Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 Áslaug Ágústsdótt- ir — Minningarorð Fæddur 1. febrúar 1893 Dáinn 7. febrúar 1982 í dag er gerð útför frú Áslaugar Ágústsdóttur, konu sr. Bjarna Jónssonar, vígslubiskups og heið- ursborgara Reykjavíkur. Frú Áslaug Ágústsdóttir fædd- ist á ísafirði 1. febrúar 1893. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Teitsdóttir og Ágúst Benediktsson verslunarstjóri. Anna var dóttir Teits Jónssonar veitingamanns á ísafirði, og konu hans Guðrúnar Gísladóttur. Ágúst var sonur Benedikts Jónssonar Þorsteins- sonar prests í Reykjahlíð og fyrri konu hans, Guðrúnar Snorradótt- ur. Frú Áslaug ólst upp á ísafirði, en missti ung föður sinn árið 1901. Móðir hennar, frú Anna Bene- diktsson, hélt heimili áfram á Isa- firði fyrir börn sín, Áslaugu, er var elst, Snorra, er fluttist síðar til Vesturheims og Guðrúnu, er giftist Halli Þorleifssyni, söng- stjóra, en dvelur nú að Hrafnistu. Frú Anna Benediktsson vann fyrir sér og sínum af miklum dugnaði með kennslu og rekstri mötuneytis og var ennfremur organisti. Áslaug Ágústsdóttir fékk hið besta veganesti úr móðurranni og dvaldist á uppvaxtarárum við nám og störf í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Frú Áslaug getur þess í bókinni „Séra Bjarni" í þætti, sem Andrés Björnsson skráði, að Bjarni Jóns- son hafi eftir embættispróf í guð- fræði við Hafnarháskóla verið ráðinn skólastjóri á ísafirði 1907 og gegnt því starfi til ársins 1910, þegar hann var kjörinn prestur í Reykjavík. Síðan segir frú Áslaug: „Þau ár, sem Bjarni var skóla- stjóri á ísafirði, keypti hann fæði hjá móður minni, en ekki bar fundum okkar þar saman fyrr en seinna, því að ég dvaldist í Kaup- mannahöfn um það leyti, sem hann fór vestur. Við Bjarni mun- um fyrst hafa sést í Reykjavík, í Aðalstræti hjá Ágústu Svendsen, ömmusystur minni og Luise Jensson, dóttur hennar. Bjarni var þá að koma að vestan og bar mér kveðju frá móður minni, en ég var nýkomin frá Danmörku." Og frú Áslaug rifjar ennfremur upp með ánægju, að hún hafi hlýtt á fyrstu messu sr. Bjarna eftir að hann tók við prestsembættinu í Reykjavík, 3. júlí 1910, og getur þess að sr. Bjarni hafi boðið sér einhvern þessara sumardaga á tónleika og kemst svo að orði: „Ég man þetta vel. Slíkir tónleikar voru þá sjaldgæfur munaður þeim sem njóta kunnu, og ég hef alltaf haft mjög mikla ánægju af tón- list.“ Frú Áslaug Ágústsdóttir og sr. Bjarni Jónsson voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni 15. júlí 1913 og reyndist það mesta gæfu- spor þeirra beggja. Fyrrgreindur minningarþáttur frú Áslaugar í bókinni „Séra Bjarni" ber nafnið „Hver dagur var hátíð", og segir það sína sögu. Þeim frú Áslaugu og sr. Bjarna Jónssyni varð þriggja barna auðið. Elstur er Ágúst skrifstofustjóri, kvæntur Ragnheiði Eide, og eiga þau tvö börn, Bjarna, rafeinda- tæknifræðing, og Guðrúnu, ritara í Hjúkrunarskóla íslands. Þá er Ólöf gift Agnari Kl. Jónssyni, sendiherra, og þeirra börn eru: Anna, sagnfræðingur, Áslaug, bókasafnsfræðingur, og Bjarni Agnar, læknir. Yngst er Anna, er var gift Jóni Eiríkssyni, fulltrúa, og dóttir þeirra er Áslaug, píanó- kennari. Það er haft fyrir satt, að enginn prestur á íslandi hafi, hvorki fyrr né síðar, skírt, fermt, gift eða fylgt til hinstu hvíldar fleira fólki en sr. Bjarni. Með sama hætti má ekki síður segja, að engin prests- frú hafi tekið þátt í fleiri prests- verkum en frú Áslaug Ágústsdótt- ir. Frú Áslaug hefur rifjað upp prestsverk manns síns, þegar spænska veikin lagði menn að velli síðla árs 1918. Þá jarðsöng sr. Bjarni 13 manns einn daginn og 11 þann næsta, en 115 manns á 3 vik- um. „Hann las texta yfir hverjum einstökum og minntist allra per- sónulega, en oft voru margir jarð- aðir í einu.