Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 7 Flyt ykkur öllum hugheilar þakkir, ættingj- um mínum og vinum, sem heiöruöu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á níræðisafmæli mínu hinn 30. janúar 1982. Guð blessi ykkur öll. Dýrfinna Jónsdóttir, Eyvindarhólum. 000 MILWARD • Hringprjónar • Fimmprjónar • Tvíprjónar • Heklunálar Framleitt úr lóttri álblöndu Heildsölubirgöir: Davíð S. Jónsson&cohf. Sími 24-333. Bókfærsla I Námskeið um Bókfærslu I verður haldið í fyrirlestrasal félagsins að Síðumúla 23, dagana 16.—19. febrúar nk. kl. 13:30—18:30. Fjallad veröur um sjóöbókafærslur, dagbóka- færslur og færslur í vlöskiptamannabækur. Sýnt verður uppgjör fyrlrtækja og rædd ýmis ákvæöi bókhaldslaganna. Námskeiöiö er sniöiö fyrir einstaklinga sem hafa litla eöa enga bókhaldsmenntun; vilja annast bókhald smærri fyrirtækja; eöa þá sem eru aö fara út á vinnumarkaðinn. Tollskjöl verðútreiknlngar Námskeið um tollskjöl og verðútreikninga veröur haldið í fyrirlestrasal félagsins að Síðumúla 23, dag- ana 16.—19. febrúar nk. kl. 09—12. Fjallað verður um: — helstu skjöl og eyðublöð viö tollafgreiðslu og notkun þeirra. — meginþættl laga og reglugerða er gilda við tollafgreiöslu vara. — grundvallaratriði tollflokkunar, — helstu reglur viö veröútreikninga. Gerð verða raunhæf verkefni. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem stunda innflutning í smáum stíl. Einnig er námskeiöiö kjörið fyrir þá sem eru að hefja eða hyggjast hefja störf viö tollskýrslugerð og verðútreikninga. Þátttaka tílkynninst til Stjórnunarfélags íslands í síma 82930. SUðRNUNARFÉLAG fSIANOS SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930 Leiöbeinandi: Karl Garðarsson viðskiptafræöingur ÁRSHÁTÍÐ Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld kl. 20. Húsið opnaö kl. 19. Allra síöustu miöarnir verða seldir í skrifstofu félagsins aö Háaleitisbraut 68, sími 86050 frá kl. 13—19 í dag. Skemmtinefnd SVFR. Þessi ósanni hræðsluáróður átti sér engar forsendur: Blekkinga- leiknum mikla erlokk Hver er stefnan? Fjaðrafokið er mikið innan Alþýðuflokksins þessa dagana, því að verið er að undirbúa framboð í tilefni af sveitarstjórnakosningun- um í vor. Frambjóðendur keppast við að láta Ijós sitt skína, en því meira sem þeir segja, þeim mun fávísari verða kjósendur um stefnu Alþýðuflokksins. Vekur athygli, að jafn mörg sjónarmið geti rúmast í jafn fámennum flokki, og jafn ólíkar skoðanir geti birst í jafn litlu blaði og Alþýðublaðinu. Hafi farið fram keppni meðal frambjóðenda í Alþýðuflokknum um frumlegustu hugdett- una í kosningabaráttunni, hlýtur Siguröur E. Guðmundsson að vera sigurvegarinn. Vonandi færir framtak hans honum sem flest atkvæði. Átökin í Alþýðu- flokknum Fyrir dyrum stondur prnfkjor meðal alþýðu- flokksmanna í Keykjavík og skulu í því valdir menn til setu á framboðslista flokksins við borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Erfitt er að átta sig á því, hvaða þýðingu það hefur að kjósa menn til setu á þessum lista, ef mið er tekið af þeim ummælum eins af borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins að hlutskipti krata og framsóknar manna í borgarstjórn sé helst að líkja við „flökku- hunda", og þá segir l’jóð- viljinn, að kratar og fram- sóknarmenn hafi verið „prúðir og gæfulegir", þeg- ar höfundur „flökku- hundakenningarinnar" flutti ræðu í Breiðholtinu, enda hafi þoir talið „Al- þýðubandalagið hafa sýnt ábyrgð við stjórn borgar innar...