Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1982 17 •on. iann Sigurður Sigurbergsson sem fór síðastur björgunarmanna í land: „Þegar allt var orðið von íaust fór ég frá borði“ Sídasti björgunarmaðurinn um borð og frá borði í síðari lotu björgunarinnar var Sigurður Sigur bergsson, kallaður Siggi minkur vegna fimi og áræðis í bjarginu. Ilann sagði í samtali við Mbl. í gær að hrópin frá skipbrotsmönn- unum í myrkrinu um nóttina hefðu níst merg og bein björgunar manna. Belgarnir hefðu ákallað Guð, hrópað á hjálp og veinað, þeg- ar brotin riðu sífellt yfir skipið svo að það valt á bæði borð og hvarf í löðrinu og frussinu. Meira að segja möstrin hefðu horfið einnig, en svæðið var lýst upp með kösturum frá Lóðsinum fyrir utan brimgarð- inn og björgunarmönnum á brún hamarsins. Sigurður fór út til þess að að- stoða Guðmund Ólafsson, en þá höfðu þau hörmulegu tíðindi borizt í land að Kristján læknir væri fallinn fyrir borð og fastur í trollinu, en Hannes illa á sig kominn fram undir hvalbak í trollinu þar. „Við Guðmundur gátum komið bandi til Hannesar, en það var ekki vitglóra fyrir okkur að fara niður af hvalbaknum í brimsúg- inn þar. Hannes gat um síðir los- að sig úr trollinu og bundið sig í línuna fram undir hvalbaknum, en það gekk illa hjá honum að binda sig. Hann var orðinn svo kaldur en það tókst samt að því er virtist. Við drógum hann þá hægt yfir þilfarið sem hallaði á móti drættinum og við hvert tog festum við línuna þannig að hann færi ekki til baka. Hann gat lítið hjálpað til sjálfur, en þegar við vorum komnir með hann hálfa leið upp, röknuðu hnútarnir og hann lenti aftur undir trollinu. Úr því seigr á ógæfuhliðina, þar til yfir lauk. Það var hræðilegt að geta ekkert gert, sjá félaga sinn berjast fyrir lífi sínu, vera í seilingarfjarlægð en standa magnvana gegn brimhnefanum, sem einn réð ferðinni. Þetta hefur í rauninni munað svona 5 mínútum, því ólögin tóku skyndilega að ríða yfir skipið rétt eftir að björgun- armennirnir voru komnir um borð. Strax og Kristján og Hannes lentu í trollinu gátum við hent hnífum til þeirra og þeir byrjuðu að skera sig úr netinu. En þetta fór allt á versta veg. Kristján barst fljótlega út fyrir borð- stokkinn í trollinu, en Hannes var líklega í nær klukkustund að berjast fyrir lífi sínu. Þegar allt var orðið vonlaust fór ég frá borði.“ Sigurður Sigurbergsson kcmur síðastur frá borði, hægra megin við hann er Rafn Pálsson. Skipstjórinn á Pelagus hætt kominn á leiðinni í land: Sveifladist upp og niður allt að því tíu metra „ÞAU voru skelfileg, neyðarópin í skipbrotsmönnunum, þegar björgunarmenn komu á strandstað vestan við Prestabót um klukkan fjögur, angistin og neyðarópin voru slík, á milli þess sem brimið yfirgnæfði allt, að maður gleymir slíku aldrei,“ sagði Sigurður Þ. Jónsson úr hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið. „Þeir köliuðu á hjálp okkar, báðu um þyrlu og hrópuðu stanzlaust fljótt, fljótt, fljótt.“ Belgíski togarinn Pelagus kall- aði á Vestmannaeyjaradíó kl. 2.56 í fyrrinótt og tilkynnti, að drátt- artaug milli hans og belgiska tog- arans Amandine væri slitin skammt austur af Heimaey. Pel- agus hafði orðið fyrir vélarbilun á heimleið af íslandsmiðum og var á leið til Vestmannaeyja til viðgerð- ar. Höfðu skipin áætlað að vera í höfn um kl. 2. Pelagus bað strax um aðstoð Lóðsins í Eyjum og var ræst á skipið í snatri. Þegar Lóðs- inn var á útleið sáu skipverjar á Jóni á Hofi frá Þorlákshöfn hvar neyðarblysum var skotið upp skammt austan við Eyjar og þegar Lóðsinn var kominn austur fyrir nýja hraunið við Prestabót, var Pelagus strandaður á austasta tanganum þar og staðfesti Lóðs- inn það við Vestmannaeyjaradíó kl. 3.35. Voru björgunarsveitir