Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 23 ilað að taka upp nýjar trygg- ingagreinar, en sú heimild gaf fé- laginu nýjan samkeppnisgrund- völl á sama tíma og áður lögboð- inn grunnur var afnuminn. Að ofangreindu má sjá að Brunabótafélag íslands byggir á gömlum grunni. í dag er félagið eitt af stóru félögum landsins í al- hliða vátryggingarstarfsemi. Fé- lagið endurtryggir utanlands og einnig í samvinnu við önnur félög innanlands. Sem dæmi um um- fang félagsins má nefna að bók- færð iðgjöld á sl. ári námu um 82 milljónum kr. Frá því að Sveinn Björnsson tók að sér stjórn BÍ árið 1917 á mál- flutningsskrifstofu sinni í Austur- stræti — með aðstoð eigin starfskrafta í hlutastarfi auk „einnar skrifstofustúlku BÍ“, eins og tilgreint er í 40 ára afmælisriti félagsins, — hefur félagið tekið stórstígum framförum undir yfir- umsjón margra mætra manna. Eftir að Sveinn Björnsson lét af störfum tók við störfum sem for- stjóri Guðmundur Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, þá Gunnar Egilsson, Árni Jónsson frá Múla, Halldór Stefánsson, Stefán Jó- hann Stefánsson, Ásgeir ólafsson. í dag gegnir Ingi R. Helgason starfi forstjóra, en 1. júlí sl. voru þeir Hilmar Pálsson og Þórður H. Jónsson ráðnir sem aðstoðarfor- stjórar, en þeir hafa báðir starfað hjá BÍ um áraraðir. Brunabótafélagið rak starfsemi sína í leiguhúsnæði allt fram til ársins 1958, er það flutti í eigið húsnæði að Laugavegi 105. Úr málflutningsskrifstofu Sveins Björnssonar flutti félagið árið 1922 í Hafnarstræti 15. Arið 1926 var starfsemin enn flutt og þá í Veltusund 1, en þremur árum síð- ar í Edinborgarhúsið, Hafnar- stræti 10—12. Aðeins ári síðar var skrifstofan opnuð á nýjum stað, Arnarhváli, og var hún þar í sex ár, eða fram til ársins 1936. Síð- asta leiguhúsnæðið var í Alþýðu- húsinu, Hverfisgötu 8—10, en þar var félagið til húsa allt fram til ársins 1958, eða í rúm tuttugu ár. Árið 1958 flutti það eins og áður segir að Laugavegi 105, en árið 1965 flutti það að Laugavegi 103, þar sem BÍ rekur enn þann dag í dag aðalskrifstofur sínar. Félagið hefur fjárfest í húseignum bæði í Reykjavík og úti á landi. Þá er rétt og skylt að geta þess þáttar í starfsemi BÍ sem hvað hæst bar á fyrstu áratugum starfsemi þess, en það er hið fyrir- byggjandi starf, sem unnið var að brunavörnum og brunaeftirliti. Árið 1929 leit dagsins ljós Bruna- varnaeftirlit ríkisins, stofnað samkvæmt lögum og var BÍ skömmu síðar falið að bera kostn- að af því eftirliti. BÍ hefur í gegn- um árin styrkt kaup og veitt lán til kaupa á brunavarna- og slökkvitækjum. Einnig hefur fé- lagið staðið fyrir rekstri slökkvi- bifreiða og tækjaverkstæðis, svo eitthvað sé nefnt. Ekki verður svo skilið við stutta frásögn á starfsemi Brunabótafé- lags Islands í 65 ár, að starfrækslu umboðsskrifstofa þess vítt og breitt um landið sé eigi getið, enda félagið upphaflega stofnað til að tryggja húseignir utan höfuðborg- arinnar. Umboðsskrifstofur eru reknar á mörgum stöðum og stór- ar skrifstofur eru nú a.m.k. 13. Velflest umboðin eru rekin af sjálfstæðum umboðsaðilum sem taka laun í