Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 21 Landry og Baldwin á ljóða- tónleikum annað kvöld EIN kunnasta söngkona Kanada, Rosemarie Landry, kemur fram á Ijódatónleikum hjá Tónlistarfélag- inu í Austurbæjarbíói á föstudags- kvöld. A efnisskránni eru söngvar eftir Gounod, Debussy, Hugo Wolf, Poulenc og Richard Strauss, en und- irleikari Rosemarie Landry er Dalt- on Baldwin. Þetta er í fyrsta sinn sem Kosemarie Landry kemur fram á tónleikum hér, en Dalton Baldwin hefur um árabil tekið verulegan þátt í tónlistarlífi hér og er þess skemmst að minnast er hann lék undir söng Elly Ameling á tónleikum í Háskóla- bíói sl. haust. Rosemarie Landry er frönsku- mælandi Kanadabúi. Hún hefur stundaö söngnám í ættlandi sínu og Frakklandi, og hefur m.a. lært hjá Gérard Sousay. Hún er sögð jafnvíg á ljóðasöng, óratóríusöng og óperusöng og hefur sungið víðs- vegar í Kanada og Frakklandi. Þá hefur Rosemarie Landry sungið og kennt á hinu alþjóðlega ljóðasöng- móti, sem reglulega er haldið í Princeton í New Jersey. Innan skamms heldur Rose- marie Landry sína fyrstu ljóða- tónleika í Lundúnum og í New York, en í vor fara þau Dalton Baldwin í tónleikaför til Japan. Ljóðatónleikarnir verða í Aust- urbæjarbíói á föstudagskvöld og hefjast kl. níu. Rosemarie l.andry rviðtalstími I borgarfulltrúa | Sjálfstæðisflokks- | ins í Reykjavík IBorgarfulltrúar Sjaltstæðísflokksins veröa til viötals i Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 14.00—16.00. IEr þaö tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö not- _ færa sér viötalstima þessa. Laugardaginn 13. tebrúar veröa til viötals Ótafur B. Thors og Ragnar Júlíusson. Ferðamannafjöldinn jókst í janiiar: Farþegar frá 45 löndum í JANÚAR komu til landsins 5.854 ferðamenn, 3.262 Islendingar og 2.592 menn af öðrum þjóðernum. Eru það 615 fleiri ferðamenn en í sama mánuði í fyrra, en þá komu 2.948 íslendingar og 2.291 útlend- ingur. Ferðamenn komu alls frá 45 löndum, flestir frá Bandaríkjun- um, 1.005. Frá Svíþjóð komu 348 menn, frá Danmörku 345 og 219 frá Noregi. Þá komu 176 frá Bret- landi og 97 frá Vestur-Þýskalandi. Frá Chile komu 12, 1 frá Egypta- landi, Panama, Vatíkaninu, Grikklandi, Kenýa og Líbanon, 2 komu frá Guatemala, 2 frá Perú, 2 frá Tékkóslóvakíu og Columbíu. Þá komu einnig 2 frá Fijieyjum og 2 frá Zimbabwe. Dalton Baldwin Stortíðindi fyrir húsbyggjendur Með nýrri aðferð við að setja upp milliveggi og klæðningu á loft og útveggi má vinna verkið á helmingi skemmri tíma og þriðjungi ódýrara en með hefðbundnum hætti. Hver hefur efni á að láta hjá líða að kynna sér kosti MÁT-kerfisins? — Hvernig efni í grindur sparast um allt að helming og gerekti og efni kringum hurðir að fullu. - Hvernig vinna sparast bæði við uppsetningu og málun, lagningu á rafrörum og ísetningu á hurðum. — Hvernig líming og negling verður að mestu ónauðsynleg og sparast því efnið og auðvelt verður að breyta og nota viðinn að nýju. - Hvernig hljóðeinangrun verður betri og auðveldari. Þar skiptir líka máli að enginn eining í MÁT-kerfinu vegur meira en 14 kg. og að auðvelt er fyrir einn að setja einingarnar saman. Láttu ekki hjá líða að koma og kynna þér hvað hér er að gerast. Gerum tilboð í uppsetningu. Framleióandi: M4T? Unubakka 18-20 Þorlákshöfn Sími 99-3900 IÐNVERK HF BYGGINGAÞJÓNUSTA NÓATUNI 17 SIMI 2S945 ■SHDARH ÆV1NTÝRI82 Á HÓTEL Borðapantanir I í síma 22322 ><^>LOFTLEI<>UM í Blómasalnum dagana 4.—12. febrúar. Pantiö borö tímanlega. iCEFOOD Islensk matvælí h.f Hafnarfiroi kynnir sina framleioslu viö samvinnu Hotel Loftleiölr Velkomin Aöalfundur Aðalfundur Félags ísl. stór- kaupmanna verður haldinn fimmtudaginn 11. febr. nk. að Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 12.00. I Formaður FÍS, Einar Birnir, setur fundinn. Aöalfundurinn hefst síöan meö hádegis- veröi. Aö honum loknum flyt- ur Geir Hallgrímsson, for- maöur Sjálfstæöisflokksins, ermdi og svarar ryrirspurnum. II Aöalfundarstörf verða síðan í hliðarsal og hefjast kl. 14.00, samkv. 18. gr. laga félags- ins. 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrslur um störf nefnda. 3. Lagöir veröa fram endurskoöaðir reikn- ingar félagsins og fjárhagasáætlun fyrir næsta starfsár. 4. Greint frá starfsemi Lífeyrissjóös verzlunarmanna og fjárfestingarsjóös stórkaupmanna. 5. Lagabreytingar — ákvöröun árgjalda fyrir næsta starfsár — Samningur um aöild aö VSÍ. 6. Kjör þriggja meðstjórnenda. 7. Kosning tveggja endurskoöenda og tveggja til vara. 8. Kosiö í fastanefndir sbr. 19. gr. laga fé- lagsins. 9. Ályktanir og önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna. Félag íslenzkra stórkaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.