Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMM'PUDÍÖtflft'lrÍFEBRÚAR 1982 Sveinn Ólafsson Markmið allra stjórnmála- starfsemi getur aðeins verið eitt: að virkja skynsemi og viturleika í |>águ velferðar samfélagsins. Að ná þessu markmiði er hinsvegar ekkert einfalt mál og þannig bundið mörgum örðugleikum, því skynsemi og viturleika er vanda- samt og erfitt að meta og vega. Algildan og óbrigðulan mæli- kvarða er vart að hafa, nema ef vera skyldi prófraun reynslunnar sjálfrar, sem ein sýnir, en þó ekki fyrr en eftirá, hvaða eiginleikum einstaklingar búa yfir í þessum efnum, þ.e. í þeim þúsundum atriða er til þarf í sambandi við hin flóknu og margbrotnu við- fangsefni stjórnmálanna í hinu daglega lífi. Fái hún ekki að tala sínu máli um einstaklingana eru þeir ekki annað en óskrifað blað. Á umliðnum öldum hafa kyn- slóðir og samfélög leitað ýmsra ráða til að geta virkjað þessa háleitu og í raun fágætu hæfileika í sína þágu fólkinu til gagns og hagsbóta, en gengið misjafnlega. A síðari tímum birtist á sjón- arsviðinu sú stefna, sem vér al- mennt þekkjum undir heitinu: Lýðræði. Þetta form réttar al- mennings tii að hafa áhrif á stjórnarfar hefir þótt gefa mesta og bezta möguleika á að tryggja almenna velferð og réttlæti í stjórnarháttum, þótt því sé hins- vegar í mörgum efnum áfátt eins og þekkt er. Dæmi um vandkvæði í þessum efnum er m.a. jafnt vægi atkvæða áhugalítilla og um leið oft þekkingarlausra þegna á við hina áhugasömu, vel upplýstu og reyndu í pólitískum efnum, þótt þetta sé beinlínis úrslitaatriði um það að menn viti hvað þeir eru að gera og geti þannig tekið ábyrga afstöðu til vandmetinna mála. Af þessu hefir leitt þann mikla ókost að engan veginn er tryggt með þessu fyrirkomulagi, sem þó telst hið bezta, að möguleikar séu fyrir hendi til að virkja þá einstaklinga í samfélaginu, sem hafa bezta hæfileika, reynslu og þekkingu til að geta unnið samfélaginu gagn í hæzta mæli. „Móðins“ tal og lýðskrum hafa brenglad dómgreindina Ekki fer hjá að ýmsar afskræm- ingar hafa komið fram í dagljósið á hugmyndum manna um hvað lýðræði sé, hvar mörk þess liggja og hver séu þau iögmál þess, sem ekki má brjóta, ef ekki á að leiða af því samféiagslega ógæfu og ófarnað. Virðast ýmsir hafa rugl- azt all meinlega í ríminu og mis- heppnazt í þessum efnum að greina hvar rökum og skynsemi sleppir og firrurnar taka við. I dag stöndum vér andspænis því að þorri almennings hefir gleypt allskonar hugmyndir í þessum efnum að því er virðist al- gjörlega ómeltar, þannig að alls- kyns „móðsins“ tal og lýðskrum hafa brenglað dómgreindina svo að hinar fáránlegustu hugmyndir eru uppi um Iýðræði, og jafnvel svo að nær engin rök duga til að andæfa þessum ófögnuði, jafnvel við fólk sem annars hefir virzt vera sæmilega skynsamt. Kveður svo rammt að að manni verður á að halda að hvaða skoðanir sem eru, hversu vanhugsaðar og skyni skroppnar sem þær eru, geti geng- ið inn hjá fólki, þegar múgsefjun kemur inn í myndina. Og í öllu moldviðrinu er varla nokkuð við- urkennt sem lýðræði, sem ekki all- ir geta ráðskazt með og jafnvel umturnað svo að vart standi steinn yfir steini að því er varðar gagnlegar og nytsamlegar niður- stöður þ.e. gert að hrærigraut. Af- bakanir af margskyns tagi eru orðnar hreint vandamál þannig að margir vita nánast varla hvað snýr upp eða niður. Svo langt hefir þessi ruglings- háttur gengið, að þótt það sé manna í milli viðurkennt að nauð- syn beri til að hafa leiðtoga til að ráða ferðinni til að nokkurt vit geti verið í hlutunum, þá fæst vart nokkur samstaða innan þjóðfél- agsins til að leyfa slíkum leiðtog- um að hafa þau forráð að þeir geti uppfyllt skyldur sínar og stjórnað í friði og spekt með því viti sem þeir hafa og eitt getur leyst þann vanda sem við er að glíma. Vitið, sem viðurkennt var með vali þeirra að þeir