Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 mnmn CI960 Univnol PrtM Svfidnote • „ Éc) held oJb honum sé cxb takast pch ■ klomum ok.kur! " Á þessu mótorhjóli nærðu örugg- Vera má að það hljóði bjánalega. lega tímanlega til messunnar! En ég er mjög þyrstur! Geysir Birna G. Bjarnleifsdóttir skrifar: Ein lítil fyrirspurn til Hákonar Bjarnasonar FIMMTUDAGINN 4. febrúar sl. birtist grein í Morgunblað- inu eftir Hákon Bjarnason, þar sem látin er í ljós sú skoð- un, að of mikið hafi verið hneykslast á „framtakssemi" Þóris Sigurðssonar, aðstoðar- umsjónarmanns Geysissvæð- isins í Haukadal, þegar hann hjó rauf í Geysisskálina sl. haust, til að framkalla Geys- isgos í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Greinarhöf- undur stingur upp á að Þórir fái riddarakross fyrir verkið og Hrafn rauða rós í hnappa- gatið. Ennfremur telur grein- arhöfundur að nú sé varla eft- ir neinu að bíða með að bora niður í Geysi, til að framkalla enn meiri gos. Sem sagt: Úr því að búið er að fremja nátt- úruspjöll einu sinni, en í lagi að halda þeim áfram! vegna greinar hans í Morgunblaðinu 4. febrúar sl. í framhaldi af þessu langar mig að beina þeirri spurningu til Hákonar Bjarnasonar, hvort hann telji þá jafn sjálfsagt að ég, húsmóðir í Breiðholti, fari einhverja nóttina austur að Geysi og bori niður í hverinn. Ég skal viðurkenna að ég tel mig ekki jafn færa að meðhöndla jarðbor og Þórir Sigurðsson loftpressu, en grundvallar- spurningin er sú sama, þ.e. hvort ég sem einstaklingur geti og megi framkalla Geys- isgos með borun eða öðru, bara af því að ég hef gaman af að sjá Geysisgos. Á sama veg mætti líka spyrja: Ef ég hefði fallegt út- sýni út um gluggann minn og vildi gjarnan mega njóta þess áfram, en svo kæmu einhverj- ir skógræktarmenn og plönt- uðu trjám á svæðið fyrir framan, sem skyggðu á og skemmdu útsýnið hjá mér, væri eðlilegt og sjálfsagt að ég færi að höggva öll trén niður, svo að ég gæti notið út- sýnisins eins og ég vildi? Ég veit um nokkra einstaklinga, sem líta mjög hornauga furu- plönturnar á Þingvöllum. Er allt í lagi að einhver þeirra fari þangað austur einhverja nóttina og höggvi þær allar niður? Með fyrirfram þakklæti fyrir svar. Þessir hringdu . . . Kommúnistar sjaldnast sjálfum sér samkvæmir Ö.H. hringdi: „Guðrún Helgadóttir lýsti því nýlega yfir á Alþingi hversu hneyksl- uð hún væri á notkun erlendra heita yfir verzlanir og skemmtistaði, og fleira hér á landi. Og vissulega hefur þing- maðurinn mikið til síns máls. Islenzk nöfn eru fullt eins góð og miklu meira viðeigandi. En líttu maður þér nær, segir málshátturinn. Guðrún Helga- dóttir þingmaður með meiru og sálufélagar hennar í trúnni á Karl Marx kalla sig sí og æ sósíalista — það orð er þeirra vörumerki, síðan þeir hættu að vera kommúnistar opinber- lega. Bæði orðin sósíalisti og kommúnisti eru leiðinleg er- lend orðskrípi — vond orð, og þó er enn verra að vera þræll þeirra hugmynda er í þeim fel- ast.“ Guðrún Helgadóttir Hefur ríkisstjórnin ákveðid að kyrkja Hitaveitu Reykjavíkur Byggðin á Reykjavík- ursvædinu í hættu H.G. hringdi: „Þó mér sé farið að koma fátt á óvart sem núver- andi ríkisstjórn ákveður eða tekur sér fyrir hendur, verð ég að viðurkenna að mér brá í brún þegar ég las frétt á baksíðu Morgunblaðsins sl. laugardag," sagði hann. „Þar stóð skýrum stöfum að ríkisstjórnin hefði ákveðið að kyrkja Hitaveitu Reykjavíkur, ekki þó í einni lotu heldur hægt og hægt, þar til allt líf fjarar út hjá þessu ágæta fyrirtæki. Með þessari ákvörðun að skera hækkunarbeiðni Hita- veitunnar niður um 30% — úr 45% niður í 15% — hefur ríkis- stjórnin sett byggðina í Reykja- vík í stórhættu. Fengum við Reykvíkingar ekki aðvörun nú fyrir jólin í kuldakastinu — þá varð að kynda með olíu því Hitaveitan hafði ekki nógu mik- ið heitt vatn til að fullnægja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.