Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 + Eiginmaöur minn, ÞÓRDUR INDRIÐASON, Keisbakka, Skógarströnd, lést í Landspítalanum 9. febrúar. Arína Gudmundsdóttir. + Maðurinn minn, JÓHANNES KOLBEINSSON, húsgagnasmióur, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist 9. febrúar. Valgerður K. Tómasdóttir. + Minningarathöfn um PÉTUR SÆMUNDSEN, bankastjóra frá Blönduósi, verður i Dómkirkjunni föstudaginn 12. febrúar kl. 10.30. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Sæmundsen og synir. Faöir okkar, BJARNI MARTEINSSON frá Eskifirðí, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag fimmtudaginn 11. febrúar kl. 1.30. Herborg Bjarnadóttir, Guðlaug Bjarnadóttir, Hilmar Bjarnason, Steingrímur Bjarnason, Agla Bjarnadóttir, Eðvarð Bjarnason, Magnús Bjarnason. + Móðir okkar og amma, ASLAUG ÁGÚSTSDÓTTIR, Hjarðarhaga 44, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á byggingasjóö KFUM og K. Ágúst Bjarnason, Ólöf Bjarnadóttir, Anna Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, KÁRI JÓNASSON, Skólatröð 1, Kópavogi, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fjóla Jóelsdóttír, Hrund Káradóttir, Steingrímur Steingrímsson, Jóhann Kárason, Amalía Þórhallsdóttir, Ásdís Káradóttir, Rúnar Þór Stefánsson og barnabörn. + Utför fööur míns, fósturföður, tengdafööur og afa, EINARS STEINDÓRSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra í Hnífsdal, er lést að heimili sínu, Engjavegi 29, isafiröi, 6. febrúar sl., fer fram frá Hnifsdalskapellu laugardaginn 13. febrúar kl. 2. Hansína Einarsdóttir, Kristján Jónasson, Ágúst Jónsson, Birna Geirsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, móöur, systur og mágkonu, SIGRÍDAR SIGFÚSDÓTTUR, Réttarbakka 17. Sigfús Jóhannsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Þórir Ólason, Lára Sigfúsdóttir, Guömundur Jónsson, Jóhann Sigfússon, Unnur Sigfúsdóttir. Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Stóru-Avík - Minning i Hún Inga er fallin fyrir sigð dauðans. Það eru leiðarlok allra, og þykir öllum sárt, þeim er missa góða vini, en gleðistund hin mesta, þeim er héðan hverfa, eftir að hafa þolað vanheilsu og þungar þrautir um langt árabil. Svo mikil verða viðbrigðin, að hverfa nú heilir í skaut ættingja og vina, sem fagna þeim heilshugar á fegra landi í öðrum heimkynnum al- heimsins. II Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Stóru-Ávík í Árnes- hreppi í Strandasýslu þann 1. september 1914 og ólst þar upp með foreldrum sínum Guðmundi Jónssyni og Önnu Benediktsdóttur frá Öxnadal. Einn átti hún bróður, Jón, sem var nokkrum árum eldri (f. 1910) bóndi í Stóru-Ávík frá 1938. giftur Unni Jónsdóttur frá Seljanesi og áttu þau 11 börn. Jón lést árið 1974. Inga átti því langa samleið með þeim hjónum og börnum þeirra, sem hændust mjög að þessari góðu frænku sinni, og hefur sú tryggð þeirra og vinátta haldist ávallt síðan. Við Ingibjörg vorum bræðra- börn, og var mikil vinátta milli heimilanna á Steinstúni og í Stóru-Ávík, en þar sem svo langt var á milli þessara bæja, þá voru heimsóknir fremur strjálar meðan við vorum í bernsku, en við vorum jafnaldrar og fermingarsystkini. Síðar fluttu foreldrar mínir að Hrauni, næsta bæ við Stóru-Ávík, en eftir það var ég sjaldan heima. Stóra-Ávík var talin ein af betri jörðum sveitarinnar, og bjó Guð- mundur faðir Ingibjargar, þar jafnan góðu búi, og reisti mynd- arlegt íbuðarhús árið 1926. Var hann framtakssamur í búskapar- háttum, svo sem í jaðarbótum og fleiru, á sinni tíð. Stórbrotið landslag er í Stóru- Ávík. Hamrar miklir eru við sjó- inn, þar sem brimaldan fellur að klettum með miklum gný í norðan hafróti, svo löðurstrókar þeytast hátt í loft upp. Er það stórfengleg sjón á að horfa og skilur eftir óafmáanleg áhrif í sálum barna, er alast upp við slík náttúrufyrir- bæri. En annarsstaðar, einnig skammt frá bænum, eru friðsælar víkur og vogar, þar sem ekki örlar við stein á kyrrum góðviðris- dögum. Þar er víða fagurt og frið- sælt, og klettablóm skarta þar á hverri syllu. Þarna voru helstu leiksvæði barna úr Stóru-Ávík og frá Hrauni, en þar áttu þá heima náin frændsystkini Ingu á bernskudög- um hennar. Einkum voru það þau systkinin Guðmundur og Fanney á Hrauni, sem voru leikfélagar + Bróöir okkar, INGIMUNDUR ÁGÚST KONRÁÐSSON, verður jarösunginn frá Hallgrjmskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 3 e.h. Systkinin. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SVAVARÁRNASON, Ásbúö 38, Garðabæ, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. febrúar kl. 1.30. Ingunn Ólafsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Skrifstofur okkar veröa lokaöar vegna minningarathafnar um PETUR SÆMUNDSEN, bankastjóra, frá kl. 10—12 föstudaginn 12. febrúar. Félag íslenzkra iönrekenda, Útflutningsmiöstöð iönaöarins. Allar afgreiösludeildir bankans veröa lokaðar fyrir hádegi föstudaginn 12. febrúar 1982 vegna minningarathafnar um Pétur Sæmundsen banka- stjóra. lönaöarbanki íslands hf. Vegna minningar- athafnar um Pétur Sæmundsen bankastjóra veröa skrifstofur sjóösins lokaöar fyrir hádegi föstudaginn 12. febrúar 1982. lönþróunarsjóöur. Vegna minningar- athafnar um Pétur Sæmundsen, bankastjóra, veröur verk- smiöjan lokuö, föstudaginn 12. febrúar milli kl. 10 og 12 f.h. Glit Höföabakka. hennar. Ein var þar sú klettasylla, er þau öll höfðu mest dálæti á, í hömrunum innanvert við Hrafna- klett og gáfu þau henni nafnið: „Hillan okkar fagra.“ Undu þau sér þar löngum, og söfnuðu þar saman leikföngum sínum: Skelj- um, hornum, leggjum o.fl. sem börn hafa sér til leiks og ánægju. Eg man, að eitt sinn, er ég kom í heimsókn, sem ungur drengur, til þessa frændfólks míns, þá sýndu þau mér þetta uppáhalds leik- svæði sitt, og undum við okkur þarna lengi dags, við leik og gam- an. Eg heyrði Ingu löngu síðar tala um að einna mestar mætur héfði hún alltaf síðan haft á þess- um stað í landi Stóru-Ávíkur, vegna þeirra kæru bernskuminn- inga, er við hann voru tengdar, er hún undi þar með kærum leikfé- lögum. Anna, móðir Ingibjargar, var góð kona, hlý í viðmóti við alla og góðum gáfum gædd, en átti jafnan við vanheilsu að stríða. Var mikið ástríki milli þeirra mæðgna. Hún andaðist árið 1937 og var þá 62 ára gömul. Sá atburður gerðist í Stóru- Ávík árið 1927 er Ingibjörg var 12 ára gömul, að á heimilið kom fær- eysk stúlka, ung og glæsileg, og var þá barnshafandi. Hún hét Sofie Jacobsen. Ó1 hún barn sitt 10. ágúst og tók Sigríður Guð- mundsdóttir í Litlu-Ávík á móti barninu í forföllum ljósmóður, sveitarinnar. Var það síðasta barnið sem hún tók á móti. Þetta var sveinbarn og var skírt Ólafur. Soffía dvaldist í Stóru-Ávík í eitt ár, en sveinninn varð eftir, og naut mikils ástríkis Önnu og Guðmund- ar og þá ekki síður Ingibjargar, sem annaðist hann eins og lítinn bróður. Þótti henni, eins og öð- rum, sárt að skilja við drenginn, sem þeim þótti svo vænt um, er hann síðan flutti alfarinn til Fær- eyja, þá fjögurra ára gamall, til að alast þar upp hjá föður sínum og móður, svo sem eðlilegt var. Eftir lát Önnu, móður sinnar gerðist Ingibjörg bústýra hjá föð- ur sínum og annaðist hann um tuttugu og tveggja ára skeið, uns hann lést árið 1959 þá 87 ára gam- all. Gengdi hún þar öllum störfum úti jafnt sem inni, eins og sveita- konur verða jafnan að gera, enda var hún á þeim árum, vel hraust og dró ekki af sér. Eftir það lá leið hennar að heiman. Fór hún fyrst til Húsa- víkur og var þar í vist um tíma. En þá varð hún fyrir því óláni að veikjast af berklum, sem hún fékk í augun, og varð að gjalda þess æ síðan. Lá nú leið hennar til Akur- eyrar, þar sem hún var undir læknishendi og dvaldi þá hjá þeim góðu hjónum Óskari Sæmunds- syni og Guðrúnu Magnúsdóttur, frá Kjörvogi, frænku sinni, sem veitti alla þá umönnun og hjálp, sem unnt var að láta í té. Þaðan fór hún svo suður og var á Lands- pítalanum í Reykjavík um átta mánaða skeið, og hlaut þá nokk- urn bata á augunum, þótt ætíð bæri hún mjög skerta sjón upp frá því. Varð hún nú aftur vinnufær, enda skorti hana ekki starfslöng- un og starfsþrek að öðru leyti. Gerðist hún nú bústýra hjá Ragn- ari Jónssyni, hæstaréttarlög- manni, og starfaði þar um tólf ára skeið. Að loknu þessu tímabili átti hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.