hefðu, dugar nú ekki og er einskis eða lítils metið. Allir verða að geta haft hönd í bagga, og ruglað stefnuna með sínum misskildu „lýðræðislegu" skoðun- um, sem gjarnan birtist síðan í misbeitingu valds og allskyns þvingunaraðgerðum og kverkatök- um í samfélaginu. Þetta merkir í raun að lýðræðislega kjörnir stjórnendur fá lítinn eða engan frið til að stjórna fyrir öllu „lýð- ræðinu". Slíkt ástand er hið versta sem hent getur fyrir lýðræðið sjálft, og þannig er hið brothætta fjöregg, lýðræðið, sem ríður á að vernda, í mikilli hættu. Eru „prófkjör“ eina sanna lýðræðið? Ein af skrumskælingunum, sem komið hafa upp í sambandi við rangtúlkun hugmyndarinnar um lýðræði eru hin svonefndu „prófkjör" innan stjórnmálaflokk- anna, „opin“ eða „lokuð", til vals á mönnum á framboðslista til al- mennra kosninga, þ.e. vals á mönnum til að velja til forystu í þjóðmálum fyrir flokkana og þar með þjóðina. Slík er ósamkvæmn- in og skilningsleysið, að nú fæst það vart lengur viðurkennt al- mennt, að þeir sem valdir voru forystumenn sakir hæfileika sinna, reynslu og þekkingar til að leiða flokk á vandrötuðum vegum skynsemi, hafi lengur það vit til að bera að geta gagnað til þess að sjá út, útvegað og valið sína sam- starfs- eða eftirmenn til að sjá málefnum flokks og þjóðar (ef þeir verða kosnir) farborða. Til þessa er þeim nú ekki treyst lengur. Þetta kallar þegar á spurninguna um flokksmennina sem völdu þá: Vantaði þá við valið vitglóruna «1- gjörlega í þá? Eitthvað er bogið við slíka hluti. Þetta passar ein- faldlega ekki saman. Og ef um einn stóran misskilning er að ræða, hvar er þá flokkurinn á vegi staddur? Hver getur treyst slíkum flokki? Hvað sem svarið er liggur þó það ljóst fyrir að hér er ekki heil brú í. Samkvæmnina og vitið vantar hér algjörlega, eftir því sem bezt verður séð. Eitt er víst að velja verður menn til forystu sem trausts eru verðir, og um leið er það lágmarkskrafa að þeir fái að njóta traustsins í alvöru. Eins og áður segir eru allir upp- fullir af því að „prófkjör" séu hið eina sanna lýðræði. Og ef það sé ekki viðhaft muhi það kalla fram þá hættu að sá stjórnmálaflokkur, sem framfylgi slíkri óhæfu, muni hreinlega splundrast. Þegar skoð- un af þessu tagi kemur fram eins og hún sé hinn eini sannleikur, þótt hún sé meira og minna nýtt „móðins" fyrirbæri, þá verður manni einfaldlega á að spyrja sjálfan sig: Hvar eru grundvall- arrök stjórnmálastarfsemi og stofnunar stjórnmálasamtaka? Um leið kemur fram spurningin um hvernig það var, sem menn nú vilja varpa fyrir róða? Þá einnig verður sú spurning uppi: Hvort vitið og skynsemin hafi núna fyrst verið að verða til? Getur verið að þetta hafi allt verið glórulaust áð- ur? Kjörnefndir gerðar nánast óvirkar Látum oss þá skoða hvað stofn- um stjórnmálaflokks eða samtaka í raun merkir. Áhugasamir menn um velferð samfélagsins stofna með sér samtök. Þeir leggja mikla vinnu og tíma á grundvelli reynslu sinnar, þekkingar og vitsmuna til að móta vandasama og margþætta stefnuskrá um öll þau fjölþættu mál sem rekstri samfélagsins, viðskiptum þess innávið og útávið eru samfara. Hið eðlilega er sam- kvæmt þessari mynd af upphaf- inu, að þessir menn segi sín í milli: Við ætlum að vinna að þessari stefnu, sem við höfum mótað á eigin spýtur, fylgi hinna almennu kjósenda, og við ætlum að finna okkur menn, sem eru færir um að framfylgja þessari stefnu, skilja hana og erum tilbúnir að verja hana í orði og verki og þannig leiða hana inn í samlíf þjóðarinn- ar svo það megi auka velfarnað hennar og þannig verða flokknum og stefnu hans til framdráttar. Til að þetta mætti takast voru út- nefndar kjörnefndir þar sem voru menn, sem voru taldir færir um að finna hina hæfustu og framboðsl- ega sterkustu menn, skilja hvað til þyrfti og hafa getu til að fá þá menn til liðsinnis, sem heppilegir væru í þessu