Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 gang löngum hafa loðað við Skipa- skoöun ríkisins, síðar Siglinga- málastofnun ríkisins. Ætli þetta öfugmæli sé ekki álíka vel ígrund- að og margt annað í þessum rógskrifum hans um stofnunina og starfslið hennar. í þessum kafla greinar sinnar „Áralöng barátta við kerfið“ vill Árni Johnsen láta líta svo út, að útgerðarmenn og skipstjórar hafi barizt vonlausri baráttu við Ólaf T. Sveinsson skipaskoðunarstjóra til að heimila þeim að auka og bæta öryggisbúnað skipa sinna! Hér fer á eftir hluti úr öðru um- burðarbréfi skipaskoðunarstjóra dagsett 10. október 1951, sem gef- ur alveg þveröfuga mynd af bar- áttunni. Það er ekki barátta út- gerðarmanna og skipstjóra við kerfið, heldur er það barátta Ólafs T. Sveinssonar skipaskoðunar- stjóra við að fá alia útgerðarmenn og skipstjóra til að hlíta þeim ör- yggiskröfum um búnað, sem sett- ar hafa verið. Nú hótar Ólafur skipum farbanni, ef ekki verði fullnægt kröfunum um skipsbát eða fleytitæki. Umburðarbréf dagsett 10. október 1951 frá skipaskoð- unarstjóra til útgerðar manna og skipstjóra: „Með bréfi dags. 14. október 1950 beindi Skipaskoðun ríkisins þeim tilmælum til allra skipaeig- enda og skipstjóra á skipum yfir 20 rúmlestir að þeir útvegi sér bát á skipin, samkvæmt ákvæðum reglna nr. 43 frá 20. nóvember 1922, og var í bréfi bent á þá hættu sem af því stafar, að fara úr höfn bátlausir. Margir af skipaeigendum og skipstjórum á skipum, hafa góð- fúslega orðið við tilmælum Skipa- skoðunar ríkisins, að útvega sér bát, en aðrir hafa af óskiljanleg- um ástæðum ekki orðið við áður nefndum tilmælum Skipaskoðun- arinnar, þrátt fyrir að tilmælin hafa verið endurtekin munnlega. Nú hefir Skipaskoðunin gert það sem hún hefir getað, til þess að fá menn með góðu til að full- nægja þessu ákvæði reglnanna, um að hafa skipsbát, og ennþá skal reynt að gefa frest til 1. des- ember 1951. Verði þessum tilmælum ekki sinnt nú, mun ég líta svo á, aö farbann sem lagt er á skip af áður nefndum ástæðum, sé á rökum reist, samkv. 67. gr. 1. nr. 68/1947. Eftirlitsmenn munu því leggja farbann á hvert það skip 20 rúml. og stærra, sem ekki hefir skipsbát eða önnur fleytigögn sem Skipa- skoðunin hefir viðurkennt í stað báts. Skipstjórar og/eða skipaeigend- ur þessara báta mega því sjálfum sér um kenna, ef til þess verður að grípa að farbann verður sett á skipið. Til þess að skipstjórar og skipa- eigendur viti hvaða refsing liggur við því, ef skip, sem farbann hvílir á, er lagt úr höfn, skal þeim bent á að kynna sér XI. kafla laga nr. 68/1947 um eftirlit með skipum. Þetta er síðasta viðvörun í þessu máli.