ræstar út þá þegar. Kristinn Sigurðsson björgun- arsveitarformaður hjá Björgunar- félagi Vestmannaeyja sagði í sam- tali við Mbl., að fyrst hefði verið talið að leki væri kominn að togar- anum, þegar beðið var um Lóðsinn og því hefði slökkviliðið verið ræst út með tveimur hringingum. „En strax og ljóst var að skipið var strandað," sagði Kristinn, „létum við ræsa út Hjálparsveit skáta og Björgunarfélagsmenn. Liðið safn- aðist saman í Básum og síðan var haldið að Prestabót og suður að strandstaðnum með tækjabúnað- inn, en erfitt var að fara með hann yfir ófæruna þarna á nýja hraun- inu. í fyrsta skoti tókst að koma línu í togarann, en þá braut stanzlaust yfir hann á strand- staðnum undir hömrunum. Álandsvindur var, um 7 vindstig, en feikilega mikið brim og erfitt um vik á strandstað þótt skipið væri nærri landi. Skipbrotsmenn, sem þá voru sjáanlegir, fjórir bundnir fram á hvalbak, fáklædd- ir, náðu ekki linunni með góðu og þá var hún borin til landmegin þannig að þeir náðu henni frá hvalbaknum. Var hópur björgun- armanna þá kominn á strandstað og gekk vel að koma dráttartaug og stól í gagnið og gera klárt fyrir hífingu. Eftir að hafa dregið tvo menn í land, kom skipstjórinn og var þá stýrimaðurinn einn eftir, en skipstjórinn var fáklæddur. Þegar skipstjórinn var kominn hálfa leið, festist hann í skotlín- unni, sem einhverra hluta vegna var föst í bjargbelti hans, og skap- aðist þá mikil hætta, því brimboð- arnir köstuðu skipinu á bæði borð og stóltaugin gekk upp og niður þannig að skipstjórinn kastaðist upp og niður svo nam allt að 10 metrum. En um síðir tókst honum að losa sig úr bjargbeltinu í stóln- um og gekk þá greiðlega að draga hann í land. Síðan gekk vel að ná fjórða manninum, en þar sem skipstjórinn taldi, að aðrir skip- verjar um borð væru ekki á lífi í netageymslunni undir hvalbak og ekki var viðlit eins og á stóð í næt- urmyrkri og foráttu sjó, sem gekk yfir skipið, að huga að mönnunum, var ákveðið að bíða fjöru eftir að birta tæki á tíunda tímanum. Var það gert og þá hófst harm- leikurinn, sem þið Morgunblaðs- menn fylgdust með. En ég vil geta þess, að þarna unnu allir björgun- arsveitarmenn sem einn maður, en það, sem helzt hamlaði störfum fyrst, var siæmur fjarskipta- búnaður okkar. En það lagaðist strax og Hjálparsveit skáta koma á vettvang með sinn fjarskipta- búnað sem er mun betri og skát- arnir stóðu sig frábærlega vel í hjúkrun og aðhlynningu skip- brotsmanna. En hver maður gerði sitt ýtrasta í þessu erfiða starfi sem kostaði svo mikla fórn.“ Með þessu hörmulega slysi í gær hækkaði í 19 tala þeirra sem drukknað hafa við Vestmannaeyj- ar á aðeins þremur árum. Við ræddum einnig við Eirík Þorsteinsson og Sigurð Þ. Jónsson hjá Hjálparsveit skáta og kváðu þeir samstarf Björgunarfélagsins, slökkviliðsins, Hjálparsveitarinn- ar og sjálfboðaliða hafa verið mjög gott við feikilega erfiðar að- stæður. Þeir sögðu að í birtingu á fjöru hefðu menn skipzt á skoðunum um það hvort ástæða væri til þess, við þær aðstæður sem voru, að fara út i skipið og kanna hvort einhverjir væru á lífi, en að umræðum lokn- um var ákveðið að reyna að kanna málið og kom þá í ljós að þrír menn voru enn á lífi um borð, en áttundi skipverjinn hafði drukkn- að við sjósetningu gúmmíbjörgun- arbátsins um nóttina. Kváðu þeir félagar sjólag hafa snarversnað skyndilega þegar byrjað var að bjarga mönnunum þremur og ekki leið á löngu þar til brot gengu stanzlaust yfir skipið og mann- skapinn sem var þar um borð. Texti: Arni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jónasson Kristinn Sigurðsson Björgunarfélagsforingi og Guðfinnur SigurHnnsson læknir ræða stöðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.