“ Á næstu jólum skírði sr. Bjarni 23 börn. Prestsverkin fóru gjarnan fram á heimili þeirra Áslaugar og sr. Bjarna, enda voru húsakynni fólks þá ekki slík sem nú og kirkjuat- hafnir þá vísast heldur ekki eins algengar og nú. Einn laugardag er þess minnst að framkvæmdar voru 11 hjónavígslur á heimilinu. Frú Áslaug var prýðilegur píanó- leikari og hafði mjög góða söng- rödd og jók það ekki lítið á hátíða- blæ helgiathafna, þegar hún að- stoðaði mann sinn. Heimili þeirra hjóna stóð lengst við Lækjargötu höfuðstaðarins um þjóðbraut þvera og gestkvæmt var því á heimili þeirra og gest- risni húsráðenda einstök i sinni röð, en hlaut að lenda fyrst og fremst i hlut frú Áslaugar, sem tók öllum er að garði bar með hlýju brosi. Það var gæfa mikils manns eins og sr. Bjarna, í senn sterks og við- kvæms persónuleika, að eiga konu, sem hlúði að honum á heimilinu, vann með honum þar, i kirkju og út á við, sem skildi hann og styrkti í öllum störfum og á sjaldgæfum hvíldarstundum. Þau hjón voru mjög samhent í starfi sínu fyrir KFUM og K, og sátu þar í stjórn og gegndu bæði formennsku áratugum saman. Sr. Bjarni lést síðla árs 1965 84 ára að aldri, og bjó frú Áslaug áfram í Lækjargötu þar til heimili þeirra þar brann og fóru þar mikil verðmæti bundin ævistarfi þeirra hjóna. En frú Áslaug reisti sér ótrauð nýtt vistlegt heimili að Hjarðarhaga 44 og starfaði áfram að eflingu kirkju og kristindóms. Sr. Bjarni hafði verið fangelsis- prestur í Hegningarhúsinu alla sína tíð í Reykjavík, og eftir lát hans hélt frú Áslaug áfram að að- stoða við helgidagsguðsþjónustur þar. Og við barnaguðsþjónustur í Neskirkju spilaði hún allt þar til á síðasta ári og hafði mikla ánægju af. Faðir minn var hálfbróðir Ág- ústs, föður frú Áslaugar, og var svaramaður hennar, þegar hún giftist. Var mikil og traust vinátta milli þeirra Áslaugar og sr. Bjarna og foreldra minna. For- eldrar mínir mátu vináttuna mik- ils og við systkinin og fjölskyldur okkar fengum einnig að njóta og viljum þakka. Miðaldra og eldri Reykvíkingar munu telja það nokkur þáttaskil, þegar svo merk kona sem frú Ás- laug Ágústsdóttir kveður. Frú Áslaug var glæsileg kona, búin góðum gáfum, en sterkasti þáttur lífs hennar mun hafa verið einlæg, sönn trú, er gaf henni þann styrk, sem hún miðlaði manni sínum, fjölskyldu, frænd- um, vinum og þeim, er hún rétti hjálparhönd um ævina. Eiginkonur íslenskra presta eiga ómældan þátt í eflingu kirkju og kristindóms og velferð þjóðar- innar. Ég hygg, að betra dæmi um það finnist ekki en líf og starf frú Áslaugar Ágústsdóttur. Ég lýk þessari minningargrein með því að vitna til þeirra orða, er sr. Bjarni skrifaði á miða, þegar hann fór að heiman á sjúkrahús til að deyja, af því að ég þykist vita, að þau vilji frú Áslaug engu síður en hann gera að sínum: „(«uds aivæpni dýrast mun duga þér vel á a vinnar vegi, á úrslita degi. þá hugast þú eigi, en brosir við hel.