“ Þetta voru orð þess manns, Ólafs T. Sveinssonar, skipaskoð- unarstjóra, sem Árni Johnsen tel- ur nú hafa verið „dragbít" á ör- yggismál sjófarenda, „kerfið" sem útgerðarmenn og skipstjórar hafi barizt við áralangri baráttu til að geta aukið öryggi á sjó. Það er enginn hörgull á öfug- mælum og rangfærslum í þessari grein Árna Johnsen. Ekki eru hér þó tök á að rekja öllu fleiri sann- anir fyrir rangfærslum Árna, en gerir hann sér t.d. grein fyrir hve miklar endurbætur hafa verið gerðar á gúmmíbjörgunarbátum frá fyrstu gúmmíbjargflekunum? Árni telur mig vera sérstaklega hlynntan erlendum hugmyndum, og telur það vera ámælisvert og löst. Ég hefði talið það frekar vera ámælisvert, ef við ekki fyigdumst eftir beztu getu með erlendri þróun bjargtækja og reyndum að nýta það, sem hentað gæti við ís- lenzkar aðstæður. Þegar Árni tal- ar um tilraunir á heiðatjörnum skrifstofufræðinga erlendis, þá mun hann eiga við tilraunatanka skiparannsóknarstöðva erlendis, -eniag -frgea nnsd .snnstódftni. og þá jnunu „skrifstofufræð- ingarnir" vera skipaverkfræð- ingar þeir, er þar starfa. Ég get frætt Árna Johnsen á því, að við höfum notið þess í fjölmörgum at- riðum að erlendir aðilar hafa eytt stórfé í tilraunir, sem hafa komið okkur að góðu gagni. Þetta gildir líka um öryggi skipa og búnað þeirra. Þótt ekki geti allar slíkar til- raunir komið okkur að gagni þá væri það heimskulegt að fylgjast ekki með þróun þessara mála er- lendis. Aldrei komid inn fyrir dyr hjá Siglingamála- stofnun ríkisins Árni Johnsen hafði aldrei komið inn fyrir dyr hjá Siglingamála- stofnun ríkisins, þegar hann ritaði fyrri rógsgrein sína um stofnun- ina og birti í Mbl. 8. jan. 1982. Ég hélt að rannsóknarblaða- mennska fæiist í því, að rannsaka fyrst og skrifa svo, en þetta mun vera öfugt hjá Árna Johnsen. Auðvitað geta greinar orðið líf- legri og betur kryddaðar, ef ekki þarf að taka tillit til staðreynda, en þá fer líklega lítið fyrir sann- leikanum. aði það, að loknum tilraunum stofnunarinnar. Einar J. Gíslason var alla tíð einhver traustasti skoðunarmaður, gúmmíbjörgun- arbáta. Hann hafði alla tíð fulla viðurkenningu skipaskoðunar- stjóra, samstarf við hann var ávallt eins gott og best verður á kosið, og hann hætti störfum að eigin ósk. Netagerð Árna Johnsen Árni segir fyrri grein sína hafa verið þétt riðið net, en telur svargrein mína hafa verið illa rið- ið net. Ekki er ég sérfræðingur í neta- gerð, en vel má vera að auðveldara sé að ríða net úr rógi og níði um menn og málefni, heldur en þegar reynt er að styðjast við staðreynd- ir. — Greinilegt er á svargrein Árna Johnsen frá 21. janúar, að staðreyndir í málum koma honum illa, enda virðist losna um hnút- ana í netinu, sem hann taldi vera fastbundið áður en hann hafði gert sér Ijósar staðreyndir. Árni verður að viðurkenna, að bæði í ritinu Siglingamál frá júlí 1981 þar sem rakin er í máli og myndum þróun og prófun losun- arbúnaðar Sigmunds á gúmmí- þessi 33 skip. Verð hvers sjósetn- ingarbúnaðar hefur reynzt um kr. 22.400,- án uppsetningar, en upp- setning hvers búnaðar er áætluð að jafnaði um kr. 6.500,00. Svari nú Árni Johnsen í íslenzkum skipum er fjöldi gúmmíbjörgunarbáta oftast frá 2 upp í 5 bátar á hvert skip. Sjósetn- ingar- eða losunarbúnaðar er þörf á þá alla, ef flýta á sjósetningu þeirra eins og til er ætlazt. Af grein Árna Johnsen er augljóst, að hann veit mun betur en starfs- menn Siglingamálastofnunar ríkisins um nauðsynlegan tíma til