Morgunblaðið - 11.02.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 11.02.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ., FltófcmiDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 31 Mæli eindregið með Stjórn- málaskólanum - segir Ólafur H. Sverrisson „ÉG hef starfad í SjálfsUeðisflokknum alveg síðan ég var sextán ára, og alltaf a-tlað mér að fara á Stjórnmála-skól- ann, en tímaskortur og vmsar aðsta-ð- ur ollu því að ég lét ekki verða af því fyrr en í hitteðfyrra" sagði Ólafur H. Sverrisson háskólanemi, er Morgun- hlaðið ræddi við hann um skólann. „f stuttu máli má segja, að skólinn hafi verið betri en ég hafði gert mér vonir um, og ég get hiklaust mælt með því að fólk sæki hann" sagði Olafur. „Skólinn er ekki eingöngu fyrir sjálfstæðismenn, heldur geta allir sótt hann, þó ég geri ráð fyrir að þeir sem fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum eða grundvallarlífsskoðunum sjálfstæðismanna, hafi mest út úr þvi. Þarna koma sérfræðingar um hin ýmsu mál, og komið er inn á flesta þætti stjórnmálanna, stjórn- skipunina og efnahagsmálin. Ég sagði sérfræðingar, og það er víst síst of sterkt að orði kveðið, því í flestum tilvikum eru þetta fremstu menn þjóðarinnar hver á stnu sviði. Það er óneitanlega gaman og fróð- legt að fá tækifæri til að ræða við þá, hlusta á fyrirlestra þeirra og fá að leggja fram fyrirspurnir. Tíminn er að vísu oft stuttur, en þetta voru gagnlegir tímar. Þá er það ræðumennskan og fund- arsköpin, það geta víst allir lært meira í þeim fræðum, og æfingin kemur sér alltaf vel. Þeir sem ætla sér að reyna að komast til einhverra áhrifa í stjórnmálum eða í félagslífi, þeir geta vafalítið mikið lært á Stjórnmálaskólanum, en hann er ekki síður fyrir alla hina, sem áhuga hafa, og vilja aöeins fylgjast með“ sagði Ólafur að lokum. Sé alls ekki eftir þvf að hafa farið í skólann - segir Lovísa Sigurdardóttir „Ég fór nú bara í skólann vegna þess að ég sá hann auglýstan, og mér datt í hug að ég gæti haft gagn af þessu námi" sagði lx>vísa Sigurðardóttir, menntaskólakennari, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hana hvernig það hefði atvikast að hún sótti nám í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. „Ég hafði að vísu eitthvað hugleitt þetta áður, en lét svo skyndilega verða af því" sagði Lovísa ennfremur. „Það sem ég var að sækjast eftir var almenn fræðsla um stjórnmál í landinu, en haföi á hinn bóginn minni áhuga á kennslu í ræðu- mennsku og fundarsköpum. Svo fór þó að ég haföi mikið gagn af þeim þætti, eins og ég hygg raunar að allir hafi, það er alltaf gott að þjálfa sig í að koma skoðunum sinum á fram- færi, og æfa sig í að tala úr ræðustól. — Um skólann vissi ég hins vegar lítið sem ekkert fyrirfram, en hann olli mér síður en svo vonbrigðum. Þarna var áhugasamur hópur að fræðast um áhugamál sín, og fyrir- lesararnir voru allir í fremstu röð. Það var sérstaklega ánægjulegt að eiga þess kost að hlýða á erindin, og spyrja fyrirlesarana síðan út úr á eftir. Skólinn var annars dálítið strembinn, þetta var heils dags skóli í eina viku þegar ég sótti hann, en það var vel þess virði. Ég get hiklaust mælt með Stjórn- málaskólanum, og hvet alla þá sem hafa hugleitt að fara á hann, að láta nú verða af því. Þetta er ekki aðeins fyrir þá allra áhugasömustu í póli- tíkinni, heldur fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslensku þjóðlífi, stjórnmálum og efnahagsmálum, ég held að flestir finni þarna eitthvað við sitt hæfi. Landsbankinn stofnar sjóð til styrktar skákmönnum BANKAKÁÐ Landsbanka