“ Geir Hallgrímsson „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, hví að þar eru uppsprettur lífsins.“ Frú Áslaug Ágústsdóttir, ekkja séra Bjarna Jónssonar fyrrum dómkirkjuprests og vígslubiskups, hefur nú hlotið þráða hvíld eftir blessunarríkan og athafnasaman ævidag. Ég var tíður gestur á heimili þeirra á prestsskaparárum mínum hér í Reykjavík. Ég minnist leiftr- andi orðræðna séra Bjarna, og al- úðarinnar og umhyggjuseminnar í hinu bjarta og hlýja brosi frú Ás- laugar. Þar á heimilinu var önn og elja, í rauninni opið hús hvern ein- asta dag. Heimili þeirra að Lækj- argötu 12b lá hér fyrrum svo sannarlega um þjóðbraut þvera og mörg fótatök bárust inn í heimilið hvern dag. Mörg sorgarbörn áttu þangað erindi, en þar nærðist einnig gleöin og þakklætið á ótelj- andi skírnar- og hjónavígslu- stundum. Starfsár séra Bjarna og frú Ás- laugar voru merkur þáttur í sögu þessarar borgar, og andrúmsloftið á svæðinu frá Lækjargötu 12b og til Dómkirkjunnar, mun að minnsta kosti ávallt minna mig á þau merku hjón Áslaugu og séra Bjarna, svo lengi sem ég lifi. Blessun fylgi börnum þeirra og afkomendum um ókomin ár. Garðar Svavarsson Þær eru margar og hugljúfar minningarnar, sem leita á hugann í dag, þegar frú Áslaug Ágústs- dóttir er til moldar borin. Fáir mér óvandabundnir hafa reynst mér jafn vel og frú Áslaug. Meðan heilsa og kraftar leyfðu var hún ávallt með útrétta hjálparhönd, þegar um kristilegt starf var að ræða og málefni kirkjunnar. Um langt árabil starfaði hún með mér í sunnudagaskóla Neskirkju og aldrei lét hún sig vanta. Hún var fyrirmynd öllum þeim, sem með henni störfuðu. Þau eru orðin mörg börnin í Vesturbænum, sem minnast henn- ar, þegar hún brosandi á sunnu- dagsmorgnum heilsaði þeim alltaf með sömu orðunum: „Góðan dag- inn elskurnar mínar" um leið og hún tyllti sér við hljóðfærið, hvort heldur það nú var við píanóið í safnaðarheimilinu eða orgelið uppi í kirkjunni. Yfir andlit henn- ar færðist sérstakur gleðiljómi, þegar barnsraddirnar hljómuðu og fylgdu leikandi léttum undir- leik hennar. Bæru þau fram ein- hverjar sérstakar óskir um lög brást hún alltaf fljótt og vel við og væru nótur ekki fyrir hendi lék hún af fingrum fram. Frú Áslaugu var afar lagið að skapa sérstaka stemmningu. Mér er einkar minnisstætt, hvernig börnin reyndu að líkja eftir henni, þegar við fórum með trúarjátn- inguna en þá stóð hún upp, spennti greipar, lokaði augum og laut höfði. Með fasi sínu og fram- komu vakti hún lotningu barn- anna fyrir Drottni Jesú Kristi. Þau fundu ylinn og hlýjuna, sem frá henni stafaði. Hún skildi barnshjartað svo vel. Hjá henni var gott að vera. Fyrir henni báru þau ósjálfrátt elskufulla virðingu. Máltækið segir: „Lengi býr að fyrstu gerð“ og það sem börnunum er kennt ungum og fyrir þeim er haft gleymist seint. Það var henn- ar helgasta hjartans mál að leiða börnin til Jesú og veita kærleika hans inn í hjörtun ungu, sem sóttu sunnudagaskólann sinn. Þakkir skulu hér færðar frá Nessöfnuði fyrir alla hennar fórn- fýsi og allan þann tíma, sem hún gaf til þess að vera með börnun- um, allt það sem hún var barna- starfinu. Persónulega þakka ég þá fölskvalausu vináttu, sem hún ávallt