tilliti. í hendi þessara kjörnefnda var þannig velferð flokksins ails, því svo veigamikið var að vel tækist til og hinir beztu menn einungis væru í framboði. Þegar nú kjörnefndir eru gerðar nánast óvirkar og „prófkjör" verð- ur hið ákvarðandi afl eða þáttur, hvað skeður þá? Jú, svarið liggur opið fyrir. „Lýðræðið" liggur þá í því að allir þessir áhugasömu menn, sem grundvöiluðu flokkinn og hafa lagt í það alúð, vinnu og hugvit að móta stefnuna og eiga að bera ábyrgð á henni, segja nú eða er gert að segja, nú skulum við hætta að ákveða sjálfir hverjir hafa hæfileika og séu færir um að vera í forsvari fyrir flokkinn. Við skulum láta fólkið sjálft segja okkur hvaða menn við eigum að hafa í framboði. Og við skulum afsala okkur öllum rétti til þess að taka ákvarðanir eða stjórna gangi framboðsins í nokkru efni. Menn semja að vísu einhverjar reglur um þetta, en reynslan sýnir að þær duga oftast skammt og svo- kallaðar kjörnefndir verða með þessu nánast áhrifalausar vegna heimtufrekjunnar, óeiningarinnar og skammsýninnar, sem reynslan sýnir að þessu fyrirkomulagi hefir nánast fylgt eins og óheilla draug- ar. Þetta tvennskonar fyrirkomu- lag verkar þannig í rauninni sem tvær næstum gjörsamlega ósam- þýðanlegar andstæður, þótt mörg- um velviljuðum manni hafi í upp- hafi sýnst að þær gætu samverkað til góðs hver með annarri. Þær kalla óhjákvæmilega fram spurn- ingar eins og: Hvar er lýðræðið í þessu dæmi? Hvar er skynsemin? Hvar er trygging þess að „próf- kjörin“ leiði fram þá hæfileika- menn, sem samfélagið þarfnast, menn sem ráða yfir dugnaði, þekkingu og vitsmunum til að geta gengt hinu vandasama hlutverki svo að fullnægjandi sé fyrir bæði þjóðina og flokk sinn? Eftirtekjan oftast óvissa og ákvördunin fálm Frumkvæðið er með „prófkjör- unum“ tekið að mestu af kjör- nefndunum, eins og áður er vikið að og reynslan sýnir, svo að öryggi stefnunnar er teflt í tvísýnu þar sem val frambjóðenda er nánast háð tilviljun og allskyns misjafn- lega þekktu eða jafnvel óþekktu og Sveinn Ólafsson „„Prófkjörin“ hafa því miður hingað til ekki, að dómi þess er hér ritar, sýnt sig að vera annað en hrein sirkusfyrirbæri, sem hafa valdið ómældum skaða með því m.a. að láta hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna á Islandi fjölmargt afburðafólk í stjórnmálum, þjóðinni til bæði vansa og ómælds tjóns, þótt það sé ekki frekar tíundað hér, en ekki er að efa að margir þekkja þetta og eru sömu skoðunar um hversu hörmulega hefir þar til tekist í mörgum tilfell- um.“ hugsanlega meðfram metnaðar- gjörnu fólki næsta taumlaust eft- irlátið að ákveða sjálfu að það hafi nauösynlega hæfileika og kosti til að bera fyrir flokk og um leið þjóð, og þannig til að geta boðið sig fram. Um hugsanir, hvatir og hæfileika þessa fólks geta aðeins fáir vitað nema að litlu leyti. Með „prófkjörunum" stendur leiðin þannig algjörlega opin, eða a.m.k. hindrunarlítið opin, fyrir slíkt fólk, sem er að mestu leyti oft algjörlega óskrifað blað, til að troða sér á framfæri með hryggi- legum hætti að þarna liggur skýr- ingin á því að kjörnefndum (sem í „prófkjörum" eru sem næst nafnið eitt) hefir nánast reynst ókleift að fá rönd við reist til að tryggja hagsmuni flokksins, vegna þess yfirgangs sem gjarnan vill fylgja þegar komið er út í þessa hluti. Skynsamlegum hömlum verður nánast ekki komið við fyrir „dugn- aði“ hinna sjálfskipuðu frambjóð- enda, svo ekki sé kveðið sterkar að orði. Reynslan hefir leitt í ljós að næsta fáum af kjósendunum, sem eiga að velja og þar með dæma, er ljóst hverjum hæfileikum og kost- um margt af þessu mjög svo fram- andi fólki eru búið, án þess að iasta það, en það er bara margt óþekkt. Þegar svo stór hópur af slíku fólki kemur fram á einum stórum „prófkjörs“-lista verður allt í óvissu og vandamálum — Skoðanamyndun þeirra, sem eiga að velja og þar