að koma þessum búnaði á alla gúmmíbjörgunarbáta í öllum ís- lenzkum skipum, og Árni segist reiðubúinn að ljá liðsinni sitt. Því vil ég fara þess á leit að Árni John- sen svari því í næstu grein sinni hve langan tíma skuli leyfa í reglum þar til þessi búnaður er kominn í öll íslenzk skip. Þegar sá tími er útrunninn mætti taka haffærisskírteini af þeim íslenzkum skipum, sem þá hefðu ekki ennþá uppfyllt þessar kröfur. Það verður mjög fróðlegt að kynnast skoðunum Árna John- sen í þessu máli. l.josmynd: l*étur Thomsen. Þessi mynd var tekin á ytri höfninni í Reykjavík við tilraunir Skipaskoðunar ríkisins til að prófa styrkleika á fangalínum í gúmmíbjörgunarbátana og festinga þeirra, með drætti í hlöðnum gúmmfbáti á eftir skipi. Eftir þessar tilraunir lét Skipaskoðunin auka verulega styrkleika á fangalínunum. Ekki hefur Árni Johnsen heldur gefið sér tíma til að kynna sér efn- islega lög og reglugerðir, sem hann þó stundum vitnar til. Regl- ur um notkun gúmmíbjörgunar- báta á íslenzkum skipum eru orðn- ar margar og hafa breyzt verulega frá fyrstu reglum. Þá þróun yrði of langt mál að rekja hér, en Skipaskoðun ríkisins hefur gert ótal margar tilraunir vegna breyt- inga og endurbóta á gúmmíbjörg- unarbátum, samtímis þeirri reynslu sem notkun gúmmíbjörg- unarbátanna hér við Iand hefir gefið tilefni til. Björgun íslenzkra sjófarenda á gúmmíbjörgunarbátum hefi ég oftsinnis rakið í fjölda greina, sem ég hefi ritað og birtar hafa verið hérlendis og erlendis. Ávallt hefi ég að sjálfsögðu getið þess, að notkun gúmmíbjörgunarbáta á ís- lenzkum skipum hófst í Vest- mannaeyjum. En það rýrir ekki á neinn hátt frumkvæði Vest- mannaeyinga í þessu máli, að þess sé um leið getið, að Ólafur T. Sveinsson skipaskoðunarstjóri leyfði notkun gúmmíbátanna, áður en þeir voru teknir þar í notkun, og að sjálfsögðu var það með vit- und og vilja skipaskoðunarstjóra að gúmmíbátur var um borð í VEIGU þegar hún fórst 1952. Það er alger fjarstæða hjá Árna John- sen að halda því fram, að heimild skipaskoðunarstjóra til notkunar gúmmíbáta hafi verið ógild þegar Veiga fórst. Jafn mikil fjarstæða er það sem Árni segir, að til hafi staðið að víkja Einari J. Gíslasyni skipaskoðunarmanni gúmmíbáta í Vestmannaeyjum frá störfum, vegna þess að hann hafi í óleyfi styrkt línur gúmmíbjörgunarbáta áður en Skipaskoðunin fyrirskip- >iöJfm.e oa , Jn i H > íe>l ’9 á'í björgunarbátum, og í ritinu Björgunarbúnaður Sigmunds, sem út var gefið nokkru síðar af áhugamönnum í Vestmannaeyj- um, er þess getið, að búnaðurinn hafi þá þegar verið viðurkenndur af Siglingamálastofnun ríkisins. Þó telur Árni að doði hafi ríkt hjá Siglingamálastofnun ríkisins um þetta mál, af því að stofnunin hafi ekki strax samið reglur og lagt fram tillögu til ráðherra um að þessa búnaðar yrði krafizt án fyrirvara í öll íslenzk skip. Eins og áður hefir komið fram, þá ritaði siglingamálastjóri bréf til samgönguráðherra 20. ágúst 1981 þar sem gerð er grein fyrir þessu máli, og rætt um að leita megi umsagnar hagsmunaaðila á grundvelli greinargerðanna