samræmi við afrakst- ur. Þá hefur félagið alls 187 um- boðsmenn á landinu öllu. Hátt á þriðja hundrað manns hafa at- vinnu af rekstri BÍ í dag. Starfs- menn aðalumboðs í Reykjavík eru um 50 talsins. Framkvæmdastjórn félagsins skipa nú Stefán Reykja- lín, formaður, Friðjón Þórðarson og Magnús H. Magnússon. F.P. INNLÁNS VIÐSKIH •»' 7.0I5 VIÐ ÍSLANDS BANKA reykjavIk 5 REYKJAVÍK PHENTSMinJAN GCTP.NBF.HG 1911 Viðskiptabók „eina sameiginlega brunabótasjóðs fyrir sveitahíbýli'* við fs- landsbanka í Reykjavík. Bókin hefur verið tekin í notkun í marzmánuði 1914. Brunabótafélagið annaðist umsjón þess sjóðs fyrstu árin, eða þar til það tók sjálft að sér tryggingar sveitahíbýla. Sigurjón Jóhannsson, skrifstofustjóri BÍ um áraraðir og um skeið settur forstjóri í forfóllum, var listaskrifari, eins og sjá má á þessum reikningum sveitahíbýlasjóðs fyrir árið 1928. Sextugur: Guðbjartur Andrésson kennari Akranesi Vinur minn, Guðbjartur And- résson, er sextugur í dag. Leiðir okkar lágu fyrst saman við kennslustörf við barnaskólann á Akranesí haustið 1975 og síðar það sama haust við sunnudaga- skólastörf í Akraneskirkju. En við hinn síðarnefnda starfann gerðist Guðbjartur þá sjálfboðaliði og hefir hann til þessa dags staðið þar trúlega á verði og reynzt frá- bær samstarfsmaður, enda ein- lægur trúmaður, gæddur Guði vakinni löngun til þess að láta gott af sér leiða og verða til blessunar á akri kristinnar kirkju. Fullu nafni heitir hann Guð- bjartur Gestur Andrésson. Hann er fæddur að Hamri í Múlahreppi í Barðastrandarsýslu, sonur hjón- anna Andrésar Gíslasonar og Guðnýjar Helgadóttur, er þar bjuggu um langt árabil. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í fjöl- mennum systkinahópi. Árið 1938 hóf hann nám við unglingaskólann að Reykjanesi. Þaðan lá svo leiðin í Reykholt og þar lauk hann gagn- fræðaprófi vorið 1942. Nokkru síð- ar var svo hafizt handa við meira nám og að þessu sinni varð Iðn- skólinn í Reykjavík fyrir valinu. Þar stundaði Guðbjartur tré- smíðanám og lauk prófi í þeirri iðngrein 1949. Skammt var svo stórra áfanga á milli á náms- brautinni, því að voriö 1951 lauk Guðbjartur kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands. Það sama ár hóf hann kennslu við barnaskólann í Vestmannaeyj- um og kenndi þar til ársins 1963, er hann fluttist til Akraness með fjölskyldu sinni og gerðist kennari við barnaskólann þar. Kona Guðbjartar var Ester Anna Aradóttir frá Vestmanna- eyjum. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi. Elstur er Andrés Guðbjartur, þá Guðný Bóel, Bryndís, Þórdís, Dagmar Anna og María Hrafnhildur. Einn son, Jak- ob Birgi, átti Guðbjartur áður en hann kvæntist. Eins og áður er að vikið, er Guð- bjartur einlægur og heilsteyptur trúmaður. Og honum nægir ekki að eiga sína trúarsannfæringu út af fyrir sig. Hann vill vera virkur í þjónustu fyrir Drottin og vitna um hann í orði og verki. Hann var á sínum tíma virkur í Kristilegum skólasamtökum. Um langt skeið starfaði hann af brennandi áhuga í KFUM, bæði í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Einnig hefur Gíd- eonfélagið á