Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakiö. Landgræðslu- og landverndaráætlun Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, mælti nýverið fyrir tillögu til þingsályktunar um landgræðslu- og landverndaráætlun fyrir árin 1982—1986, sem er framhald af samskonar áætlun allt frá árinu 1975. Höfuðmarkmið þessarar áætlunar eru: 1) að stöðva sandfok og aðra jarðvegseyðingu, 2) að vinna gegn gróðurskemmdum og gróðurrýrnun, 3) að samræma beit og aðra gróðurnýtingu markmiðum uppgræðslu, 4) að tryggja að skóglendi rýrni ekki og bæta þau, sem skaðazt hafa, 5) að rækta nýja skóga til fegurðar, nytja, skjóls og útivistar og til jarðvegs- og gróðurverndar, 6) að stuðla að endurgræðslu örfoka og ógróins lands, sem unnt er að breyta í gróðurlendi og 7) að efla rannsóknir, sem hníga að því hvernig framangreindum markmiðum verður bezt náð. Egill Jónsson, alþingismaður, var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þeirri nefnd, sem vann tillögu þá að landgræðslu- og landverndaráætl- un, er landbúnaðarráðherra mælti fyrir. Hann fylgdi framsögu ráð- herra eftir með efnismikilli ræðu, sem m.a. fjallaði um Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, þ.e. stofnanir og viðfangsefni, sem tengjast markmiðum þingsályktunar- tillögunnar. í ræðu sinni lagði Egill Jónsson áherzlu á nauðsyn endurskoðunar löggjafar um málefni afrétta og beitareftirlit, þann veg að gróðureft- irlitsmaður, sem gert er ráð fyrir, geti stöðvað landeyðingu eða tak- markað beit í samráði við aveitarstjórnir. Ennfremur að fyrirhleðslur vegna vatnsfalla og sjávar verði sérstakt verkefni Landgræðslu ríkis- ins. Hann taldi og að eftirlit Alþingis með framkvæmd landgræðslu- áætlunar — og endurskoðun — þyrfti að vera með hliðstæðum hætti og t.d. vegaáætlunar, þannig að þetta verkefni verði betur tengt yfir- stjórn landbúnaðarmála, þ.e. landbúnaðarráðuneytinu. Loks lagði hann áherzlu á gerð myndkortagerðar um land allt, svo unnt verði að framkvæma gróðurmælingar með meiri nákvæmni, en í því sambandi þyrfti að búa betur að Landmælingum íslands um tækjakost. Það ber að fagna því að sú stefna, sem mörkuð var með sérstakri landgræðslu- og gróðurverndaráætlun 1975—1979, hefur fest rætur, að því er virðist, og nýtur víðtækrar samstöðu á Alþingi. Við hlið nytja- fiska og innlendra orkugjafa, vatnsfalla og jarðvarma, er gróðurlendið ein megin auðlind þjóðarinnar. Það þarf að vernda þá auðlind, auka og nýta af hyggindum. Við þurfum í senn að lifa í landinu og af því, — í sátt og í góðri sambúð við umhverfi okkar og af auðlindum þess. Þessvegna þurfum við að tryggja hámarksafrakstur þeirra án þess að ganga á höfuðstólinn, helzt efla hann. Landgræðslu- og landverndar- áætlun af því tagi, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er marktæk viðleitni í þá átt. Skattstofn og vísitala Birgir ísleifur Gunnarsson og Matthías Bjarnason, þingmenn Sjálfstæðisflokks, hafa flutt frumvarp til breytinga á tekju- og eignaskattslögum, varðandi skattstofn til eignaskatts. Frumvarpið, ef að lögum verður, tryggir, að fasteignir, sem notaðar eru til íbúðar, hækki ekki sem skattstofn til eignaskatts umfram hækkun skattvísi- tölu. Fasteignamat hefur hækkað mjög mismunandi eftir byggðarlögum. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur fasteignamat hækkað nokkuð um- fram vísitölu framfærslukostnaðar og almenn laun. Þessi skattbyrði er nú orðin æði mikil, þar sem greitt er 1,2% af eignaskattsstofni umfram fyrstu 150.000 krónurnar. Skattvísitala er eðlileg viðmiðun í þessu efni, enda notuð af ríkis- valdinu í samskiptum við skattborgara. Laugardagskosning Fyrr á þessu þingi vóru samþykktar breytingar á kosningum til Alþingis, sem Salóme Þorkelsdóttir og fleiri þingmenn beittu sér fyrir, sem fólu m.a. í sér laugardagskosningu, notkun veltistimpla til að auðvelda blindum og skjálfhentum utankjörstaðakosningu og aukið öryggi námsmanna erlendis varðandi nýtingu kosningaréttar. Nú hafa sömu þingmenn, úr öllum þingflokkum, flutt frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem felur í sér, ef samþykkt verður, að almennar sveitarstjórnarkosningar í bæjum og hreppum, þar sem fullir þrír fjórðu hlutar íbúa eru búsettir í kauptúni, fari fram síðasta laugardag í maímánuði, sem ekki ber upp á hvítasunnuhelgi, en aðrar sveitarstjórnarkosningar síðasta laugardag júnímánaðar. Frumvarp þetta er til samræmis við þegar gerðar breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Laugardagur er almennt ekki vinnu- dagur og ætti því að henta fullt eins vel og sunnudagur til kjörfunda. Þeir sem vaka eftir kosningatölum eiga þá hvíldardag framundan í stað vinnudags, eins og verið hefur. Þessi breyting verður því að teljast til hins betra. Notkun veltistimpla flokkast nánast undir mannréttindi, þ.e. að gera blindum og skjálfhentum kleift að nýta kosningarétt sínn í ein- rúmi, án utanaðkomandi hjálpar. Séð eftir skáksalnum á Kjarvalsstöðum, næstir eru de Firmian frá Bandaríkjunum og Sævar Bjarnason. Hressilegar skákir og barizt af hörku - Korchnoi væntanlegur í dag og skýrir skákir að Kjarvalsstöðum í kvöld ÞAÐ ER erfitt að nefna einhvern íslenzku skákmannanna á undan öðrum þegar segja skal frá hápunkt- um annarrar umferðar Reykjavíkur rnóLsins í skák. Haukur Angantýs- son, sjómaður og kennari með meiru, sigraði Mexikómeistarann Frey. Ilaukur náði taki á andstæð- ingnum, sem reyndi hvað hann gat, en llaukur sá við brögðum hans og vann örugglega. Helgi Ólafsson tefldi spennandi skák við pólska stórmeistarann Kuiigowski og varð sá pólski að láta í minni pokann eftir afleik í tímahraki, en Helgi átti hins vegar nógan tíma. Jón L. Árnason náði snemma vænlegum sóknarfær um gegn enska FIDE-meistaranum Goodman og sigraði örugglega. Englendingurinn endurtók skák- afbrigði, sem hinn þekti skákrithöf- undur og mágur Goodmans, Ray- mond Keene, beitti gegn Jóni á móti í London. Þá tapaði Jón, en nú var dagur hefndarinnar runninn upp og átti fulltrúi þessarar ensku skákfjöl- skyldu ekkert svar gegn sókn Jóns. Skák fjórða íslenzka alþjóða- meistarans, Margeirs Pétursson- ar, gegn stórmeistaranum Sahovic frá Júgóslóvakíu fór svo hægt af stað að áhorfendur héldu þá hafa blundað við borðið. Það hefndi sín á þeim köppunum því þeir lentu báðir í gífurlegu tímahraki og léku síðustu 30 leiki skákarinnar á fimm mínútum. Enginn tími var til að skrá leiki skákarinnar með- an þessi orrahríð stóð yfir og þorðu þeir ekki að líta upp fyrr en Margeir féll á tíma og Júgóslavinn nánast á sama sekúndubrotinu. Þá höfðu þeir leikið 12 leikjum meira en nauðsyn krafði og var skákin þá orðin „steindautt jafntefli", enda fátt manna á borðinu eftir sláturtíðina og því lítið annað að gera en að semja jafntefli. Guðmundur Sigurjónsson tefldi gegn Stefáni Briem og vann og Friðrik Ólafsson gerði jafntefli við Norðurlandameistarann Knut Helmers. Að lokinni skákinni sagði Friðrik, að skákin hefði ver- ið í jafnvægi allan tímann. Sér hefði tekizt að ná heldur betri stöðu út úr byrjuninni, „en hann sá við allri minni viðleitni og ég sá ekki fram á annað en jafntefli í riddaraendatafli þegar við sömd- um,“ sagði Friðrik Olafsson. Efstir á mótinu eru Helgi Ólafsson og Lars Aake Schneider frá Svíþjóð, með 2 vinninga að loknum tveimur umferðum. Hinir íslenzku titilhafarnir, Friðrik, Guðmundur, Jón L., Haukur og Margeir, eru með l'k vinning að loknum tveimur umferðum og Fyrsta umferð- in lofar góðu Skák Margeir Pétursson Það var mikið um góð tilþrif í fyrstu umferð Keykjavíkurskák- mótsins og allnokkuð um óvænt úr slit og spennandi tímahraksuppgjör. Segja má að íslendingarnir hafí yfír leitt haldið sínum hlut er þeir tefldu við útlendinga, þótt aðeins einn sig- ur hafí unnist, það var Friðrik Olafsson sem vann Zaltsman frá Randaríkjunum. Lengi vel leit svo út sem Magnús Sólmundarson myndi leggja bandaríska stórmeistarann Mednis að velli, því hann átti þrem- ur peðum fleira í drottningaenda- tafli. Svart: Mednis (Bandaríkjunum) Hvítt: Magnús Sólmundarson Þannig leit biðstaðan út, en Mednis var svo heppinn að eiga óstöðvandi þráskák, þannig að Magnús varð að sætta sig við jafn- tefli: 47. g4 (Biðleikurinn) — hxg4+, 48. Kg3 Ef 48. fxg4 þá Dh6+ og þrá- skákar. 48. — Del+, 49. Kxg4 — De6+, 50. Kf4 — Dh6+! 51. Ke5 — Dh5+ 52. Ke6 En auðvitað ekki 52. Kd6? ? — Dxh2+ 52. — Df7+ 53. Ke5 — Dh5+. Jafn- tefli. Nokkrir íslendinganna áttu þó undir högg að sækja gegn ofurefl- inu. Þeir Karl Þorsteins, sem tap- aði fyrir Abramovic frá Júgó- slavíu, og Jóhannes Gísli Jónsson, sem tapaði fyrir Pólverjanum Kuligowski, ollu vonbrigðum, því þeir sáu aldrei til sólar í skákum sínum. Þá missteig Hilmar Karlsson sig í byrjuninni gegn Knut Helmers, Norðurlanda- meistara, og þegar við grípum niður í skák þeirra gerði Norð- maðurinn skemmtilega út um tafl- ið:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.