Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.02.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1982 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS jrvjk kd. JT* u [l Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar: „Hagfræði ríkisstjórnarinnar er eitt dæmalaust hneyksli“ Velvakandi góður. Efnahagsmálapakkar ríkis- stjórnarinnar! Það má nú segja að það séu þeir pakkar sem vert er um að tala — en til hvers þeir eiga að vera, er mér orðið ljóst og hverjum þeir eiga að koma til góða. Þessi hagfræði ríkisstjórnar- innar er eitt dæmalaust hneyksli sem okkur er boðið til kaups. Jú, það verður að viðurkenna það sem komið hefur fram þessu varðandi. Lítilsháttar lækkun á iandbúnaðarvörum varð — sem kemur fram sem hefndarráðstöf- un — því svo margt annað hefur lækkað í verði, til að bæta upp útgjöld ríkissjóðs í sambandi við niðurgreiðsluna. Ráðherra einn gerði mikið úr því hvað tollalækkun á heimilis- tæki væri mikil. Það leit út fyrir að þar væri stórt spor stigið í réttlætisátt fyrir alla. En svo kom bara á daginn að aðrir skatt- ar voru lagðir á, sem fólk verður að borga, og vega þyngra en lækkunin á heimilistækjunum. Á það er einnig að líta að þessi um- rædda lækkun á heimilistækjum kemur líklega fáum til góða því flestir eiga þessi tæki auðvitað. Hækkunin á bensínverði einu, sem ríkisstjórnin er að innheimta og gerð er tvisvar á lausri viku, eða átta dögum, mun verða þyngri byrði en þótt heimilistæk- in hefðu verið látin halda verði sínu. Það fer að verða svo, að hægt verður að líkja ríkisstjórn- inni við þjóf. Meðan hún réttir að manni smáhlunnindi fer hún i vasa manns og rænir tvöfalt hærri upphæð. Eg ætla ekki að telja allar hækkanirnar sem orð- ið hafa síðan á áramótum, því það verður áreiðanlega ekki pláss til að koma því öllu á prent. Ég veit líka að allir eru búnir að finna óþyrmilega fyrir þeim — og ekki síst láglaunafólk. Vill ekki einhver úr Alþýðu- bandalaginu svara því, hvort gengisfelling nú sé kjarabót, þeg- ar Alþýðubandalagið gerir hana — því nú þegja þeir um hana en þegar smá gengisfelling var gerð og sjálfstæðismenn voru í stjórn, ætluðu alþýðubandalagsmenn hreint vitlausir að verða. Nú er greinilega að koma að því að íslendingar verða ekki samkeppnisfærir á mörkuðum erlendis, vegna tilkostnaðar og skattaálags. Við þurfum að fá svo hátt verð fyrir útflutningsvörur okkar að enginn vill kaupa. Hvar verðum við þá á vegi staddir, ís- lendingar? Vilja valdhafarnir ekki sjá hvað er að gerast, eða hvað? Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna þó tilefni sé til langrar upptalningar á heimsku- pörum núverandi ríkisstjórnar. Þorleifur Kr. Guðlaugsson. Húsmóðir skrifar: Hvaða stefna hefur beðið meira skipbrot en kommúnisminn? Sá veldur miklu sem upphafinu veldur, segir gamalt máltæki. Þeir trúboðar heimskommúnismans hér, sem enn eru uppistandandi, ættu að standa þjóðinni reikn- ingsskil gerða sinna og rifja upp fimm slagorðin sem sýna áttu blessun kommúnismans mannkyn- inu til handa. Þeir verða að taka afleiðingar gerða sinna eins og aðr- ir. Klappkórar fylgdu hverjum fundi. George Orwell lýsir þeim dásamlega í bók sinni, þar sem fjöldakórinn gargaði í síbylju eina setningu í lengri tíma. Það er engin furða þótt Steini Steinarr leiddist stundum í sellu nr. 5. Slíkt andríki hefur ekki átt við hann. Það er mannlegt að skjátlast en að iðrast einskis er forkastanleg forheimskun, því