Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 33
A
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMÍÚDAGUR 11. FEBRÚAR 1982
33
umhugsunar: 10. grein
t.d. 150—300 eða eitthvað ámóta,
svo augljóst sé að viðkomandi
njóti verulegs trausts, þótt hann
sé lítt þekktur. 5) kjörnefndum
væri einnig gert að kalla eftir
uppástungum óflokksbundinna
kjósenda um frambjóðendur og
væru siíkar uppástungur líka
studdar tilteknum fjölda meðmæl-
enda, en þeir yrðu að vera fleiri en
t.d. þar sem um flokksbundna
kjósendur er að ræða. Það yrði
síðan verkefni kjörnefndar að
vinna úr þessu og gera sína tillögu
að lista, sem lagður yrði fyrir
stjórn og trúnaðarráð viðkomandi
flokks, sem þá annaðhvort sam-
þykkti eða hafnaði listanum í
heild, en hefði ekki vald til að
rugla og tefja málið með breyt-
ingatillögum, sem aðeins myndu
verða til að skapa hættu á óein-
ingu ef einhverjir vildu reyna að
ota sínum tota, sem svo algengt er.
Með þessu væri aðeins reynt að
stuðla að að tryggja sem bezt
hagsmuni málefnisins og flokks-
ins til að gera óskapnað úr vönd-
uðum vinnubrögðum þraut-
reyndra og velviljaðra manna,
sem valist hafa til þess ábyrgð-
armikla starfs, að sjá velferð
flokks og málefnis farborða með
heilladrjúgum hætti.
„Prófkjörin“ sirkusfyrirbæri
Það liggur í augum uppi, að
ýmsar aðrar aðferðir en sú, sem
hér er drepið á, eru ugglaust til-
tækar, en hvað sem því líður er
það augljóst, að kjörnefndirnar
virðast vera grundvallaratriði, og
að þær megi ekki gera óvirkar eða
mikið til áhrifalausar með því að
kefla þær bak og fyrir með þeim
reglum, sem um „prófkjörin" hafa
gilt, og sem illa hefir gengið að
framkvæma svo vit sé í, a.m.k. eft-
ir dæmum sem tiltæk eru um það
efni. En tækifærin til að hafa
áhrif á uppstillingu er þá í gegn-
um að hafa tillögurétt við kjör-
nefnd, sem er þá öryggisventillinn
fyrir að hagsmunir málefnisins
séu tryggðir. Stjórn og trúnaðar-
ráðin eru síðan enn annar örygg-
isventill til að tryggja að engin
afglöp séu framin að því er velferð
flokks og málefnis varðar, þótt
ekki sé þar öllu sleppt lausu, en
sterkt vald látið haldast hjá kjör-
nefnd.
„Prófkjörin" hafa því miður
hingað til ekki, að dómi þess er
hér ritar, sýnt sig að vera annað
en hrein sirkusfyrirbæri, sem hafa
valdið ómældum skaða með þvi
m.a. að iáta hverfa af sjónarsviði
stjórnmálanna á íslandi fjölmargt
afburðafólk í stjórmálum, þjóð-
inni til bæði vansa og ómælds
tjóns, þótt það sé ekki frekar tí-
undað hér, en ekki er að efa að
margir þekkja þetta og eru sömu
skoðunar um hversu hörmulega
hefir þar til tekist í mörgum til-
fellum.
Að síðustu skal tekið svo djúpt í
árinni að láta þau ummæli falla,
að „prófkjörin", eins og þau hafa
dunið á þjóðinni og flokkunum,
eru slíkur gallagripur, að vart
verður flokkað undir annað er
áhrifaríka aðferð til að eyðileggja
stjórnmálaflokka og leggja heil-
brigða stjórnmálastarfsemi þann-
ig í rúst, því með þeim eru hrein-
lega brotin lögmál heilbrigðrar
skynsemi eins og hér hefir verið
reynt að sýna fram á.
Kirkjukór Akraness
Kirkjukór Akraness:
Fjölbreytt sönglagaval
á tveimur kórplötum
ÚT ER komið hljómplötualbúm
með Kirkjukór Akraness, ber það
nafnið „Heyrirðu ei?“ Er hér um
að ræða tvær hljómplötur.
Á annarri plötunni eru veraldleg
lög, íslensk og erlend, en á hinni
eru jólalög og kirkjuleg tónlist.
Hljómplöturnar eru sýnishorn af
verkefnum kórsins undanfarin ár.
Mikil gróska hefur verið í
starfsemi Kirkjukórs Akraness.
