Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 47 • Hinn harðskeytti línumaður KR-inga, Jóhannes Stef- ánsson, brýst í gegnum vörn FH og skorar. • Kristján Arason FH var hreint óstöðvandi í leiknum í gærkvöldi, sýndi snilldarleik og skoraði átta mörk. Gífurlegum baráttuleik KR og FH lauk með jafntefli „Hef hug á þvi að hætta að leika með Víkingi* - segir Þorbergur Aöalsteinsson FG IIEF mikinn hug á því að hætta að lcika með meistara- flokki VHiings eftir þetta - keppnistímahil. I>að er orðið alltof mikið að æfa sex sinnum í viku og þurfa að sinna fullri vinnu um leið. I>etta er hægt í þrjú, fjögur ár en ekki miklu lcngur. Ég hcf mikinn áhuga á því að taka að mér þjálfun hjá 2. deildarliði og hugsanlega að lcika líka mcð því, sagði stór skyttan hjá Víking, l>orbergur Aðalsteinsson, er Mbl. ræddi við hann í gær. — horbergur sagðist hafa áhuga á að lcika erlendis, máski á Npáni. Hann sagðist hafa fcngið tilboð frá liðum í 2. dcild í Vesturl»ýskalandi en hann hefði ekki áhuga á að leika þar aftur. — I>R. GÍFURLEGUM baráttuleik KR og FH í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik í gærkvöldi lauk með jafn- tefli, 22—22. Staðan í hálfleik var 10—9 fyrir FH. Svo jafn var leikur liðanna að allan síðari hálfleikinn var jafnt á öllum tölum. Gífurleg spenna var í leiknum sem var vel leikinn af hálfu beggja liða. FH-ingar náðu forystunni í leiknum þegar 2. mín. 58 sek. voru til leiksloka. Þá skoraði Kristján Arason mjög örugglega úr víta- kasti og staðan var 22—21. Sókn KR-inga rann út í sandinn og FH hafði boltann þegar rúm ein mín- úta var til leiksloka. Kristján Arason var tekinn úr umferð mestan hluta síðari hálfleiksins og var tekinn stíft undir lok leiks- ins. Þegar ein mínúta var eftir reyndi Hans Guðmundsson mjög ótímabært skot úr vonlausu færi og KR-ingar fengu boltann. Hauki Ottesen tókst svo að fiska vítakast í síðustu sókn KR. Og úr vítinu skoraði Björn Pétursson sem kom eingöngu inná í leiknum til að Staðan í 1. deild STAÐAN í I. deild íslandsmótsins í handknattleik er nú þessi: Víkingur 10 8 0 2 233-179 16 FH 10 7 1 2 249-232 15 Þróttur 10 7 0 3 222-197 14 KR 10 6 1 3 214-205 13 Valur 10 4 0 6 203-203 8 HK 10 2 17 176- 200 5 Fram 10 2 1 7 193-243 5 KA 10 2 0 8 189-220 4 taka víti og skoraði úr fjórum af öryggi. FH náði ekki að nýta sér þær fáu sekúndur sem eftir voru af leiknum og stigin skiptust því bróðurlega á milli liðanna og eftir gangi leiksins má segja að það ha- fi verið sanngjörn úrslit. Alfreð Gíslason bar leik KR liðsins alveg uppi og sýndi stór- góðan leik. Þá sýndi Ragnar Hermannsson snilldartakta í sóknarleiknum og skoraði glæsileg mörk úr horninu. Gísli Felix varði mark KR með mikilli prýði allan síðari hálfleikinn. I liði FH sýndu þeir Kristján Arason og Þorgils Óttar afbragðs góðan leik og báru af öðrum leik- mönnum. Þá átti Haraldur Ragn- arsson mjög góðan leik í markinu hjá FH og varði nokkrum sinnum ótrúlega vel. Þar er mikið efni á ferðinni. Pálmi Jónsson átti góðan leik í sókninni en lék ekki eins vel í vörninni. Bæði liðin sýndu mjög góðan varnarleik og oft á tíðum brá fyrir afbragðs línuspili hjá báðum