Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 Skýrslum um mannrétt- indabrot ber ekki saman Amnesty International segir fórnarlömb ofbeldis í E1 Salva- dor helmingi fleiri en bandaríska utanríkisráduneytid Now Vork, 10. fcbrúar. Al*. BANDARÍKJADEILD Amnesty International hefur sent Ronald Reagan, Kandaríkjaforseta, skeyti, þar sem upplýsingar utanríkisráduneytisins, þess efnis að ofbeldi sé á undanhaldi í El Salvador, eru dregnar í efa. Segjast samtökin fá daglega fréttir af mannréttindabrotum í landinu á sama tíma og ráðuneytið tilkynnir Bandarfkjaþingi að „í El Salvador sé í síauknum mæli farið að virða alþjóðalög um mannréttindi". í skeytinu segja samtökin ennfremur að tölur ráðuneytisins um fórnarlömb ofbeldisins stang- ist á við þær upplýsingar, sem þau hafa undir höndum. I skýrslu ráðuneytisins eru fórnarlömbin talin vera 6.116, en Amnesty segj- ast hafa upplýsingar um u.þ.b. 12.000, sem myrtir hafa verið á síðasta ári. Yfirmaður rómversk/- Systkini hvítasunnu- konunnar heim- sóttu hana á spftala Moskvu, 10. fcbrúar. Al*. LYDIA Vashchenko, sovézka hvítasunnukonan sem hcfur verið í hungurverkfalli í bandaríska sendiráðinu í Moskvu um langa hríð og dvelur nú í sjúkrahúsi í Moskvu, hitti í dag systkini sín sem komu flugleiðis frá Síberíu að hcimsækja hana á spítalann. Sögðu systkinin að Lydia væri furðu brött miðað við aðstæður. Lydia Vashchenko var sett á spítala í sl. mánuði. Eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum fór hún í mótmælasvelti til að reyna að knýja fram beiðni sína um að fá að flytjast frá Sov- étríkjunum. Systkini Lydiu sögðu að hún myndi halda með þeim heim til Chernogorsk í Síberíu, en ekki væri afráðið hvenær það yrði og færi það eftir heilsufari systur- Guatemala: Fjögur samtök vinstri- sinna sameinast (.ualt-mala borL', 10. fcbrúar. Al*. FJOKIK hópar vinstrisinnaðra skæruliða í Guatemala greindu frá því í dag að þeir hefðu sameinazt til þess' að þeim yrði betur ágengt í bar áttunni gegn herforingjastjórn Komeo Lueas Garcia og komið henni frá völdum. Dreinblöð og bæklingar þessa efnis voru hvar vetna í Guatemala-borg og víðar í landinu í dag. Kváðust forsvars- menn samtakanna ekki hætta bar áttunni fyrr en þeir hefðu komið fram vilja sínum og sett á stofn marxíska stjórn í landinu. Mjög ókyrrt hefur verið í Guatemala síðustu daga, sl. nótt var rafmagnslaust í höfuðborginni í klukkustund eftir að skæruliðar höfðu sprengt sprengjur víðs veg- ar og m.a. við orkuver í Antigua, 43 km vestur af Guatemala-borg. Fréttaskýrendur segja, að verði sú raunin á að skæruliðahóparnir fjórir geti unnið saman, muni það verða til að auka enn á hryðjuverk og ólgu í landinu og herstjórnin kunni að eiga í vök að verjast. Þessar fjórar fylkingar hafa fram til þessa á stundum barizt inn- byrðis. Jörgensen lýsti því yfir á fund- inum og síðar í sjónvarpi, að íhlut- un Bandaríkjamanna í E1 Salva- dor væri „stórhættuleg, tilgangs- laus og í alla staði röng". Enn- fremur sagði forsætisráðherrann að Bandaríkin ættu að vera sam- kvæmari sjálfum sér í utanríkis- stefnu sinni. Taldi hann stuðning Bandaríkjamanna við herfor- ingjastjórnina í E1 Salvador vera með öllu forkastanlegan. Dró Jörgensen enga dul á að stefna Bandaríkjamanna legðist þungt á mörg Evrópuríki, ekki hvað síst Danmörku. Paul Schluter gagnrýndi Jörg- ensen harðlega fyrir þessi um- mæli. Taldi hann að þau væru vanhugsuð og þjónuðu þeim til- gangi einum að lýsa eigin skoðun á Ronald Reagan. „Það er víst að Sovétmenn munu vitna í þessi um- mæli Jörgensens og nota þau sér til framdráttar," segir Schluter. Sovéska fréttastofan Tass brá hart við, og vitnaði strax í ræðu Jörgensens þar sem