“ Flest bendir til þess, að þeir, sem fremstir eru í baráttunni fyrir sæti á framboðslista krata, ætli sér að kosningum loknum í vor að halda áfram að syngja Alþýðubandalaginu lof og dýrð. Að minnsta kosti er einsýnt, að Sigurð- ur E. Guðmundsson ætlar sér að afsanna glundroða- kenninguna með því að framfylgja „flökkuhunda- kenningunni". Kemur þetta greinilega fram í grein, sem hann ritaði í DV á mánudaginn. Atökin í Alþýðuflokkn- um eru svo sannarlega háð á einkennilegunt forsend- um, ef grein Sigurðar E. Guðmundssonar er honum til framdráttar í prófkjörs- baráttunni. Kjarninn í grein Sigurðar er þessi: „Þýski nasistaflokkurinn fékk vilja sínum framgengt og allir þekkja afleiðingar þess. Hér á landi átti hann marga aðdáendur og fylgis- menn sem í stríðsbyrjun töldu heppilegast að hverfa inn í Sjálfstæðisflokkinn. Skyldi það vera einskær tilviljun að á þeim árum tók hann að hamra á því meir en nokkru sinni fyrr, að glundroði og fjölflokka- lýðra-ði væri eitt og hið sama, heppilegast væri að einn flokkur réði sem mestu í krafti öflugs meiri- hluta." Að lifa í blekkingunni Grein Sigurðar E. Guð- mundssonar heitir: Þessi ósanni hra-ðsluáróður átti sér engar forsendur: Blekkingaleiknum mikla er lokið. Hin langa fyrir sögn sýnir, að höfundi er mikið niðri fyrir, honum er það mikið kappsmál að koma því til skila, líklega helst til alþýðubandalags- manna og framsóknar manna, að kratar láti ekki íhaldið hræða sig, þeir muni sko halda áfram að afsanna glundroðakenn- inguna með því að vera tryggir húsbændum sínum í Alþýðubandalaginu. I*eir menn !ifa svo sann- arlega í blekkingunni, sem halda, að það kjörtímabil, sem nú er að líða, og sanv starf vinstri manna í borg- arstjórn Keykjavíkur hafí afsannað réttmæti glund- roðakenningarinnar. Stöðnunina á flestum svið- um borgarlífsins má rekja til ósamlyndisins milli þí'irra, sem með meirihlut- ann fara. Kaunar sýnast |>eir ekki hjartanlega sam- mála nema um eitt: að hækka álögurnar á borg- arbúa. Eins og áður segir, gegn- ir það mikilli furðu, ef jafn dæmalaus sjónarmið og þau, er Sigurður E. Guð- mundsson heldur á loft, eru mönnum til framdrátt- ar í prófkjöri innan Alþýðu- fíokksins. Kratar státa nú mjög af því, að prófkjör þeirra sé öllum opið. I>að skyldi þó ekki vaka fyrir Sigurði E. Guðmundssyni að laða framsóknarmenn og kommúnista til þátttöku í prófkjörinu og til fylgis við sig með grein sinni? Bæði Þjóðviljinn og Tím- inn fara þessa dagana hörðum orðum um Jón Baldvin Hannibalsson, rit- stjóra Alþýðublaðsins, en hann hefur látið í Ijós þá skoðun, að það sé krötum ekki endilega fyrir bestu að binda trúss sitt um of við framsóknarmenn og kommúnista. Hins vegar eru menn með viðhorf Sig- urðar E. Guðmundssonar á allt öðrum bás hjá Tíman- um og Þjóðviljanum. Uppljóstrunin Grein Sigurðar E. Guð- mundssonar segir alls ekk- ert um uppruna glundroða- kenningarinnar, hún er engin skýring á henni. Hins vegar felst í henni mikil uppljóstrun um stöðu hans í hinum stóra og fjöl- menna Alþýðuflokki: Hann hefur látið undan hræðslu- áróðri framsóknarmanna og kommúnista. Hann treystir á samvinnu við þá en ekki afl og sjálfstæða skoðun Alþýðuflokksins. Fyrir sjálfstæðismenn væri mjög heppilegt, að Sigurð- ur E. Guðmundsson fengi sem mest fylgi í prófkjöri Alþýðuflokksins um helg- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.