Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 37 heima á ýmsum stöðum í Reykja- vík, og var heilsunni þá farið að hraka, einnig að öðru leyti. í september 1972 fékk hún hús- næði í húsi Blindravinafélagsins að Bjarkargötu 8, og átti þar heima upp frá því. Þótti henni mikill fengur að því, að komast þar í öruggt skjól. Árið 1977 varð hún fyrir því slysi að lærbrotna og tókst læknisaðgerð svo illa, að hún varð að líða sífelldar þrautir, uns endurtaka varð aðgerðina tveim árum síðar. Var það Jóhann Guð- mundsson, beinaskurðlæknir, sem nú framkvæmdi þessa aðgerð, og tókst svo vei, að kalla mátti, að hún næði fullum bata að þessu leyti. Bar hún mikið þakklæti í brjósti til þessa góða læknis upp frá því. Um sama leiti var gerður upp- skurður á augum hennar, til að reyna að bjarga því sem unnt væri af dvínandi sjón hennar, og mun sú aðgerð hafa tekist vonum fram- ar. En segja má, að það hafi verið mannlegum styrkleika nær ofvax- ið, að þola þær langvarandi þján- ingar, sem slikum aðgerðum fylgdi, svona hverri á fætur ann- ari. Smátt og smátt tókst henni þó að yfirvinna þessa þungu þraut, og mun henni hafa liðið tiltölulega vel líkamlega síðustu árin. Eitt vil ég enn minnast á, en það er, að oftast leggst nokkur líkn með þraut: Nokkru áður en Ingi- björg flutti á Bjarkargötu 8, var þangað nýfluttur Ólafur Ög- mundsson, hinn mætasti maður. Var hann henni hinn besti vinur og ómetanleg hjálparhella i blíðu og stríðu til síðasta dags. Hann fór t.d. með henni norður í Ár- neshrepp sumarið 1974, og var henni það mikil gleði, að líta aftur æskustöðvarnar og hitta forna vini. Til sveitarinnar heima bar hún fölskvalausa vináttu, og gladdist er sveitungar komu að heimsækja hana, enda var hún gestrisin og glaðlynd í eðli sínu, eins og hún átti kyn til. Enn vil ég geta þess, að ein var sú vinkona hennar er ávallt sýndi henni trausta vináttu og var henni styrkur í erfiðleikum, en það var Anna Guðmundsdóttir frá Naustvík, hin ágætasta kona. Var Inga henni afar þakklát fyrir alla umhyggjusemi og hlýhug, sem hún naut af hennar hálfu. Ingibjörg var mjög listræn í eðli sínu og hafði yndi af öllu fögru, lagði t.d. nokkra stund á útsaum, þrátt fyrir lélega sjón, og málaði einnig með litum og prýddu þær myndir heimili hennar. Hún var gáfuð og hugsandi kona og ritaði m.a. fagra minningargrein um móður sína. Einnig um Ágústu, systur mína og um Fanneyju á Hrauni, frænkur sínar, en báðar dóu ungar. Dýravinur var hún mikill og hlúði að þeim eftir föngum, allt frá barnæsku og áfram, á meðan hún naut samvista við þessa mál- lausu vini sína. III. Margir sakna Ingu, og munu lengi minnast hins glaða viðmóts hennar,og hjartahlýju, og þá ekki síst nánir vinir og frændfólk hennar, svo sem öll börn Jóns bróður hennar og Unnar mágkonu hennar. Hafa þau ávallt sýnt henni vináttu og ræktarsemi. En gleði má það vera öllum vin- um hennar að með líferni sínu hér hefur hún búið sér þá framlífstil- veru, sem með vissu verður betri og bjartari, en við menn getum gert okkur í hugarlund, og þar sem leið hennar mun liggja til sí- fellt meiri þroska og fegurðar, því leið hinna góðhjörtuðu og kær- leiksríku hlýtur að liggja ávallt upp á við eftir að flutt er til nýju heimkynnanna. Ingvar Agnarsson Sólveig Stefáns- dóttir - Minningarorð Við andlát Sólveigar Stefáns- dóttur, ekkju Ólafs F. Ólafssonar hagleiksmanns, sem andaðist 30. maí 1980, sækja fram í hugann fagrar minningar um þau góðu hjón. Þau áttu sér hlýtt heimili, listrænt og menningarlegt, að Víðimel 32, hér í borg. Ég finn það vel nú, þegar ég skrifa fáein og fátækleg orð, hversu erfitt mér reynist að minnast þeirra hjóna, annars án hins, þannig voru þau. Kynni okkar bar að fyrir fimmtán árum og hefi ég jafnan verið þakklátur þeim vini mínum, nú látnum, sem þeim kom á. Ólafur og Sólveig áttu eftir að reynast mér og mínum vel. Hann hjálpaði mér við smíðar og sitt- hvað annað. Hafði raunar ráð undir hverju rifi og varð ekki skotaskuld úr því að bjarga mál- um. Við unnum oft saman og ég bar gæfu til þess að læra af hon- um. Ég vissi ekki þá hve vel það átti eftir að reynast mér síðar. Ólafur var hamhleypa til vinnu og vel við aldur gaf hann sér yngri mönnum hvergi eftir. Það var því iðulega að hann kom þreyttur heim að kvöldi og þá var indælt að sjá hve vel hann naut þess að koma heim og hve vel var tekið á móti honum, enda stóð Sólveig vel fyrir nafni, það stafaði geislum af henni. Konan mín og ég ásamt börnum okkar þökkum þeim fölskvalausa vináttu og góða samveru og biðj- um þeim blessunar. Vænt þykir okkur um að vita af þeim saman aftur. í guðs friði. Haukur Heiðar Vissir þú hvað steinflísar bjóða upp á marga möguleika. Sem vegg- eða gólfklæðningar á eldhús, baðherbergi og forstofur. Sem gluggakistur. í tröppur og eldstæði. Raunar hvar sem er. Efnið er margskonar: Marmari, blágrýti, skífa og grásteinn. Athugið að verðið er ótrúlega hagstætt. Eigum einnig margar gerðir af brotnum steini á veggi. Komið og skoðið úrvalið - eða hringið og fáið upplýsingar. B S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 ^ Kvöldvaka Orlofs húsmæöra í BROADWAV þriöjudaginn 16. febrúar 1982. Tónlíst og söngur verður rikjandi á vökunni: Flutt veröur kvæöi, fjöldasöngur og sýndir þjóödansar. Selma Kaldalóns og Elín Sigurvinsdóttir. Kynning á orlofi húsmæðra Steinunn Frinnbogadóttir. Unnur Jensdóttir syngur viö undirleik Jónínu Gísladóttur. Barnakór úr Melaskóla og Magnús Pótursson. Eva syngur, Gísli og Arnór Helgasynir leika undir. Ómar Ragnarsson skemmtir. Allir orlofskórar mæti — fjömenniö. Forsala aðgöngumiöa veröur í Traöarkotssundi 6: Föstudaginn 12. febrúar kl. 16.00—19.00. Laugardaginn 13. febrúar kl. 15.00—17.00. Miðapantanir í símum 12617 — 84962 — 84644 — 30448. ...auðvitaó ORUnDIG LaugavegilO, sími 27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.