í Sigl- ingamálum nr. 13, júlí 1981. Þar er frumkvæði Vestmannaeyinga fagnað og mælt með því að losun- ar- og sjósetningarbúnaður verði settur í íslenzk skip, þótt hans sé ekki krafizt ennþá í reglum. — Þá þegar höfðu Vestmannaeyingar ákveðið að slíkur búnaður yrði settur í fiskiskip í Vestmannaeyj- um fyrir vetrarvertíð veturinn 1981/1982, og þá átt við að einn gúmmíbátur í hverju skipi sé með sjósetningarbúnaði, en algengt er að 2—3 gúmmíbátar séu í hverju skipi samkvæmt gildandi reglum. Nú um mánaðamótin janúar/ febrúar 1982 eru alls 33 skip í Vest- mannaeyjum komin með sjósetn- ingarbúnað á minnst einn gúmmíbát hvert en 2 munu vera með slíkan búnað á 2 gúmmíbátum. Það er vélsmiðjan l>ór hf. í Vestmannaeyj- um sem hcfur smíðað þennan bún- að, sem að mestu er gerður úr ryðfríu stáli. Smíði þessa búnaðar eftir að efni var fengið hefur kostað 4 manna vinnu í um 6 mánuði fyrir -nioljj .ti98 ,js!li; ÓJJ'I ÍI9 .19 óinto Rannsóknarnefnd sjóslysa og Sigmundsgálginn Árni telur að Rannsóknarnefnd sjóslysa hafi verið mun jákvæðari varðandi Sigmundsgálgann en Siglingamálastofnun ríkisins. Þar tel ég ekki vera mun á áhuga þess- ara tveggja stofnana, sem vinna eiga að ýmsum sömu verkefnum. Siglingamálastofnun ríkisins var í upphafi meira inni í málinu, skoð- aði m.a. búnaðinn i samráði við Sigmund, áður en hann var settur saman. Rannsóknarnefnd sjóslysa frétti síðar um þessi mál og þar eð fjárhagur Rannsóknarnefndar sjóslysa er mun rýmri en Siglinga- málastofnunar ríkisins miðað við verkefni, gat sú stofnun boðið fram fé á sama tíma og Siglinga- málastofnun rikisins varð að takmarka verulega ferðir skipa- skoðunarmanna út um land til lögskipaðra skoðana skipa vegna rekstrarfj árskorts. Þegar prófun fór fram á skut- rennubjargbát við skutrennu í skuttogaranum Vestmannaey, var sagt að sú prófun hafi verið greidd af Rannsóknarnefnd sjóslysa. í Morgunblaðinu 28. mars 1981 birt- ist með grein eftir Árna Johnsen mynd af þremur sjóslysanefndar- mönnum, og í myndatexta stend- ur: „... en enginn fulltrúi frá Sigl- ingamálastofnuninni hefur fylgzt með þessum merkilegu björgun- artillögum“. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að enginn hafði nefnt það við skrifstofu Siglingamálastofnunar ríkisins í Reykjavík að þessi til- raun ætti að fara fram. Tilraunin var sögð vera á kostnað Rann- sóknarnefndar sjóslysa, en nefnd- in hvorki hauð Siglingamála- icgm* EnnEnuesv ifi>;> Oj;« 19 . stofnuninni að senda fulltrúa, né lét hana vita um þetta. Hitt er svo annað mál, að í Vestmannaeyjum er fastráðinn eftirlitsmaður Sigl- ingamálastofnunar ríkisins, sem einnig er skoðunarmaður gúmmi- björgunarbáta, Þórarinn Sigurðs- son. Árni Johnsen telur þó ekki hann vera fullgildan fulltrúa Sigl- ingamálastofnunar ríkisins, því hann getur hans að engu í þessari fréttagrein. Siglingamálastofnun ríkisins telur að sjálfsögðu að þessi auka- gúmmíbátur aftan við skutrpnnu skuttogara geti verið gagnlegur, en það er þó einkanlega til að auka björgunarmöguleika þeirra manna, sem ekki vilja nota þann