hann sagði íhlutun Bandaríkjamanna í E1 Salvador vera stórhættulega, til- gangslausa og í alla staði ranga. „Við erum að sjálfsögðu öll á móti því að mannréttindi séu fót- um troðin, án tillits til hvar það er gert, en það er gróft þegar Anker Jörgensen lætur sem ekki sé neinn munur á sögulegum bakgrunni hins óviðunandi ástands í Tyrk- landi, Póllandi og E1 Salvador," sagði Paul Schluter. „Arás hans á Bandaríkin verður túlkuð sem við- urkenning á ástandinu í Póllandi." kaþólsku kirkjunnar í E1 Salvador segir 11.725 hafa verið myrta á sama tímabili. Fjórir þingmenn demókrata hafa lagt fram tillögu á Banda- ríkjaþingi þar sem lagt er til að Ronald Reagan leiti eftir vopna- hléi í E1 Salvador. Ráðuneyti Reagans hafnaði í vikunni tillög- um um viðræður og sagði slíkt að- eins mundu færa skæruliðum vinstrisinna landið á silfurfati. Að sögn þingmannanna er stefna for- setans ekki betri en svo að með sama áframhaldi verði ekki hjá íhlutun bandaríska hersins kom- ist. Sex þjóðvarðliðar hafa verið handteknir í E1 Salvador, ásakaðir um morðin á bandarísku nunnun- um fjórum, sem myrtar voru í des- ember 1980. Nöfn mannanna hafa enn ekki verið upplýst, en að sögn varnarmálaráðuneytisins mun málið verða gert almenningi heyr- inkunnugt innan fárra daga. Hafa mennirnir verið færðir fyrir dóm í borginni Zacotecoluca. Kambódía: Kjörinn formaður ráðherraráðsins Kant'kok, 10. febrúar. Al*. CIIAN SY, áhrifamaður í Kambódíu sem dvaldi fimmtán ár í Víetnam, hefur verð kjörinn formaður ráð- herraráðs Kambódíu, sem er sam- svarandi forsætisráðherraembætti, að því er fréttastofa Kambódíu kunngerði í dag. Sagði fréttastofan að Chan Sy hefði verið kjörinn á fjórða og síð- asta þingdegi. Formannssætið í ráðherraráðinu hefur verið autt síðan Pen Sovann lét af því starfi og öðrum trúnaðarstöðum í des- ember sl. „af heilsufarsástæðum". Jörgensen harð- lega gagnrýndur Sendi Ronald Reagan tóninn á fundi með erlendum fréttamönnum í Kaupmannahöfn Kaupmannahofn, 10. fcbrúar. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Morgunblaðsins. PAUL SCHLUTER, formaður danska íhaldsflokksins, hefur gagnrýnt Anker Jörgensen, forsætisráðherra, harðlega fyrir ummæli, sem hann lét falla í garð Ronald Keagans, Bandarfkjaforseta, á fundi með erlendum frétta- mönnum. Varað við engisprett- um óðum í grænt Melbourne, 10. febrúar. Al*. FERÐAMENN sem sækja heim smáeyna Flinders, sem er út af syðsta odda Ástralíu, hafa verið sérstaklega varaðir við að koma grænklæddir til eyjarinnar. Ástæðan fyrir þessari athyglis- verðu aðvörun er sú, að á eynni lifir sægur af engisprettum, sem eru svo hrifnar af öllu grænu, að þær hafa gert aðsúg að græn- klæddu fólki og beinlínis gleypt fötin utan á þeim. Einnig hafa engispretturnar lagzt á og hámað í sig græn gluggatjöld og jafnvel reynt að leggja sér til munns græna málningu. Tommy Manotoc með yngri systur sinni, Patriciu, eftir að hann losnaði úr haldi. (Sfmamjrnd AP) Tengdasonur Marcosar komiim f leitirnar: Var fangi komm- únista í fjallahér- uðum í 41 dag Manila, 10. febrúar. Al*. HINN umdeildi tengdasonur Ferdinands E. Marcos, forseta Filippseyja, íþróttakappinn Tommy Manotoc, kom í gærmorgun í leitirnar eftir að hafa verið saknað í 41 dag. Hvarf Manotocs þótti á sínum tíma afar grunsamlegt og var jafnvel talið að forsetinn hefði látið ráða hann af dögum fyrir tilstuðlan eiginkonu sinnar, sem aldrei var sátt við ráðahag hinnar 26 ára gömlu dóttur þeirra, Imee, er hún ákvað að giftast Manot- oc. Forsetahjónin voru á móti giftingunni þar sem þau héldu því fram að skilnaður Manotocs við fyrri konu hans væri ólöglegur. Manotoc sást síðast 29. desem- skyldu Manotocs um að vera ber á