sannleikurinn þorfinni. Með þeirri skammsýn- isheimsku að svelta Hitaveituna um fjármagn er beinlínis verið að vinna að því að kippa fótun- um undan þessu fyrirtæki Reyk- víkinga og afleiðingin verður sí- aukin kynding með olíu og þar með geysilegt fjárhagslegt tap fyrir okkur Reykvíkinga. Ég held að í þetta skipti hafi AUa- kemur alltaf í ljós þótt síðar verði. Hvaða stefna hefur beðið meira skipbrot heldur en kommúnism- inn? í dag hefur Rússum tekist að láta kommúnista í Póllandi leggj- ast á bræður sína og annað skyld- fólk. Kremlstjórnin getur sagt að þetta séu innanríkismál Pólverja en hótanir hennar segir sína sögu sem minnast verður. Þótt ástandið sé e.t.v. verst i Póllandi þá lifir almenningur í hin- um kommúnistaríkjunum síður en svo í vellystingum. Þegar orku- skortur hrjáir Rúmena skyldi mað- ur ætla að ástandið væri ekki gott í Danmörku ef stjórnvöld væru svip- uð þar. Allstaðar er skortur á lífs- nauðsynjum í Sovétríkjunum með- al almennings — líka í Rússlandi, og þó hafa Rússar getað blóðmjólk- ballarnir í ríkisstjórninni ráðið ferðinni sem oftar, það er eina skýringin sem ég finn á þessari einkennilegu ákvörðun. Hita- veita Reykjavíkur hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra sem fyrirmyndarfyrirtæki í eigu al- mennings — það þola þeir ekki og róa þess vegna að því öllum árum að eyðileggja það.“ að leppríki sín um áratugi. Svo hafa þeir líka þegið gjafakorn frá Bandaríkjunum. Þegar svona er komið þá eiga gömlu kommúnistarnir að iðrast og lýsa sig andvíga skipulaginu. Biðja fyrirgefningar og frábiðja sér og öðrum, að í skólunt landsins skuli enn finnast kennarar sem halda áfram að flytja þessa falskenningu og reyna að innræta hana hálf- stálpuðum unglingum. Freda Udley, George Orwell, Steinn Steinarr og hvað þeir nú allir heita, sem gengið hafa af trúnni og iðrast mistaka sinna — þeirra verður minnst í sögunni sem mikilmenna. Það ríkir meiri fögnuður á himnum yfir einum ranglátum sem iðrast en 99 réttlátum, stendur þar. Ég vona að þeir séu ekki margir hér á landi sem segja eins og ungl- ingurinn sagði, að ástandið í Pól- landi væri bara verkamönnum að kenna. Islenzkir verkamenn bera vonandi gæfu til þess að trúa ekki svona fólki fyrir sínum málum. Viö getum ekki beitt neinum refsiað- gerðum gegn Rússum — en við get- um sýnt fyrirlitningu okkar á að- gerðum þeirra með því mað krefj- ast þess að áróðursblaðið Novostny komi ekki út hér á meðan her- stjórnin er í Póllandi. Borgarablöð- in hér, sem hafa verið að týna úr því fróðleik fyrir lesendur sína, ættu að geta fundið hann ein- hverstaðar annars staðar. Húsmóðir Svarið er nei Svar við fyrirspurn: „Greiða Reykvíkingar niður SVR-gjöld Seltirninga? Svarið er nei. Bæjarsjóður Seltjarnarness greiðir sam- kvæmt samkomulagi 3,18 pró- sent af árlegum rekstrarhalla SVR, án tillits til þess hvort sá halli er mikill eða lítill. Eiríkur Ásgeirsson. Coats Dr ima tvinninn hentar í öli efni. 195 litir á 100 yarda spólum. Fæst í verzlunum um land allt. coats Dríma Heildsölubirgðir. Davíó S. Jónsson og Co, h.f. Sími 24333. dpplG % Apple-tölvu- og forritakynning kl. 4-6 Fimmtud. 11. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eða vikur. Tilvaliö fyrir áætlanagerð. Föstud. 12. febrúar: Viðskipta- mannabókhald Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vinsamlega mætið tímanlega. verslið I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.