Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 27 Guðmundur Vignir Jósefs- son kjörinn formaður Lög- fræðingafélags íslands AÐALFIJNDUR Lögfræðingafé- lags íslands var haldinn 17. des- ember sl. Fráfarandi formaður fé- lagsins, dr. Gunnar G. Schram, prófessor, setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar um starfsemi fé- lagsins á liðnu starfsári. í ræðu formanns kom fram, að Lögfræð- ingafélagið gekkst á síðastliðnu starfsári fyrir allmörgum fundum um lögfræðileg málefni og voru Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. var kjörinn formaður Lögfræðinga- félags íslands á aðalfundi þess ný- lega. fyrirlesarar á vegum félagsins bæði innlendir og erlendir. Fundir þeir, sem Lögfræð- ingafélagið gekkst fyrir á síð- astliðnu starfsári, eitt sér eða í samvinnu við önnur félög, voru yfirleitt mjög fjölsóttir og ligg- ur nærri að samanlagður fjöldi fundargesta á fundum félagsins hafi verið um 600 manns. í ræðu formanns kom fram, að dagana 28.-29. október efndi Lögfræðingafélag Islands til námsstefnu í samvinnu við Lögmannafélag Islands og Dóm- arafélag Islands um breytingar á einkamálalögunum, en eins og kunnugt er tóku gildi um síð- astiiðin áramót viðamiklar breytingar á íslenskum lögum um réttarfar í einkamálum. Námsstefna þessi var hin fjöl- mennasta sem félagið hefur gengist fyrir og sóttu hana um 200 manns. Fráfarandi formaður Lög- fræðingafélagsins, dr. Gunnar G. Schram, prófessor, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann er nú á förum í rannsókn- arleyfi til Berkeley háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Voru dr. Gunnari færðar þakkir fyrir frábært starf í þágu fé- lagsins, en hann hefur verið formaður þess síðastliðin tvö kjörtímabil. í stað dr. Gunnars var Guðmundur Vignir Jósefs- son, hrl., gjaldheimtustjóri í Reykjavík, kjörinn formaður fé- lagsins. Varaformaður var kjör- inn frú Guðrún Erlendsdóttir, lektor. Meðstjórnendur voru kjörnir Pétur Kr. Hafstein, hdl., stjórnarráðsfulltrúi, Baldur Guðlaugsson, hdl., Ólöf Péturs- dóttir, deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, Logi Guðbrands- son hrl., og Þorgeir Örlygsson, fulltrúi yfirborgardómara. Lögfræðingafélag Islands gef- ur út Tímarit lögfræðinga, sem út kemur 4 sinnum á ári. Birtast þar greinar um lögfræðileg mál- efni af ýmsu tagi. Ritstjóri Tím- arits lögfræðinga er Þór Vil- hjálmsson, hæstaréttardómari. í dag, íöstudag, kynnum vlð íorrit íyrir FJÁRHAGS- BOKHALD Fjárhagsbókhaldsforrit Tölvubúðarinnar hí. rœður við umfangsmikið bókhald. Bókhaldsreikningar geta orðið 2.000. Fœrslur mega vera 10.000 á hverridiskettu. Komist heíur verið hjá þeirri almennu takmörkun mikró- tölva að reikningsaðgerðir séu aðeins íramkvœmdar með 9 tölustafa nákvœmni. Forritið rœður við tölur allt að 999.999.999.999,99 kr. Innskriít fœrslna er sérhönnuð til þess að komast megi hjá villum. Fyrir þá sem vilja hafa allt 100% er boðið upp á endurgötunarforrit, sem leyíir tvöfalda innskrift allra fœrslna til að komast hjá villum. Eí villur slœðast samt inn í bókhaldið, þarí ekki að bakíœra til að losna við villuna, heldur aðeins að íá hina röngu íœrslu upp á skerminn og leiðrétta hana þar. Hreyíingalista má prenta í dagsetninga-, íylgiskjala- eða reikningaröð. Forritið er mjög íljótvirkt. Það staríar sam- tengt öðrum forritum í Viðskiptakeríi Tölvubúðarinnar hí. Endurskoðendur - bókhaldarar - stjórnendur: Hér er íorrit, sem er sérhannað fyrir ykkar þarfir. Rétt lausn íelst í réttu íorriti. Verið velkomin kl. 2-6 í dag og kynnið ykkur íorrit okkar. TDLVUBÚDIN HF Laugavegl 20. Simi 25410 Atta íslensk leikrit gefin út í Skandinavíu A vegum Norræna leiklistarsam- bandsins er nú verið að undirbúa útgáfu á safni leikrita eftir finnska og íslenska höfunda á sænsku. Verð- ur hér um að ræða tvær bækur og er útgáfa þeirra styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Flest íslensku verkanna, en þau eru átta að tölu, hafa þegar verið þýdd, en verið að ljúka þýðingu sumra þeirra. Mun leikritasafn þetta koma út á þessu ári. Fyrir hönd íslenska leiklistarsambands- ins hefur þriggja manna nefnd annast val verka og undirbúning útgáfunnar og skipa hana þau Þorsteinn Gunnarsson, Sigrún Valbergsdóttir og Þórhallur Sig- urðsson. Að sögn Þorsteins hefði nefndin kosið að geta haft fleiri verk í þessu safni, en það reyndist ekki unnt. Verkin átta sem verða í safninu af íslands hálfu eru: „Dúfnaveislan" eftir Halldór Laxness. „Sjóleiðin til Bagdad" eftir Jökul Jakobsson, „Skjald- hamrar" eftir Jónas Árnasnr^ ™|u tilbritrði éíur Odd Björnsson, „Selurinn hefur mannsaugu" eftir Birgi Sigurðsson, „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíksson, „Jói“ eftir Kjartan Ragnarsson og „Skilningstréð" eftir Guðmund Steinsson. % AFSLATTUR af útsöluvörum og öllum öðrum vörum í verzluninnj þsssa viku B4TNÆIUR A ALLA FJÖLSKYLDUM4 Aústurstræti 10 sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.