Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
Hvað segja hjúkrunarfræðingar um kjaramálin?
Karítas K. Sigurðardóttir og Soffía Jakobsdóttir.
Olga HákonsNon, Ingveldur Haraidsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir.
„Vinn 120% vinnu
allt árið til að
framfleyta mér
og börnunum“
Rætt viö Maríu Teresu
Jónsson hjúkrunarfræðing
á skurðstofu
Landspítalans
„Kg vinn 120% vinnu allt árió, til
að hafa ofan í mig og börnin mín
þrjú. Ég tel að meðan ekki er hægt
að lifa af laununum á mannsæmandi
hátt, þá sé eitthvað mikið að,“ sagði
María Theresa Jónsson hjúkrunar
fræðingur á skurðstofu Landakots.
Ert þú vongóð um að gengið
verði að kröfum ykkar?
„Ég vona í lengstu lög að ekki
þurfi að koma til uppsagna hjúkr-
unarfólks og hlustað verði á
okkur, því það er svo lengi búið að
lofa okkur hærri launum, en nú
eru laun okkar tvöfalt lægri en
lækna," sagði María Theresa.
„Hnikum hvergi
kröfum okkar“
Rætt við Olgu Hákonsson
hjúkrunarfræðing á
Landspítalanum
„Kaupið er allt of lágt og vinnu-
álagið of mikið á deildunum, meðal
annars vegna þess að hjúkrunar
fræðingar fást ekki til starfa vegna
lágra launa auk þess sem það eru of
fáar stöðuheimildir hjúkrunarfræð-
inga á spítolunum. Vinnuaðstaða er
líka að mörgu leyti ekki nógu góð,
vegna þessa þá krefjumst við hærri
launa,“ sagði Olga Hákonsson
hjúkrunarfræðingur á Landspítalan-
um.
Hvernig finnst ykkur hafa verið
tekið undir kröfu ykkar um að
byrjunarlaun hækki úr 11. launa-
flokki í 16. launaflokk?
„Okkur finnst undirtektir
dræmar og yfirvöld hafa sýnt lít-
inn skilning á þeirri miklu ábyrgð,
sem hvílir á hjúkrunarfræðingum,
þess hvers starfið krefst en við
þurfum sífellt að vera að endur-
mennta okkur, vegna örrar tækni-
þróunar."
Ert þú ánægð með aðalkjara-
samninginn, sem gerður var við
hjúkrunarfræðinga á ríkisspítöl-
unum?
„Nei, ég er ekki ánægð með
3,25% launahækkun. Hjúkrunar-
fræðingar eru nú þegar orðnir
mjög á eftir öðrum stéttum í laun-
um, og þetta lítilræði bætir það
engan veginn upp.“
Er mikill kurr l hjúkrunarfræð-
ingum?
„Já, ég hef aldrei orðið vör við
jafn mikinn einhug hjúkrunar-
fræðinga um að bæta kjör sín og
nú.“
Ert þú vongóð um að semjist?
„Nei, það er ég ekki, einfaldlega
vegna þess að þær, sem eru í
samninganefndinni, hafa sagt
okkur að þær fái engar undirtektir
hjá viðmælendum sínum.“
Hvað heldur þú að gerist?
„Ef ekki verður gengið að kröf-
um okkar, þá er ég alveg viss um
að farið verður út í fjöldauppsagn-
ir, því við erum mjög ákveðnar að
hnika hvergi kröfum okkar," sagði
Olga Hákonsson.
„Við erum búnar
að segja upp“
Rætt við Karítas R.
Sigurðardóttur og Soffíu
Jakobsdóttur hjúkrunar-
fræðinga á Borgarspítalanum
„Yfirvöld ættu að koma hingað og
fylgjast með störfum hjúkrunarfræð-
inga, svo þeir skilji betur um hvað
verið er að semja. Laun okkar eru
allt of lág miðað við vinnuálag,
ábyrgð og menntun hjúkrunarfræð-
inga, sögðu þær Karítas R. Sigurð-
ardóttir og Soffía Jakobsdóttir
hjúkrunarfræðingar á lyflæknisdeild
A 6 Borgarspítalanum.
„Hér á deildinni eru aðeins not-
uð 20 rúm af 32 vegna skorts á
hjúkrunarfræðingum og er þetta
bara eitt dæmi af mörgum um
hjúkrunarfræðingaskortinn.
Við erum orðnar afar þreyttar á
því ástandi, sem ríkt hefur í mál-
um okkar hjúkrunarfræðinga og
til að knýja á um betri kjör höfum
við sagt upp.“
Teljið þið að farið verði út í
verkfall?
„Miðað við það sem á undan er
gengið, þá erum við ekki allt of
bjartsýnar á að þessi mál verði
leyst fljótt og átakalaust," sögðu
þær Soffía og Karítas.
„Gerist aldrei
neitt fyrr en allt
er komið í hnút“
Rætt við Jóhann Marinósson
svæfingarhj úkrunarf ræðing
á Landakoti
„Launin eru allt of lág og ég verð
að vinna tvöfalda vinnu til að geta
lifað af laununum og séð fjölskyldu
minni farborða," sagði Jóhann Mar
inósson svæfingarhjúkrunarfræðing-
ur.