veitingastað í Manila með konu sinni. Upphófst þegar mikil leit, en án árangurs. Foreldrar og ættingjar Manotocs héldu því fram 'að Marcos forseti væri ábyrgur fyrir hvarfinu en á blaðamannafundi, sem sýndur var beint í sjónvarpinu, lýsti Manotoc því yfir að ásakanir foreldra hans á hendur Marcos forseta ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vildi Manotoc ekki tjá sig um sam- band sitt við forsetann, sagði það vera þeirra einkamál. Á fundinum sagði hann frá því að honum hefði verið rænt af fimm skæruliðum kommúnista, sem héldu honum föngnum í fjallahéruðunum austur af Man- ila. Það voru starfsmenn leyni- þjónustu hersins, sem höfðu upp á honum. I árás þeirra á aðsetur skæruliðanna fimm tókst þeim að fella einn þeirra, en fjórir komust undan. „Ég veit að nöfn margra hafa verið svert í fjarveru minni og að heiðarleiki yðar hefur verið dreginn í efa,“ sagði Manotoc í bréfi til forsetans. „Ég vil aðeins að hið rétta komi í ljós, yður og landinu öllu til heilla." Ekki var minnst á dóttur forsetans í bréf- inu. Fjölskylda Manotocs heldur fram pólitísku hlutleysi sínu, en aðilar, sem fylgja andstæðingum forsetans, tengjast henni. Tveir þeirra hafa verið sakaðir um að taka þátt í starfsemi skæruliða. Forsetafrúin hafði áður sakað andstæðinga forsetans og fjöl- um völd að hvarfinu. Síðar skellti hún skuldinni á kommúnista. Foreldrar Manotocs hafa lýst undrun sinni á þeim vinnubrögð- um stjórnarinnar að láta þau ekki vita um afdrif sonarins fyrr en 18 tímum eftir að honum hafði verið bjargað. Vissu þau ekkert um hann, fremur en áður, fyrr en andlit hans birtist á sjónvarpsskjánum. Er Manotoc var að því spurður á blaðamannafundinum hvort hann teldi forsetafrúna standa að einhverju leyti að baki hvarf- inu, svaraði hann því til, að spurningin væri einum of nær- göngul til að hann gæti svarað henni. Síðan bætti hann við: „Það er enginn vafi á því að ég þekkti ekki mennina sem rændu mér né ástæður þeirra." Mannræningjarnir náðu Man- otoc á sitt vald, er þeir óku í veg fyrir bifreið hans. Var honum síðan haldið í 10 daga á stað, sem hann gat ekki gert sér grein fyrir hvar var. Þaðan var hann fluttur upp til fjallanna, austur af Manila. Að eigin sögn gat hann aldrei gert sér fyllilega grein fyrir því hverjir það voru, sem rændu honum, þar sem hann var ýmist með bundið fyrir augu eða þá að andlit hans sneri að vegg. Kona, sem verið hefur tals- maður Þjóðfrelsisfylkingarinnar á Filippseyjum, hafði samband við fréttamenn eftir að Manotoc kom í leitirnar og neitaði alfarið, að kommúnistar hefðu nokkuð verið við ránið á honum riðnir. Sovétnjósnari dæmdur í Sviss Zúrich, 10. lebrúar. Al*. SOVÉTMAÐUR, grunaður um að vera félagi í KGB, var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsis í Sviss, en hann var ákærður fyrir að hafa misnotað Sviss sem bækistöð til að safna gögnum og leynilegum upplýs- ingum um íran. Þriggja manna dómur kvað upp úrskurðinn að tillögu saksóknara. Kona Kruminsch, Katarina Nummert, fyrrum barnakenn- ari, var ákærð fyrir að hafa ver- ið í vitorði með manni sínum og var hún dæmd til 2Vfe árs fang- elsisveru. Hjónin voru handtekin á Zur- ich-flugvelli í júlímánuði og voru þá áleið til Vínarborgar. Saksóknari telur að þau hafi notað Sviss sem bækistöð fyrir njósnastarfsemi sína í upp und- ir fjögur ár og hafi tekið á móti leynilegum fyrirskipunum frá Moskvu samkvæmt flóknum leynilykli að minnsta kosti sex sinnum. Katarina Nummert er fædd í Austur-Þýskalandi og var áður barnaskólakennari. Kruminsch er fæddur í Lett- landi, hann mun hafa verið í KGB síðan 1970 og hlaut þjálfun í Moskvu og Austur-Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.