lið- unum. Mikill hraði var í leiknum sem var hin besta skemmtun fyrir fjölmarga áhorfendur sem á leik- inn horfðu. í STirmi MÁLI: íslandsmólid 1. deild: KK — KII 22—22(9—10). MÖKK KK: Alfreó Císlason 7, Itaanar ller mannsMin 4, Kjörn 1’étursHon 4 v., Ilaukur (■(‘irmundsNon 3, Jóhanncs Stefánsson 2, llauk ur Ottesen 1, (íunnar (>íslason I. MÖRK FH: Kristján Arason H, 5 v., l»orgils Ottar Mathiesen 5, Pálmi Jónsson 3, Hans (>ud- mundsson 3. Sæmundur Stefánsson 1, (>uð- mundur Magnússon I, Valgarð Valgarðsson I. BROTTVÍSANIR af velli: Jóhannes og Friðrik l*orhjörnsson í KR 2 mín. hvor. I*álmi Jónsson og llans í Kll 2 mín. hvor. VARIN VÍTI: llaraldur Ragnarsson varði víti frá Alfreð, Kristján Arason skaut í stöng. — KA skoraði fyrsta markið á 8. mínútu ÞRÓTTUR sigraði lið KA mjög ör uK(,dega í I. dcildinni í gærkvöldi er liðin léku á Akureyri. Þróttur sigraði með 23 mörkum gegn 19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14—7 þeim í hag. Mikill kraftur var í leik Þrótt- ara í upphafi leiksins og komst liðið þá í 8—1. Leikmönnum KA gekk mjög illa að skora hjá Ólafi Benediktssyni markverði sem varði alls 16 skot í fyrri hálfleikn- um. Það var ekki fyrr en á 8. mín- útu leiksins sem KA skoraði sitt fyrsta mark. Leikurinn var allvel leikinn af hálfu Þróttara sem voru allan tímann betra liðið. MÖKK KA: Friðjón Jónsson <», I v., l‘orluifur Ananíasson 5, Krlingur Kristjánsson 4, Sigurður Sigurðsson 3, Jakoh Jónsson I. MÖRK PROTTAR: Sigurður Sveinsson 6, I v., (iunnar (iunnarsson 6, Olafur H. Jónsson 4, Páll Olafsson 3, (iísli Oskarsson 3, Jens Jensson 1. Brottvísanir af velli: horleifur og Sigurður hjá KA í 2 mín. hvor. Sigurður Sveinsson, l»rótti í 2 mín. MISHEPPNIIÐ VÍTI: Tvö hjá KA. Olafur lk*n. varði víti hjá l»orleifi en Friðjón skaut yfir. sor. Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Þróttur leikur báða leikina hér á landi NÚ HEFUR endanlega verið gengið frá því að við leikum báða leiki okkar í átta liða úrslitum í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa hér á landi, sagði Gunnar Gunnarsson, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, er Mbl. ræddi við hann í gær. Það voru að nást samningar við ítalina og þeir eru okkur nokkuð hagstæðir. Við greiðum helming af ferðakostnaði þeirra, uppihald þeirra hér á landi svo og kostnað við dómara, sagði Gunnar. Leikdagar eru ákveðnir 21. og 22. marz í Laugardalshöllinni. Nái lið Þróttar að sigra í þessum leikj- um er liðið komið í 4-liða úrslit. Þann 29. marz verður svo dregið í 4-liða úrslitin. Liðið sem mætir Þrótti heitir Pallamano Tacca. — ÞR lokin Spennaí - en sigur Vals var þó sanngjarn VALIIR sigraði ÍR 85-82 í úrvals- deildinni í körfuknattleik í gær kvöldi, staðan í hálfleik var 43-35 fyrir Val, sem vann þama frekar ör uggan sigur. Nokkur spenna hljóp þó í leikinn undir lokin er góður endasprettur IR-inga saumaði veru- lega að Valsmönnum. ÍR hafði forystu framan af fyrri hálfleik, hittni leikmanna bara þokkaleg og Valsmenn, sem léku án Johns Ramsey, virtust finna sig illa. En það átti eftir að breyt- ast, þeir náðu betri tökum á leikn- um er á hálfleikinn