Hvað er það fleira sem gerir
hjúkrunarfræðinga óánægða en
launin?
„Það er hið gífurlega vinnuálag,
því það vantar hjúkrunarfræðinga
á spítalana. Þar eð hjúkrunar-
fræðingar vita af þessari mann-
fæð, þá sækja þeir síður í þessi
störf og fara í önnur störf, sem
eru betur launuð."
Hver er skýringin á þessum
lágu launum hjúkrunarfræðinga
að þínu mati?
„Ríkisvaldið hefur gengið á lag-
ið, því það hefur vitað að við vilj-
um í síðustu lög grípa til þeirra
aðgerða að ganga út af sjúkrahús-
unum, því við vitum að þá skapast
neyðarástand."
Telur þú að samið verði fljót-
lega við ykkur?
„Ég vona það, en reynslan er nú
samt sú, að það gerist aldrei neitt
fyrr en allt er komið í hnút,“ sagði
Jóhann Marinósson.
„Ef til fjöldaupp-
sagna kemur
getum vid sótt
um aðstoð í sam-
norrænan sjóð
hjúkrunarfræðinga“
segir Ingibjörg Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur á
Landspítalanum
„Okkar starf er lægra metið til
launa en starf gjaldkera í bönkum
enda þótt þeir handfjatli aðcins pen-
María Theresa Jónsson og Jóhann Marinósson.
Skipaskrá Siglingamálastofnunar:
skip, en rúmlestatala skipastóls- síðustu áramót aðeins 2 skip um
ins aukist um 7.155 brl. 880 brl. að stærð.
1267 opnir vélbátar á skrá
Fiskiskipastóllinn stækkaði um 2000 brl. 1981
ÍJT ER komin „Skrá yfir íslensk
skip 1982“, sem Siglingamálastofn-
un ríkisins gefur út miðað við 1.
janúar ár hvert.
Efni skipaskrárinnar, sem
miðast við 1. janúar 1982, er í
stórum dráttum óbreytt frá und-
anförnum árum, en flest árin
hefur verið bætt við ýmsu viðbót-
arefni í sértöflum aftan við
sjálfa aðalskrána. Vegna sam-
anburðar milli ára, hefur þessu
viðbótarefni verið haldið
óbreyttu, því að gildi þessa nýja
efnis eykst, þegar hægt er að
gera samanburð sömu atriða frá
ári til árs, og hefur reyndar líka
slíkur samanburður verið gerður
í skipaskránni sjálfri eða inn-
gangi hennar til yfirlits.
íslenski togaraflotinn er 1.
janúar 1982 alls 93 skip, einn
síðutogari á skrá, 348 brl., en
skuttogarar eru orðnir 92 talsins,
alls 44.426 brl. íslenskum skut-
togurum hefur fjölgað um 6 skip.
í heild er íslenski togaraflotinn
þannig 6 skipum og 2.509 brl.
stærri en fyrir ári.
íslenskur skipastóll
1.janúar 1982
Fjöldi og rúmlestatala allra ís-
lenskra skipa 1. janúar 1982 er í
töflu í skránni, og eru niðurstöð-
ur þær, að í íslenskum skipastól
eru nú alls 950 þilfarsskip, og
þau eru 194.482 brúttólestir að
stærð. Þilfarsskip undir 100 brl.
að stærð eru 561, samtals 15 0°“
brl. Fiskiskip 100—499 brl. eru
alls 286 skip, samtals 72.257 brl.,
fiskiskip 500—999 brl., eru alls
28, samtals 22.137 brl.
íslenskum þilfarsskipum hefur
því á árinu 1981 fækkað um 20
Islensk þilfarsfiskiskip eru nú
alls 841 að fjölda til og samtals
108.571 brl. að stærð. Allur ís-
lenski þilfarsfiskiskipastóllinn var
1. janúar 1981 866 skip, samtals
106.487 brl. Þilfarsfiskiskipum
hefur því fækkað um 25 skip á
árinu, en fiskiskipastóllinn
stækkað um 2.084 brl.
Opnir vélbátar eru alls 1267 á
skrá hjá Siglingamálastofnun
ríkisins, samt»'s 4.117 brl. að
st.æ-’ ... sxrá yfir þessa opnu
vélbáta er ekki birt í töflum þess-
arar skipaskrár.
Skip í smíóurn
1. janúar 1982
Erlendis voru í smíðum um
Innanlands voru um áramótin
umsamin og í smíðum 12 skip,
al|s áætluð samtals um 2.413 brl.
að stærð. Af þessum skipum eru
10 stálfiskiskip og 2 fiskiskip úr
áli. Skrokkah tveggja stálfiski-
skipanna voru smíðaðir erlendis
(í Svíþjóð og í Noregi).
Skip smíðuð 1945 og fyrr eru
nú aðeins 56 skip, samtals 1.777
brl. af alls 950 skipum samtals
194.482 brl. Af þessum skipum
eru 719 skip, alls 175.507 brl.
smíðuð árið 1960 og síðar og 397
skip, samtals 106.912 brl. eru
smíðuð árið 1970 og síðar. Ekki
er þó kunnugt um smíðaár 6 lít-
illa fiskiskipa, sem eru 46 brl.
samtals að stærð og eins annars
skips 11 brl. að stærð.