búnað, sem lögskipaður er í ís- lenzkum skuttogurum, öryggis- belti og vír sem hindrar að mönnum í skutrennu geti skolað fyrir borð, og öryggishjálmur á höfði. Það skal tekið fram, að ég tel ekkert óeölilegt í því, að Vest- mannaeyingar taki fegins hendi og fremur samstarfi við stofnun, sem boðið getur fram fé til fram- kvæmda, eins og Rannsóknar- nefnd sjóslysa, fremur en févana stofnun eins og Siglingamála- stofnun ríkisins. Þegar prófun fór fram á vegum Vestmannaeyinga sjálfra þann 20. maí 1981 var Siglingamálastofnun ríkisins hinsvegar boðið að senda mann til Vestmannaeyja, og þótt tæpt væri um rekstrarfé var ákveðið að Páll Guðmundsson, skipaskoðunarmaður, færi til Vestmannaeyja til að vera við þær tilraunir. Frá þessu öllu er nánar skýrt í ritinu Siglingamálum júlí 1981, eins og áður er getið. Rektilraunir Sjóslysanefndar og tilraunir Siglingamála- stofnunar vegna endurbóta á gúmmíbátum og rekakkerum Þótt oftsinnis hafi áður verið greint frá því að rektilraunir Sjó- slysanefndar og tilraunir Sigl- ingamálastofnunar ríkisins vegna endurbóta á gúmmíbjörgunarbát- um og rekakkerum þeirra hafi ekki haft sama tilgang, þá stagast Árni Johnsen ennþá á því að svo hafi verið. Rektilraunir á vegum Rann- sóknarnefndar sjóslysa voru gerð- ar í þeim tilgangi, að kanna áhrif vinds og straums á rekstefnu gúmmíbjörgunarbáta vegna leitar slíkra gúmmíbáta ef sjóslys yrði. Tilgangur þessara rektilrauna var ekki að kanna styrkleika eða stöðugleika gúmmíbátanna. Til þessara tilrauna voru því m.a. not- aðir gamlir gúmmíbátar sem teknir höfðu verið úr notkun og iegið lengi ónotaðir í geymslu. Þeir voru þéttleikaprófaðir fyrir tilraunirnar, en þeir voru ekki lögleg björgunartæki. Svo fór að sumir þessara gúmmíbáta rifnuðu, aðallega skjólþakið. Af þessu voru ranglega dregnar ályktanir um annað en rekstefnuna, sem var tilgangur þessara rektilrauna. Tilraunir Siglingamálastofnun- ar ríkisins 1980 og 1981 voru hinsvegar gerðar til að finna leiðir til að auka stöðugleika gúmmí- björgunarbátanna og vegna endurbóta á gúmmíbátunum til að skjólþakið stæðist betur álag frá sjó og vindi. Þessar tilraunir Sigl- ingamálastofnunar ríkisins reynd- ust mjög gagnlegar. Ný gerð skjól- þaks-ops og lokunarbúnaður var kannaður og prófaður, ný gerð sjó- kjölfestupoka, ný stigaþrep og breytt gerð rekakkera, sem sannað hefur verið að auka verulega stóð- ugleika gúmmíbátanna og það svo, að engum gúmmíbát hvolfdi sem tengdur var þessari nýju gerð rek- akkera við síðari tilraunirnar vet- urinn 1980/1981. Frá þessum tilraunum er skýrt náið í tveimur heftum af Siglinga- málum. Tilraunirnar hafa vakið mikla athygli erlendis, og á annað hundrað fyrirspurnir hafa borizt Siglingamálastofnuninni frá er- lendum aðilum. Þennan árangur telur Árni Johnsen þó ekki ástæðu til að geta um. — Nei, „silaháttur", „doði", „dragbítur", „þyrnirósasvefn“, þetta eru orðin sem Árni Johnsen telur hæfa starfi Siglingamála- stofnunar ríkisins. ur.i á lócsv i9 Oubnut.: m » Brnit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.