Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 • Þeir berjast um titilinn besti skíöa- maður heims. Ingemar Stenmark á efri myndinni og Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre á neðri myndinni. Enn ein skrautfjöðurin í hatt Ingemar Stenmarks HEIMSBIKARKEPPNIN á skídum hófst á fullri ferð á nýjan leik í fyrrakvöld í Kirchbcrg í Austurríki. Keppt er í stórsvigi og sigraði sænski kóngurinn Ingemar Stenmark glæsilega á samtals 2:52,06 (1:25,03 og 1:27,03). Annar varð heimshikarhafinn Phil Mahre á 2:52,98 (1:26,05 og 1:26,96). í þriðja sætinu var frekar lítt kunnur kappi frá Luxemborg, Marc Girardelli á 2:54,05 (1:25,52 og 1:28,53). Kjórði var Hans Enn frá Austurríki og landi hans Wolfram Ortner varð fimmti. Steve Mahre, tvíburabróðir Phil Mahre, sem sigraði óvænt í stórsvigi heimsmeistarakeppn- innar í Schladming á dögunum, gerði ekki betur en að hreiðra um sig í 14. sætinu að þessu sinni. „Ég veit ekki hvernig þetta gengur fyrir sig, helst mér detti í hug að ég geri betur á harðfenni, en brautin í Schlad- ming var miklu harðari en brautin hér í Kirchberg," var haft eftir Steve Mahre. Staðan í stigakeppninni er nú þessi: stig Áhugamaðurinn Stenmark hefur þénað vel yfir 30 milljónir króna á síðustu átta árum 1. Phil Mahre Bandar., 282 2. Ingemar Stenmark Svíþj. 204 3. Andreas Wenzel Licht. 95 4. Steve Podborski Kan. 94 5. Harti Weireither Austurr. 78 6. Erwin Resch Austurr. 76 7. Joel Gazpoz Sviss 74 8. Marc Girardelli Lux. 72 9. Franz Klammer Austurr. 71 10.—11. Steve Mahre Bandar. 67 10.—11. Peter Muller Sviss 67 Á N/ESTUM öllum átta ára ferli sín- um hefur Ingemar Stenmark talist áhugamaður í íþróttinni. I>að var ekki fyrr en eftir vetrarleikana í l-ike Placid um árið að hann fékk svokölluð B-réttindi, sem gerðu hann að atvinnumanni í íþróttinni. En af áhugamanni verður að segjast eins og er, að Stenmark hefur grætt furðu mikið á fþróttinni. Bara með því að leyfa notkun á nafni sínu og sjálfum sér í auglýs- ingar, hefur Stenmark grætt tæp- lega 30 milljónir íslenskra króna á síðustu 8 árum. í vetur mun hann hala inn um 3 milljónir. Stenmark er ekki við eina fjölina felldur í auglýsingamálunum. Alls hefur hann auglýst 23 vörumerki: Elan (skíði), DCL (þýskir skíða- stafir), Caber (ítalskir skíðaskór), Invicta (ítalskir skíðavettlingar), Cerutti (ítalskur fatnaður), Cebe (frönsk gleraugu), Algots (sænsk- ar yfirhafnir), Saab (sænskir bíl- ar), SKF-box (sænskar skíðabind- ingar), Skiing (bandarískt skíða- tímarit), Snöresor (sænsk ferða- skrifstofa), Thule (sænskar far- ar.gursgrindur), Aktiv Maskin (sænskir vélsleðar), Tignes (franskur skíðastaður), Stenmark Slalomskola (sænskur mynd- bandaþáttur), Gilett (bandarískar rakvélar), Maroc (mandarínur), Enpe (sænskt smjör), Gevalía (það er kaffið) og Caprininus (sænskur veiðistaður). Kvenfólkið keppti í stórsvigi í Oberstaufen í Vestur-Þýska- landi, Maria Epple frá Þýska- landi sigraði, Christine Cooper varð önnur og Erika Hess frá Sviss varð þriðja. • Þrjár bestu í kvennaflokki. Systurn- ar Maria og Irene Epple og Erika Hess, sem er aöeins 19 ára gömul „Búió að hreinsa út í okkar herbúóum" - segir Jón Pétur Jónsson Valsmaöur „ANDRÍIMSLOFTIÐ hjá okkur er sagði Jón Pétur Jónsson, fyrrum nú mjög gott, betra