með vera útverðir lýðræðisins, verður nánast gjör- samlega í molum, því flestir vita vart sitt rjúkandi ráð. Það er nefnilega ekkert áhlaupaverk að komast að raunhæfri niðurstöðu um hæfni hvers og eins í tíma, þ.e. áður en kjósa skal því tóm til þess er lítið hjá flestum en slík rann- sókn útheimtir vinnu ef til gagns á að vera. I raun gefast allflestir upp, þótt ekki sé mikið á slíkt minnst, enda vorkunnarmál að láta ekki vita um slíkan vanda. Jafnvel fæstir gera sér þetta nema í litlum mæli ljóst. Samt skal þetta „bliva". Þótt kjósendur skoði myndir, spyrji náungann og reyni að festa hendur á einhverjum raunhæfum upplýsingum um hver sé hæfastur verður eftirtekjan samt oftast óvissa og ákvörðunin fálm að því er tekur til þessa grundvallaratriðis. Hér kemur svo áróðursvél vina og kunningja hinna sjálfvöldu frambjóðendaefna hrelldum kjós- endum „til hjálpar" í þessari þján- ingu valsins. Kjósendur fá upp- hringingu frá einhverjum vini eins frambjóðandans, sem veit allt um ótvíræða kosti og hæfileika þessa „ágætis og afburðamanns," sem „við nokkrir höfum ákveðið að styðja." Og þetta kemur nánast eins og hrein björgun í vandamál- inu, og nú veit viðkomandi hvað hann á að gera. Og oft hefir þann- ig sá mesta möguleika til að fá „sinn mann“ studdan, sem fyrstur er að koma honum á framfæri við sem flesta. Þetta verður þá oft líka kunningjamál og greiða- starfsemi byggð á óyfirveguðum loforðum við vininn um stuðning af þvi að að hans sögn „þetta er svo góður maður" (sem útaf fyrir sig getur verið rétt, þótt mikið til allt sem til þarf skorti að öðru leyti). Fólk leitt fram í blindni Hver sér ekki að slík meðferð á hugtakinu „lýðræði" er hreinn skrípaleikur með þessu háttar- lagi? Sjá menn ekki að fólk er hér leitt áfram í algjörri blindni og er sett í vonlausa aðstöðu til að koma nokkurri dómgreind að? Skoðana- myndunin er fölsk. Hún er nánast fjarstýrð, þar sem allt vantar til aö skapa raunhæfa vissu. Og þeir, sem gleggst þekkja, vita hve átak- anleg eftirtekjan hefir í mörgum tilfellum orðið að því er varðar hæfni ýmsra þeirra sem valist hafa til foryrtu á ýmsum sviðum þjóðmálanna, hve reynsluskortur hefir víða orðið til tjóns og traf- ala, því það er ekki öllum gefið að hafa hæfileika á stjórnmálasvið- inu, þótt þeir geti að öðru leyti verið beztu menn. Spurningin sem þetta kallar á er, hvort ekki hefir gleymst í öllu moldviðrinu og nýungagirninni að skoða ýmsa aðra möguleika og jafnvel halda í ýmislegt af því gamla góða sem reynslan hafði kennt fyrirrennurunum að væri gott og nothæft? Er ekki nauð- synlegt að betur sé tryggt að þjóð- inni verði helzt ekki boðið uppá annað en þrautreynda og þekkta hæfileikamenn til að kjósa um, þó nýliðar verði með, en aðeins í hóf- legum mæli? Og þá er um leið spurningin, hvort leiðir til þessa séu ekki til, hugsanlega með ein- hverri samblöndun á gömlu og nýju? Og af hinu gamalreynda með íhlandi mætti hugsa sér að skoða hvort ekki gæti verið gæfu- legt að skoða eftirfarandi, í stað „móðins" leið „prófkjöranna" með öllum sínum vanköntum: Væri ekki rétt að gjöra kjör- nefndirnar virkar á ný sem úr- skurðandi aðila til að velja fram- bjóðendur fyrir flokkana? Skylda þeirra væri að 1) sjá út hæfa og þekkta og vel kostum búna menn til að verða málefni flokki og þjóð til gagns (ef þeir hljóta kosningu), 2) að fá þá til framboðs, 3) að leita eftir tillögum frá flokksmönnum um flokksmenn, sem hugsanlega væru studdir nokkrum fjölda með- mælenda, 4) að kalla eftir fram- boðum frá mönnum, sem sjálfir hafa hug á að fara út í stjórnmál (sem nú eru þeir, sem mest sækja á um „prófkjörin"), en þeim verði þá einnig gert að útvega sér tiltek- inn fjölda meðmælenda (eins og þeim sem aðrir stinga uppá). Mætti hugsa sér meðmælendur Prófkjörin og skynsemin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.