auðsýndi mér frá því er ég sem ungur maður kynntist henni fyrst. Að leiðarlokum er þess ljúft að minnast hversu uppbyggjandi og gott var að koma á heimili frú Áslaugar og sr. Bjarna í Lækjar- götunni, að geta hvenær sem var leitað til þeirra hjóna og vera ávallt tekið opnum örmum. Mörg eru þau vandamálin, sem ungir og óreyndir prestar standa frammi fyrir og verða að takast á við í söfnuði sínum, en aldrei skorti þau ráð og miðluðu fúslega af lífsreynslu sinni. Handleiðsla þeirra á erfiðum stundum verður mér lífstíðar veganesti. í huga mér geymi ég mynd frá- bærra heiðurshjóna, sannra boð- bera Drottins. Þar sem þau fóru var alltaf bjart, þar skein ljós. Blessuð sé minning þeirra. Frank M. Halldórsson Það er mikið lán að kynnast góðu, göfugu fólki á lífsleiðinni. Þetta kemur mér í hug, er ég minnist frú Áslaugar Ágústsdótt- ur. Okkar vinátta var orðin löng. Við Ólöf dóttir þeirra síra Bjarna hittumst fyrst í tímakennslu hjá Guðríði Ólafsdóttur, sem rak smá- barnaskóla á Hól við Vesturgötu ásamt Guðfinnu systur síra Bjarna. Þar hófu mörg börn úr gamla Vesturbænum skólagöngu sína. Við áttum síðan samleið alla okkar skólatíð. Ég á margar minningar frá heimilinu í Lækjargötu 12b. Þar voru húsráðendur öðlingar. Frú Áslaug alltaf jafn elskuleg og síra Bjarni alvarlegur, en þó sérstakur húmoristi. Áslaug lék oft á píanó- ið fyrir okkur og við sungum þá gömul lög og ný. Þá var hún oft undirleikari við söng Ágústs sonar síns. Aldrei var amast við heim- sóknum okkar, vina barnanna, þó var þetta ekki venjulegt heimili, þar eð húsbóndinn var virtur dómkirkjuprestur og síðar vígslu- biskup, enda var þar mikill gesta- gangur, þar sem fjöldi fólks átti erindi við húsbóndann. Á heimil- inu fóru líka fram hjónavígslur og skírnir auk annarra embættis- verka. Það kom því í hlut húsmóð- urinnar að sinna fleiri störfum en venjulegum heimilisstörfum. Allt þurfti að vera tilbúið í stofunni fyrir hátíðlegar athafnir. Hún tók einnig þátt í þeim, því hún annað- ist undirleik og sálmasönginn. Auk þessa var hún viðstödd allar messur síra Bjarna og minnast eldri Reykvíkingar þeirra hjóna á leið til Dómkirkjunnar á sunnu- dögum. Síra Bjarni sagði eitt sinn við mig: „Mér finnst hver dagur á heimili mínu vera hátíðisdagur." Oft hef ég hugleitt þessi orð síðan. En starf Áslaugar utan heimil- isins í KFUK, kristniboðsfélagi kvenna og í kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar var heldur ekki lítið. Alltaf virtist Áslaug hafa nægan tíma. Hún átti ekki fáar ferðirnar á sjúkrahús eða í heim- sóknir til þeirra, er áttu um sárt að binda. Þar voru fyrirbænir hennar dýrmætar. Hún bar hag annarra fyrir brjósti, sjálf gerði hún ekki miklar kröfur. Ekki var líf hennar þó átakalaust. Ung missti hún föður sinn, Ágúst Benediktsson, kaupmann á Isa- firði. Þá sýndi móðir hennar, frú Anna Benediktsson, kornung ekkj- an, mikla hugprýði. Hún rak matsölu um árabil í Lækjargötu 12b á neðri hæðinni, ásamt frænku sinni og vinkonu, Guðríði. Síðustu æviár sín dvaldi frú Anna á heimili Áslaugar og síra Bjarna. Þegar húsið Lækjargata 12b brann og Áslaug og Anna dóttir hennar misstu allar eigur sínar, fóru þar mikil verðmæti, þá æðr- aðist hún ekki, heldur þakkaði Guði fyrir að ekkert manntjón varð. Hún var þá líka nýlega orðin