Fór kórinn m.a. í söngferð til
ísrael og Ítalíu um jól og áramót
1977/1978. Vorið 1980 fór kórinn
svo í söngferð til Austur- og
Vestur-Þýskalands og söng þar
m.a. í Tómasarkirkjunni í Leip-
zig, í Hamborg og Lúbeck. Þá
hefur kórinn haldið hljómleika á
ýmsum stöðum á landinu á
hverju ári, svo og flutt dagskrár
í útvarpi og sjónvarpi.
Síðasta verkefni kórsins var
frumflutningur á Kantötu Leifs
Þórarinssonar „Rís upp, ó Guð“
og er það verk að finna á plöt-
unni. Stjórnandinn, Haukur
Guðlaugsson, leikur einnig tvö
verk á orgel eftir Pál ísólfsson.
Upptöku önnuðust Máni Sig-
urjónsson, Þórir Steingrímsson
og Hörður Jónsson. Hljómplatan
er framleidd hjá þýska fyrirtæk-
inu Deutsche Grammophon.
Auglýsingastofan Gylmir hann-
aði umslagið og Prisma prentaði.
Söngstjóri Kirkjukórs Akra-
ness undanfarin 20 ár hefur ver-
ið Haukur Guðlaugsson.
Að loknu söngferðalagi
Kirkjukórs Akraness til Austur-
og Vestur-Þýskalands árið 1980
ákvað bæjarsjóður Akraness að
styrkja sjóðinn um 500 þús. kr.
til hljómplötuútgáfu. Skömmu
síðar hófst undirbúningur fyrir
upptöku og var tekið upp í Loga-
landi í Borgarfirði og í kirkju
Fíladelfíusafnaðarins í Reykja-
vík. Að því loknu var komið efni
á þrjár hliðar og því um að ræða
hvort skera ætti niður á eina
hljómplötu eða bæta við þannig
að þær yrðu tvær. Var ákveðið
að gefa út tvær plötur og var þá
fengin ný kantata eftir Leif Þór-
arinsson, en hún var frumflutt
sl. sumar. Var hún send út í
sambandi við úthlutun tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs.
Titill plötunnar, Heyrirðu ei?
er tekinn úr laginu „í fjarlægð"
en á plötunni eru mörg kunn og
vinsæl sönglög á allt öðrum nót-
um en kirkjutónlist er og á vönd-
uðu umslagi er lesmál á þremur
tungumálum, ensku og þýsku
auk íslensku.
Orlofsnefnd húsmæðra held-
ur kvöldvöku á Broadway
ORLOFSNEFND húsmæðra í
Reykjavík efnir til kvöldvöku í
skemmtistaðnum Broadway þriðju-
daginn 16. febrúar ’82 kl. 20.30 en
húsið opnað kl. 20.00.
Orlofsnefndin er orðin mjög
þekkt af rekstri orlofsheimila fyrir
íslenskar húsmæður. Vinsældir
sumardvalanna fara sívaxandi, ekki
síst eftir að konur gerðu sér Ijóst að
lögin um orlof húsmæðra — er rétt-
ur og viðurkenning á mikilvægi
þeirra starfa fyrir þjóðfélagið sem
unnin eru á heimilunum án launa.
Steinunn Finnbogadóttir, formaður
orlofsnefndarinnar í Reykjavík, mun
kynna starfsemina.
Eitt af því sem er hvað minn-
isstæðast eru kvöldvökurnar, sem
húsmæðurnar sjálfar standa að,
með flutningi á hinu fjölbreytt-
asta fróðleiks- og skemmtiefni.
Þessi kvöldvaka sem nú verður
haldin í Broadway á að vera eins
konar svipmynd og sameiningar-
tákn reykvískra húsmæðra á
heimaslóðum.
Öllum er heimilt að sækja
kvöldvökuna. Nefndarkonur gátu
þess að enginn þyrfti að efast um
hvað orlofskonur væru miklir au-
fúsugestir, en vildu líka taka fram
að allir karlar væru jafn velkomn-
ir.
í þau skipti sem nefndin hefur
efnt til slíkrar kvöldvöku hér í
borginni, hefur verið fjölmenni og
ástæða til að ætla að svo verði
einnig nú.
Að þessu sinni verður vakan
mikið helguð tónlist og söng, má
nefna að Selma Kaldalóns leikur
lög eftir sig og föður sinn og mun
Elín Sigurvinsdóttir söngkona
flytja þau með henni, fallegar
barnaraddir heyrast þarna, börn
úr Melaskóla syngja undir stjórn
Magnúsar Péturssonar. Hverskon-
ar þjóðlegt efni er ríkjandi á
kvöldvökum í orlofi húsmæðra og
þarna verða sýndir þjóðdansar af
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur,
Unnur Jensdóttir söngkona syng-
ur við undirleik Jónínu Gísladótt-
ur. Ein orlofskvenna frá sl. sumri
syngur með aðstoð þeirra bræðra
Gísla og Arnþórs Helgasonar. Þá
má segja að „ljúfur Omar loftið
kljúfi" — því að Ómar Ragnarsson
mun lyfta sér og öðrum upp í lok-
in.
