Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1982 2 3 Starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar ályktar: Stórauka þarf fræðslu um skaðsemi fíkniefna A FRÆÐSLUDEGI starfsfólks Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar, í fjölskyldudeild, úti- deild og unglingaathvarfi, var rætt um vímuefnaneyslu og áhrif hennar. í tilefni af þessum fundi gerir starfsfólk Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar, sem vinnur að þessum málum, eftir farandi ályktun: „Neysla vímuefna af ýmsu tagi hefur verið mjög almenn meðal unglinga og virðist fara vaxandi. Áfengisvenjur ungl- inga, allt niður í 12 ára aldur, líkjast nú æ meir siðum full- orðinna. Unglingar drekka reglubundið, skipuleggja áfengiskaupin tímanlega með dyggilegri aðstoð fullorðinna og stór hópur þeirra „dettur rækilega í það“ um hverja helgi. Fleiri efni eru komin til sög- unnar, auk áfengis. Hafa lyf og leysiefni bæst við og æ sterkari ávanaefni ryðja sér nú greini- lega til rúms. Þessi þróun þar sem efni verða fleiri, útvegun auðveldari og meira virðist á Ringulreið við Vín: 160 bflar í 5 árekstrum Vínarborg, 8. febrúar. Al*. „ÞAÐ ER kraftaverk að ekki skyldu slasast f1eiri,“ sagði lög- reglumaður eftir að 160 bílar höfðu lent í fimm aðskildum árekstrum á tæpri klukkustund á einni hraðbrautanna, sem liggja út úr Vínarborg, snemma í gærmorgun. Aðeins 23 slösuðust og þykir sú tala með ólíkindum lág miðað við aðstæður. Árekstrarnir áttu sér stað á mesta umferðaratíma morg- unsins þegar fólk var á leið til vinnu sinnar. Mikil þoka var yfir hraðbrautinni og ísing gerði ökumönnum lífið leitt. Eldur kviknaði í þremur bíl- anna, sem brunnu án þess að nokkrum vörnum yrði við komið. „Þetta virtist vera endalaus ringulreið," sagði vegfarandi, sem horfði á ósköpin. 23 fórust með herflugvél Nýju Delhi, 7. fchrúar. Al’. BANDARÍSK vöruflutningavél af Fairchild-gerð fórst í dag við rætur llimalaya-fjalla og með henni 23 menn. Vélin, sem var í venjulegum birgðaflutningum á milli Pathnakot og Ladakh Leh, hrapaði um 300 km norðvcstur af höfuðborginni, Nýju Delhi. Að sögn sjónarvotta kviknaði í henni cr hún rakst utan í fjallshlíð- ina. Björgunarsveitir fóru þegar á vettvang og fundu strax 13 lík- anna, en urðu að skilja þau eftir vegna erfiðra aðstæðna. Verða þau sótt síðar með þyrlum. Leit að hinum 10 líkunum var hætt vegna myrkurs. boðstólum, er alvarlegt áhyggjuefni. Svo virðist sem nokkuð stór markaður hafi nú þegar myndast á þessu sviði. Rannsóknir erlendis frá sýna að slíkur markaður tengist fleiri vandamálum, t.d. afbrot- um og vændi, og bendir ýmis- legt til að slík þróun muni einnig eiga sér stað hérlendis. Ekki er hægt að líta fram hjá aðstöðuleysi unglinga þeg- ar verið er að fjalla um þessi mál. Sú staðreynd, að flestir foreldrar verða að vinna lang- an vinnudag utan heimilis, ger- ir það að verkum að stór hópur barna og unglinga eru á göt- unni meira eða minna allan daginn. Sá fjöldi sem stundar miðbæinn reglulega kvöld og nætur um helgar, minnir á að huga verður betur að eldri unglingum og í skipulagningu á tómstundastarfi verður að taka mið af áfengisneyslu þeirra. Ljóst er að aldur þeirra sem neyta áfengis hefur færst neð- ar og því verður ekki breytt með því að færa félagslífið „á götuna". Undanfarin ár hefur ýmis- legt verið gert í málefnum reykvískra unglinga. Má þar m.a. nefna uppbyggingu 5 fé- lagsmiðstöðva í Reykjavík, á vegum Æskulýðsráðs. Starf- semi Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er þríþætt, þegar um er að ræða starf með- al unglinga. 1. Fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur- borgar aðstoðar einstakl- inga og fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum og þangað geta unglingar ieitað eftir aðstoð. 2. Útideild hefur verið starf- andi undanfarin ár og held- ur uppi reglulegu leitar- starfi meðal barna og ungl- inga í Reykjavík. 3. Eitt unglingaathvarf er rek- ið fyrir 6 unglinga, sem eiga við ýmsa félagslega erfið- leika að etja. Nýlega hefur verið opnuð unglingaráðgjöf á vegum ríkis- ins sem unglingar geta leitað til vegna erfiðleika sinna. Hvad er til úrbóta? Ábyrgðin á þessum málum dreifist á margar stofnanir, því er mikilvægt að þeir aðilar er málið varðar taki nú höndum saman. Aðgerðir mega ekki stjórnast af tilviljanakenndum skyndiviðbrögðum, langtíma- áætlun þarf að vinna að sam- eiginlega af hálfu heilbrigðis-, félags- og fræðsluyfirvalda. Stórauka þarf fræðslu meðal barna, unglinga og foreldra þeirra um áhrif og skaðsemi vímuefna í því skyndi að koma í veg fyrir frekari neyslu og út- breiðslu efna þessara. Aðstöðu fyrir unglinga má tvímælalaust bæta svo og alla félagslega aðstoð við þennan aldurshóp. Nefna má að engin meðferðarstofnun er til fyrir unga vímuefnaneytendur. Fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar hefur við gerð fjárhagsáætlun- ar á undanförnum árum gert margar tillögur til úrbóta í málefnum unglinga, m.a. hefur verið farið fram á unglinga- heimili fyrir heimilislausa unglinga, fleiri unglingaat- hvörf og aukinn mannafla í úti- deild og er enn þörf. En fyrir starfsmenn á sviði barnaverndar blasir fyrst og fremst við að rjúfa þurfi þann vítahring þar sem erfiðar fé- lagslegar aðstæður leiða af sér margþættan félagslegan vanda. Hlutverk fjölmiðla er mikil- vægt, en fjalla verður um málið á víðari grundvelli í stað þess að slá upp æsifréttum eins og borið hefur við. Miklu máli skiptir, hvernig fræðsla og upplýsingar eru settar fram, svo ekki sé hægt að skilja slíkt sem leiðbeiningu um notkun efnanna." KréUalilkynning. Stórkostleg verólækkun á afgöngum og gölluðum vörum Buxur Peysur Úlpur Jakkar Kjólar Blússur Sokkar o.fl., o.fl kr. 65,00 kr. 50,00 kr. 265,00 kr. 35,00 kr. 75,00 kr. 50,00 kr. 10,00 o.fl. Næg bflastæði Verksmiðjuútsalan Grensásvegi 22 (á bak við gamla Litavershúsið) föstud kl. 10—22 og laugardag kl. 10—19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.