ekkja eftir langt og farsælt hjóna- band. Aldrei heyrði ég hana kvarta eða láta í ljósi biturleika vegna eignamissisins. Mörg konan á hennar aldrei hefði látið hug- fallast, en Áslaug stóð af sér mót- lætið með hugprýði. Eftir brunann flutti Áslaug í Hjarðarhaga 44, þar sem hún eignaðist fallegt heimili. Þar bjó hún með Önnu dóttur sinni og Áslaugu dótturdóttur sinni til hinztu stundar. Áslaug átti góð börn, tengda- börn, barnabörn og barnabarna- börn, sem allt vildu fyrir hana gera. Síðast þegar ég hitti hana sagði hún við mig: „Mér líður svo vel, allir eru svo góðir við mig.“ Þá átti hún ekki langt eftir ólifað. Ég minnist hennar, þessarar beinvöxnu fallegu konu, hvikri á fæti, sem taldi ekki eftir sér spor- in, gæti hún orðið öðrum að liði. Ég sakna hennar og fyrirbæna hennar, en þakka Guði fyrir, að hún fékk að sofna í friði eftir langan og gifturikan ævidag. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigríður Nieljohníusdóttir „Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“ (Sálm. 103,1—2.) Þessi orð koma upp í hugann, þegar við minnumst fr. Áslaugar Ágústsdóttur fyrrverandi for- manns Kristilegs félags ungra kvenna. Við fráfall hennar er okkur KFUK-konum efst í huga þakk- læti til Drottins fyrir að gefa okkur þessa elskulegu og góðu konu. Trúarstaðfesta, umhyggja, hlýja og þakklátt hjarta ein- kenndu allt hennar viðmót. Með sinni sterku, virðulegu persónu mótaði hún þá, sem áttu því láni að fagna að fá að þekkja hana og starfa með henni. Hún átti bæði virðingu okkar og væntumþykju. Fr. Áslaug var fædd 1. febr. 1893 og var því réttra 89 ára, er hún lést aðfaranótt síðastliðins sunnudags, 7. febr. Foreldrar hennar voru þau hjónin Anna og Ágúst Benediktsson kaupmaður á ísafirði. Til Reykjavíkur fluttist hún árið 1911. Hún giftist 15. júlí 1913 sr. Bjarna Jónssyni, dóm- kirkjupresti og síðar vígslubisk- upi. Þeim varð þriggja barna auð- ið, sem öll eru á lífi. Þrátt fyrir óvenju umfangsmik- ið og annríkt starf utan heimilis og innan, sem hin styrka stoð manns síns í prestsþjónustunni, þá taldi hún ekki eftir áratuga- starf í KFUK. Hún segir sjálf svo frá í viðtali sem út kom í 1. tölublaði Kirkju- ritsins árið 1974: „Fyrsta sinn, sem ég kom í KFUM-húsið, var sumarið 1911. Þá fór eg á sam- komu með unnusta mínum, sr. Bjarna Jónssyni, sem búinn var að vera 1 ár prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík. En strax um haustið bað Ingibjörg Ólafsson mig að spila á smámeyjadeildarfundum." Þetta var upphaf sjötíu ára starfs fr. Áslaugar í KFUK. í stjórn félagsins sat hún frá 1916, fyrst sem ritari, þá varaformaður og árið 1938 tók hún við for- mannsstarfinu, eftir lát Guðrúnar Lárusdóttur, og gegndi því til árs- ins 1964. Starf hennar í þágu félagsins var margþætt. Eitt af því, sem átti hug hennar og kærleika, var sumarstarfið í Vindáshlíð. Hún tók fyrstu skóflustunguna að skál- anum okkar þar, enda var áhugi hennar óskiptur fyrir framgangi sumarstarfsins. í þessu sem öðru voru þau hjónin mjög samhent, og ófáar voru þær guðsþjónustur sem sr. Bjarni annaðist í Hallgríms- kirkju í Vindáshlíð. Ógleymanleg verður okkur þátttaka fr. Áslaug- ar í kvennaflokkunum um árabil. Ferskur blær og einlæg gleði fylgdu henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.