leið og náðu mest tíu stiga forystu. í byrjun síðari hálfleiks virtust ÍR-ingar hreinlega hættir, staðan var orðin 55-39 fyrir Val en ÍR-ingar fóru að saxa á forskotið. Það gekk mjög vel og var staðan orðin 78-72 fyrir HK færði Val sigur VALSMENN geta öllum öðrum en sjálfum sér þakkað fyrir sigurinn, sem þeir unnu á IIK að Varmá í I. deild Islandsmótsins í handknattleik í ga'rkvöldi. Þegar aðcins 5 mínútur voru til lciksloka leiddi IIK, 15—14, cn vopnin sncrust illilcga í höndum þcirra lokakaflann. Tvcir lcikmanna liðsins voru reknir úl af mcð örstuttu millibili fyrir að „hanga í“ V’als- mönnum og það gerði útslagið. Vals- mcnn gcngu á lagið og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum, 16—15 og bættu síðan marki við. HK tókst tvívegis að minnka muninn í eitt mark, en allt k«m fyrir ekki. Valur vann oruggan, en ekki að sama skapi sanngjarnan sigur, 20—17. Leikurinn í gær er táknrænn fyrir breytta tíma í herbúðum Vals- manna. Liðið er ekki svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár og sannast sagna hafði maður það á tilfinning- unni að leikmenn héldu hlutina ganga upp af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en HK var komið í 4 — 1 eftir 12 mín. leik að Hlíðarendadrengirnir tóku að bíta á jaxlinn. Það dugði skammt því HK-liðið gerði það einn- ig. Valsmönnum tókst að jafna met- in, 5—5, upp úr miðjum hálfleik, en HK hafði örugga forystu er blásið var til hiés, 9—7. Það sama var uppi á teningnum meginhluta síðari hálfleiksins. HK leiddi alltaf örugglega og Valsmenn eyddu mestum tímanum í að hneykslast á eigin klaufaskap. eða þá að dómararnir, sem komust í heitdina vel frá leiknum, fengu horn- auga. Inntakið í þessu öllu saman, nefnilega handboltinn, gleymdist al- veg. Ef ekki hefðu komið til þessi klaufalegu mistök HK-manna í lokin hefði reyndin orðið önnur en Vals- sigur. — SSv. Val er 4 mínútur voru eftir og 85-80 er 25 sekúndur lifðu leiks. En ÍR vantaði herslumuninn og því fór sem fór. Torfi og Ríkharður báru mjög af hjá Val og þess má geta, að Valde- mar Guðlaugsson átti sinn lang- besta leik fyrir liðið. Jón Stein- grímsson stóð einnig fyrir sínu. Jón Jör. og Kiddi bróðir voru best- ir hjá ÍR, Stanley frekar daufur, sérstaklega er á leikjnn.leið. STIC VALS: Torfi Magnússon 27 (23 í f.h.), Ríkharóur Hrafnkelsson 24, Jón Steingrímsson 13, Valdemar Ouðlaugsson 12, Kristján ÁgúsLs- son 6, (.uðbrandur Lárusson 2 og Ix ifur (iústafs- son I stig. STKi ÍR: Bob Stanley 24, Jón Jörundsson 23, Kristinn Jörundsson 11, lljörtur Oddsson H, llelgi Magnússon, Henedikt Ingþórsson og Oskar Raldursson 4 hver, Ragnar Torfason og Sigmar Karlsson 2 hvor. — gg- Heimsmet í 3000 m Bandaríska stúlkan Mary Decker setti heimsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss í Los Angeles um helgina. Hljóp Decker á 8:47,3 mínútum, sem er 3,5 sekúndum betri tími en fyrra heimsmetið, sem norska hlaupa- drottningin Grete Waitz setti fyrir tveimur árum. Met Decker, sem er 23 ára, er sjöunda innanhússheims- metið sem bandarískur frjálsíþrótta- maður setur á þessu keppnistíma- bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.