en í háa herrans landsliðsmaður í Val, í samtali við tíð, enda er búið að hreinsa til,“ Morgunblaðið í gær, en Mbl. innti „Eg vil ekkert tjá mig um þessi máláá - sagöi Boris ÉG VIL ekkert tjá mig um þessi mál. Það var ákvörðun stjórnar hand- knattleiksdeildar Vals að ég myndi hætta að þjálfa meistaraflokk fé- lagsins en halda áfram með yngri flokkana, sagði Boris Akhashow, fyrrum þjálfari meistaraflokks Vals í handknattleik, þegar hann var innt- ur cftir því hvað hefði verið í vegin- um fyrir góðum árangri hjá meist- araflokki Vals í handknattleik. Jón Karlsson liðsstjóri hafði Iiinsvegar þetta um málið að segja: — Ég var mjög fylgjandi því að breyting yrði gerð á þjálfaramál- Akbasow um meistaraflokks, og þeir menn, sem stjórnað höfðu, yrðu látnir fara frá. Liðinu gekk mjög illa og það var því réttlætanlegt að gera breytingu. Ég hef ekki skýringu á takteinum af hverju illa gekk. En strax í leiknum á móti FH mátti greina breytingu til batnaðar þrátt fyrir að sá leikur hafi ekki unnist. Ég hef enga trú á því að Valsliðið falli niður í 2. deild. Liðið á eftir að sigra bæði HK og KA og það mun verða nóg, sagði fyrrum liðsstjóri Valsmanna, Jón Karls- son. — ÞR. hann þá eftir stöðunni innan hand- knattleiksdeildarinnar eftir að sov- éski þjálfarinn Boris Akbashow var látinn víkja úr sæti sínu. Stefán Gunnarsson tók stöðu hans og þrem- ur dögum síðar tapaði Valur 25—26 fyrir FH suður í Hafnarfirði. Sýndi Valsliðið betri leik en í langan tíma þrátt fyrir tapið. „Ef litið er á tölur úr leiknum gegn FH, kemur í ljós að 17 af 25 mörkum eru skoruð af skyttum liðsins, það held ég að hafi ekki gerst hjá Val í tvö ár. Ástæðan er sú, að skyttum hefur ekki verið hjálpað. Þær tvær æfingar sem við náðum eftir að Boris var látinn hætta og þar til við lékum í Hafn- arfirði lögðum við áherslu á ein- faldari leikkerfi, kerfi sem við þekktum og henta okkur betur. Ég tel að árangurinn hafi ekki látið á sér standa þrátt fyrir að FH hafi sigrað," sagði Jón Pétur og bætti svo við að lokum: „Það var einhugur í okkar röð- um að stíga þetta skref, við gátum ekki komist neðar en við vorum komnir og það mátti ekki bíða lengur með aðgerðir. Við höfðum engu að tapa lengur." 88- • Jón Pétur Jónsson Ron Saunders hættir hjá Aston Villa RON Saunders, framkvæmdastjóri Engiandsmeistara Aston Villa, sagði starfi sínu lausu í gærdag, eftir að hafa lent í mikilli deilu við forseta félagsins, Ron Bendall. Saunders, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Aston Villa síðastliðin sjö og hálft ár, hættir aðeins níu mánuðum eftir að hafa gert liðið að deildarmeisturum í fyrsta skipti síð- an 1910. En í vetur hefur liðinu gengið mjög illa og er nú í 15. sæti 1. deildar af 22 liðum sem þar leika. MÍ í frjálsum innanhúss Innanhússmeistaramót íslands I frjálsíþróttum 1982 verður haldið dagana 20. og 21. febrúar nk. Stjórn F'rjálsíþróttasambandsins sér að venju um framkvæmd mótsins, og ber að skila þátttökutilkynningum ásamt þátttökugjöldum, kr. 20 á grein, á skrifstofu FRÍ í síðasta lagi miðvikudaginn 17. febrúar. Mótið hefst í Laugardalshöll kl. 11 þann 20. Keppni í stangarstökki fer fram síðar og samhliða verður keppni I drengjaHokki MÍ 15—18 ára. i 'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.