Islandi átt traustan og vökulan starfsmann, þar sem Guðbjartur er annars vegar. Mér er kunnugt um fúsieik hans og fórnfýsi í sambandi við ferðalög og dreifingu Nýja testamentisins í skóla vestan- og norðanlands. Á þeim vettvangi hefir hann unnið mikið og blessað sáðmannsstarf af heilu hjarta. Fyrir samstarfið okkar í Akra- neskirkju flyt ég mlnum kæra vini heils hugar þakkir, og ekki síður fyrir allar stundirnar sem við höf- um átt saman á heimili hans til undirbúnings starfinu. Ég árna þér heilla, kæri vinur, á merkum tímamótum í lífi þínu, um leið og ég þakka þér öll okkar góðu kynni. Guð blessi þig og styrki þig til góðra starfa fyrir ríki Hans um langa og bjarta framtíð. Þess skal að lokum getið, að Guðbjartur tekur á móti gestum í tilefni afmælisins að heimili sínu, Hjarðarholti 15 á Akranesi, á morgun, laugardaginn 23. janúar. Björn Jónsson Frá meistaramóti Suðurnesja sem nú stendur yfir hjá Bridgefélagi Suðurnesja. Bridge Arnór Ragnarsson Frá Bridge; sambandi íslands Æfing fyrir yngri spilara (25 ára og yngri) verður laugardag- inn 23. janúar í Slysavarnarhús- inu, Hjallahrauni 7, Hafnarfirði, kl. 14.00. Allir spilarar í þessum aldurshópi eru hvattir til að mæta. Bridgefélag Hafnarfjarðar Að loknum fjórum umferðum í aðalsveitakeppni BH er staða efstu sveita þannig: stig Kristófer Magnússon 74 Aðalsteinn Jörgensen 66 Sigurður Emilsson 56 Guðni Þorsteinsson 54 Ólafur Torfason 54 Sævar Magnússon 49 Næstkomandi mánudag klukkan hálf átta verður keppn- inni svo framhaldið. Spilað er í félagsheimilinu við íþróttahúsið á Strandgötu. Bridgefélag kvenna Staðan í aðalsveitakeppni Bridgefélags Kvenna eftir fjórar umferðir: stig Gunnþórunn Erlingsdóttir 65 Sigrún Pétursdóttir 65 Guðrún Einarsdóttir 60 Aldís Schram 57 Alda Hansen 52 Vigdísi-Guðjónsdóttir 47 Frá Hjónaklúbbnum í Rvík Á síðasta spilakvöldi fyrir jól lauk hraðsveitakeppninni og urðu úrslit sem hér segir: Sv. Drafnar Guðmundsd. 1922 Sv. Erlu Sigurjónsdóttur 1863 Sv. Dóru Friðleifsdóttur 1843 Sv. Huldu Hjálmarsdóttur 1822 Sv. Svövu Ásgeirsdóttur 1815 Sv. Gróu Eiðsdóttur 1773 Sv. Guðríðar Guðmundsd. 1768 Sv. Erlu Eyjólfsdóttur 1756 Meðalskor: 1728 Barometerkeppni hófst þann 12. 1. með þátttöku 30 para, keppnisstjórn er i höndum Sig- urjóns Tryggvasonar. Bestu skor f.vrsta kvöldið náðu eftirtalin pör: Ásta Sigurðardóttir — Ómar Jónsson 110 Dúa Ólafsdóttir — Jón Lárusson 89 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewss. 87 Valgerður Eiríksdóttir — Bjarni Sveinsson 77 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 77 Ólöf Jónsdóttir — Gísli Hafliðason 70 Friðgerður Benediktsdóttir — Jón Isaksson 65 Ásta Sigurgísladóttir — Lárus Arnórsson 51 Meðalskor: 0 Reykjanesmót í tvímenningi Reykjanesmót í tvímenningi verður haldið helgina 30.—31. janúar í Þinghól t Kópavogi. Spilaður verður barometer nteð tölvugefnum spilum. Skrásetn- ing fer fram hjá félögum, en einnig er hægt að láta skrá sig í síma 51647 (Stefánl. Keppnis- gjaldi er stillt í hóf. Reykjanesmót í sveitakeppni verður síðan haldið innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.