Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 23
MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR Ú. FEBRÚAR 1982
23
Byltingarafmæli í Iran:
Khomeini hvetur til sam-
stöðu múhameðstrúarmanna
- og Bani-Sadr til byltingar
Beirút, 10. Tebrúar. AP.
KHOMEINI erkiklerkur í fran ávarpaði í dag gesti frá 48 löndum sem eru
komnir til landsins til að taka þátt í hátíðahöldum á morgun í tilefni þess að
3 ár eru þá liðin frá lokum islömsku byltingarinnar. Hvatti Khomeini til að
islömsk lýðveldi yrðu hvarvetna í múhameðstrúarlöndum sett á stofn og það
fyrr en síðar. Það væri stórveldunum í hag að múhameðstrúarmenn væru
sundurþykkir innbyrðis, vegna þess
hressilega undir uggum ef þeir stæðu
Khomeini vék að ísrael og sagði
að áratugir væru síðan hann hefði
hvatt til að „þetta krabbameins-
æxli væri fjarlægt úr hjarta múh-
ameðstrúarmanna". Samt héldu
óvinir írans því fram að ísraelar
og íranir væru vinir og samskipti
væru milli þjóðanna. Síðan sagði
Khomeini: „Jafnvel þótt þið arab-
ar vilduð viðurkenna ísrael myndi
það ekki viðurkenna ykkur," en
bent er á að hann hafi að öðru
leyti ekki hrakið neinar fullyrð-
ingar um samskipti.
Bani-Sadr, fyrrverandi forseti
írans, hvatti í dag til allsherjar-
verkfalls og uppreisnar gegn
stjórn Khomeinis. í orðsendingu
til írönsku þjóðarinnar sagði hann
að það sem Iran þarfnaðist sár-
lega væri friður og efnahagslegt
öryggi og þeim markmiðum yrði
að þeir myndu velgja stórveldunum
saman, staðfastir í trú sinni.
Khomeini
ekki náð meðan klerkaveldið væri
allsráðandi í landinu. Bani-Sadr
sakaði Khomeini um að hafa geng-
ið á bak orða sinna frá því hann
var í útlegð í Frakklandi og valdið
mörgum dyggum fylgismönnum
byltingarinnar sárum vonbrigðum
með því að sýna þá harðneskju og
það ofstæki sem raun hefur borið
vitni um.
Bani-Sadr
Walesa fær norsk verðlaun
Walesa
Veður
víða um heim
Akureyri -1 léttskýjaö
Reykjavik -2 skýjað
Amsterdam 9 skýjaö
Aþena 11 rigning
Barcelona 13 þokumóöa
Berlín 5 heiöskirt
Briissel 13 heiöskirt
Chicago -11 heiöskirt
Denpasar vantar
Dublin 12 heiðskírt
Feneyjar 7 heiöskirt
Frankfurt 6 skýjað
Færeyjar 7 skúr
Genl 10 heiöskírt
Helsinki -1 skýjað
Hong Kong 15 skýjaö
Jerúsalem 10 skýjaö
Jóhannesarborg 27 heiöskírt
Kaupmannahöln 2 skýjaö
Kairó 19 skýjaö
Las Palmas 19 léttskýjað
Lissabon 16 heiöskírt
London 13 heiöskírt
Los Angeles 18 skýjaö
Madrid 16 heiðskírt
Malaga 13 rigning
Mallorca 15 rigning
Mexikóborg 24 heiðskírt
Miamí 28 skýjað
Moskva -11 heiðskírt
New York 3 skýjaö
Nýja Delhí 21 skýjaö
Osló 1 snjókoma
París 14 heióskírt
Perth 31 heiöskírt
Ríó de Janeiro 34 heiöskírt
Rómaborg 15 heiöskírt
San Francisco 12 skýjaö
Stokkhólmur 1 skýjaö
Sydney 25 skýjað
Tel Aviv 14 skýjaö
Tókýó 8 heiðskírt
Vancouver 5 skýjaö
Vinarborg 6 skýjað • iUTt JU lUJ'iUn • W ' AÞV.
Osló, 10. febrúar. AP.