Forsala aðgöngumiða verður á
skrifstofu nefndarinnar að Trað-
arkotssundi 6, föstudaginn 12.
febr. kl. 16.00—19.00 og á laugar-
dag kl. 14.00—17.00. Einnig verður
hægt að panta miða í símum sem
auglýstir verða síðar.
(Krétl frá < >rlofsn*>fnd.)
Námskeið
um kerfis-
bundið varn-
arviðhald
SÆNSKA fyrirtækið Idhammar
Konsult AB, sem er eitt stærsta og
þekktasta ráðgjafar og þjónustufyr
irtækið á Norðurlöndum á sviði
kerfisbundins varnarviðhalds -(KV)
(Planned Preventive Maintenance)
hvað viðvíkur skipum, vélum, tækj-
um og öðrum búnaði, mun halda
námskeið hér á landi í næstu viku.
Námskeið þetta er skipulagt af IK í
samvinnu við innlenda aðila og mun
það fara fram dagana 15. og 16.
febrúar í Norræna húsinu.
KV er samheiti yfir margskonar
skipulag, skipulagsaðferðir og
tækni sem þjónar þeim tilgangi að
koma í veg fyrir bilanir áður en
þær komast á alvarlegt stig og
valda skemmdum eða framleiðslu-
stöðvun, t.d. töpuðum veiðidögum
þegar um fiskiskip er að ræða. KV
byggist á nákvæmu eftirlitskerfi
sem sett er upp fyrir hvert fyrir-
tæki fyrir sig. í þeim tilvikum,
sem um er að ræða stór fyrirtæki
eða flókinn búnað, er æskilegt að
hafa kerfið í tölvu. IK hefur hann-
að sérhæft tölvukerfi í þessu skyni
og mun notkun þess sýnd á nám-
skeiðunum.
Tvö námskeið munu haldin. Það
fyrra er einkum ætlað framleiðslu-
fyrirtækjum og ýmsum opinberum
aðilum en það seinna er ætlað
skipa- og útgerðarfélögum. Nám-
skeiðin eru einkum ætluð stjóm-
endum fyrirtækja, starfsmönnum
sem bera ábyrgð á viðhaldi véla og
búnaðar, vélstjórum, tæknimönnum
og þeim sem annast tæknilega
ráðgjöf til fyrirtækja.
Fyrirlesarar á námskeiðinu
verða þeir Kurt Hed og Richard
Janson sem báðir eru starfsmenn
Idhammar. Námskeiðin verða
haldin á ensku. Þátttakendur
munu fá ítarleg námskeiðsgögn
ásamt kennslubók í varnarvið-
haldstækni.
Tekið er á móti þátttökutilkynn-
ingum og veittar nánari upplýs-
ingar í þessari viku kl. 14—17 hjá
Radíóstofunni hf., Þórsgötu 14.
(Kréttatilkynning.)
Hafin taka
myndar
Natalíu
(ulver (’ity, 9.febrúar. Al*.
HAFIN ER að nýju taka kvikmynd-
arinnar „Braínstorm", sem vinna
var stöðvuð við er Natalie Wood,
sem fór með annað aðalhlutverk
myndarinnar, drukknaði við Santa
('atalina-eyju við Kaliforníu 29.
nóvember sl.
Kvikmyndatökunni verður lok-
ið á þremur vikum, en að henni
lokinni munu stjórnendur
MGM-kvikmyndafyrirtækisins
ákveða hvort ráðist verður í
þriggja milljóna dollara brellu-
gerð, sem er nauðsynleg til að
Ijúka gerð kvikmyndarinnar.
Mótleikari Wood í aðalhlut-
verkum, Christopher Walken,
sagði í dag að hans mat væri að
ástæða væri til að heiðra minn-
ingu Natalie Wood með því að
fullgera kvikmyndina.
I
I
I
I
1
l
l
i
i
t
Veistu hvaða lítsiónvarpstæki
feest með útborgun fia
kr.2-3þus • og eftirstöðvum til alltaðömánaða?
t j.) i ils.iaðt r ■ in ttjiuii it.t'.s./ f e itr'a
‘ u.
4*1.91 n
i i ofrt - i i i
i 1 tlll J i so • i.( I í