Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Akranes: Jón Hálfdánar son efstur í Friðriksmótinu SVONEFNDll Kriðriksmóti í skák lauk á Akranosi nýverið, en mót þessi hafa verið haldin frá því Friðrik Olafsson jjaf Akurnesingum bikar til að efla skákáhuga þar í bæ. Önnuðust Iþróttabandalag Akraness og Taflfélag Akraness mótið. Alls kepptu 26 skákmenn í tveim- ur flokkum, 14 í eldri flokki og 12 í yngri flokki. í fyrsta saeti í eldri flokki varð Jón Hálfdánarson með 12‘/Í! vinning, annað sæti hlaut Bjarni Einarsson með 11 'k og þriðji varð Vigfús Runólfsson sem hlaut 10 vinninga. í yngri flokki var Rósant Birgisson, 10 ára, hlutskarpastur, Árni Böðvarsson, einnig 10 ára, varð annar og þriðji varð Árni Þór Hall- dórsson. Mót þetta er haldið á hverju ári og var mótið í ár hið fjölmenn- asta til þessa. Okkar þjónustu máttu treysta FALKINN SKÐURLANDSBRAUT8 Á hinn bóginn hafa bankarnir haft aðrar leiðir í þessu sambandi til athugunar og munu halda þeim athugunum áfram, sagði Jónas H. Haralz bankastjóri að síðustu. SKATTFRAMTÖLUM SKILAÐ Síðasti skiladagur skattframtala var í gær og var stöðug umferð á skrifstofu skattstjórans í Reykjavík allan umferðin hægt í Tryggvagötu þar sem skrifstofan er til húsa, en frestur var til miðnættis. daginn og jókst er á daginn leið. Gekk Ljósm. Kmilía. Ekki nóg með það heldur er fé borgað út í verzlunum, sem tíðkast hvergi nokkurs staðar annars staðar. Fölsun tékka er því mikið vandamál hér á landi. Hins vegar hefur útgáfa innistæðulausra tékka stórlega minnkað og má nánast segja, að hún sé ekkert sér- stakt vandamál lengur. Það stafar af starfsemi Reiknistofu bank- anna, þar sem allir tékkar eru gerðir upp daglega, sagði Jónas H. Haralz. Höfdabakkabrúin form- lega vígð í sumar HÖFÐABAKKABRÚIN verður form- lega vígð á sumri komanda þegar lokið hefur verið við endanlegan frágang og malbikun á aðkeyrslu að henni og und- irgöng beggja vegna hennar. Nú hefur verið fyllt að henni og því hægt að aka yfir hana og að sögn gatnamálastjóra verður ekki amazt við því að ekið sé yfir brúna, sé þess nauðsyn. Verðstöðvun fallin úr gildi? Túlkunin á mis- skilningi byggð - segir verðlagsstjóri „TÚLKUN sú, er fram kemur í fréttabréfi Verzlunarráðs Islands um framkvæmd laga um verðlags- mál, er á misskilningi byggð,“ sagði Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, í samtali við Mbl. er hann var inntur álits á frétt á viðskipta- síðu Mbl., þar sem fram kemur sú skoðun Verzlunarráðs íslands, að verðstöðvun sé fallin úr gildi. Að öðru leyti vildi Geórg ekki tjá sig um málið fyrr en að lokn- um fundi Verðlagsráðs, sem hald- inn verður á morgun, föstudag. Topp merkín í skiðavörum — Þessi losarabragur í meðferð tékka hefur því verið til athugun- ar og menn velt fyrir sér hvernig koma mætti í veg fyrir hann. Það hefur hins vegar verið álmenn skoðun innan bankanna, eins og ég sagði áður, að sú leið, sem Út- vegsbankinn hefur ákveðið að fara, sé ekki heppileg. Hún er hvorki til hagsbóta fyrir við- skiptavini né bankana. Það eru því engar fyrirætlanir uppi í bönkun- um, að taka upp þessi vinnubrögð. Tæplega 50% raforkuskerðing til Áburðarverksmiðjunnar: „ÞAÐ ER alveg Ijóst, að þessi raf- orkuskerðing til okkar hefur í fór með sér fjárhagslegt tjón fyrir fyrir tækið. Það er hins vegar erfitt að meta það nákvæmlega á þessari stundu," sagði Hjálmar Finnsson, forstjóri Áburðarverksmiðju ríkis- ins, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir áhrifum þess, að raf- orkuafhending hefur verið mjög skert til verksmiðjunnar, eins og annarrar stóriðju. „Þá hafa verið mjög villandi töl- ur um þá skerðingu, sem við höf- um orðið fyrir. Hið rétta í málinu er, að hámarksraforka til okkar er um 18,5 megawött, en hún hefur nú verið skert um 9 megawött, eða tæplega 50%,“ sagði Hjálmar Finnsson. Hjálmar sagði ennfremur, að fyrirtækið myndi þrátt fyrir þessa raforkuskömmtun halda uppi fullri framleiðslu. „Við gerum það með því, að kaupa ammoníakið erlendis frá, sem óhjákvæmilega hefur í för með sér kostnaðarauka fyrir fyrirtækið. Hins vegar er al- veg ljóst, að okkur tekst ekki að halda uppi fullri framleiðslu, ef til frekari orkuskömmtunar kemur. Við erum raunverulega komnir að þeim mörkum, sem við komumst án þess að draga saman fram- leiðsluna," sagði Hjálmar Finns- son. Að síðustu kom það fram hjá Hjálmari Finnssyni, forstjóra Áburðarverksmiðju ríkisins, að ársframleiðsla verksmiðjunnar undir venjulegum kringumstæð- um væri í námunda við 43 þúsund tonn og færi sú framleiðsla fram jafnt og þétt allt árið um kring, en hins vegar færi salan að mestu fram í mánuðunum apríl, maí og júní. Bankarnir hyggjast ekki taka upp ábyrgðartékka - segir Jónas H. Haralz, formadur Sambands viðskiptabanka „VIÐ í samtökum bankanna höfum mikið rætt um þau vandamál, sem komið hafa upp vegna misnotkunar og fölsunar á tékkum hér á landi, en það er hins vegar ekki skoðun ann- arra banka, að þessi ákveðna leið sé heppileg,“ sagði Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands og formaður Sambands viðskiptabank- anna, í samtaii við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort aðrir bankar hefðu í hyggju að taka upp svokall- aða ábyrgðartékka eins og Útvegs- banki Islands hefur nú gert. — Hér á landi er mjög mikið um notkun tékka, mun meira heldur en gengur og gerist erlend- is. Þá virðast ekki vera neinar reglur hjá verzlunum og öðrum um móttöku tékka. Menn þurfa ekki að sýna persónuskilríki, eða að sanna á annan hátt rétt sinn, eins og gert er í öðrum löndum. Halda uppi fullri framleiðslu með ammoníakskaupum erlendis frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.