íslands hefur ákveðið að veita 100.000 kr. til stofnunar sjóðs, er styrki ís- lenska skákmenn. í fyrsta lagi er ákveðið að veita hverjum þeim íslenskum skák- manni, sem nær alþjóðlegum meistaratitli og þeim er nær stórmeistaratitli, ákveðna pen- ingaupphæð. í öðru lagi skal veita fé úr sjóðnum til styrktar skákmótum sem haldin eru fyrir skákmenn 20 ára og yngri, sem eru nemendur í grunnskólum eða framhaldsskólum. I bréfi til Skáksambands ís- lands frá bankaráði Landsbanka íslands segir m.a. „Með stofnun sjóðs þessa vil Landsbanki ís- lands stuðla að auknum áhuga á skákíþróttinni meðal skólanema og jafnframt hvetja til afburða árangurs á því sviði." Plús-mínus, nýtt sjúkra- braud á markað hérlendis HANDVERKSBAKARAR munu n.k. laugardag setja á markað hér á landi nýja athyglisverða brauðtegund, sem nefnist plús-mínus sjúkrabrauð, en brauðtegund þessi er þýzk, og er sett á markað að undangengnum rannsóknum og tilraunum sérfræðinga á sviði maga- og meltingarsjúkdóma, segir í frétt frá Handverksbökurum. í þýzkum blöðum, sem borizt hafa Handverksbökurum, eru viðtöl við lækna, sem fara lof- samlegum orðum um brauðið, og ennfremur eru viðtöl við fólk, sem reynt hefur þessa tegund brauða og fer um hana lofsamlegum orðum, segir ennfremur í frétt frá Hand- verksbökurum. Áhrifin af neyzlu plús-mín- us-sjúkrabrauðsins eru einkum fólgin í því, að sjúk meltingar- færi styrkjast. Ennfremur hafa brauðin góð áhrif á melt- ingu heilbrigðs fólks, svo sem íþróttamanna. Hráefnið í plús-mínus- sjúkrabrauðin eru blönduð í Vestur-Þýzkalandi, undir stöð- ugu eftirliti fullkominnar rannsóknastofu. Þaðan fá Handverksbakarar mjölblönd- una tilbúna, þannig að aðeins á eftir að blanda í hana vatni og lífrænu geri. Meðferð og lögun brauðsins er mjög vandmeðfar- in og munu Samtök Hand- verksbakara fylgjast náið með að við framleiðslu brauðsins hérlendis, verði í einu og öllu farið eftir fyrirmælum fram- leiðanda mjölblöndunnar. Þannig hyggjast Hand- verksbakarar tryggja, að þau brauð, sem framleidd verða hérlendis, standist fyllilega'þá einkunn og þau ummæli, sem læknar og aðrir sérfræðingar hafa látið fara frá sér um brauðið. Þá munu samtökin leita eftir samstarfi og sam- vinnu heilbrigðisstétta- og yf- irvalda til þess að geta sinnt þessu eftirliti. Að sögn Handverksbakara reikna þeir ekki með neinni stórsölu í þessu brauði, heldur líti þeir á sölu þess, sem nauð- synlega þjónustu við lands- menn. í dag, íimmtudag, kynnum vlð íorrit fyrir VIЧKIPTAMANNA- ROITHflT.n Er innheimtan hjá þér í ólestri? Eru skuldir orðnar tveggja eða þriggja mánaða gamlar þegar þœr eru greiddar vaxtalaust? Forrit Tölvubúðarinnar hf. fyrir viðskipta- mannabókhald hentar íslenskum fyrirtœkjum sérstaklega vel. Það rúmar allt að 5.000 viðskiptamenn á skrá. Nótuinnskrift fer fram beint á eyðublað á skerminum. Ef óskað er, dregur tölvan aí lager um leið og nótan er skriíuð út. Vörusala, innborganir, söluskattur, akstur, burðargjald, víxilvextir o.s.írv. er allt íœrt sjálfkraía á í j árhagsbókhald. Tölvan prentar út reikningsyíirlit mánaðarlega og reiknar dráttarvexti. Hvenœr sem er má íá upplýsingar um hvern viðskiptamann á skerminn ásamt öllum hans viðskiptum. s| Ýmsar skýrslur og útprentanir má fá úr forritun, svo sem viðskiptamannabók, nafnalista, stöðulista og dráttarvexti. U Rétt lausn íelst í réttu íorriti. Verið velkomin kl. 2-6 í dag og kynnið ykkur_ íorrit okkar. TOLVUBUDIN HF Laugavegi 20. Simi 2 5410 Veistu hvaða litsjonvarpstæki býöstmeö alltað5ámábyigÖ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.