö ára börnin hafi skilning á þessu,“ sagði Helga. „Hins vegar er þetta mjög góð leið til að koma á fram- færi upplýsingum um mál sem allir kynnast fyrr eða síðar á lífsleið- inni. Brúðuleikhús á greiðan að- gang að börnum og það er ekki vafamál að þessar sýningar geta dregið mjög úr þeim fordómum og misskilningi sem afstaða margra til fatlaðra grundvallast því miður á.“ Það var fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum átta ára barnanna við því sem fram fór. í einum þættin- um er vangefin stúlka að útskýra fötlun sína fyrir ófatlaðri telpu, sem að vísu segist hafa minnimátt- arkennd af því að hún sé svo feitl- agin. „Ég get ýmislegt gert þó að ég sé vangefin," segir sú fyrrnefnda, „ég vinn á dýraspítala og ég er allt- af að gera eitthvað til að hjálpa veikum dýrum. En af því að ég er vangefin get ég til dæmis aldrei orðið dýralæknir. Ég er svo voða- lega lengi að læra allt — ég ætlaði til dæmis aldrei að verða búin að læra að reima á mig skóna." Við þessar upplýsingar heyrðist snaggaralegur strákur í öftustu röð hvísla stundarhátt að sessunaut sínum: „Alveg eins og ég! Ég var svo lengi að læra að reima að mamma var alveg að gefast upp ...“ Á.R. Blindur drengur útskýrir fótlun sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.