TALSMAÐUR norsku samtak-
anna „Fritt ord“ tilkynnti í dag að
samtökin hefðu ákveðið að veita
Lech Walesa verðlaun sín í ár og
nema þau eitt hundrað þúsund
norskum krónum. Rolf Kluge,
talsmaður samtakanna, sagði, að
verðlaunin væru yfirleitt veitt
Norðmönnum sem hefðu lagt
fram sérstaklega mikilsverðan
skerf til að verja hið frjálsa orð.
Hins vegar hefði stjórn samtak-
anna nú ákveðið að veita verð-
launin erlendum manni sem hefði
með mikilli þrautseigju beitt sér
svo að það hefði þýðingu fyrir allt
mannkyn. W'alesa hefði sýnt ein-
staka hugprýði meðan frjálsu
verkalýðsfélögin voru að komast á
laggirnar, svo og þann tíma sem
þau fengu að starfa, og hann hefði
ekki látið fangavistina beygja sig.
Mikil vonbrigði
látin í ljós í Noregi
- í kjölfar ákvörðunar Dana um Nordsat
Osló, 10. febrúar. Frá Jan Krik Lauró,
Cróttamanni Morjjunblaósins.
MIKIL vonbrigði hafa verið látin í
Ijós hjá almenningi jafnt sem ráða-
mönnum hér í Noregi með þá yfir-
lýsingu I)ana að draga sig út úr sam-
starfinu um Nordsat — samnorræn-
an gervihnött.
ITnnið hefur verið að
hugmyndum um Nordsat í átta ár og
kemur ákvörðunin því eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Lars Roar Langslett, menning-
armálaráðherra Noregs, sagðist
engu að síður ekki hafa gefið upp
alla von um að finna mætti nýjan
samstarfsgrundvöll, en taldi lausn
varla í sjónmáli fyrir þing Norð-
urlandaráðs, sem haldið verður í
Helsinki í marzbyrjun.
Engin sýnileg lausn
á deilu lestarstjóra
l>ondon, 10. febrúar. AP.
ENGIN lausn virðist vera í sjónmáli
í deilu lestarstjóra í Englandi við
vinnuveitendur sína, British Rail.
Verkróll þeirra hafa lamað allt sam-
göngukerfi járnbrautanna í 13 daga
síðustu 4 vikurnar. Deilan stendur
um 3% kauphækkun án rýmkunar á
vinnutíma. Lestarstjórarnir hafa
undanfarið lagt niður vinnu þrjá
daga í viku til að leggja aukna
áherslu á kröfur sínar.
Formaður stéttarfélags járn-
brautarstarfsmanna hefur lagt til
ERLENT
ú i
að lestarstjórarnir færi verkföllin
til í næstu viku og mæti ekki til
vinnu á sunnudag, þriðjudag og
fimmtudag. Til þessa hafa þeir
valið tvo fyrrnefndu dagana svo
og miðvikudaga til verkfalla. Taldi
hann að áhrifaríkara væri að
breyta til, þar sem fjölmargir
hefðu nú fundið lausn á ferða-
vanda sínum.
Einn lestarstjóri sveikst undan
merkjum í gær og mætti til vinnu,
en þar sem fyrirvarinn var svo
stuttur kom þjónusta hans að litlu
gagni. Aðe:ns tveir farþegar nýttu
sér ferðina. „Þetta er mitt einka-
stríð gegn formanni stéttarfélags-
ins,“ sagði Roland Davies, sem
kemst á ellilaun eftir tvær vikur
eftir 47 ára starf hjá British Rail.
„Þeir hafa sjálfir komið sér í klípu
og vita ekki hvernig þeir eiga að
bjarga sér úr henni.“
NORSK GÆÐAVARA:
FJÖLBREYTT ÚRVAL
SANDPAPPÍR
VATNSPAPPÍR
SMERGELPAPPÍR
MARINÓ PÉTURSSON hf.
SUNDABORG7
— SÍMI 81044 —
/TIGK
i, ' * -
BORÐTENNSIBORÐ
Roller
Verð kr. 3.868,-
úmJF
Glæsibæ,
sími 82922
EF ÞAÐER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINIJ
AÚGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480